Morgunblaðið - 12.08.2010, Page 10

Morgunblaðið - 12.08.2010, Page 10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2010 10 Daglegt líf Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Ragnar er með renniverkstæði í bíl- skúr við heimili sitt á Höfn, hann seg- ist hafa undirbúið ellidagana með því að læra rennismíði. „Ætli ég hafi ekki byrjað á þessu þegar ég var 67 til 70 ára, þegar ég hætti að vinna,“ segir Ragnar sem er 82 ára. „Ég undirbjó ellidagana með því að læra þetta og hef verið að dútla við þetta síðan. Ég fór á eitt námskeið hjá Trausta Óskarssyni tré- vinnusmiði og á annað hjá Kristjáni Jóhannssyni sem rak verslunina Ás- borg lengi vel í Kópavoginum. Þetta voru tveggja daga námskeið í hvort skipti og það eina sem ég hef lært, restin kom svo með æfingunni. Þetta er áhugamálið mitt og það hefur veitt mér mikla ánægju,“ segir Ragnar. Aðspurður segist hann eyða drjúgum tíma í þetta áhugamál. „Ég eyði nú talsverðum tíma í þetta, ég er nú einn og mér þykir gott að stytta mér stundir við rennismíði úti í bíl- skúr þar sem ég er með aðstöðuna. Ég varð upptekinn af þessu og þetta er ákaflega góð dægradvöl, ég myndi mæla með því að fólk und- irbyggi elliárin með því að fara í eitt- hvað svona til að hafa eitthvað fyrir stafni þegar það hættir úti á vinnu- markaðinum, það er ekki gott ef það myndast einhver tómleiki.“ Hugurinn stóð í þessa átt Ragnar var bóndi á Borg í Mýrahreppi til ársins 1972 þegar hann flutti á Höfn. Meðfram bústörf- unum stundaði hann sjómennsku og ók vörubíl. Eftir að hann flutti á Höfn starfaði hann sem vélgæslumaður hjá fiskiðjuveri Kaupfélags Austur- Skaftafellssýslu sem síðar varð að Borgey. Þar starfaði hann til ársins 1997 þegar hann hætti að vinna vegna aldurs. Ragnar kveðst alltaf hafa verið laginn í höndunum. „Ég hafði alltaf gaman af því að dútla við einhverjar smíðar en það gafst nú ekki oft mikill tími til þess nema þá bara að dytta að verkfær- um og öðru við búskapinn. Þegar ég hætti að vinna kom það í beinu framhaldi að fara að gera eitthvað svona í höndunum, hug- Ákaflega góð dægradvöl Ragnar Arason frá Höfn í Hornafirði var valinn handverksmaður ársins 2010 á Handverkssýningunni í Hrafnagili um síðustu helgi. Ragnar rennir ýmiskonar smáhluti úr tré og segir nauðsynlegt að hafa eitthvað fyrir stafni ellidagana. Áhugamálið Tveir hlutir, bikar og skál, eftir Ragnar. Handverkshátíð Ragnar Arason tekur við titlinum úr höndum Guðrúnar Steingrímsdóttur sem var Handverksmaður ársins 2009. Dóróthea Jóns- dóttir framkvæmdarstjóri Handverkshátíðar tilkynnti valið. Allar konur, hvort sem þær eru giftar, á leiðinni upp að altarinu eða ólof- aðar vita hversu mikil vinna liggur á bak við brúðkaup. Undirbúningurinn hræðir marga, sérstaklega brúðgum- ana, enda margt sem þarf að huga að. Það getur verið algjört vesen að afla sér upplýsinga og fá hugmyndir sem eru nægilega greinagóðar til þess að gera daginn fullkominn. Verðandi brúðhjón geta eflaust nýtt sér vefsíðuna theweddingg- irl.co.uk til að koma sér af stað. Stúlkan á bak við þá síðu segist hafa verið gagntekin af brúðkaupum alla ævi og ætti því að vita hvað hún syngur. Hún er sjálf á leiðinni upp að altarinu og deilir reynslu sinni með lesendum, en segist passa sig að ganga ekki of langt því þá muni hún fæla verðandi eiginmann sinn í burtu. Á þessari brúðkaupssíðu er hægt að finna heilsteypt 12 mánaða plan sem brúðkaupssérfræðingurinn George Watts setti saman, en hann segir fyrsta skref að brúðkaupi vera samsetningu fjárhagsáætlunar. Stúlkan lætur sér ekki nægja að skrifa færslur, heldur svarar hún einnig spurningum lesenda. Frábær síða fyrir verðandi brúðhjón og áhugamenn um brúðkaup. Vefsíðan: www.theweddinggirl.co.uk Hamingja Brúðkaup eru skemmtileg en heilmikil vinna liggur þar að baki. Verðandi brúðhjón athugið Hin árlegu töðugjöld á Hellu, Rang- árþingi ytra, verða haldin á laug- ardaginn, 14. ágúst. Meðal atriða eru: kökukeppni, morgunganga, bílasýning, fótbolta- mót, streetball, kraftakeppni, barna- skemmtun og hæfileikakeppni barna 12 ára og yngri. Einnig verður keppt í rúllubaggaskreytingum. Sölu- og markaðstjöld verða við íþróttahúsið auk hoppkastala og leiktækja. Kl. 20.30 hefst kvöldvaka þar sem Björgvin Frans Gíslason og Jóhann G. Jóhannsson verða kynnar. Þar keppa íbúar á Hellu í hávaða- og hæfi- leikakeppni og reiptogi, töðugjalda- söngur fer fram og flugeldasýning. Hljómsveitin 66 verður með ball á Kanslaranum eftir kvölddagskrá. Endilega … … skellið ykkur á töðugjöld Söngur Það er stuð á Töðugjöldum. Dagana 15. til 18. október næstkom- andi standa Expressferðir og Knitting Iceland fyrir sérsniðinni borgarferð til London fyrir prjónara. Fararstjóri verður Ragnheiður Eiríksdóttir sem prjónarar ættu að kannast vel við en hún er annar stofnenda og eigenda Knitting Iceland, vinsæll prjónaleið- beinandi og konan á bak við prjóna- kennsludiskinn Prjónum saman. Í lýsingu á ferðinni segir að í Lond- on sé innblástur við hvert fótmál og prjónabúðir sem uppfylla villtustu drauma hvers prjónara. Í ferðinni gefst þátttakendum kostur á að sækja prjónanámskeið hjá breskum prjónahönnuði og að fara í innblást- ursgöngu þar sem borgin er skoðuð með augum prjónarans og saga stað- anna fléttuð inn í á skemmtilegan hátt. Meðal þeirra staða sem heimsóttir verða eru Fashion and Textile Museum, prjónaverslunin Loop sem er á þremur hæðum, Camden Lock markaðurinn og I knit London sem er griðastaður prjónara í London. Nánari upplýsingar um ferðina, skipulag hennar og kostnað má finna á vefsíðunni Expressferdir.is. ingveldur@mbl.is Ferðalög Griðastaður I knit London er búð og klúbbur prjónara í borginni. Hópferð fyrir prjónakonur til London í haust Samkvæmt nýrri breskri rannsókn, sem birtist í læknatímaritinu Brit- ish Medical Journal síðastliðinn þriðjudag, hefur veðráttan áhrif á líkindi þess að fá hjartaáfall. Rannsóknin, sem náði til 84 þús- und Breta sem lagðir voru inn á spítala vegna hjartaáfalls á árunum 2003 og 2006, leiddi í ljós að þegar hitastig lækkar um 1 gráðu á cel- síus aukast líkurnar á að fá hjarta- áfall, í sömu viku og lækkunin átti sér stað, um 2 uppsöfnuð prósentu- stig. „Tvö prósent er ekki há pró- sentutala, en allir verða fyrir áhrif- um af breyttu veðurfari og hjarta- áföll eru algeng. Þessi tvö prósent samsvara allt að því tveim hundr- uðum manns,“ segir einn af höf- undum rannsóknarinnar, Krishnan Bhaskaran. „Eldra fólk og þeir sem eru veilir fyrir hjarta eru sér- staklega viðkvæmir fyrir kólnandi veðurfari.“ Bhaskaran bætti við að fyrri rannsóknir hafi sýnt að blóðþrýst- ingur hækkar þegar kólnar í veðri. Þannig þykknar blóðið og hjartað þarf að hamast meira en ella. Það gæti verið skýringin á niðurstöðum nýju rannsóknarinnar. „Við getum ekki stjórnað veðrinu en við getum stjórnað því hversu miklum áhrifum við verðum fyrir. Fólk ætti að nota almenna skyn- semi til að verja sig fyrir kuld- anum. Til að mynda klæða sig vel fyrir utan hússins dyr og passa upp á að hitinn innandyra sé réttur. Þá er ráðlegt að vera ekki mikið úti þegar kalt er í veðri.“ Rannsóknin var leiðrétt fyrir áhrifum á borð við loftmengun, sjúkrasögur sjúklinga og langtíma veðurbreytingar. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kalt Íslendingar eru kuldanum þaulvanir og eiga ekki í vandræðum með að klæða sig rétt. Það getur minnkað slæm áhrif kuldans á hjartastarfsemina. Kólnandi veður eykur líkur á hjartaáfalli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.