Morgunblaðið - 22.09.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.09.2010, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Allt bendir til að nýtt fangelsi, sem til stendur að reisa, verði á höfuðborg- arsvæðinu og valinn staður á Hólms- heiði ofan við Reykjavík. „Flest mælir með Hólmsheiðinni, svo sem að deili- skipulagstillaga gerir ráð fyrir fang- elsi þar og lóð fyrir það er frátekin,“ segir Páll E. Winkel, forstjóri Fang- elsismálastofnunar, í samtali við Morgunblaðið. Unnið á biðlistum Stefnt er að því að framkvæmdir við byggingu fangelsisins verði boðn- ar út í haust og hefjist þegar niður- stöður liggja fyrir. Horfið hefur verið frá þeirri hugmynd að ný lögreglu- stöð fyrir höfuðborgarsvæðið og fangelsi verði í einni og sömu bygg- ingunni og eins því að nýtt fangelsi verði reist á Litla-Hrauni við Eyr- arbakka. Þar kemur til að nýja fang- elsið er einkum ætlað fyrir þá fanga sem eru í skammtíma- eða gæslu- varðhaldsvist og eru því oft fluttir til yfirheyrslna hjá lögreglu og dómur- um. Slíkir flutningar austan frá Eyr- arbakka eru því tímafrekir og dýrir. Gert er ráð fyrir 50 plássum í nýju fangelsi á höfuðborgarsvæðinu, sem kemur í stað þeirra sem eru í Kópa- vogi og við Skólavörðustíg í Reykja- vík en þar eru alls 26 rými. Báðar byggingarnar hafa um all- langt skeið verið starfræktar á und- anþágu frá heilbrigðiseftirliti sem hefur fengist framlengd – enn sem komið er – frá ári til árs og með skil- yrðum. 24 rými yrðu viðbót við það sem nú er og þannig væri hægt að vinna á löngum listum fanga sem bíða afplánunar. „Með nýju fangelsi fáum við fleiri fangelsispláss eins og nauðsynlegt er. Náum jafnframt sparnaði með því að reka eitt fangelsi í stað tveggja,“ segir Páll og telur uppbyggingu á Litla- Hrauni jafnframt nauðsynlega. Endurbætur á Litla-Hrauni Fyrir nokkrum árum var í bígerð að koma upp aðstöðu fyrir starfsfólk og gesti á Litla-Hrauni en þeim framkvæmdum var slegið á frest vegna efnahagsástands. Nú sé hins vegar svo komið að hefjast verði handa við að reisa þá byggingu og í framhaldinu gera endurbætur á fangelsinu, segir Páll. Elsti hluti þess var byggður um 1930. Viðbyggingar síðan eru fjölmargar og sú húsa- skipan er óhagkvæm. Hólmsheiðin líklegust  Eitt fangelsi á höfuðborgarsvæði mun koma í stað tveggja  Horfið frá hugmynd um sambyggt fangelsi og lögreglustöð Sex Kínverjar voru fluttir á sjúkra- hús eftir að níu manna bíll valt á veginum milli Minni-Borgar og Svínavatns ofarlega í Grímsnesinu í gærmorgun. Þrír voru fluttir á sjúkrahús á Selfossi og aðrir þrír á Landspítalann í Fossvogi og eru al- varlega slasaðir, að sögn læknis á gjörgæsludeild. Tilkynning um slysið barst til lögreglu kl. 10:25 og var fjölmennt björgunarlið sent á vettvang. Bisk- upstungnabraut var lokuð í nokk- urn tíma vegna rannsóknar á vett- vangi og umferð hefur verið beint um Sólheimaveg. Að sögn Odds Árnasonar yfirlög- regluþjóns á Selfossi beinist rann- sókn slyssins meðal annars að skráningu og leyfum bílsins, rétt- indum ökumanns og sambandi hans við annars vegar farþega og hins vegar bíleiganda. sbs@mbl.is Ljósmynd/Ingvar Velta Bíllinn er mikið skemmdur og farþegarnir slösuðust alvarlega. Þrír eru alvarlega slasaðir  Kínverjar í bílveltu í Grímsnesi í gær Holl er hugarró og það átti sannarlega við um erlenda ferðamanninn sem stóð við bygging- arnar sem nú er verið að endurreisa á horni Austurstrætis og Lækjargötu í Reykjavík. Vinnusvæðið er lokað og hamarshögg óma. Við þær aðstæður er gott ef menn geta horfið í ann- an heim stundarkorn og gripið í Guðs orð með mynd af Maríu mey á kápunni. Vegvísir krist- innar trúar hefur reynst mörgum vel. Morgunblaðið/Ómar Með trúarlegan vegvísi á götuhorni „Við viljum vera í sama stéttarfélagi og halda í lífeyrisréttindi ríkisins. Finnst sjálfsagt að rætt sé við starfs- fólk því við höfum ýmsar spurningar og viljum svör við þeim þannig að flutningur þessa málaflokks gangi snurðulaust fyrir sig,“ segir Guðjón Bjarki Sverrisson sem er í SFR – stéttarfélagi í almannaþjónustu. Fulltrúar úr stjórn deildar ráðgjafa og stuðningsfulltrúa innan vébanda SFR afhentu í gær Guðbjarti Hann- essyni félags- og tryggingamálaráð- herra undirskriftir 800 félagsmanna sem sinna þjónustu við fatlaða. Félagsmenn, alls um 1.200 manns, eru í óvissu um starfsöryggi sitt þeg- ar sveitarfélögin taka við þjónustu um málefni fatlaðra um áramót en ekki hefur náðst samkomulag um réttindamál. Félagsmenn vilja að þeir njóti sömu réttinda og verið hef- ur og halda félagsaðild sinni að SFR. Einnig er því mótmælt að starfs- menn verði skyldaðir til að skipta um stéttarfélag eins og Samband ís- lenskra sveitarfélaga vill. „Enginn þarf að fyrirgera réttind- um sínum að neinu leyti vegna breyt- inga á stéttarfélagsaðild komi til þess,“ segir ráðherra sem leggur áherslu á að þetta atriði tefji þó ekki flutning málaflokksins. sbs@mbl.is Starfsfólk vill viðræður og óbreytt lífeyrisréttindi hjá ríki  1200 starfsmenn í þjónustu við fatlaða segjast vera óöruggir um stöðu sína Guðjón Bjarki Sverrisson Guðbjartur Hannesson „Við horfum til Hólmsheiðar,“ segir Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra. Hann bend- ir á að þar sé frátekin lóð fyrir fangelsi og margt bendi einnig til að hagkvæmast sé að reisa bygginguna í Reykjavík vegna tíðra fangaflutninga. Ráð- herrann segir að fram- kvæmdir verði boðn- ar út í haust og í framhaldinu verði hafist handa á heiðinni nema betri valkostir opnist í stöðunni. Horft til Hólmsheiðar HAGKVÆMUR KOSTUR Ögmundur Jónasson Starfsmenn eiga að geta valið hvort þeir eru áfram í SFR eða bæjarstarfsmannafélagi, segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, í bréfi til Sambands ísl. sveitarfélaga. Meginregla sé og að stéttarfélag sem hafi samn- ingsréttinn haldi honum áfram. Fólkið velji AFSTAÐA BSRB ER SKÝR Piltur, fjórtán eða fimmtán ára, frá Vestur-Sahara, kom til Seyðis- fjarðar með Norrænu í gærmorgun og hefur óskað eftir hæli hér á landi vegna ófrelsis í heimalandi sínu. Pilturinn var yfirheyrður hjá lögreglunni eystra í gær og var sendur suður með flugi til Reykja- víkur. Hann verður svo vistaður á Fitjum í Reykjanesbæ þar sem hæl- isleitendur halda til. Mál hans hefur verið sent til Útlendingastofnunar. Norræna kom frá Esbjerg í Dan- mörku með viðkomu í Færeyjum. Drengurinn fór með öðrum farþeg- um í land en gaf sig fram við toll- verði. Talið er að hann hafi falið sig á bílaþilfari. Íbúar nærri 300.000 Vestur-Sahara er svæði í Norður- Afríku og á landamæri að Marokkó, Alsír og Máritaníu og strönd að Atl- antshafi í vestri. Íbúar eru nær 300 þúsund. Vopnahlé hefur verið við lýði í Vestur-Sahara frá 1991. Sjálf- stæðishreyfing Vestur-Sahara- manna, Polisario, ræður enn yfir vesturhéruðum heimalandsins þar sem um 10.000 manns búa, fátækt er þar að sögn enn verri en í flótta- mannabúðum annarsstaðar. sbs@mbl.is Óskar hælis á Íslandi Flýr Vestur-Sahara Morgunblaðið/Pétur Kristjáns Norræna 15 ára laumufarþegi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.