Morgunblaðið - 21.08.2010, Blaðsíða 23
Fréttir 23INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2010
STÓRÚTSALA
T E P P A G A L L E R Í
Bæjarlind 16
Sími 568 6999
Opið virka daga kl. 10-18
laugardaga kl. 11-16
25-30%
AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM
FR
U
M
Borgarráð hefur samþykkt að
heimila framkvæmda- og eignasviði
borgarinnar að gera leigusamning
við áhugahóp um gæsluvallarskýlið
á Héðinsvelli við Hofsvallagötu en
hópurinn hefur óskað eftir því að
taka skýlið í fóstur. Um er að ræða
12 fermetra hús sem hefur staðið
autt í mörg ár. Húsið skiptist í þrjú
rými og er gengið í hvert rými ut-
anfrá. Hópurinn mun gera skýlið
upp og finna því hlutverk.
Þá voru samþykktar verklags-
reglur Reykjavíkurborgar vegna
leiksvæða sem íbúar vilja taka í
fóstur. Þjónustumiðstöðvar borg-
arinnar munu aðstoða við að stofna
vinafélög leikvallanna. Íbúar hafa
nú þegar sýnt áhuga á að taka fleiri
leikvelli í fóstur víða um borgina.
Íbúar hafa sýnt áhuga á að sinna
,,Lynghagaróló“, sem er við Lyng-
haga og Suðurgötu, leiksvæði við
Haðarstíg, ,,Stekkjarróló“ sem er
við Fremristekk í Breiðholti og
,,Lestarróló“ sem er einnig í Breið-
holti, við Bakkasel og Akrasel.
Gæsluvallarskýli
tekið í fóstur
Kvenfélagið Hringurinn færði
svæfingardeild Landspítalans veg-
legar gjafir á mánudag sl. Um er
að ræða fjóra súrefnismett-
unarmæla til þess að mæla súrefn-
ismettun hjá börnum. Mælarnir
eru mjög nákvæmir og byggja á
nýrri tækni. Þeir henta vel til
notkunar hjá mjög veikum ein-
staklingum. Þar má nefna mjög
kalda sjúklinga sem koma inn
vegna hjartastopps, við hjartaað-
gerðir svo og hjá sjúklingum í
losti vegna blóðtaps eða sýkinga.
Við sama tækifæri afhenti Hring-
urinn einnig forrit í sprautudælu
til notkunar við flóknar barna-
svæfingar. Starfsfólk deildarinnar
tók við gjöfunum.
Gjöf frá Hringnum
Vegna frétta um bílveltu í Heið-
mörk sem greint var frá í Morg-
unblaðinu á fimmtudag sl. vill
Orkuveita Reykjavíkur taka fram
að þegar voru gerðar viðeigandi
ráðstafanir samkvæmt verklagi
fyrirtækisins við þessar aðstæður. Í
fréttinni segir að ekki hafi reynst
þörf á að moka upp jarðvegi, þrátt
fyrir olíuleka.
Í tilkynningu frá orkuveitunni
segir að þetta sé ekki rétt. „Orku-
veita Reykjavíkur fylgir mjög
ströngum reglum um vatnsvernd
og vatnsverndarsvæði Reykjavík-
ursvæðisins. Starfsmenn Orkuveit-
unnar eru á daglegum eftirlits-
ferðum um svæðið og komu að
vettvangi bílveltunnar í sama mund
og lögregla og slökkvilið. Ljóst var
strax að um töluverðan olíuleka var
að ræða. Kallað var eftir gröfu og
mengaður jarðvegur fjarlægður,“
segir í tilkynningunni.
Heiðmörk Jarðvegurinn fjarlægður.
Jarðvegur var fjar-
lægður eftir bílveltu
STUTT
Urtagarður verður opnaður á morg-
un klukkan 14 í Nesi við Seltjörn á
Seltjarnarnesi. Í garðinum er safn
urta sem ýmist hafa gegnt hlutverki
í lækningum eða verið nýttar til
næringar og heilsubótar á tímabilinu
1760-1834. Hluti plantnanna til-
heyrir íslenskri flóru og hefur lækn-
ingamáttur þeirra lengi verið lands-
mönnum kunnur. Aðrar eru
innfluttar en hafa verið ræktaðar í
landinu um lengri eða skemmri tíma.
Urtagarðurinn er stofnaður í
minningu þriggja manna sem
tengdu saman ræktun og heilsubót í
lífi og starfi. Í ár eru liðin 250 ár frá
skipun Bjarna Pálssonar embætti
landlæknis árið 1760 og 125 ár frá
stofnun Garðyrkjufélags Íslands ár-
ið 1885. Fyrsti formaður þess var
Hans Georg Schierbeck, þáverandi
landlæknir. Björn Jónsson lyfsali
var sá þriðji en hann annaðist nytja-
og lækningajurtagarð í Nesi frá
árinu 1768.
Urtagarður er samvinnuverkefni
Seltjarnarnesbæjar, Garðyrkju-
félags Íslands, Landlæknisembætt-
isins, Læknafélags Íslands, Lyfja-
fræðingafélags Íslands,
Lyfjafræðisafns og Lækn-
ingaminjasafns Íslands.
Urtagarðurinn er staðsettur á
safnasvæði Seltirninga við Nesstofu
vestast á Seltjarnarnesi. Garðurinn
verður rekinn sem hluti af starfsemi
Lækningaminjasafns Íslands og
Lyfjafræðisafnsins sem bæði eru í
Nesi. Skipuð hefur verið sérstök
stjórn um Urtagarðinn og er stefnt
að því að garðurinn verði vettvangur
fræðslu um nýtingu urta til lækn-
inga, næringar og heilsubóta fyrr á
tímum og í dag.
Á morgun kl. 17 munu Vilhjálmur
Lúðvíksson, formaður Garðyrkju-
félags Íslands, og Kristín Ein-
arsdóttir, formaður stjórnar Lyfja-
fræðisafnsins, ganga með gestum
um Urtagarðinn í Nesi, segja frá
garðinum og plöntunum sem þar
vaxa.
Urtagarður opnaður við Nesstofu
Morgunblaðið/Ómar