Morgunblaðið - 22.09.2010, Side 13

Morgunblaðið - 22.09.2010, Side 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2010 STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Ytri-Rangá er aflahæsta á landsins í sumar, á svipuðu róli og Eystri- Rangá, en veiðin nálgast nú um 5.500 laxa. Er það talsvert minni veiði en síðustu tvö ár, þegar veiðin var annars vegar rúmlega 10.000 laxar og hins vegar rúmlega 14.000. „Þetta er í líkingu við 2007,“ segir Matthías Þorsteinsson sem sér um skráningu aflans. „Veiðin er allt í lagi um þessar mundir, 30 til 50 lax- ar á dag,“ segir hann. Veitt er með 20 stöngum í ánni og gefur seinni vaktin venjulega betur nú þegar kólnað hefur í veðri. Netauppkaupin hafa áhrif „Ég man ekki eftir svona tölum, veiðin hefur verið frábær í Soginu,“ segir Ólafur Kr. Ólafsson, formaður árnefndar Sogsins, en þar hefur ver- ið metveiði í sumar. Hátt í 1.200 lax- ar hafa veiðst í ánni en síðasti veiði- dagur er á föstudaginn kemur. Ólafur segist viss um að netaupp- kaupunum í Ölfusá sé að miklu leyti að þakka þessi aukna laxagengd en þá styðji slepping kviðpokaseiða og sumaralinna seiða einnig við stofn árinnar. „Öll svæði, nema kannski Alviðra og Þrastarlundur, hafa bætt sig. Or- sökin fyrir minni veiði þar getur ver- ið meira slý og gróður á þeim svæð- um en menn hafa áður séð. Þá breytast legustaðir laxanna,“ segir Ólafur. Sogið er frægt fyrir stóra laxa en hann segir ekki marga stórfiska, um eða yfir 20 pundin, hafa veiðst í sum- ar, „en menn hafa séð þá og sett hef- ur verið í einhverja. Tæplega 20 punda löxum hefur verið landað og það er ánægjulegt að sjá að menn eru tilbúnir að ýta þeim aftur út í síðsumars“. Sjálfur hefur Ólafur farið þrjár ferðir í Sogið í sumar og segir þær hafa verið frábærar. „Við félagarnir vorum tvo daga í Bíldsfellinu og fengum 18 laxa og síðan fengum við 14 á tveimur dögum í Ásgarði. Það var óhemjugaman. Þetta minnir mann á tímann um 1970 þegar ég var að byrja að veiða í Soginu og kom heim með 12 laxa í skottinu á bílnum, seldi þá og hafði tekjur af veiðinni. Þau sumur vann ég hjá Silla og Valda, lagði laxinn þar inn og hafði meiri tekjur yfir sumarið af laxveiðinni en launavinnunni,“ segir Ólafur Kr. Stórlaxinn sterkur Smálaxagöngur ollu víða von- brigðum á Norðurlandi í sumar en stórlaxinn mætti hins vegar í árnar. Í Vatnsdalsá, þar sem veiðst hafa um 1.140 laxar, er stórlaxinn um helmingur veiðinnar og er með- alþyngd þeirra um 12 pund. Sömu sögu er að segja úr Svartá í Húna- vatnssýslu, þar mun lax sem hefur ver- ið tvö ár í sjó vera nánast helmingur aflans og nálgast veiðitöl- ur þar metveiðina, sem eru 620 lax- ar. Veiði lauk í Laxá í Aðaldal í vik- unni og hafa margir veiðimenn kom- ið með sælubros á vör úr ánni, því þótt þeir hafi ekki endilega fengið marga þá fengu þeir stóra laxa. Lokahollið á Nessvæðinu fékk þannig 24 laxa og þar af voru fjórir laxar sem vógu tuttugu pund eða meira. Líklega mun heildartalan í Laxá vera yfir 1.500 laxar, en það er besta veiði í ánni í 12 ár. Breiðdalsá yfir 1.000 laxa Breiðdalsá er komin í metveiði en í vikunni bárust fregnir af því að hún hefði rofið 1.000 laxa múrinn í fyrsta skipti. Tvisvar hafa veiðst þar yfir 900 laxar. Góð veiði hefur verið í Breiðdal undanfarið, til að mynda veiddust 32 laxar einn daginn í vikunni. Þar af voru þrír sannkallaðir stórlaxar, 102, 98 og 93 cm langir. „Man ekki eftir svona tölum“ Morgunblaðið/Einar Falur Gusugangur í haustinu Guðmundur Guðjónsson landar laxi í Víkurá, fallegri tveggja stanga á í Hrútafirði.  Sannkölluð metveiði hefur verið í Soginu í sumar  Ytri-Rangá aflahæsta á landsins  Stórlaxarnir halda uppi veiðitölum í kunnum ám á Norðurlandi  Yfir 1.000 laxar úr Breiðdalsá í fyrsta skipti Laxveiði að ljúka » „Þetta er í líkingu við 2007,“ segir umsjónarmaður við Ytri- Rangá um veiðina í sumar. Veiðin á svæðinu nálgast nú 5.500 laxa. » Öll svæði í Soginu, nema kannski Alviðra og Þrastar- lundur, hafa bætt sig, en met- veiði hefur verið í ánni í sumar. » Í Vatnsdalsá í Húnavatns- sýslu er stórlax um helmingur veiðinnar og er meðalþungi hans um 12 pund. » Veiði lauk í Laxá í Aðaldal í vikunni og er útkoman betri en tólf síðustu ár. Meira hefur veiðst af stórlaxi en um langt árabil, þannig fékk lokahollið á Nessvæðinu fjóra laxa um og yfir tuttugu pund. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra tekur vel í ábendingar þriggja listmunasala í sambandi við málverkafalsanir í Morgunblaðinu í gær og ætlar að skoða þær ásamt áður framlögðum tillögum með úrbætur í huga. Listmunasalarnir Tryggvi P. Frið- riksson, Elínbjört Jónsdóttir og Jó- hann Ágúst Hansen fengu í gær birt í Morgunblaðinu opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur. Þeir benda á að þótt búið sé að hafa uppi á rúmlega 400 fölsuðum málverkum séu enn ámóta mörg fölsuð málverk í umferð hér- lendis. Listmunasalarnir vilja að Listasafn Íslands sjái um mat á verk- um fyrir almenning og segja að koma þurfi á fót fagráði eða fagráðum til að halda utan um verkaskrá. Katrín segir að hún sé að skoða hvað hafi verið gert í ráðuneytinu í þessu efni. Hún bendir á að forveri sinn hafi skipað starfshóp til þess að fjalla um listaverkafalsanir 2004. Nefndin hafi lagt fram ákveðnar til- lögur sem hafi ekki náð fram að ganga. Ástæða sé til þess að skoða til- lögurnar á ný samfara ábendingum listaverkasalanna og hún hyggist gera það með sínum sérfræðingum. „Ég er reiðubúin til þess að taka þessi mál upp og skoða þau,“ segir hún. Áreiðanleikinn mikilvægastur Ólafur Ingi Jónsson, forvörður og deildarstjóri forvörsludeildar Lista- safns Íslands, segir að málið snúist um eigendasöguna og áreiðanleika hennar. Listasala og uppboðshús séu rekin með leyfi yfirvalda og þegar komi upp efasemdir sé frumskylda að forsvarsmennirnir geti upplýst um eigendasögu hvar og hvenær sem er. Það hafi þeir ekki gert. Mennta- og menningarmálaráðherra geti slegið tvær flugur í einu höggi með því að kanna eigendasögu meintra falsaðra verka sem greint var frá á dögunum og fá þannig á hreint hvort viðkom- andi uppboðshús sé með hreinan skjöld. Um leið geti ráðherra gengið úr skugga um hvort Listasafnið hafi fagþekkingu til að úrskurða í svona málum. Rykið dustað af gömlum tillögum  Ráðherra vill taka á fölsunum verka „Ég er reiðubúin til þess að taka þessi mál upp og skoða þau.“ Katrín Jakobsdóttir Birna G. Konráðsdóttir Borgarfjörður | Á sunnudag veidd- ist í Gljúfurá í Borgarfirði stærsti lax sem vitað er til að veiðst hafi í ánni. Um er að ræða 95 sentimetra hæng, ríflega 20 pund að þyngd sem veiddist í Einarsfossi sem er veiði- staður um miðbik árinnar. Áin er ekki þekkt fyrir stórlaxa og þykja þetta vera töluverð tíðindi. Hinn heppni veiðimaður heitir Sigurður Ingi Svavarsson úr Reykjavík. 20 mínútur að landa laxinum „Ég var austanmegin í Ein- arsfossi, í þrengingu sem þar er. Laxinn tók á maðk og ég var líklega um 20 mínútur að landa honum. Á staðnum voru tveir aðrir veiðimenn sem hjálpuðu til svo löndunin tók skemmri tíma fyrir vikið. Ef ég hefði verið einn hefði viðureignin líklega tekið mun lengri tíma, alla vega klukkustund. Þetta var mikið ævintýri. Ég er núna fjórða árið í Gljúfurá og hef notið dvalarinnar eins og alltaf en það er fátt sem toppar svona,“ sagði hinn kampa- káti veiðimaður sem bætti við að hann hefði aldrei veitt þvílíkan lax áður og ekki tekið ákvörðun um hvort hann færi á vegg eða í mag- ann. Veiðin í Gljúfurá hefur verið ágæt það sem af er. Ríflega 240 laxar hafa þegar komið á land sem er svipað og á sama tíma í fyrra. Vatnsleysi hef- ur háð veiðum eins og víðar í Borg- arfirði en þrátt fyrir það hafa nærri fimm hundruð laxar gengið í gegn- um laxateljara sem staðsettur er fremur neðarlega í ánni. Meðal ann- ars fara sögur af enn stærri laxi eða um 108 cm sem er óveiddur. Spurn- ing hvort það sé hrygnan úr þessu pari sem bíði enn í Einarsfossi eftir því að vera veidd eða ætli sér að ganga lengra upp og hrygna. Gljúf- urá er ein af svokölluðum síðsum- arsám og lýkur veiði 30. september. Risalax í Gljúfurá  Stærsti lax sem vitað er til að hafi veiðst þar frá upphafi Morgunblaðið/BGK Sá stóri Sigurður Ingi Svavarsson með stærsta lax sem vitað er að hafi veiðst í Gljúfurá í Borgarfirði. Smálaxaá » Gljúfurá í Borgarfirði er ekki þekkt fyrir stórlaxa en þó veiddist um daginn lax sem var ríflega tuttugu pund og 95 cm að lengd. » Samkvæmt upplýsingum úr laxateljara sem staðsettur er í ánni, gæti annar stórlax verið á sveimi í ánni. » Veiðimenn eru áhugasamir um að reyna að krækja í hann. við stærð en síðustu ár,“ segir Arn- ar. Heldur hefur róast yfir veiðinni í Skaftafellssýslunum síðustu daga, enda bjart og stillt veður og þá leggst sjóbirtingurinn og tekur illa. „Síðustu holl í Geirlandsá hafa fengið fimm og sex fiska, alla væna. Menn segja fullt af fiski í ánni en aðstæðurnar eru erfiðar. Sömu sögu er að segja úr Fossálunum en einn og einn tekur, þar á meðal 15 pundari sem kom upp um helgina. Það hefur verið fín veiði í Flóðinu í Grenlæk, hollin hafa verið að fá 20, 30 fiska, en þar hafa veðurað- stæður ekki jafn mikil áhrif og t.d. í Geirlandsánni,“ segir Arnar. „Túnfiskvöxtur á birtingnum“ SJÓBIRTINGURINN MÆTTUR SNEMMA OG ER VEL HALDINN „Sjóbirtingurinn mætti snemma og er vænni en síðustu ár, sýnist okk- ur,“ segir Arnar Óskarsson, gjald- keri Stangaveiðifélags Keflavíkur. Hann var í hjónaholli í Geirlandsá um daginn en þá komu 33 birtingar á land, auk tveggja laxa. Sá stærsti var 15 pund, 83 cm langur, og nokkrir um tíu pundin. Veiddust fiskar þá í 18 af 23 merktum veiði- stöðum árinnar. „Það er túnfiskvöxtur á birt- ingnum í ár, hann er einu til tveimur pundum þyngri miðað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.