Morgunblaðið - 21.08.2010, Blaðsíða 35
þú værir þá komin upp í skýin til
Guðs og værir hjá Bubba, hund-
inum mínum. Ég á eftir að sakna
þín og er að reyna að skilja það að
þú komir aldrei aftur. Það er ynd-
islegt að vera 3ja ára og sjá dauð-
ann fyrir sér svona eins og ég, því
ég gleðst svo innilega yfir því að nú
ert þú fallegur engill á himninum
með vængi og færð að flögra þar um
og syngja ásamt hinum englunum.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Þín langömmustelpa,
Hanna Sigríður.
„Ég var kölluð blómastúlkan,“
sagði Ragna og faðmaði ömmustúlk-
ur sem færðu henni vorblómin úr
litlum lófum.
Ragna ljómaði jafnan þegar hún
minntist æskuára vestur í Dölum.
Dalirnir voru í hennar huga tákn
um vellíðan, veðursæld, fallegt land
og blómabrekkur, fólkið hennar
heima á bænum og bústörfin. Minn-
ingarnar voru margar og góðar.
Einna hæst bar reiðtúrinn til ætt-
ingjanna í Hítardal, sem móðir
hennar fór í með hvert barnanna
um fermingu. Það var ævintýri sem
átti sérstakan sess í huga Rögnu.
Þá voru góðar skemmtanir í Ne-
sodda sem unga fólkið kunni vel að
meta. Og hún minntist náms og
dvalar á húsmæðraskólanum á
Staðarfelli með gleði og stolti.
En nú er fegursta blómið fallið og
það síðasta af 8 systkina hópi frá
Svínhóli.
Ragna, tengdamóðir mín, lifði 90
ár og hálfu betur. Hún bar með sér
hlýju, ræktarsemi og dugnað úr for-
eldrahúsum og djúpa virðingu fyrir
foreldrum sínum og störfum þeirra.
Leið Rögnu lá til Reykjavíkur
upp úr tvítugu. Reykjavíkurárin
voru að sjálfsögðu ævintýr fyrir
unga stúlkuna. Ragna var handlagin
að upplagi og með námið frá Stað-
arfelli sem bakhjarl, fékk hún vinnu
í fínustu búð bæjarins, Haraldar-
búð. Einnig naut hún þess vel um
nokkurra ára skeið að syngja með
Breiðfirðingakórnum, enda söngvís
og tónelsk.
Ég man vel það kvöld er ég kom
fyrst í heimsókn í Álfheimana til að
hitta Rögnu og Halla. Hún var búin
að baka pönnukökur og þau Halli
tóku á móti mér brosandi og með
elskulegheitum. Hlýjar móttökur.
Og það var ekki bara ég sem naut
góðsemi og leiðsagnar hennar á
heimili þeirra Halla. Þar hafa öll
barnabörnin átt öruggt skjól og ver-
ið „í pössun“ mislengi. Það er ómet-
anlegt framlag við uppeldi barnanna
og stuðningur við unga foreldra.
Þess á milli prjónaði Ragna á þau
sokka, húfur og peysur. Þá saumaði
hún út myndir og heklaði rúmteppi.
Ragna var afar samviskusöm og
lifði fyrir fjölskylduna. Hún var
hennar kjölfesta. Heimili þeirra
Halla var jafnan opið fyrir ættingj-
um og systkini Rögnu áttu þar
traustan og ráðagóðan vin. Sérstak-
lega skulu nefnd þau Ólafur, Kristín
og Jón. Spjall þeirra var oft
skemmtilegt og fjörugt. Skoðanir
voru skiptar og grínast með ástand-
ið í þjóðlífinu, fólk í fararbroddi eða
hvert annað. Ragna var viðræðugóð
og skilningsrík. Þá var hún stundum
skemmtilega hraðmælt og kom vel
fyrir sig orði.
Lífið var henni bæði blítt og
strítt. Ragna var síðustu 12 árin í
dagvistinni í Hlíðarbæ. Þar leið
henni svo vel að henni fannst sem
hún hefði verið þar hálfa ævina. Hér
skal sérstaklega þakkað fyrir um-
hyggjuna alla og það frábæra starf
sem þar er unnið.
Kynni mín af Rögnu ná aðeins yf-
ir ríflega þriðjung af ævi hennar.
Hún var hógvær en stóð fast á sínu
og átti sterka sjálfsvirðingu. Hún
gaf mildi, frið og sættir. Lífslöngun
hennar var mikil og sterk og vildi
hún ætíð vera sem næst sínum. Ég
er þakklát fyrir árin með henni,
þessari unglegu og prúðu konu.
Blessuð sé minning elskulegrar
Rögnu.
Ólöf Erna Adamsdóttir.
Minningar 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2010
Elsku systir.
Núna þegar þú hef-
ur kvatt okkur eftir
hetjulega baráttu
langar mig að senda þér hinstu
kveðju frá mér og fjölskyldu minni.
Alice fæddist á Norður-Sjálandi í
Danmörku hinn 19. maí 1940 og var
hún elst af okkur þremur systkinum.
Svo merkilega vildi til að í maí síðast-
liðnum, einungis örfáum dögum eftir
70 ára afmælisdag Alicear, var ég
staddur í heimsókn hjá dönskum
frændum okkar á Norður-Sjálandi
og fékk tækifæri til að sjá æskuslóðir
og fæðingarstað hennar. Þetta er
mjög fallegur staður og stórmerki-
leg stund sem ég hefði ekki vilja
missa af.
Foreldrar okkar systkina fluttust
til Íslands þegar Alice var 7 ára göm-
ul. Alla sína tíð var hún mikil smekk-
kona og glæsileg til fara. Ég minnist
þess að mér sem litlum snáða þótti
oft forvitnilegt það sem hún lagði á
sig til að skarta sínu fegursta. Eitt er
mér þó minnisstæðast en það var
þegar hún fór að vinna á börunum,
fyrst hjá Dalla og síðar hjá Gulla, þá
þurfti ég oft að halda á nýstraujaðri
svuntunni hennar því annars myndu
eyðileggjast nýlakkaðar neglurnar.
Alla tíð hefur hún verið leiðtogi og
fyrirmynd okkar systkina. Hún var
alltaf boðin og búin að hjálpa öllum,
sérstaklega þegar kom að veislum og
var hún algjör listamaður í öllu sem
sneri að veisluhöldum. Hún var einn-
ig mikil prjónakona og þær eru ófáar
lopapeysurnar sem hún hefur prjón-
að í gegnum árin, svo að ekki sé
minnst á allar húfurnar með flottu
dúskunum sem hún heklaði á börnin
í fjölskyldunni og börn vina og kunn-
ingja.
Árið 1972 kom inn í líf Alicear
stórkostlegur maður, Örn Stein-
grímsson yfirvélstjóri. Þau giftu sig
árið 1974 og eignuðst tvo syni, þá
Örn Hans viðskiptafræðing og Gúst-
af rafvirkja. Alla tíð hafa þeir verið
stolt móður sinnar enda frábærir
drengir í alla staði. Gústaf er kvænt-
ur Johönnu og eiga þau tvö yndisleg
börn; þau Arnar Hans og Eydísi
Alice. Þau eru augasteinar ömmu
sinnar og þrátt fyrir að búa í Svíþjóð
leið aldrei langt á milli þess að þau
hittust eða töluðu saman í síma. Það
var því stór stund fyrir Alice á 70 ára
afmælisdegi hennar hinn 19. maí sl.
að líta út um stofugluggann og sjá að
sjólargeislarnir hennar stóðu á hóln-
um fyrir framan heimilið með blöðr-
ur og skilti, henni að óvörum. Þetta
var gleðistund hjá þeim Erni, þrátt
fyrir að veikindi hennar væru farin
að há henni verulega.
Elsku Örn, Örn Hans, Gústaf, Jo-
hanna, Arnar Hans og Eydís Alice.
Við fjöldskyldan færum ykkur okkar
dýpstu samúðarkveðjur og megi
samband okkar halda áfram að vera
jafn gott þó svo að verkstjórinn sé
fallinn frá.
Minning þín lifir.
Kristján.
Kær frænka mín er látin eftir
langa baráttu við erfiðan sjúkdóm og
vil ég kveðja hana með fáeinum orð-
um.
Alice frænka var ákaflega hlý og
skemmtileg kona og ávallt var tekið
vel á móti manni á heimili hennar.
Ég minnist margra góðra stunda í
fjölskylduboðum þar sem ættingjar
og vinir komu saman og nutu gest-
risni hennar.
Hún var reiðubúin að hjálpa þegar
mikið stóð til og munaði mikið um að-
stoð hennar.
Mig langar til að þakka Alice fyrir
alla þá velvild og hlýju sem hún
sýndi mér og fjölskyldu minni. Ég
Alice Bergsson Nielsen
✝ Alice BergssonNielsen fæddist í
Maarum í Danmörku
19. maí 1940. Hún lést
á líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
8. ágúst 2010.
Útför Alice fór
fram frá Digra-
neskirkju í Kópavogi
17. ágúst 2010.
mun sakna hennar
sárt.
Við sendum Erni,
Erni Hans, Gústafi og
fjölskyldu innilegar
samúðarkveðjur.
Heimir Steinarsson
og fjölskylda.
Svo viðkvæmt er lífið
sem vordagsins blóm
er verður að hlíta
þeim lögum
að beygja sig undir
þann allsherjardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla
stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson.)
Það eru farin að sjást ummerki um
að haustið sé á næsta leiti eftir
óskaplega fallegt og sólríkt sumar.
Það var líka komið haust í ævi Alice,
eftir langa baráttu við krabbamein
varð hún loks að láta undan mann-
inum með ljáinn. Alice var einstök
kona. Hún var afskaplega lífsglöð og
elskaði að njóta lífsins og njóta sam-
vista við vini og ættingja. Hún var
líka alltaf nálægt vinum sínum, hvort
sem var í gleði eða sorg en sat ekki
hjá. Hún var besti fjölskylduvinur
sem hægt er að óska sér og fjölskyld-
an í Víkurbakkanum minnist hennar
með hlýhug. Við þurfum nú að
kveðja hana Alice en minningin lifir
um yndislega konu sem alltaf sá það
jákvæða í lífinu og kenndi okkur hin-
um að gera það líka.
Örn Helgi, Örn Hans, Gústaf og
Johanna, við biðjum góðan Guð að
styrkja ykkur í ykkar miklu sorg.
Minningin um trausta vinkonu lifir í
hjarta okkar.
Sumarliði og Hrafnhildur.
Okkur kom ekki á óvart þegar
Alice okkar kvaddi þetta líf eftir erf-
iðan sjúkdóm síðastliðin ár.
Hugurinn reikar til baka til liðins
tíma. Ég lítil hnáta í Grundargerði.
Alice ung blómarós í Háagerði.
Alice var besta vinkona Hrefnu
systur minnar. Alltaf var Alice vel til
höfð, ekki síst skórnir sem hún gekk
í, enda vann Alice í skóversluninni
Rímu í Austurstræti. Þegar ég fór að
stálpast, var ekkert sjálfsagðara, ef
kaupa átti nýja skó, en að fara í Rímu
og fá aðstoð hjá Alice, sem vissi allt
um nýjustu tísku.
Alice var mikil smekkmanneskja
og fagurkeri. Hún var hrein og bein
og hafði sérstaklega góða nærveru.
Alice mundi eftir öllum afmælisdög-
um og fylgdu oft gjafir með.
Alice giftist Erni og þau eignuðust
tvo yndislega drengi saman.
Alice var drottningin á sínu heimili
og fjölskyldan var henni allt. Það var
alltaf tilhlökkun að fara í matarboð
hjá Alice og Erni, góðir kokkar eða
Ida Davidsen gera það ekki betra en
Alice gerði. Það var hugsað fyrir öllu
og ekki vantaði gestrisnina.
Nokkrum sinnum komu Alice og
Örn til okkar til Danmerkur. Þær
heimsóknir eru gott að hafa í minn-
ingunni.
Elsku Alice, ef allir væru eins og
þú, væri heimurinn miklu betri að
lifa í.
Með þessum orðum kveðjum við
þig.
Elsku Örn, þú stóðst eins og klett-
ur við hlið Alicar, megi Guð vera með
þér og fjölskyldunni.
Jörgen og Svava.
Elsku Alice!
Nú ertu loksins búin að fá friðinn,
en síðustu vikurnar hafa verið mjög
erfiðar fyrir þig, fjölskylduna og
okkur öll. Vinátta okkar hefur varað
í 50 ár og aldrei borið skugga á. Ekki
var verra að Örn og Gulli náðu vel
saman líka.
Ég ætla ekki að hafa þetta neina
lofræðu eða væmni, þú sýndir sjálf
þína væntumþykju frekar í verki en
orði. En margar eru minningarnar
sem á hugann leita. Brynjar gubb-
andi á þig í strætó, þú að „passa mig“
þegar ég var að fara að eiga Sigurþór
og Gulli á sjónum. Þá varstu með öll
símanúmer á öllum fæðingarstofn-
unum á Stór-Reykjavíkur svæðinu á
náttborðinu. Við á Akureyri, á Gull-
fossi, ökuferð um Evrópu og þannig
mætti lengi telja. Allar sumarbú-
staðaferðirnar okkar, þú með þvílík-
ar stórveislur sem ekki hefði einu
sinni hvarflað að manni að fram-
reiða. Þú heklandi húfur á strákana
okkar og barnabörnin og meira að
segja dúkkuföt handa Hrefnu Borg.
Og takk fyrir lopapeysurnar okkar.
Ég veit ekki hvernig verður með
afmælin okkar Gulla og brúðkaups-
afmæli, þau gleymast örugglega al-
veg, því nú er engin Alice til að
hringja og óska okkur til hamingju
og við ekki búin að átta okkur á deg-
inum.
Elsku Alice mín, takk fyrir að vera
þú sjálf og vera vinur minn í öll þessi
ár.
Elsku Örn, Örn Hans, Gústaf, Jó-
hanna, ömmubörnin og fjölskyldan
öll, Guð gefi ykkur styrk og ró og
megi minningarnar verða sorginni
yfirsterkari.
Hvíl í friði, elsku vinkona. Sjáumst
síðar.
Hrefna og Gunnlaugur.
Hún Alice var einstök kona. Ég
kynntist henni fyrst þegar ég og
Gústaf urðum vinir fyrir rúmlega 20
árum. Í fyrstu var ég smá hræddur
við hana, því hún var mjög ákveðin
og ströng en eftir að maður kynntist
henni betur kom í ljós hversu mikil
öðlingskona hún var. Ég til dæmis
lærði það af henni að maður á aldrei
að borða síðasta kexið úr pakkanum,
maður á alltaf að láta einhvern ann-
an klára það!
Eftir að Gústaf flutti til Svíþjóðar
þá heyrði ég alltaf minna og minna í
henni en það var alltaf á sumrin þeg-
ar Gústaf kom til landsins að þá
heyrði ég í henni og var það alltaf
jafn gaman. Hún spurði mann alltaf
út í stelpurnar mínar og hvernig ég
hefði það og hvort ég væri ekki alltaf
að þjálfa og annað slíkt, hluti sem
mér þótti alltaf jafn vænt um. Einnig
hef ég alltaf hitt hana á aðfangadag
þó svo að Gústaf hafi ekki verið á
landinu. Ég hef alltaf litið inn til
hennar á aðfangadag og sest niður
og rætt málin og hefur þetta verið
fastur liður á aðfangadag hjá mér
undanfarin 20 ár eða svo. Mun ég
sakna þess mikið að hitta hana ekki
næsta aðfangadag !
Elsku Örn, Gústaf, Jóhanna og
Örn Hans, megi guð styrkja ykkur á
þessum erfiðu tímum.
Kveðja,
Garðar Gunnar Ásgeirsson.
Kær vinkona, Alice, er látin eftir
harða baráttu við krabbamein. Hún
er sú þriðja úr saumaklúbbnum okk-
ar sem við sjáum á eftir. Áður voru
farnar Sigríður Birna og Edda
Scheving. Alice greindist fyrst með
krabbamein fyrir fimm árum. Hún
átti góðan tíma milli meðferða fyrstu
árin, en þegar líða tók á síðastliðinn
vetur fór að halla undan fæti og þrátt
fyrir mikinn baráttuvilja mátti hún
lúta í lægra haldi fyrir sjúkdómi sín-
um. Hún kvartaði aldrei, var alltaf
jákvæð, bjartsýn og þakklát fyrir allt
sem gert var fyrir hana.
Alice var góður félagi í sauma-
klúbbnum okkar sem stofnaður var
fyrir 50 árum. Hún var mikill fag-
urkeri, listakokkur og einstök hann-
yrðakona og nutum við vinkonurnar
oftar en ekki góðs af því.
Margs er að minnast á svo löngum
tíma því margt var brallað og sér í
lagi þegar við vorum yngri. Við höf-
um ferðast saman, haldið ættarmót
svo eitthvað sé nefnt og átt saman
margar góðar stundir sem skilja eft-
ir sig dýrmætar minningar.
Vinátta sem hefur þróast í hart-
nær hálfa öld er ómetanleg. Þeir sem
eiga slíka vináttu eru hvorki einir í
gleði né sorg.
Okkar er missirinn mikill en meiri
er þó missir Arnar sem hefur staðið
eins og klettur við hlið konu sinnar í
veikindum hennar ásamt sonum
þeirra og fjölskyldunni allri. Við
vottum þeim einlæga samúð okkar
og biðjum þess að þegar fram líða
stundir muni gleði góðra minninga
sefa sársauka sorgarinnar.
Við kveðjum okkar góðu vinkonu
með þökk fyrir ómetanlega vináttu
og allar minningarnar sem við mun-
um ylja okkur við um ókomin ár.
Hennar verður sárt saknað.
Blessuð sé minning hennar.
Hulda, Guðný, Hrefna, Oddný,
Hrafnhildur V., Birna, Ólöf,
Karen og Hrafnhildur S.
HINSTA KVEÐJA
Komið er að leiðarlokum og
kveðjum við Alice vinkonu okk-
ar með söknuði en við gleðj-
umst jafnframt yfir því að hafa
fengið að ganga með þér þau
fimmtíu og sjö ár sem liðin eru
frá því að við kynntumst í skóla
og átt margar góðar stundir
saman. Elsku Alice, það er sárt
að kveðja þig.
Við sendum Erni og fjól-
skyldum okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Hafðu þökk
fyrir allar góðu samverustund-
irnar.
Guðrún, Ásta, Stefanía
og Sólrún.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
AGNES MARINÓSDÓTTIR,
Hraunbæ 103,
lést á heimili sínu föstudaginn 16. júlí.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn
24. ágúst kl. 13.00.
Marinó Kristinsson,
Helga Kristinsdóttir, Flosi Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar
ástkæra eiginmanns, sonar, föður, tengdaföður og
afa,
BJARNA BJÖRGVINSSONAR,
Hlíðarvegi 4,
Kópavogi.
Lára Magnúsdóttir,
Ingibjörg Árnadóttir,
Björgvin Bjarnason, Guðrún Ósk Birgisdóttir,
Sigurlaug H. Bjarnadóttir, Skúli Baldursson,
Stefán Pétur Bjarnason
og barnabörn.