Morgunblaðið - 22.09.2010, Page 6

Morgunblaðið - 22.09.2010, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2010 Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í gær karlmann í tveggja mánaða skil- orðsbundið fangelsi fyrir að slá árið 2008 eign sinni á rotþró, sem stóð ut- an við sumarhús í Grímsnesi, og setja hana niður við sitt eigið sumarhús. Maðurinn var einnig sakfelldur fyr- ir að falsa kvittun til að reyna að bera af sér sakir. Eigandi sumarhúss í Grímsnesi tók eftir því sumardaginn fyrsta árið 2008 að rotþró sem hafði verið fyrir utan bústaðinn hans var horfin. Hann til- kynnti stuldinn til lögreglu umsvifa- laust og gaf skýrslu. Smiður sem vann við sumarhúsið veitti því síðar athygli að nýverið hafði rotþró verið sett nið- ur við annað sumarhús og tilkynnti það lögreglu. Viðskotaillur Lögregla hafði samband við sak- borning í málinu sem neitaði þegar sök. Hann játaði að hafa sett niður rotþró nýverið við sumarhús sem hann var að vinna við í Grímsnesinu en hana hefði hann keypt sjálfur nokkrum dögum fyrr. Gengið var á manninn að sýna kvittun en hann var viðskotaillur. Fór svo að rotþróin var grafin upp. Á svipuðum tíma fór maðurinn með kvittun frá Byko fyrir rotþró og hengdi upp við sumarhúsið þar sem hann hafði tekið þróna. Eigandi sum- arhússins fór rakleiðis með kvittunina til lögreglu og reyndist hún fölsuð. Við yfirheyrslu hjá lögreglu játaði maðurinn að hafa látið breyta um- ræddri kvittun fyrir sig og hengt hana fyrir utan bústaðinn í þeim til- gangi að hreinsa sig af áburði um þjófnað. Fram kom fyrir dómi að eig- andi rotþróarinnar hafði keypt hana í Húsasmiðjunni. Þrátt fyrir þetta neitaði maðurinn ávallt sök. Í niðurstöðu dómsins segir að framburður hans hafi verið „út og suður“ og engin leið að henda reiður á fullyrðingum hans um það hvernig rotþróin komst í hendur hans. Auk refsingarinnar var manninum gert að greiða allan sakar- og málskostnað, samtals 250.000 krónur. Stal rotþró og falsaði kvittun  Framburður mannsins var út og suður Vegfarendur í miðborg Reykjavíkur sem hafa átt leið yfir gatnamót Bankastrætis og Lækjargötu hafa sumir hverjir orðið hissa á að sjá skæl- brosandi andlit í stað gangandi manns í græna ljósinu sem gefur leyfi til að ganga yfir götuna. Hið óvænta bros hefur kallað fram mörg bros. Morgunblaðið/Ernir Brosandi gönguljós Gleðjandi gatnamót Tveir karlar voru fluttir á slysa- deild eftir reiðhjólaslys á göngustíg í Grafarvogi um kvöldmatarleytið í fyrradag. Mennirnir voru báðir á reiðhjólum en að sögn lögreglu er ekki að fullu ljóst hvernig óhappið vildi til. Annar mannanna, sem var hjálm- laus, var illa áttaður þegar lög- reglan kom á vettvang en talið var hugsanlegt að hann hefði rotast. Hinn hjólreiðamaðurinn, sem var með hjálm, virtist hafa sloppið ör- lítið betur en fékk þó skurð á höfð- uðið. Tveir hjólreiðamenn skullu harkalega saman á göngustíg Nýr upplýs- ingabás Mark- aðsstofu Suður- nesja var opnað- ur formlega í komusal Flug- stöðvar Leifs Ei- ríkssonar í gær. Þar er boðið upp á bókunarþjón- ustu og er nú hægt að veita fjöl- breyttari þjónustu við flugfarþega en hingað til. Nýr bás fyrir ferða- menn í Leifsstöð Kona á miðjum aldri var handtekin í miðborginni um helgina. Grunur leikur á að hún hafi verið að selja landa en í bakpoka hennar fundust allnokkrir brúsar sem innihéldu heimagert áfengi. Umrædd kona var einnig handtekin í miðborginni í sumar en þá var hún við sömu iðju, samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni. Með heimabrugg í bakpoka til sölu Fyrstu samgöngusamningar um- hverfisráðuneytisins og starfsfólks þess voru undirritaðir í gær. Samkvæmt samningunum mun umhverfisráðuneytið kaupa stræt- isvagnakort fyrir starfsfólk sem að jafnaði notar almennings- samgöngur og komið verður til móts við þá sem ganga eða hjóla til og frá vinnu með þátttöku í út- lögðum kostnaði, til dæmis vegna hlífðarfatnaðar. Samningarnir eru hluti af ný- legri samgöngustefnu ráðuneytis- ins og í anda umhverfisstefnu þess. Í samgöngustefnunni er einnig lögð áhersla á að notast sé við vistvænan ferðamáta í vinnu, svo sem vegna funda utan vinnu- staðar. Þá verður leitast við að nýta betur möguleika til síma- og fjarfunda. Þá mun ráðuneytið standa fyrir fræðslufundum til að efla vitund starfsfólks um vistvæn- ar samgöngur, segir á vef ráðu- neytisins. Við gerð samgöngustefnu um- hverfisráðuneytisins var gerð könnun meðal starfsfólks sem leiddi í ljós að það hefur mikinn áhuga á að nýta sér vistvænar samgöngur. Nú þegar ferðast um fimmt- ungur starfsfólksins til og frá vinnu á vistvænan hátt. Taka þátt í útlögðum kostnaði  Kaupa strætó- kort fyrir starfsfólk „Karlmaður í svörtum jakkafötum, sem starf- aði í banka eða í fjárfestingarfyrirtæki, keyrði um á svörtum Range Rover og átti fallega eig- inkonu var á tíma góðærisins ímynd hinnar fullkomnu karlmennsku.“ Þetta kom fram í er- indi dr. Þorgerðar Einarsdóttur, prófessors í kynjafræði og deildarforseta stjórnmálafræði- deildar Háskóla Íslands, og dr. Gyðu Mar- grétar Pétursdóttur, aðjúnkts í kynjafræði, í Öskju í gær. Erindið nefndu þær „Skál fyrir genunum, peningunum og framtíðinni“ og var um að ræða kynjagreiningu á skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis. Karlmennskan sköpuð Fræðikonurnar komust að því að kyn skipti máli þegar aðdragandi og orsakir falls bank- anna eru skoðuð og vísuðu til þess að flestir aðalgerendurnir í atburðarásinni voru karl- kyns. Í erindinu kom fram að karlmennska væri sköpuð – „þú fæðist ekki karl heldur verður karl“ – og það sem væri karlmannlegt gæfi vald. Kvenleiki hefði verið tengdur við veik- leika, valdaleysi og tilfinningar en karl- mennska við styrk, rökhyggju, áhættusækni og samkeppni. Lagt var út af tilvitnunum í Halldór Ásgrímsson, Björgvin G. Sigurðsson og Ólaf Ragnar Grímsson og bent á að til- vitnuð orð þeirra vísuðu í áræði, kraft og frum- kvæði sem byggi í íslenskum athafnamönnum. Orðræðan væri hlaðin karllægu tungutaki þar sem þjóðerni, karlmennskuhugmyndir og ein- staklingseðli væri spyrt saman. Sömu lýsingar væri að finna hjá bankamönnum. Samkvæmt úttektinni réð hin alþjóðlega viðskiptakarlmennska eða útrásarkarl- mennska á útrásartímanum og karlar mátuðu sig við þær hugmyndir. Þeir sem stunduðu við- skipti á alþjóðlegum vettvangi trónuðu á toppi stigveldis karlmennskunnar. „Stigveldi karl- mennskunnar og ráðandi karlmennska byggj- ast á því að neðar í stigveldinu séu konur og karlar sem tilheyra ekki hinni menningarlegu ráðandi karlmennsku. Yfirráðin byggjast á því að hafa völd til að raða öðrum hópum neðar í stigveldinu. Völdin byggjast á stöðunni og eru sjálfgefin en byggjast á aðgangi að gæðum, t.d. fjármagni. Aðgengi að fjármunum er síðan aftur stjórnað með hinum sjálfgefnu völdum.“ Vitnað er í Sigurð Einarsson, stjórn- arformann Kaupþings, í þessu sambandi. „Þau laun sem ég hef verið með hjá þessum banka síðan 2003 hafa í öllum samanburði við þá sem ég ber mig saman við verið óheyrilega lág.“ Hann tali eins og sá sem valdið hafi og lesa megi úr orðum hans að hann sé eftirsóttur úti í hinum stóra heimi fjármálalífsins en kjósi að starfa við íslenskan banka. Bent er á að í skýrslu RNA komi fram að íslenskir banka- menn hafi ekki verið eftirsóttir erlendis, því þá skorti m.a. reynslu. Í erindi sínu bentu stöllurnar á að tengsla- net karla hefði verið mjög virkt við einkavæð- ingu bankanna. Konur hefðu verið í hlutverki skrautfjaðra, sbr. orð Lárusar Weldings: „Hættið að skipta um eiginkonur, það mun spara ykkur mikla peninga.“ Ímynd fullkominnar karlmennsku  „Skál fyrir genunum, peningunum og framtíðinni“  „Hættið þið bara að kaupa ykkur Porsche og drekka svona mikið brennivín og þá líður ykkur betur, hættið að skipta um eiginkonur“ Þorgerður Einarsdóttir Tillögur » Í lok erindisins lögðu fræðikonurnar fram nokkrar tillögur sem miða að því að gæta þess að allir sitji við sama borð. » Meðal annars lögðu þær til að stjórn- völd fylgdust með kerfislega mikil- vægum fyrirtækjum „og skoði hvernig megi fyrirbyggja að of mikið vald safnist á hendur fárra einsleitra hópa. Stjórn- völd skoði jafnframt hvernig stuðla megi að gegnsærri ákvarðanatöku innan fyrir- tækja.“ Gyða Margrét Pétursdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.