Morgunblaðið - 21.08.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.08.2010, Blaðsíða 23
Fréttir 23INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2010 STÓRÚTSALA T E P P A G A L L E R Í Bæjarlind 16 Sími 568 6999 Opið virka daga kl. 10-18 laugardaga kl. 11-16 25-30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM FR U M Borgarráð hefur samþykkt að heimila framkvæmda- og eignasviði borgarinnar að gera leigusamning við áhugahóp um gæsluvallarskýlið á Héðinsvelli við Hofsvallagötu en hópurinn hefur óskað eftir því að taka skýlið í fóstur. Um er að ræða 12 fermetra hús sem hefur staðið autt í mörg ár. Húsið skiptist í þrjú rými og er gengið í hvert rými ut- anfrá. Hópurinn mun gera skýlið upp og finna því hlutverk. Þá voru samþykktar verklags- reglur Reykjavíkurborgar vegna leiksvæða sem íbúar vilja taka í fóstur. Þjónustumiðstöðvar borg- arinnar munu aðstoða við að stofna vinafélög leikvallanna. Íbúar hafa nú þegar sýnt áhuga á að taka fleiri leikvelli í fóstur víða um borgina. Íbúar hafa sýnt áhuga á að sinna ,,Lynghagaróló“, sem er við Lyng- haga og Suðurgötu, leiksvæði við Haðarstíg, ,,Stekkjarróló“ sem er við Fremristekk í Breiðholti og ,,Lestarróló“ sem er einnig í Breið- holti, við Bakkasel og Akrasel. Gæsluvallarskýli tekið í fóstur Kvenfélagið Hringurinn færði svæfingardeild Landspítalans veg- legar gjafir á mánudag sl. Um er að ræða fjóra súrefnismett- unarmæla til þess að mæla súrefn- ismettun hjá börnum. Mælarnir eru mjög nákvæmir og byggja á nýrri tækni. Þeir henta vel til notkunar hjá mjög veikum ein- staklingum. Þar má nefna mjög kalda sjúklinga sem koma inn vegna hjartastopps, við hjartaað- gerðir svo og hjá sjúklingum í losti vegna blóðtaps eða sýkinga. Við sama tækifæri afhenti Hring- urinn einnig forrit í sprautudælu til notkunar við flóknar barna- svæfingar. Starfsfólk deildarinnar tók við gjöfunum. Gjöf frá Hringnum Vegna frétta um bílveltu í Heið- mörk sem greint var frá í Morg- unblaðinu á fimmtudag sl. vill Orkuveita Reykjavíkur taka fram að þegar voru gerðar viðeigandi ráðstafanir samkvæmt verklagi fyrirtækisins við þessar aðstæður. Í fréttinni segir að ekki hafi reynst þörf á að moka upp jarðvegi, þrátt fyrir olíuleka. Í tilkynningu frá orkuveitunni segir að þetta sé ekki rétt. „Orku- veita Reykjavíkur fylgir mjög ströngum reglum um vatnsvernd og vatnsverndarsvæði Reykjavík- ursvæðisins. Starfsmenn Orkuveit- unnar eru á daglegum eftirlits- ferðum um svæðið og komu að vettvangi bílveltunnar í sama mund og lögregla og slökkvilið. Ljóst var strax að um töluverðan olíuleka var að ræða. Kallað var eftir gröfu og mengaður jarðvegur fjarlægður,“ segir í tilkynningunni. Heiðmörk Jarðvegurinn fjarlægður. Jarðvegur var fjar- lægður eftir bílveltu STUTT Urtagarður verður opnaður á morg- un klukkan 14 í Nesi við Seltjörn á Seltjarnarnesi. Í garðinum er safn urta sem ýmist hafa gegnt hlutverki í lækningum eða verið nýttar til næringar og heilsubótar á tímabilinu 1760-1834. Hluti plantnanna til- heyrir íslenskri flóru og hefur lækn- ingamáttur þeirra lengi verið lands- mönnum kunnur. Aðrar eru innfluttar en hafa verið ræktaðar í landinu um lengri eða skemmri tíma. Urtagarðurinn er stofnaður í minningu þriggja manna sem tengdu saman ræktun og heilsubót í lífi og starfi. Í ár eru liðin 250 ár frá skipun Bjarna Pálssonar embætti landlæknis árið 1760 og 125 ár frá stofnun Garðyrkjufélags Íslands ár- ið 1885. Fyrsti formaður þess var Hans Georg Schierbeck, þáverandi landlæknir. Björn Jónsson lyfsali var sá þriðji en hann annaðist nytja- og lækningajurtagarð í Nesi frá árinu 1768. Urtagarður er samvinnuverkefni Seltjarnarnesbæjar, Garðyrkju- félags Íslands, Landlæknisembætt- isins, Læknafélags Íslands, Lyfja- fræðingafélags Íslands, Lyfjafræðisafns og Lækn- ingaminjasafns Íslands. Urtagarðurinn er staðsettur á safnasvæði Seltirninga við Nesstofu vestast á Seltjarnarnesi. Garðurinn verður rekinn sem hluti af starfsemi Lækningaminjasafns Íslands og Lyfjafræðisafnsins sem bæði eru í Nesi. Skipuð hefur verið sérstök stjórn um Urtagarðinn og er stefnt að því að garðurinn verði vettvangur fræðslu um nýtingu urta til lækn- inga, næringar og heilsubóta fyrr á tímum og í dag. Á morgun kl. 17 munu Vilhjálmur Lúðvíksson, formaður Garðyrkju- félags Íslands, og Kristín Ein- arsdóttir, formaður stjórnar Lyfja- fræðisafnsins, ganga með gestum um Urtagarðinn í Nesi, segja frá garðinum og plöntunum sem þar vaxa. Urtagarður opnaður við Nesstofu Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.