Morgunblaðið - 21.08.2010, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.08.2010, Blaðsíða 36
36 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2010 MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista ✝ Sigríður JónaKristinsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 29. sept- ember 1929. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 12. ágúst 2010. For- eldrar hennar voru Margrét Gestsdóttir, f. 19. júlí 1903, d. 17. desember 1956, og Kristinn Gíslason, f. 2. júlí 1898, d. 20. maí 1977. Systkini Sigríð- ar eru Sveinbjörg, f. 26. janúar 1922, d. 12. febrúar 1999, maki Sigurbergur Guð- mundsson, f. 29. nóvember 1923, d. 2. september 1997, Sigurður, f. 7. júlí 1923, d. 5. desember 1929, Baldur Guðni, f. 26. júlí 1926, d. 1. mars 1927, Baldur, f. 13. desember 1927, d. 25. janúar 2004, maki Birna Ólafsdóttir, f. 9. desember 1927, og Gísli, f. 20. júlí 1931. Hinn 10. maí 1950 giftist Sigríð- ur Guðna Agnari Hermansen list- málara, f. 28. mars 1928, d. 21. september 1989. Foreldrar hans voru Störker S. Hermansen f. 19. febrúar 1888, d. 26. maí 1952, og Jóhanna J. Erlendsdóttir, f. 5. júlí skólagöngu hóf hún störf 17 ára gömul sem verslunarkona í vefn- aðarvöruversluninni Drífandi í Vestmannaeyjum, þar til hún varð heimavinnandi húsmóðir þegar hún gekk í hjónaband. Fyrstu bú- skaparárin bjuggu Didda og Guðni á æskuheimili hennar að Herjólfs- götu 7. 1961 fluttu þau í húsið, sem þau byggðu sér að Birkihlíð 19 og bjuggu í nær öll sín búskaparár. Þau voru mikið tónlistarfólk og oft var þar margt um manninn, bæði sungið og spilað og iðulega var kíkt í kjallarann og dáðst að mál- verkum Guðna. Gosárið 1973 bjuggu þau á Hellu og nokkur ár eftir það að Smáragötu 15 í Vest- mannaeyjum. Í Birkihlíðina fluttu þau aftur 1979, en þá voru bæði börn þeirra flutt að heiman. Síð- ustu 12 ár ævi sinnar bjó hún að Kirkjuvegi 59. Didda fór aftur út á vinnumarkaðinn 1978 þegar hún hóf störf í Félagsheimilinu í Vest- mannaeyjum og starfaði þar til 70 ára aldurs. Didda var mikil söng- kona og var félagi í kór Landa- kirkju Vestmannaeyja meira og minna í tæp 60 ár og einnig söng hún með Samkór Vestmannaeyja til margra ára. Hún var einnig virkur félagsmaður í Kvenfélagi Landakirkju. Hún hafði einstaka ánægju af kór- og safnaðarstarf- inu. Útför Sigríðar Jónu fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, 21. ágúst 2010, og hefst at- höfnin kl. 14. 1988, d. 3. september 1970. Börn Sigríðar og Guðna eru: 1) Kristinn Agnar Her- mansen, f. 24. októ- ber 1950, mál- arameistari, maki Guðfinna Edda Egg- ertsdóttir, banka- starfsmaður, f. 14. desember 1955. Börn þeirra eru: Guðni Agnar, f. 19. janúar 1978, sambýliskona Sólveig Lára Sigurð- ardóttir, f. 29. sept- ember 1982, Elín Ósk, f. 21. ágúst 1983, d. 31. janúar 1992, og Jóna Guðrún, f. 21. janúar 1991. 2) Jó- hanna Hermansen, f. 28. maí 1954, ritari, maki Ágúst Birgisson, bygg- ingatæknifræðingur, f. 16. maí 1957. Börn þeirra eru: Elva Björk, f. 26. maí 1980, sambýlismaður Ágúst Ingi Arason, f. 18. júní 1979, barn þeirra Brynjar Ingi, f. 2. nóv- ember 2004. Ari Birgir, f. 23. maí 1987, Guðni Agnar, f. 2. ágúst 1990, og Sigríður Margrét, f. 14. ágúst 1996. Sigríður, Didda eins og hún var alltaf kölluð, ólst upp í Vest- mannaeyjum. Eftir sína barna- Elsku mamma. Nafnið Sigríður merkir sú sem sigrar. Einnig er sagt að sú sem beri þetta nafn sé greind, dugmikil og heiðarleg, en um leið þokkafull og kvenleg fram í fingurgóma. Þarna er þér, mamma, rétt lýst. Það töluðu allir um það hvað þú værir tignarleg og glæsi- leg. Þú sagðir mér einu sinni að þú hefðir æft þig sem ung stúlka að ganga með bók á höfði upp og nið- ur stiga. Fataskápur þinn bar þess glöggt merki, hversu smekkleg þú varst. Svo vel valin fötin og skó- pörin voru ansi mörg og varst þú yfirleitt einu pari ríkari eftir ferð til Reykjavíkur. Heimili okkar í Eyjum var glæsilegt. Þú helgaðir þig fjölskyldunni og gafst okkur systkinunum einstaklega traust og gott uppeldi. Er ég þér og pabba þakklát fyrir það. Pabbi var list- málari og hélt margar málverka- sýningar. Þú stóðst við hlið hans stolt og dáðist að honum og verk- um hans. Oft var margt um mann- inn heima, sungið og spilað, enda voruð þið bæði mikið tónlistarfólk. Þegar eitthvað mikið bjátaði á eins og í veikindum pabba sýndir þú einstakan styrk og umhyggju. Ég dáðist að þér hversu dugleg þú varst öll þessi ár eftir andlát pabba. Þú varst aldrei ein, þó við systkinin flyttum frá Eyjum, því þar hafðir þú þína vini og kór- félaga. Starfið í kirkjukórnum var þitt líf og yndi. Fyrir nokkrum ár- um greindist þú með sjúkdóm, sem þú með miklum dugnaði sigraðist á, en í vor tók meinið sig upp aftur. Það er mér mikils virði að við fjöl- skyldan náðum öll að vera með þér síðustu dagana. Ég vil kveðja þig, elsku mamma, með þessu ljóði, sem þér þótti svo vænt um. Vertu ekki grátinn við gröfina mína góði, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér – gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér. (Höf. ókunnur.) (Þýð. Ásgerður Ingimarsdóttir) Þín dóttir, Jóhanna Hermansen. Elsku amma Didda. Það er rosa- lega skrítin tilfinning að kveðja þig, þar sem við vorum ekki tilbúin fyrir kveðjustundina. Við bíðum enn eftir að fá þig úr Herjólfi í heimsókn til okkar en síðast varstu hjá okkur í fermingu í mars, svo tignarleg og glæsileg eins og þú varst alltaf. Það var venja að eftir að afi dó varst þú hjá okkur á jól- um og fylgdi því ávallt mikill spenningur, fá pakka frá þér, jóla- grautinn í hádeginu á aðfangadag en það var fastur liður og yfirleitt réðir þú því hver fékk möndluna. Það var mikið flissað og hlegið, því flestir þóttust vera með hana. Nú í ár verða öðruvísi jól en við munum ávallt minnast þín með bros á vör þegar við borðum jólagrautinn. Það er okkur mikil huggun að við systkinin öll gátum heimsótt þig á spítalann í Eyjum. Einnig var fal- leg sú stund sem Brynjar Ingi langömmustrákurinn þinn fékk með þér, en þér þótti ávallt svo vænt um hann og var þér umhugað um hann og vildir að hann yrði stór og sterkur strákur. Þú hugsaðir líka til litla ófædda langömmust- ráksins og hlakkaðir til að sjá hann í október en við vitum að þú fylgist áfram með langömmustrákunum þínum og okkur systkinunum. Við þökkum þér fyrir allar okkar stundir saman og þína einstöku umhyggju fyrir okkur. Við kveðj- um þig með þessu gullkorni sem þú gafst okkur innrömmuð. Loforð Guðs til barnsins: Ég hef aldrei lofað að brautin sé bein og blómstígar gullskrýddir alla leið heim. Ég get ekki lofað þér gleði án sorgar á göngunni löngu til himins borgar. En lofað ég get þér aðstoð og styrk og alltaf þér ljósi þó leiðin sé myrk. Mundu svo, barn mitt, að lofað ég hef að leiða þig sjálfur hvert einasta skref (Höfundur ókunnur) Elva Björk, Ari Birgir, Guðni Agnar og Sigríður Margrét. Elsku langamma. Þér líður miklu betur núna því þú ert hjá langafa og englunum. Ég man þeg- ar ég kom að heimsækja þig á spít- alann hvað þú knúsaðir mig fast og lengi. Ég man líka eftir því þegar þú varst heima hjá Jóhönnu ömmu og sagðir mér sögur og söngst fyr- ir mig. Takk fyrir allt. Brynjar Ingi. Sem barn gat ég gengið frá Sóleyjargötunni með viðkomu í kirkjugarðinum hjá Elínu og afa, og niður í Birkihlíðina til ömmu sem hafði líklega beðið mín frá því ég kvaddi hana síðast, svo áköf var hún að fá mann í heimsókn. Eitt af því sem gleymist ekki er Mozart- málverkið hans afa inni í sjón- varpsherbergi, það olli mér mar- tröðum sem barn ásamt sínum skammti af tárum og amma var farin að hafa þá fyrirhyggju að taka málverkið niður og fela það væri ég væntanleg í pössun, svo ég fengist nú til þess að samþykkja að gista. Amma hafði fyrirhyggju fyr- ir öllu, hún var umhyggjusöm, stolt og ákveðin tíguleg dama. Hún veitti manni styrk í erfiðleikum jafnvel þó hún ætti í þeim sjálf. Virðuleg, sterk og sjálfri sér sam- kvæm. Guð geymi þig, elsku amma mín. Þar sem hlíðin og ilmur birkitrjánna fyllti hugann af angan og yndi, dvaldi Eilífðarblómið við ána. Í stormi stóð það stolt og sterkt, þótt kviðið hefði vetri og tímana hefði lifað betri. Blöðin tóku að falla með blíðu síðla sumars, það heyrði eilífðina kalla. Blómið eftir sig skildi frjókorn og djúpar rætur líkt og ljós í myrkri dimmrar nætur. Jóna Guðrún Kristinsd. Hún var ein af fjalladrottningum Eyjanna, hnarreist, tíguleg og glæsileg kona með fas af mildum sunnanblænum, ljóð úr hörpu Eyjanna. Hún var alla tíð svo eðli- lega hæversk og kurteis, bjó ríku- lega yfir meitluðum og markviss- um skoðunum, naut þess að setja þær fram, maður á mann, og gaf þá ekki eftir frekar en suðvestanbrim- ið. Hún Didda hans Guðna listmál- ara var hún oftast kölluð, því hún var þessi lifandi listræni þáttur í lífi hans. Þannig var hún hluti af málverki meistarans, undi glöð við sitt og bjó Guðna sínum umgjörð þar sem hann hafði allt sem hann þurfti og þó voru sérþarfirnar all- nokkrar. Hún var höfðingi heim að sækja og bjó til veislur á auga- bragði Didda var sérstæður persónu- leiki, en samt svo venjuleg. Hún hafði svo heilbrigðar skoðanir, kröfur og væntingar, átakslausar en ætlaðar í lífsins leik. Það var mikið áfall þegar Guðni Hermansen féll frá fyrir aldur fram, en Didda saumaði í sárið, bjó við minninguna og spann nýjum þráðum leið. Einu sinni fór Guðni til útlanda til þess að halda mál- verkasýningu, en kom heim á öðr- um degi vegna þess að Didda var ekki þar. Þannig kona var Didda, Sigríður Kristinsdóttir, og börnin þeirra bera sterklega einkenni for- eldranna í fasi, framkomu og frjálsri hugsun, glæsifólk. Didda var söngfugl af Guðs náð með fagra rödd og lagviss með ein- dæmum. Hún söng með fjölmörg- um kórum Eyjanna um langt ára- bil og allsstaðar setti hún mark á hópinn með félagsgleði sinni og sérstakri yfirskipulagningu sem stundum gerði mann vitlausan en alltaf þótti manni vænt um það samt sem áður. Hún greip í gít- arinn á góðum stundum og þá flæddi stemmningin um bæ og brekkur. Allt sem Didda gerði minnti á fegursta hekldúk, svo fín- legt og varfærnislegt í fléttunni. Didda hélt alla tíð sínu striki, tær- um línum. Mikið held ég að hann Guðni minn sé feginn að vera búinn að fá hana Diddu sína til sín aftur og nú getur hann byrjað að munda pens- ilinn aftur í himnaranninum með Eyjastelpuna sér við hlið. Megi góður Guð vernda fjöl- skyldu þeirra, afkomendur og vini, megi minningin lifa eins og mál- verkin hans Guðna, óháð tíma og takmörkunum. Í hæstu hæðum er mætt til leiks ein af fjalladrottn- ingum Eyjanna. Árni Johnsen. Ég vil með örfáum orðum minn- ast Sigríðar Jónu eða Diddu eins og hún var ávallt kölluð. Hún lést fimmtudaginn 12. ágúst á Heilbrigðisstofnun Vestmanna- eyja eftir stutta en erfiða legu. Didda var glæsileg kona og yfir henni var reisn. Hún var afar sam- viskusöm og nákvæm í öllu, sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var einstaklega minnug og var alltaf hægt að leita til hennar eftir ná- kvæmum upplýsingum ef á þurfti að halda. Didda söng í kirkjukór Landa- kirkju í yfir 60 ár. Það var hennar líf og yndi að sækja kóræfingar og syngja við messur og athafnir í Landakirkju og hennar félagslíf var að vera með kórfélögum. Hún tók einnig þátt í störfum Kven- félags Landakirkju. Ég kynntist Diddu þegar ég og fjölskylda mín fluttum í Birkihlíð- ina fyrir nærri 25 árum en þá bjuggu þau hjón, Guðni Her- mansen og Didda í næsta húsi. Með okkur Diddu tókst góður vinskapur og fylgdist hún vel með minni fjölskyldu og tók alltaf þátt með okkur á gleðistundum. Guðni lést árið 1989 en Didda bjó áfram í Birkihlíðinni þar til hún flutti sig um set á Kirkjuveg 59. Börn Diddu og Guðna þau Jóhanna og Kristinn hafa lengi búið í Reykjavík og saknaði hún þess oft að búa ekki nær þeim og barna- börnum sínum. Að leiðarlokum vil ég þakka Diddu vinskap hennar. Ég og fjölskylda mín munum ætíð minnast hennar með hlýju og virðingu og biðjum Guð að blessa minningu hennar. Ég sendi Bóa, bróður Diddu, Jóhönnu, Kristni og fjölskyldum þeirra innilegar sam- úðarkveðjur. Guðbjörg Matthíasdóttir. Góður engill Guðs oss leiðir gegnum jarðneskt böl og stríð, léttir byrðar, angist eyðir, engill sá er vonin blíð. Blessuð von, í brjósti mínu bú þú meðan hér ég dvel, lát mig sjá í ljósi þínu ljómann dýrðar bak við hel. (Helgi Hálfdánarson) Elsku Didda. Látin er kær vinkona eftir að- eins nokkurra vikna stríð við ill- vígan sjúkdóm. Margar góðar minningar koma upp í hugann eftir margra ára góð kynni við störf í Kvenfélagi og Kór Landakirkju í Vestmannaeyjum. Didda var glæsileg kona og hafði fallega söngrödd og vakti athygli hvar sem hún kom. Hún kenndi mér lag sem ég hafði aldrei heyrt við textann „Viltu með mér vaka er blómin sofa“ sem við sungum oft saman á góðum stundum. En nú verður bið á því að við syngjum saman þar sem þú ert nú komin á æðra tilverustig og veit ég að elsk- aður eiginmaður þinn tekur vel á móti þér. Á kveðjustund vil ég þakka elsku Diddu fyrir vináttu og elskulegheit við mig til margra ára, börnum hennar og fjölskyldum sendi ég innilegar samúðarkveðjur og kveð kæra vinkonu með ljóðinu sem við sungum oft saman. Viltu með mér vaka er blómin sofa, vina mín og ganga suður að tjörn. Þar í laut við lágan eigum kofa, lékum við þar okkur saman börn. Þar við gættum fjár um fölvar nætur, fallegt var þar út við hólinn minn. Hvort er sem mér sýnist, að þú grætur. Seg mér hví er dapur hugur þinn. Þú átt gott þú þekkir ekki sárin. Þekkir ei né skilur hjartans mál. Þrek er gull, en gull er líka tárin, guðleg svölun hverri þreyttri sál. Stundum þeim, er þrekið prýddi og kraftur, þögul, höfug féllu tár um kinn. En sama rósin sprettur aldrei aftur, þótt önnur fegri skreyti veginn þinn. (Guðm.Guðmundsson.) María. Sigríður Jóna Kristinsdóttir Morgunblaðið birtir minningar- greinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á for- síðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.