Morgunblaðið - 22.09.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.09.2010, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2010 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Það verður bara skiptimarkaður þetta fiskveiðiárið,“ segir Björn Jónsson hjá Kvótamiðlun LÍÚ. Hann segir útgerðarmenn ekki láta frá sér aflaheimildir fyrir krónur og aura, en þeir geti hugsanlega skipst á tegundum. „Leigumarkaðurinn er enn þá núll, það er ekkert flóknara en það og þó er kominn 21. sept- ember,“ segir Björn. Heimildir í nokkrum tegundum eru minni í ár en á síðasta fiskveiði- ári og eins og áður er kvóta útgerða í einstökum tegundum misskipt. Margir hafa lent í vandræðum vegna skorts á heimildum í ýsu nú í upphafi fiskveiðiársins. Björn segir viðfangsefnin og úrlausnirnar breytilegar milli útgerða og lands- hluta. Hann nefnir dæmi af bátum úr Breiðafirðinum, en nokkrir þeirra sæki þessar vikurnar frá Langanesi til að forðast keilu og löngu. Aðrir hafi reynt að henda út 100-200 skötuselsnetum og svo eigi að út- vega kvóta eftir á. Eins og nú ári sé hins vegar ekki gott við slíkt að eiga. „Þetta verður svakalega erfitt ár með þessum litlu heimild- um,“ segir Björn. „Það gengur einfaldlega ekki að menn rjúki af stað og byrji að róa og svo á einhver ann- ar að redda málum eftir á. Þeir sem eiga ekki kvóta geta ekki veitt þá tegund.“ Hann nefnir að stórar útgerðir eins og Eskja á Eskifirði og útgerð- arfélag Þórunnar Sveinsdóttur í Vestmannaeyjum hafi í fyrra leigt frá sér verulegar aflaheimildir en útlit sé fyrir að lítið verði leigt frá þessum fyrirtækjum á yfirstandandi fiskveiðiári. Björn segir að ef bornar eru sam- an niðurstöðutölur síðasta árs og upphafstölur í aflamarki fyrir þetta ár þá sjáist hversu þröng staðan er. Í tegundatilfærslu hafi t.d. um fimm þúsund tonnum af ýsu verið breytt yfir í um fjögur þúsund tonn af karfa, tvö þúsund tonn af ufsa, um 1500 tonn af löngu og þúsund tonn af keilu. Þetta sýni að nauðsynlegt sé að hafa einhvern sveigjanleika í kerfinu. „Bara skiptimarkaður þetta árið“  Lítið leigt af fiski milli útgerðarfyrirtækja í upphafi kvótaárs  „Leigumarkaðurinn er enn þá núll“  Stórar útgerðir hætta að leigja frá sér heimildir  Hlýnun sjávar hefur áhrif á útbreiðslu tegunda Björn tekur dæmi um þá sem gera út á dragnót á minni bátum fyrir norðan land. Þegar kvótakerfið hafi verið sett á árið 1984 hafi engin ýsa svo heitið gæti veiðst fyrir norðan Snæfellsnes. Uppistaðan í afla- reynslunni hafi því verið þorskur. Með hlýnun sjávar hafi út- breiðslusvæði ýsu og fleiri fiskteg- unda breyst og ýsa hafi veiðst í talsverðu magni fyrir norðan land síðustu ár. Nú vilji Norðlendingar leigja til sín ýsukvóta en það sé nánast útilokað. Skötuselur er ann- að dæmi um breytta og aukna útbreiðslu fiskteg- undar við landið. Ýsa veiddist varla fyrir norðan BREYTINGAR Á HITASTIGI OG LÍFRÍKI SJÁVAR Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Minna virðist hafa verið af norsk- íslenskri síld í sumar á þeim slóðum sem hún hefur einkum verið á und- anfarin ár. Guðmundur Huginn Guð- mundsson, skipstjóri á Hugin VE, segir að sér virðist sem síldin hafi hopað undan makrílnum og göngu- mynstur hennar hafi breyst. Undanfarið hafi síld fengist djúpt norður af Langanesi, en Guðmundur segist einnig hafa heyrt af þeim sjónarmiðum að í ár hafi síldin leitað enn norðar heldur en bátarnir hafi verið við veiðar. Talsvert sé þó af síld úti fyrir Austurlandi, en hegð- unin sé öðru vísi en áður. Jón Már Jónsson, yfirmaður land- vinnslu hjá Síldarvinnslunni í Nes- kaupstað, segir að síldin hafi verið ágætlega á sig komin í sumar, en þó áberandi seinni að fita sig heldur en síðustu ár. Líkleg skýring sé sú að hún hafi verið minni og þá vakni spurningar um hvort makríllinn éti frá henni. Hann segir að síðustu vik- ur hafi síldin verið orðin feitari, jafn- vel yfir 20% feit, sem sé gott, en innan um hafi verið mun horaðri síld. Hafa heilfryst makríl Huginn VE var á leið inn Reyðar- fjörð síðdegis í gær með blandaðan makríl- og síldarafla og átti að landa frosnum afurðum á Reyðarfirði og afskurði á Eskifirði í gærkvöldi og í dag. Aflabrögð voru þokkaleg miðað við aðstæður, en norðan kaldaskítur hefur verið á miðunum í rúma viku. Skipið er með mestan makrílkvóta íslenskra skipa og er aflinn í sumar farinn að nálgast tíu þúsund tonnin. „Við eigum kannski 4-500 tonn eftir af makrílnum, þetta hefur gengið þokkalega,“ segir Guðmund- ur Huginn. „Svo er talsvert meira eftir af síldinni og við verðum á henni eitthvað frameftir, sjálfsagt að einhverjum hluta í norskri lögsögu.“ Makríllinn er að hverfa úr ís- lenskri lögsögu eins og við er að bú- ast á þessum árstíma. Ástand mak- rílsins hefur verið gott undanfarið og hafa Huginsmenn heilfryst talsvert af makríl síðustu vikur. Guðmundur Huginn segir að væntingar um verð fyrir frystar afurðir hafi ekki staðist framan af vertíðinni, en það hafi lagast með auknum gæðum makríls- ins upp á síðkastið. Síldin hopaði fyrir makríln- um og var seinni að fita sig  Göngumynstur síldarinnar hefur breyst  Makríllinn að hverfa úr lögsögunni Mikil umsvif hafa víða fylgt veiðum og vinnslu á makríl, en síðdegis í gær var byrjað að landa frosnum afurðum úr Hugin VE á Reyðarfirði. Huginsmenn eru langt komnir með um tíu þús- und tonna kvóta af makríl og þá verður settur kraftur í veiðar á norsk-íslenskri síld. Verðmætum landað á Reyðarfirði Ljósmynd/Helgi Garðarsson. Bjargfuglunum fýl, rytu, langvíu, stuttnefju og álku hefur fækkað und- anfarna áratugi. Rytu og álku fækk- aði minnst, eða um 16% og 18%, fýl og langvíu um 30% en stuttnefju um 44%. Breyting á fjölda er ekki jöfn milli staða og tegunda. Fýl hefur fækkað um 30-40% frá Ingólfshöfða vestur og norður um til Húnaflóa, en virðist standa nokkurn veginn í stað þaðan austur og suður ströndina. Rytu fækkar víða, en langmest á Langanesi (um 70%) og Suðaustur- landi (80%). Hún virðist vera í jafn- vægi á Snæfellsnesi og Horn- ströndum en hefur aukist nokkuð suðvestanlands og allvíða norðan- lands. Stuttnefju fækkar víðast mikið Langvíu fækkar um 30-40% víðast hvar á vestanverðu landinu, frá Mýr- dal vestur á Hornstrandir, en stendur næstum í stað fyrir austan. Stuttnefju fækkar víðast hvar mikið, langmest á Reykjanesskaga og Norðausturlandi. Álka sýnir staðbundnar breytingar, henni fækkaði mjög mikið á Horn- ströndum en fjölgaði að sama skapi í Grímsey og einnig víðar norðanlands og á Suðausturlandi. Þessar upplýsingar koma fram á vef Hafrannsóknastofnunar í ágripi að erindi Arnþórs Garðarssonar, pró- fessors emeritus, um íslenska bjarg- fuglastofna sem hann flytur föstudag- inn 24. september kl. 12:30 í fundarsal á fyrstu hæð á Skúlagötu 4. Um þessar mundir er að ljúka yfir- litskönnun á þessum stofnum. Verk- efnið var unnið af Háskóla Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands og Haf- rannsóknastofnuninni. Verkefnið beindist einkum að því að kanna hvernig stofnar og dreifing þessara fimm algengu sjófuglateg- unda breyttust á tveimur áratugum, eða frá tímabilinu 1983-1986 til 2005- 2008. aij@mbl.is Fækkun bjarg- fugla  Yfirlitskönnun á fimm stofnum að ljúka Álka Mikil fækkun á Hornströndum. Morgunblaðið/Ómar 4.000 Árið 2006 veiddust 4 þúsund tonn af makríl á Íslandsmiðum. 130.000 Í ár er heildarkvóti íslenskra skipa í lögsögunni 130 þúsund tonn. ‹ MIKIL AUKNING › »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.