Morgunblaðið - 12.08.2010, Side 15

Morgunblaðið - 12.08.2010, Side 15
Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2010 Laugavegi 172-174 · 590 5000 · hekla.is · hekla@hekla.isÞjónustuver og þjónustumóttökur: Opið frá 8-17 alla virka daga · Pantanasími 590 5030 · thjonusta@hekla.is. Netspjall á www.hekla.is. Þú getur treyst því að okkar fólk veit um hvað það er að tala40 ára reynsla auðveldar þér að finna rétta varahlutinn Hjá HEKLU hefur þú val milli þess að fá upprunalega varahluti bílaframleiðenda eða ódýrari hluti annars staðar frá. Jón Magnússon og félagar hafa meira en 40 ára reynslu af því að finna réttu vara- og aukahlutina fyrir þig á svipstundu. Láttu okkur gera betur við bílinn þinn. 100% þjónustulán án vaxta Val um upprunalega eða ódýrari varahluti Einstök vöruþekking 200.000 vörunúmer Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Sumarbústaðaeigendur í Úthlíð í Biskupstungum hafa búið við umtals- verðan vatnsskort í júlímánuði. Við- mælandi Morgunblaðsins segir að all- an júlímánuð hafi algert vatnsleysi verið frá föstudögum og fram á sunnudaga. Frá því á síðasta föstudag hafi síðan ekkert vatn verið að fá, en vatnsveita á svæðinu er á vegum Orkuveitu Reykjavíkur. Fólk hefur fyrir vikið þurft að sækja vatn um langan veg í brúsa að sögn viðmælandans og jafnvel í sum- um tilfellum þurft að fara alla leið til Laugarvatns eftir vatni. Þetta hafi m.a. þýtt að ekkert vatn hefur verið í salernum og ekkert vatn til drykkjar. Hann segir fólk orðið mjög þreytt á þessu ástandi og að málið snerti um 200 sumarbústaði. Engar upplýsingar „Þeir hafa sagt hjá Orkuveitunni undanfarnar vikur að þeir ætli að lag- færa þetta eins hratt og mögulegt er en ekkert hefur gerst. Við höfum ekki séð einn einasta bíl frá fyrirtækinu hérna. Það hefur ekkert verið gert,“ segir sumarbústaðaeigandinn. Hann segir ennfremur að óvissan í málinu hafi farið illa í fólk. Engar upplýsing- ar hafi borist frá Orkuveitunni um það hvenær búast mætti við því að vandamálið yrði leyst og hversu lengi búa þyrfti við það. Þá hafi ítrekað ver- ið sagt að fara ætti í það að vinna í málinu án þess að nokkuð væri raun- verulega gert. „Síðan hafa svörin ver- ið mjög misjöfn eftir því við hvern hefur verið rætt hjá fyrirtækinu. Þeir hafa talað út og suður um þetta.“ Vegna þurrkanna „Orkuveita Reykjavíkur er með þetta mál alveg, hún rekur þessa veitu hér. Ég hef verið í sambandi við þá og þeir eru að vinna hörðum hönd- um að þessu. Þetta er vonandi að komast í lag, vonandi fyrir helgi segja þeir mér,“ segir Ólafur Björnsson, umsjónarmaður sumarbústaðalands- ins í Úthlíð. Ólafur segir að ástæðan fyrir vatnsskortinum undanfarið sé þurrk- arnir í sumar. Fyrir vikið hafi vatn klárast á álagstímum. Ástandið hafi þó aðeins snert þá bústaði sem standi efst í landinu. Vatnsskortur í sumar- bústöðum í Úthlíð Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson Sumarbústaðir Vatnsskortur hefur hrjáð sumarbústaðaeigendur í Úthlíð.  Landeigandi segir að unnið sé að lausn málsins Vatnsskortur » Vatnsskortur hefur hrjáð sumarbústaðaeigendur í Úthlíð undanfarinn mánuð. » Orkuveitan er sökuð um að gera ekkert í málinu og halda fólki í óvissu. » Unnið er að því að leysa málið, segir umsjónarmaður sumarbústaðalandsins. Margir hafa lagt leið sína á hálend- ið og víðsvegar um landið í sumar, bæði íslenskir og erlendir ferða- menn, og hefur borið á því að Ís- lendingar séu ábyrgari í ferðum sínum en áður. Oft koma þó upp vandamál þar sem menn hafa ekki verið nógu vel í stakk búnir og þar hefur m.a. Landsbjörg komið til bjargar. „Ég held að þetta sé á svipuðu róli og hefur verið. Við tökum sam- an skýrslu í lok sumars og þá fáum við yfirlit yfir það,“ segir Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, spurður hvort fleiri slys hafi orðið í ár en áður. „Sem betur fer hefur þetta í flestum til- fellum gengið vel og ekki nein al- varleg slys sem við höfum komið að. Við erum með mikið af smá- verkefnum sem við erum að sinna, nokkur alltaf stærri. Það er alltaf eitthvað í gangi á hverjum degi.“ Hann segir vatnsföllin hafa verið áberandi í sumar og hefur Lands- björg haft í nógu að snúast í kring um Nýjadal. „Það er búið að vera svo hlýtt og gríðarleg bráðnun á jöklunum.“ Kristinn segir að það sé ávallt verið að brýna fyrir fólki að fara varlega og leiðbeina því um hvern- ig það á að haga sér á hálendinu. „Við viljum trúa því að það skili ein- hverjum árangri,“ segir hann. „Okkur finnst Íslendingar fara var- legar og spá betur í hlutina núna en áður. Okkur finnst menn vera ábyrgari í hegðun.“ Erlendu ferða- mennina segir hann þó vera meiri óvita en einkum vegna þess að þeir þekki ekki svæðin og landslagið. gunnthorunn@mbl.is Ferðalangar Íslendingar þykja ábyrgari gagnvart móður náttúru en áður. Íslendingar með- vitaðir á hálendinu Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.