Morgunblaðið - 22.09.2010, Side 11

Morgunblaðið - 22.09.2010, Side 11
Sjómaðurinn Skúli Guðbjarnarson við Skálabátinn sem hann fékk frá Færeyjum. „Ég varð fyrir áföllum í fyrra, annars vegar slasaði ég mig og hins vegar brann húsnæði fyrirtækisins. Ég ákvað að snúa óheillaþróuninni við og fór að velta fyrir mér hvað ég gæti gert. Þar sem ég á heima á Álftanesi sá ég að það væri ekki vit- laust að reyna að gera eitthvað þar í kring, í gamla daga dreymdi mig lengi um að gerast útvegsbóndi og ég var á grásleppu og ýsu í eina tíð. Það eru ágætismið á milli Ægisíðu og Álftaness og hugsunin hjá mér er að veiða hrognkelsi þarna og geta selt hrogn, rauðmaga og grásleppu að einhverju ráði og þá myndi skap- ast smálíf í kringum það sem ég er að gera á Ægisíðunni. Þarna gæti fólk áfram komið og keypt rauð- maga og signa grásleppu eins og áð- ur fyrr. Svo tæki ferðamanna- vertíðin við og þegar henni lýkur er ég að vonast til að ég geti farið með fólk í ferðir og verið með fræðslu fyrir skólabörn ef ég er hvort sem er að þvælast þarna meira og minna, verandi líffræðingur og kennari með kennsluréttindi á báðum skólastig- um. En það á eftir að finna flöt á því,“ segir Skúli. Ætlar að smíða íslenskan bát Hann segir enga erfiðleika fylgja því að fara út á árabáti og það sé ekki erfitt að róa. „Ég er líka van- ur slíkum sjóferðum, ég átti heima úti í Viðey og í Álfsnesi sem barn og þar var mikið farið út á árabátum. Pabbi keypti gamla báta og svo gerðum við þá upp saman en ég hef aldrei smíðað bát frá grunni,“ segir Skúli sem hefur þó í hyggju að láta það verða að veruleika. „Við höfum í hyggju, ég og fleiri, að smíða íslenskan bát með Engeyjarlagi sem getur verið með seglum og yrði það stór að það væri hægt að fara á honum út á miðin hér fyrir utan. Við erum að vinna í því að safna fé til að byggja þennan bát sem hægt væri að nýta við þetta sem ég er að gera,“ segir Skúli að lokum. Á flot Bátnum ýtt frá grásleppuskúrunum við Ægissíðu út á sjó. Upplýsingar um ferðir Skúla frá Ægisíðu má finna á vefsíðunni: www.alice.is. Síðan er ekki enn komin í gagnið en vísað er á face- book-síðu þar sem má finna allar upplýsingar. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2010 FJÁRMÁLARÁÐGJÖF | landsbankinn.is | 410 4000 Landsbankinn kynnir röð fjármálanámskeiða fyrir almenning undir yfirskriftinni Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld. Markmið þeirra er að auðvelda fólki að öðlast betri yfirsýn yfir fjármálin. Á næstu fjármálakvöldum verður námskeið um réttindi lífeyrisþega. E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 5 2 5 N B I h f. (L a n d s b a n k in n ), k t . 4 7 1 0 0 8 - 0 2 8 0 . Næstu námskeið 23. september kl. 20 - fullbókað Útibúið í Grafarholti, Vínlandsleið 30. september kl. 20 Útibúið í Keflavík, Hafnargötu 57 7. október kl. 20 Félagsmiðstöðin Hlymsdalir Miðvangi 6, Egilsstöðum 14. október kl. 20 Útibúið á Laugavegi 77 21. október kl. 20 Útibúið á Akranesi, Þjóðbraut 1 Skráning og nánari upplýsingar á landsbankinn.is og í síma 410 4000. Allir velkomnir. Námskeið um réttindi lífeyrisþega landsbankinn.is/fjarhagur Blogg og hljóðpistlar um fjármál. Unnið hefur verið að varðveislu atvinnulífs- minja við Grímsstaðavör frá haustinu 2006 þegar menningar- og ferða- málaráð Reykjavíkur samþykkti tillögu Kjart- ans Magnússonar borg- arfulltrúa um málið. Skipaður var starfs- hópur til að vinna að verkinu og var Kjartan skipaður formaður hans. Kjartan segir markmið hópsins hafa verið að varðveita Grímsstaðavör og þær atvinnulífs- minjar, sem þar eru, í óbreyttri mynd eftir því sem kostur er og stuðla jafnframt að því að svæðið verði lifandi safn til framtíðar. ,,Í safninu má fræðast á skemmti- legan hátt um þá at- vinnuhætti, sem ríkjandi voru á Íslandi í þúsund ár. Sérstök áhersla er lögð á að Grímsstaðavör verði aðgengileg fyrir börn og unglinga og þar geti þau fræðst um sjósókn og atvinnuhætti forfeðra sinna,“ segir Kjart- an. Grímsstaðavör var í notkun fram að síðustu aldamótum, grásleppu- skúrarnir voru farnir að láta á sjá og árið 2006 var byrjað að gera þá upp í upprunalegri mynd. Unnið er að því að koma upp aðstöðu fyrir úti- kennslu í skúrunum. ,,Skemmtilegt væri ef vörin endurheimti sitt forna hlutverk með því að þar bærist afli á land með gamla laginu og hann verkaður. Þótt einungis væri um lítið magn að ræða er ljóst að fræðslu- gildi svæðisins yrði mikið,“ segir Kjartan. Kjartan fór jómfrúferðina með Skúla nýverið. „Þetta var mjög skemmtilegt og ég mæli með þessari sjóferð við hvern sem er,“ segir hann. Fræðst um sjósókn og atvinnuhætti forfeðranna LIFANDI SAFN Ánægður Kjartan Magnússon eftir bátsferðina. Í uppáhaldi Myndin af Gísla Þorlákssyni og eiginkonunum er í uppáhaldi hjá Þorbjörgu. Myndin er fyrirmyndin að íslenska 5000 króna seðlinum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.