Morgunblaðið - 22.09.2010, Side 14

Morgunblaðið - 22.09.2010, Side 14
14 FRÉTTIRViðakipti | atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2010 ● Framtakssjóður Íslands, sem nýverið keypti Icelandic Group af Vestia, mun beita sér fyrir því að Icelandic Group verði skráð á hlutabréfamarkað. Segir í frétt á vef Vestia að gera megi ráð fyrir að skráning verði á næstu 18 til 24 mánuðum, háð markaðsaðstæðum. „Í ljósi víðtækrar alþjóðlegrar starfsemi Icelandic Group og áhuga alþjóðlegra fjárfesta á félaginu, verða kannaðir kostir tvöfaldrar kauphallarskrán- ingar, það er, að hlutabréf félagsins verði skráð í tveimur kauphöllum, bæði hér og erlendis. Til að breikka hluthafahópinn gerir Framtakssjóðurinn ráð fyrir að bjóða öðrum langtíma fjárfestum að kaupa allt að 35% hlut í félaginu á næstu mánuðum. „Að mati Framtakssjóðsins mun samstarf við langtíma fagfjárfesta með áhuga og áherslu á sjávarafurðir auðvelda kauphallarskráningu félagsins og skapa því tryggari framtíð,“ segir í fréttinni frá Framtakssjóði Íslands. Icelandic á markað á næstu 18-24 mánuðum Morgunblaðið/Golli Icelandic Könnuð verður tvöföld skráning, heima og erlendis. FRÉTTASKÝRING Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Stóraukin velta hefur verið á skuldabréfa- markaði í september, sé miðað við mánuðina á undan. Hreyfingar á markaði geta gefið vís- bendingu um vænta verðbólguþróun. Framan af mánuði hækkuðu bæði verð- og óverð- tryggðir skuldabréfaflokkar nokkuð, en tóku síðan að lækka. Báðir flokkar hækkuðu síðan aftur í gær, samkvæmt útreikningum GAM Management. Undanfarinn mánuð hefur vísi- talan GAMMAi, sem nær til verðtryggðra skuldabréfa (einkum íbúða- og ríkisbréfa), hækkað um 7,61%. Á sama tíma hefur GAM- MAxi, sem nær til óverðtryggðra skuldabréfa, hækkað um 1,66%. Með einföldun má segja að aukin sókn í verðtryggða fjárfestingarkosti þýði að þátttakendur á markaði reikni með áframhaldandi eða aukinni verðbólgu. Myndin flækist hins vegar þegar horft er til þess að undanfarna viku hafa verðtryggð skuldabréf lækkað um rúm 2%, en óverð- tryggð hækkað lítillega. Skilaboðin í aðdrag- anda vaxtaákvörðunar Seðlabankans eru þannig torræð, og virðast skiptar skoðanir á því hver þróunin verði á næstu misserum. Forsendur vaxtalækkunar enn til staðar Þrátt fyrir að hafa veikst nokkuð undan- farna daga hefur krónan styrkst frá síðasta vaxtaákvörðunarfundi peningastefnunefndar Seðlabankans, sem haldinn var um miðjan ágúst. Verðbólga hefur hjaðnað lítillega á sama tíma, var 4,8% við síðustu vaxtaákvörðun er nú um 4,5%. Verðbólgan er enn lægri ef leiðrétt er fyrir óbeinum áhrifa skatta, eða rétt undir 4%. Sé litið til rökstuðnings peningastefnu- nefndar frá því í ágúst má draga þá ályktun að líklegt sé að tilkynnt verði um vaxtalækkun í dag. Í fundargerð nefndarinnar kemur fram að nefndin telji „forsendur áframhaldandi slök- unar peningalegs aðhalds vera til staðar, hald- ist gengi krónunnar stöðugt eða styrkist og hjaðni verðbólga eins og spáð er“. Skilyrðum lækkunar virðist þannig vera fullnægt, þó erf- itt sé að segja til um hversu mikil hún verður. Óvissa um framhaldið Hvað áframhaldandi lækkun varðar er erf- iðara að segja til um. Krónan hefur til að mynda gefið eftir gagnvart helstu viðskipta- myntum að undanförnu og óvíst hver áhrif þess að Seðlabankinn fari út í gjaldeyriskaup verða. Það hefur þó verið gefið út að allar að- gerðir Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði verði með þeim hætti að sem minnst rask verði á stöðu krónunnar, enda má segja að bankinn vinni eftir gengismarkmiði frekar en nokkru öðru. Kjarasamningar koma einnig til með að hafa áhrif á verðbólgu, en launaþróun hefur dregist verulega aftur úr verðlagi, og rík krafa um hækkanir í komandi samningum. Vaxtalækkun þrátt fyrir óvissu Áfram niður Almennt er gert ráð fyrir því að Seðlabankinn tilkynni um vaxtalækkun í dag.  Almennt er gert ráð fyrir því að Seðlabankinn lækki vexti sína í dag  Þróun á skuldabréfamarkaði í aðdraganda vaxtaákvörðunar er torræð  Erfitt er að segja til um þróun verðbólgu á næstu misserum Verðbólga og vextir » Nauðsynlegar forsendur fyrir vaxta- lækkun eru til staðar, sé litið til fyrri rökstuðnings peningastefnunefndar Seðlabankans. » Óvíst er hvert framhaldið verður, en veiking krónunnar og lausir kjarasamn- ingar eru á meðal þeirra þátta sem geta haft áhrif á verðbólgu, til hækk- unar. » Viðskipti á skuldabréfamarkaði gefa misvísandi skilaboð, en nokkrar sveiflur hafa verið í viðskiptum með íbúða- og ríkisbréf undanfarið. ● Finnska símafyrirtækið Nokia hefur frestað því um nokkrar vikur að setja nýja flaggskipið, snjallsímann N8, á markað. Fyrirtækið segist þurfa að lag- færa nokkra galla áður en síminn fari í almenna sölu, að því er Wall Street Jo- urnal skýrir frá. Nokia hefur orðið fyrir nokkrum áföll- um við markaðssetningu þessa nýja tækis, sem ætlað er að veita iPhone- og Android-snjallsímum verðuga keppni. Ætlunin hafði verið að setja N8 á mark- að fyrir lok septembermánaðar á nokkrum markaðssvæðum. Nokia N8 er sagður lofa góðu. Nokia frestar sölu á nýja flaggskipinu ● Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabank- ans muni lækka stýrivexti um 0,75 pró- sentustig, niður í 6,25%, á vaxtadegi í dag. Segir í spá Landsbankans að ekki sé talið líklegt að peningastefnunefndin verði jafn djarftæk og í ágúst, þegar hún afréð að lækka stýrivextina um eina prósentu, m.a. vegna þess að nú styttist óðum í að efnahagsáætlun ís- lenskra stjórnvalda verði tekin fyrir í stjórn AGS. Spáir 0,75% lækkun djúpför til að nota við leitir og björg- unaraðgerðir á hafi úti.“ Júlíus segir hins vegar að sá mark- aður, sem fyrirtækið horfi sem mest á núna séu fyrirtæki í olíu- og gas- framleiðslu. „Við höfum kennt farinu, ef svo má að orði komast, að þekkja olíu- og gasleiðslur í sjónum. Það þýðir að farið getur sjálft siglt eftir slíkum leiðslum og skoðað ástand þeirra. Við eigum samstarf við er- lenda aðila um innleiðingu nýrra nema í fjúpfarið sem auðvelda eftirlit með olíuleiðslum.“ Júlíus segir að starfsmenn fyrir- tækisins hafi farið vítt og breitt um heiminn til að kanna olíuleiðslur, jafnvel þar sem áður hefur ekki verið hægt að fylgjast með ástandi leiðsln- anna. „Auðséð er að umgengni um olíu- leiðslur í sjó er mismunandi eftir löndum. Olíuslysið í Mexikóflóa mun hafa þau áhrif að kröfur um eftirlit með mannvirkjum í sjó mun aukast sem er jákvætt fyrir starfssemi Haf- myndar.“ Mikill sparnaður getur verið fyrir olíufyrirtæki að kaupa djúpfar frá Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Djúpför, sem nýsköpunarfyrirtækið Hafmynd framleiðir, hafa verið not- uð við vísindarannsóknir, björgunar- aðgerðir og eftirlit með olíu- og gas- leiðslum. Bandaríska fyrirtækið Teledyne keypti Hafmynd fyrir skömmu, en íslenska fyrirtækið mun halda áfram starfsemi hér á landi, að sögn Júlíusar Benediktssonar, fram- kvæmdastjóra Hafmyndar. Hafmynd á rætur sínar að rekja til vinnu Hjalta Harðarsonar, verk- fræðings, sem byrjaði árið 1996 að þróa djúpfar í samstarfi við Raunvís- indastofnun Háskóla Íslands. Þrem- ur árum síðar var Hafmynd stofnað og sama ár var fyrsta útgáfa af djúp- farinu sjósett. Önnur kynslóð djúpfarsins var hönnuð á árunum 2003 og 2004 og er enn byggt á þeirri vinnu við fram- leiðslu djúpfara. „Það sem gerir okk- ar djúpfar sérstakt er að það er búið til úr einingum, þannig að viðskipta- vinur getur sett það saman nánast eins og honum hentar. Þetta gerir það einnig auðveldara að setja í farið ný mælitæki eða nema, þegar þeir koma á markað. Það er ekki nauð- synlegt að kaupa nýtt far, einfaldlega til að bæta við tækjum. Annað sem sérstakt er við djúpfarið er að það er minnsta far sinnar tegundar sem getur kafað niður á eins kílómetra dýpi.“ Eftirlit með olíuleiðslum Markmiðið var frá upphafi að hanna tæki til neðansjávarrannsókna og var markhópurinn meðal annars háskólar. „Djúpfar okkar býður upp á ódýrari aðferðir til rannsókna og eiga háskólar því auðveldara með að kaupa tækið. Þá hafa björgunarsveit- ir og flotar í nokkrum löndum keypt Hafmynd, en farið kostar um eina milljón Bandaríkjadala, að sögn Júl- íusar. „Til að framkvæma sambæri- lega skoðun og farið getur gert þyrfti fyrirtækið að leigja sjómælingaskip og það getur kostað allt að hundrað þúsund dölum á dag. Fjárfestingin er því fljót að borga sig.“ Júlíus segir að líta megi á nýja eig- andann, Teledyne, sem samsafn smærri fyrirtækja. „Þetta er áhuga- vert félag, sem fjárfestir bara í fyr- irtækjum sem búa yfir sérhæfðri tækniþekkingu og háu tæknistigi. Við munum tilheyra fyrirtækjastæðu innan Teledyne sem sérhæfir sig í búnaði til hafrannsókna og þetta nýja fyrirkomulag mun breyta miklu hjá okkur. Starfsemin verður áfram hér á landi, en við munum einnig taka að okkur þjónustu við Evrópumarkað- inn fyrir fyrirtækjastæðuna. Þá eru jafnvel uppi hugmyndir um að við verðum þjónustu- og rannsóknarset- ur fyrir önnur fyrirtæki Teledyne, af því að við Ísland er stutt í djúpan sjó og hentar það vel til prófana á öðrum búnaði sem systurfyrirtæki okkar eru að þróa.“ Íslenskur kafbátur með víðtækt notagildi  Mörg ný tækifæri fylgja eigendaskiptum hjá Hafmynd ehf. Djúpköfun Djúpfar Hafmyndar hefur víða komið við í hafdjúpunum, en það er minnsta far sinnar tegundar sem getur farið niður á þúsund metra dýpi.                                           !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +01-22 ++/-33 31-./2 +4-30 +,-253 ++,-35 +-/,33 +22-2 +.3-44 ++,-0+ +0+-3+ ++/-.. 31-.42 +4-//2 +,-24+ ++,-., +-/,,3 +20-3/ +./-53 312-1115 ++2-14 +0+-,. ++/-00 31-,.2 +4-/45 +,-05 ++,-00 +-/213 +20-2, +./-0. ● Yfirmaður banka Páfagarðs, Ettore Gotti Tedeschi, sætir nú rannsókn vegna gruns um peningaþvætti sam- kvæmt heimildum BBC. Ríkissaksókn- ari á Ítalíu rannsakar hvort bankinn í Páfagarði, Istituto per le Opere di Reli- gione (IOR) og tíu ítalskir bankar hafi gerst sekir um peningaþvætti. Hefur embættið lagt hald á 23 millj- ónir evra í tengslum við rannsóknina. Yfirmaður banka Páfa- garðs sætir rannsókn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.