Morgunblaðið - 22.09.2010, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 22.09.2010, Qupperneq 15
FRÉTTASKÝRING Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Sígaunar, öðru nafni róma-fólk, eru stærsti þjóðernisminnihlutahópur Evrópu og hafa verið beittir mis- rétti í mörgum löndum álfunnar. Sígaunar eru víða utangarðs í sam- félaginu og njóta ekki sömu réttinda og aðrir hvað varðar húsnæði, at- vinnu, heilsugæslu og menntun. Mannréttindasamtök hafa gagn- rýnt stjórnvöld í aðildarlöndum Evrópusambandsins fyrir að hafa leitt þennan vanda hjá sér og látið hjá líða að taka höndum saman um að bæta kjör sígauna. Ráðamenn- irnir hafa sýnt þessu málefni lítinn áhuga á síðustu árum. Er þetta meðal annars rakið til aldagamalla fordóma gagnvart sígaunum. Þegar kreppir að í efnahagsmálum er síð- an auðvelt fyrir ráðamennina að notfæra sér þessa fordóma og hafa sígauna til blóra. Erfitt er að áætla fjölda sígauna í Evrópu þar sem þeir eru sjaldan taldir í manntölum vegna flökkulífs þeirra. Talið er þó að þeir geti verið allt að tíu milljónir samtals. „Til eru næg gögn sem sýna að þetta er sá samfélagshópur sem er verst staddur, þetta er fátækasta fólkið í Evrópu, þetta er fólkið sem beitt er mestu misrétti í löndum Evrópusambandsins,“ segir Ivan Ivanov, framkvæmdastjóri ERIO, upplýsingamiðstöðvar í Brussel sem beitir sér fyrir umræðu í Evrópu um málefni sígauna. Þurfa að taka á rót vandans Sígaunar eru flestir í Rúmeníu (yfir tvær milljónir) og Búlgaríu (um 800.000), en þau lönd gengu í Evrópusambandið árið 2007. Hópar sígauna í fyrrverandi komm- únistaríkjum Austur-Evrópu hafa notfært sér reglur Evrópusam- bandsins um ferðafrelsi til að flytja búferlum til auðugri landa í Vestur- Evrópu í von um að þeirra bíði þar betri lífskjör. Nú þegar Vestur- Evrópuríkin eru að rétta úr kútnum eftir mestu efnahagskreppu í álf- unni í tæp 80 ár gætir vaxandi and- úðar í garð sígauna og annarra inn- flytjenda. „Hvarvetna í Evrópu nota stjórnvöld útlendingahatrið núna vegna þess að þau hafa ekki svör við efnahagsvandanum,“ hefur fréttastofan AFP eftir Guy Verhof- stadt, fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu, en hann fer nú fyrir hópi frjálslyndra þingmanna á Evrópu- þinginu. Shada Islam, sérfræðingur í mál- efnum minnihlutahópa í Evrópu, tekur í sama streng. Hann segir að deilurnar um málefni sígauna í Frakklandi og fleiri löndum ein- kennist af „barnalegri umræðu, klisjum og fordómum sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Við þurfum að takast á við vandamál, sem kunna að stafa af róma-fólkinu hvað varðar öryggi og glæpi, með því að taka á rót vandans: skorti á menntun og atvinnuleysi.“ Segja brottrekstur nauðsyn Að undanförnu hefur umræðan um sígauna einkum snúist um að- gerðir frönsku ríkisstjórnarinnar, sem hefur átt undir högg að sækja og greip til þess ráðs að vísa hundr- uðum sígauna úr landi. Talið er að í Frakklandi séu að minnsta kosti 400.000 sígaunar. Flestir þeirra hafa dvalið þar mjög lengi en á síðustu árum hafa komið þangað þúsundir sígauna frá Rúm- eníu og Búlgaríu og sest að í tjald- búðum og hreysum án heimildar. Nicolas Sarkozy, forseti Frakk- lands, hefur lofað að rífa um 300 þessara búða niður og segir það nauðsynlegt vegna ólöglegrar starf- semi sem þar fari fram. Sarkozy segir að aðstæður fólksins séu skelfilegar í búðunum, börn séu neydd til að stunda betl á götunum, auk þess sem vændi og glæpir grasseri þar. Franska stjórnin hefur verið sök- uð um að brjóta reglur Evrópusam- bandsins og alþjóðlega mannrétt- indasamninga sem eiga að hindra þjóðernisofsóknir. Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, hefur lýst yfir stuðn- ingi við Sarkozy í deilunni. „Útlend- ingurinn sem stundar afbrot og virðir hvorki lög okkar né reglur Evrópusambandsins sýnir að hann hefur engan hug á að samlagast þjóðfélaginu menningarlega eða félagslega,“ sagði Berlusconi. Frakkar eru þó ekki eina þjóðin sem sökuð hefur verið um að beita sígauna misrétti. Stjórn Berlusconis hefur t.a.m. verið sökuð um að þvinga þúsundir sígauna úr landi á síðustu árum og brottreksturinn er oft „í trássi við alþjóðleg mannrétt- indaviðmið og landslög“, að sögn mannréttindasamtakanna Amnesty International. Ástandið er ekki skárra í löndum á borð við Slóvakíu þar sem mörg sígaunabörn eru sett í „sérskóla“ fyrir börn með andlega fötlun þar sem þau fá lélegri kennslu og eiga miklu minni möguleika í framtíðinni á að fá vinnu eða inngöngu í fram- haldsskóla. Reyndar eru lífskjör sígauna svo slæm í Rúmeníu og Búlgaríu að mörg dæmi eru um að þeir snúi aftur til Vestur-Evrópu eftir að hafa verið þvingaðir þaðan. Þannig heldur þetta áfram þar sem ekki er tekið á rót vandans. Reuters Fátækt Sígaunar fyrir utan hreysi sitt í þorpi í Slóvakíu. Mikil fátækt er á meðal sígauna þar í landi og víðar í Evrópu. „Þetta er fólkið sem beitt er mestu misrétti í Evrópu“  Aðildarríki ESB hafa látið hjá líða að bæta kjör sígauna og taka á rót vandans FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2010 Stjórnvöld í Norður-Kóreu tilkynntu í gær að fyrsta flokksþing kommúnista- flokksins í 30 ár yrði haldið í Pyongyang 28. september. Búist er við að á flokksþinginu verði stigin fyrstu skrefin í þá átt að Kim Jong-un, yngsti sonur Kim Jong-il, leiðtoga landsins, taki við af föður sínum. Talið er að Kim Jong-un, sem er tal- inn vera 26 eða 27 ára, verði skip- aður í valdamikið embætti í hernum og stuðningsmenn hans verði skip- aðir í æðstu embætti kommúnista- flokksins. Þetta verður fyrsta flokksþingið í Pyongyang frá árinu 1980 þegar staðfest var formlega að Kim Jong-il ætti að taka við af föður sínum, Kim Il-Sung, fyrsta leiðtoga komm- únistaríkisins, en hann lést árið 1994. Mjög lítið er vitað um Kim Jong-un, sem fæddist 1983 eða 1984 og stundaði nám í Sviss. Valdataka Kims III undirbúin Mikilvægt flokksþing boðað 28. september Gömul mynd af Kim Jong-un. Tor-Aksel Busch, ríkislögmaður Noregs, tilkynnti á blaðamanna- fundi í gær að nefnd, sem tekur ákvarðanir um hvort taka eigi dómsmál upp að nýju, hefði verið beðin að rann- saka ásakanir um að norska öryggis- lögreglan hefði falsað sönnunargögn í máli Arnes Treholts sem var dæmdur í 20 ára fangelsi árið 1985 fyrir njósnir í þágu Sovétríkjanna. Lögmaður Treholts, Harald Stab- ell, kvaðst vilja að ríkislögmaðurinn tæki þegar í stað ákvörðun um að málið yrði tekið upp að nýju. Stabell telur Busch vanhæfan í málinu þar sem hann hafi tekið þátt í saksókn- inni gegn Treholt. Meint fölsun í máli Treholts rannsökuð Arne Treholt Sígaunar eru dreifðir um Evrópu, Vestur-Asíu og Norður-Afríku, upp- haflega frá Norður-Indlandi. Í Mið- og Austur-Evrópu er algengt að sígaunar kalli sig „róma“, sem merkir „maður“ eða „eiginmaður“ á tungumáli þeirra, rómaní. Í þýskumælandi löndum og víðar kalla sígaunar sig „sinti“, en þeir tala sérstaka mállýsku. Margir sígaunar telja að orðið sé dregið af heiti indverska héraðsins Sindhi. Í Frakklandi kalla sígaunar sig „manush“ en á Spáni, í Wales og Finnlandi nota þeir orðið „kalo“ (eða „kale“) sem merkir „svartur“. Í mörgum evrópskum tungumálum er heiti sígauna dregið af gríska orðinu „tsigani“ sem mun vera dregið af orði sem þýðir „ósnert- anlegir“ (t.d. „Zigeuner“ á þýsku og „sígaunar“ á íslensku). Sígaunar, róma og sinti FLÖKKUÞJÓÐ MEÐ MÖRG HEITI FJÖLDI SÍGAUNA Í EVRÓPULÖNDUM Heimildir : Courrier International, Jean-Pierre Liegois Frakkland 400.000 Bretland 150.000Írland35.000 Belgía 35.000 Holland 35.000 Noregur 4.000 Svíþjóð 40.000 Finnland 12.000 Lettland 12.000 Litháen 4.000 Eistland 1.500 Hvíta-Rússland 15.000 Rússland 600.000 Pólland 45.000 Þýskaland 140.000 Tékkland 250.000 Úkraína 200.000 Moldóva 20.000 Tyrkland 500.000 Danmörk 4.000 Spánn 800.000 Portúgal 50.000 Sviss 35.000 Ítalía 120.000 Króatía 40,000 Bosnía 80,000 Serbía 500.000 Svartfjallaland 20.000 Kósóvó 20.000 Slóvenía 10.000 Austurríki 25.000 Grikkland 220.000 Albanía 100.000 Rúmenía 2.400.000 Búlgaría 800.000 Makedónía 250,000 Ungverjaland 600.000 Slóvakía 450.000 Yfir 10% 5 - 10% 1 - 4,9% Tæpt 1% 73 ára gömul kona í Póllandi rak upp stór augu og skaðræðis- öskur þegar hún sá tveggja metra langa suður- ameríska risa- kyrkislöngu í sal- ernisskál á heim- ili sínu í Wroclaw. „Eftir að hún lyfti lokinu sá hún risaslöngu sem vildi skríða upp úr salernisskálinni. Hún skellti lokinu strax niður og hringdi í okkur,“ hefur fréttastofan AFP eftir talsmanni lögreglunnar í borginni. „Hún var vissulega mjög hrædd en varð samt ekki viti sínu fjær.“ Eftir að lögreglumenn komu á staðinn voru starfsmenn dýragarðs fengnir til að fanga slönguna. „Hún hlýtur að hafa komist í skálina í gegnum pípulagnirnar með ein- hverjum hætti,“ sagði talsmaðurinn. Lögreglan leitar nú að eiganda skriðdýrsins. Sá risaslöngu í klósettinu S-amerísk risa- kyrkislanga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.