Morgunblaðið - 12.08.2010, Page 4

Morgunblaðið - 12.08.2010, Page 4
FRÉTTASKÝRING Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Útlit er fyrir að heyfengur eftir sumarið verði mjög góður. Grös hafa sprottið vel og spretta enn. Þurrkar hafa aðeins dregið úr sprettu á stöku stað á Norður- og Vesturlandi. Minna þarf að flytja af heyjum á áhrifasvæði eldgossins í Eyjafjallajökli en útlit var fyrir í vor. Margir bændur á Suðurlandi og Norðurlandi hafa nýtt hagstætt veð- ur að undanförnu og eru að ljúka öðrum slætti og margir munu slá þrisvar vegna þess hversu vel sprettur. Runólfur Sigursveinsson, ráðu- nautur hjá Búnaðarsambandi Suð- urlands, telur að hey verði mikil eft- ir sumarið og góð eftir því. „Heyskapur gekk vel. Við fengum verktaka til að rúlla fyrir okkur og tókum þetta á tveimur dögum um miðjan júní,“ segir Guðbjörg Jóns- dóttir, kúabóndi á Læk í Flóa. Hún segir að uppskera hafi verið mikil. „Háin er næsta mál á dagskrá,“ seg- ir hún og bætir grænfóðrinu við listann. Þótt heyskapur hafi almennt gengið vel getur Guðbjörg þess að þeir sem enn þurrki hey hafi sumir hverjir lent í vandræðum. Gras brennur á túnum „Þetta verður að teljast gott sum- ar, í höfuðatriðum. Þurrkur dró úr sprettu um tíma á vissum stöðum en þegar það fór að rigna í byrjun júlí fór sprettan af stað aftur. Hey eru orðin mikill að vöxtum, víðast hvar,“ segir Guðmundur Steindórsson, ráðunautur hjá Búgarði, ráðgjafar- þjónustu á Norðausturlandi. Guðmundur segir að rigningar hafi tafið eitthvað fyrir að bændur austan Vaðlaheiðar gætu hafið hey- skap en telur að uppskera verði einnig góð þar þegar upp verður staðið. Borgar Páll Bragason, verkefnis- stjóri hjá Bændasamtökum Íslands, segir að þurrkar hafi háð sprettu sums staðar á vestanverðu landinu í sumar, gras túna á grunnum jarð- vegi hafi brunnið. Hann telur þó að heyfengur verði í heildina góður. Öskumengað hey Heyskapur bænda á öskufalls- svæðunum við Eyjafjallajökul hefur gengið betur en reiknað var með í vor þegar askan fauk um allt. Run- ólfur Sigursveinsson ráðunautur segir þó að heyið sé öskumengað og það komi ekki í ljós fyrr en í haust og vetur hvernig það nýtist. Búast megi við því að það sé ekki eins lyst- ugt og hey af öskufríum túnum. Bændur undir Eyjafjöllum, í Mýr- dal og víðar voru lengi með fé á húsi vegna öskufallsins. Þeir eiga því litl- ar fyrningar upp á að hlaupa. „All- margir bændur hafa farið út í það að kaupa hey frá öskufríum svæðum, til að takast á við næsta vetur,“ seg- ir Runólfur. Hann telur að í gegnum heymiðlun sveitarfélaganna og Bún- aðarsambandsins fari að lágmarki 3.000 heyrúllur inn á öskufallssvæð- ið. Reikna má með að kostnaður við það sé á öðrum tug milljóna. Mikil hey og góð í sumar  Margir bændur að ljúka öðrum slætti og víða verður slegið þrisvar  Þurrkar drógu úr sprettu vestanlands  Nokkuð rættist úr heyskap á öskufallssvæðinu Morgunblaðið/RAX Heyskapur Enn er verið að hirða heybagga. Ferbaggar raðast vel á flutningatæki og í hlöðu og henta betur til sölu á milli héraða en rúllubaggar. 4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2010 Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is „Við ætlum að reyna að sleppa út úr því,“ segir Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, um stöðuna vegna kostnaðar við árlega flugeldasýningu Menning- arnætur. „Við ákváðum að kanna hvort við gæt- um dregið okkur út úr þessu og tel ég líklegt að við losnum við þennan kostnað.“ Í Morgun- blaðinu í gær kom fram að óvíst væri hvort Orkuveitan myndi fjármagna flugeldasýn- inguna. Búið er að panta flugeldana, það var gert fyrir um sex mánuðum. Haraldur segir að í ljósi aðstæðna sé mikil- vægt að spara þarna eins og annars staðar en lofar því þó að enginn muni þurfa að sitja uppi með skaðann. „Það var ekki meiningin að koma illa fram við neinn sem hefur lagt kostnað í að gera þetta og við áttum okkur á því að þetta kemur seint fram. En það mun enginn standa uppi með útlagðan kostnað, það myndi aldrei koma til þess.“ Kristinn Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Landsbjargar, segist bjartsýnn á að frá þessu máli verði gengið og telur að Reykjavíkurborg muni sjá til þess að sýningin verði haldin. „Mér skilst að Reykjavíkurborg sé að safna fyrir þessari sýningu meðal fyrirtækja og stofnana og ætli síðan að borga mismuninn sjálf,“ segir Kristinn sem vonar að allt fari vel. Draga sig í hlé frá flugeldasýningu  Orkuveita Reykjavíkur telur æskilegt að losna við kostnað af flugeldasýningu Menningarnætur  Enginn mun sitja uppi með kostnað vegna flugeldanna en borgin sér til að sýningin verði haldin Morgunblaðið/Eyþór Árnason Bjart Flugeldasýningin á menningarnótt er ávallt glæsileg og vekur mikla lukku meðal borgarbúa. Flugeldasýningin » Orkuveitan leitast eftir því að slá af kostnað vegna flug- eldasýningar Menningarnætur í sparnaðarskyni. » Flugeldarnir pantaðir fyrir hálfu ári og ekki hægt að selja þá ef allt fer á versta veg. » Orkuveitan mun ekki láta neinn sitja uppi með kostnað vegna kaupa á flugeldunum. » Haraldur Flosi segir að flugeldasýningunni verði ekki aflýst heldur reyni allir að finna skynsamlega lausn á málinu. „Ég veit ekki til þess að aðrir flytji inn þessar vörur en ég hef haft þetta leyfi í þrjú ár. Það var mjög erfitt og tók langan tíma að fá leyfið,“ segir Oddný Bragadóttir, verslunar- eigandi í Borgarnesi. Morgunblaðið sagði frá því í gær að Victoria’s Secret snyrtivörudeild yrði brátt opnuð í frí- hafnarversluninni í Leifsstöð. Oddný hefur flutt inn vörur frá Victoria’s Sec- ret síðustu þrjú árin og selt í verslun sinni, Kristý, og á netinu. Þá seldi hún vörurnar til þriggja annarra verslana fyrir efnahags- hrunið; í Reykjavík, á Akranesi og á Akureyri. „Victoria’s Secret keðjan er einungis með verslanir í Bandaríkjunum en utan þeirra mega sjálfstæðir aðilar flytja inn vörurnar og selja, ég má hins veg- ar ekki kalla búðina mína Victori- a’s Secret verslun,“ segir Oddný og bætir við að hún flytji fyrst og fremst inn snyrtivörurnar en einn- ig dálítið af nærfötunum sem keðj- an er þekktust fyrir. Það sé þó erfiðara að hafa þau í sölu vegna gengisins. ingibjorgrosa@mbl.is Victoria’s Secret vörur verið seldar hérlendis í þrjú ár Farþegum Ice- landair fjölgaði um 12% í júlí frá sama mánuði á síðasta ári, sam- kvæmt flutnings- tölum Icelandair Group. Það sem af er árinu hefur far- þegum félagsins fjölgað um alls 11%. Alls flutti Icelandair 215.684 farþega í júlí í ár, en í júlí í fyrra flutti félagið 192.149 farþega. Fyrstu sjö mánuði ársins hefur fé- lagið flutt 808.111 farþega en flutti 728.813 farþega á sama tímabili í fyrra. Sætanýting hjá Icelandair var 86% nú í júlí, sem er hæsta sætanýting í einum mánuði í fjögur ár, en 76,1% það sem af er árinu. Farþegum Flugfélags Íslands fækkaði hins vegar um 3% í júlí og um 9% fyrstu sjö mánuði ársins, samanborið við sama tímabil á síð- asta ári. Flugfélag Íslands flutti 39.501 farþega í júlí á þessu ári en 40.751 í fyrra. Það sem af er árinu hefur félagið flutt 196.905 farþega. gunnthorunn@mbl.is Farþegum fjölgar um 12% milli ára Hver er algengasta heyverkunaraðferðin? Rúlluheyskapur er almennur hér á landi og varð algengasta aðferðin á níunda og tíunda áratug síðustu ald- ar. Síðar bættust ferbaggar í flóruna og á síðustu árum hefur aukist að votheyi sé ekið í stæður heima við bæi og verkað þar undir plasti. Enn eru dæmi um að hey sé fullþurrkað á túni með gamla laginu og flutt laust eða í smáböggum heim í hlöðu. Hver er munurinn á rúlluböggum og ferböggum? Hann felst í laginu. Rúllurnar eru bundnar með garni eða neti og pakkað inn í plast. Ferbaggar eða stórbaggar komu til síðar og byggj- ast á sömu hugmynd og litlu hey- baggarnir sem voru algengir á síð- ustu áratugum síðustu aldar. Heyinu er þjappað í bagga sem eru bundnir saman með garni og pakk- að í plast. Ferbaggar raðast betur en rúllur og eru auðveldari í flutningi. Spurt&svarað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.