Morgunblaðið - 21.08.2010, Blaðsíða 10
PRUFUTÍMINN
Helen
Garðarsdóttir
Þar sem ég vissi hvorkihvað ég ætti að fá mér néhvar saltaði ég þessa húð-flúrshugmynd. Reglulega
skaut hún sér aftur upp í kollinn á
mér og gerði ég mér seinna grein
fyrir því að það myndi halda áfram.
Þá var einfaldlega að gera eitthvað í
málunum. Fyrst þarf auðvitað að
hugsa vel um hvað skal húðflúra sem
og hvar myndin á að vera. Tók þá við
um tveggja mánaða verkefni sem
var að móta þessa óljósu hugmynd
sem ég var með í kollinum. Svo þarf
víst einhvern sem gerir húðflúrið
sjálft og eftir miklar hugleiðingar
ákvað ég að láta gera húðflúrið á
Bleksmiðjunni. Miklu máli skiptir að
það sé mjög hreinlegt og snyrtilegt á
stofunni sem og að öll leyfi séu til
staðar. Vinkona mín benti mér á
Bleksmiðjuna og hafði ég einungis
heyrt góða hluti um þau hjón, Sig-
rúnu Rós og Inga sem þar vinna.
Eftir að komin var nokkuð fast-
mótuð mynd af því sem ég vildi, fór
ég með þær pælingar á húðflúrsstof-
una. Þar tók Sigrún Rós vel á móti
mér og teiknaði fyrir mig mynd út
frá mínum hugmyndum.
Hugmyndin fullmótuð
Húðflúrarinn getur oft hjálpað
fólki að móta hugmyndirnar sem það
er með. Það kom sér einkar vel fyrir
mig sem gæti ekki teiknað mynd til
að bjarga lífi mínu. Um leið og hönn-
unarferlinu ógurlega lauk var bara
eftir að panta tíma og bíða svo þol-
inmóð (eða svona eins og maður get-
ur) eftir að dagurinn rynni upp.
Þegar ég mætti í Bleksmiðjuna
um þremur vikum seinna var ekki
laust við að smá stressfiðringur
gerði vart við sig. Hann var þó
blandaður mikilli tilhlökkun. Áður
en húðflúrarinn getur hafist handa
Byrjandi fer
á Bleksmiðjuna
Fyrir rúmlega tíu árum fékk bekkjarsystir mín sér húðflúr. Ég skoðaði húðflúrið
með öfundaraugum og hugsaði „vá mig langar að fá mér svona“. Ég lét verða að
því fyrir viku og það kom mér á óvart hvað það var lítið mál að láta húðflúra
mynd á innanverðan úlnliðinn.
Drátthög Sigrún mundar nálina og teiknar útlínur flúrsins af öryggi.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2010
OMG, LOL o.fl. slangur sést
oft og iðulega á netinu, sér-
staklega Facebook. FML er
líka vinsælt en það er ensk
skammstöfun á „f*** my
life“ og er oft notað þegar
fólk segir frá einhverju sem
því þykir svekkjandi eða
leiðinlegt, t.d. þegar for-
eldrar manns gleyma að
maður eigi afmæli eða að
deyfingin virkaði ekki í
endajaxlatökunni.
Á fmylife.com getur fólk
sent inn stuttar sögur af sér
sem falla í þennan flokk og jafnframt lesið sögur frá öðrum. Hægt er að skoða
þær nýjustu, þær vinsælustu og jafnframt skoða einstaka flokka, t.d. FML sem
tengist ást, peningum, börnum, vinnu, heilsu o.fl. Við hverja og eina sögu er
hægt að kjósa, þ.e. klikka á annaðhvort „ég er sammála, líf þitt er ömurlegt“
eða „þú áttir þetta skilið“ og birtist svo teljari við hvorn liðinn þannig að hægt
er að sjá hversu margir kusu um hverja sögu.
Einna vinsælustu sögurnar eru t.d.: „Í dag virðist sem kærasta mín hafi
skoðað síðu á netinu sem heitir „Hvernig á að viðurkenna framhjáhald.“ FML“,
„Í dag tókst kettinum mínum ekki alveg borða heilan kalkún þar sem hann var
frosinn. Honum tókst hinsvegar að sleikja hann allan. FML,“ og „Í dag fór ég á
McDonald’s í hádeginu og pantaði mér salat. Maðurinn á bak við afgreiðslu-
borðið horfði á mig og sagði: „Jæja, þú ert þó allavega að reyna.“ FML.“
Vefsíðan www.fmylife.com
FML Ætli þessi hafi skrifað um að hafa sofnað á
fundi með Barack Obama á fml.com?
Leiðindaratvik úr eigin lífi
Landbúnaðarsýningin og bændahátíðin
SveitaSæla verður haldin í Skagafirði í
dag milli kl. 10-18. Sýningin verður bæði
inni og úti við Reiðhöllina Svaðastaði.
Meðal dagskrárliða eru kálfa- og hrúta-
sýning, smalahundasýning, klaufskurður
á kúm, keppni í dráttarvélakstri, sveita-
markaður, handverkssýning, vélasýning
og margt fleira. Um kvöldið er grillveisla
og kvöldvaka. Á morgun verða opin bú í
Skagafirði frá kl. 13-16. Nánar á
www.svadastadir.is
Endilega …
...njótið SveitaSælu
Sveitasæla Kálfasýning barna.
10 Daglegt líf
[ CAPTIVA ]
[ CRUZE ]
[ CAMARO SS ]
Chevrolet - Tangarhöfða 8-12 - Rvk.- 590 2000 - www.chevrolet.is / Spesbílar - Njarðarbraut 9 - Reykjanesbæ - 420 3300 / Bílasalan Ós - Óseyri 5 - Akureyri - 462 1430
BB
.2
0.
08
-L
jó
sm
yn
d:
AD
DI
.IS