Morgunblaðið - 22.09.2010, Side 16

Morgunblaðið - 22.09.2010, Side 16
FRÉTTASKÝRING Andri Karl andri@mbl.is Þ jónustufyrirtæki á borð við E.C.A. Program þekkjast bæði í Evrópu og Norður- Ameríku, og er flugfloti þeirra skráður til borg- aralegra afnota. Hjá Flugmálastjórn er enn unnið að því að svara spurn- ingum um álitamál tengd E.C.A. sem þáverandi samgönguráðherra lagði fyrir. E.C.A. sem skrásett er í Lúx- emborg og var stofnað árið 2007 hyggst sérhæfa sig í borgaralegri þjónustu við hermálayfirvöld. Mikil eftirspurn er eftir slíkri þjónustu og þá helst þar sem heldur hafa verið dregin saman seglin hjá flugherjum víða um heim. Margir hverjir halda, eða héldu, úti sérstökum æfinga- flugsveitum sem sinna þjálfun. Hins vegar er mun hagkvæmara að sækja slíka þjónustu til fyrirtækja, auk þess sem góð viðbót þykir fyrir flugmenn að kynnast í reynd hvernig er að tak- ast á við ýmsar aðrar tegundir flug- véla en þeirra eigin. Í samræmi við staðla NATO Í fjölmiðlaumfjöllun um E.C.A. hefur komið fram að ekki þekkist í öðrum löndum að óvopnaðar herþotur séu reknar undir borgaralegu flug- rekstrarleyfi. Meðal annars var í Morgunblaðinu snemma þessa mán- aðar haft eftir upplýsingafulltrúa Flugmálastjórnar að sambærilega starfsemi og E.C.A. hyggst reka hér á landi væri hvergi að finna í Evrópu. Flugáhugamanninum Baldri Sveinssyni þóttu slíkar yfirlýsingar allrar athygli verðar, og var hann ekki viss um að þær stæðust. Baldur, sem hefur yfirgripsmikla þekkingu á her- þotum og æfingum flugherja, kafaði ofan í málið og fann út að í það minnsta þrjú borgaraleg fyrirtæki byðu flugherjum þá þjónustu að koma fram sem óvinur á heræfingum, þ.e. Airbourne Tactical Advantage Comp- any, eða Atac, í Bandaríkjunum, hið kanadíska Lortie Aviation og Hawker Hunter Aviation í Bretlandi. Hið síð- astnefnda þjónustar meðal annars ríki Atlantshafsbandalagsins (NATO), starfsemi fyrirtækisins er í fullu sam- ræmi við staðla bandalagsins og flug- menn fyrrverandi RAF-menn, þ.e. úr flugher hennar hátignar. Fyrir utan fordæmið um starf- semina bendir Baldur einnig á, að flugvélar umræddra fyrirtækja eru skráðar sem borgaralegar flugvélar; í Bandaríkjunum með einkennisstaf- inn N, í Kanada með C og í Bretlandi með G. Því veltir hann fyrir sér hvers vegna meira mál ætti að vera að skrá vélar E.C.A. borgaralega hér á landi. Vitneskjan ekki fyrir hendi Eitt af þeim verkefnum sem Flugmálastjórn stefnir að því að ljúka fyrir samgönguráðuneytið er „könnun á reglum sem um slíka starfsemi gilda í nágrannaríkjum eft- ir því sem við á“. Ofangreind fyrirtæki og reglur um þau hafa þó ekki komið til skoð- unar, enda hafði stofnunin ekki vitn- eskju um fyrirtækin – og þakkað var fyrir upplýsingarnar. Valdís Ásta Að- alsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar, bætti því við, að farið yrði yfir þær og reyndust upp- lýsingarnar réttar væri hugsanlega komið fordæmi sem horfa mætti til, s.s. hvað varðar Hawker Hunter í Bretlandi. Að öðru leyti sagðist hún ekki vita hversu langan tíma Flug- málastjórn tæki sér í að klára spurninga- listann. Og þegar því lyki væri framhaldið í höndum ráðuneytisins. Sambærileg þjónusta þekkist víst í Evrópu Ljósmynd/Baldur Sveinsson Sukhoi SU-27 Um er að ræða flóknar þotur með óvenjulega flugeiginleika. Þær eru framleiddar sem herþotur, en í þeim verður enginn vopnabúnaður. 16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Atli Gísla-son hótaðistjórnar- andstöðunni kosningum á Al- þingi í gær. Þetta hljómar sér- kennilega en er staðreynd samt. Hann var að spyrja formann Sjálfstæðisflokks- ins út úr um hvernig Bjarni og flokkur hans ætluðu að standa að afgreiðslu til- lagna nefndar Atla sjálfs. Og til að undirstrika mikil- vægi spurningarinnar sagði hann ítrekað með nokkrum þunga, að fengju þær til- lögur ekki jákvæða af- greiðslu nú yrði þegar að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga. Af hverju beinir Atli þess- um hótunum til Bjarna Benediktssonar en ekki Jó- hönnu Sigurðardóttur? Jó- hönnu, sem hafði nýlega fagnað tillögum „Atlanefnd- arinnar“ um að fjórir ráð- herrar yrðu dregnir fyrir landsdóm, því það yrði til þess fallið að róa þjóðina? „En til þess hefði leikurinn verið gerður,“ sagði Jó- hanna Sigurðardóttir þá. Ræða Jóhönnu, þegar hún sneri málinu á haus, var svo lítið mál í augum samstarfs- flokks hennar að hún var ekki einu sinni rædd í ríkis- stjórn í gær. Þó höfðu ein- stakir þingmenn hans kall- að upp „stjórnarslit, stjórnarslit“ undir hinum óvæntu hamskiptum ráð- herrans. Og Steingrímur J. sagði að ræðan sú hefði „engin áhrif á stjórnarsamstarfið“. Það sýnir einungis að flokksformaður VG hefur ekki mikið meira álit á Atla Gíslasyni og störfum hans en hinn formaðurinn í þessu skrítna ríkisstjórnarsam- starfi. Frægt var að Jóhanna studdi Icesave-samninginn á sínum tíma í blindni í orðsins fyllstu merkingu, því hún lýsti yfir eindregn- um stuðningi við hann án þess að hafa lesið hann. Þegar andstaðan við samn- inginn fór vaxandi í landinu mætti Jóhanna í Kastljósið og „viðurkenndi“ að samn- ingurinn væri í raun heil- mikið klúður og skýrði það með þeim hætti að Svavar Gestsson, for- maður samn- inganefnd- arinnar, hefði ekki verið rétti maðurinn til að leiða samninga- ferlið. Steingrímur J. tók þá strax fram að rýtingsstung- an sú myndi ekki hafa nein áhrif á stjórnarsamstarfið. Og lét þess getið eins og í framhjáhlaupi að hann væri reyndar ekki sammála Jó- hönnu um að Svavar væri sekur um stórkostlegt klúð- ur. Jóhanna sá því að hún kemst upp með hvað sem er gagnvart VG og leikur því sama leikinn nú. Hún hafði fagnað ákærunum sem nefndarmeirihlutinn hafði komið fram með og hennar eigin flokksmenn einnig, þótt þeirra tillögur tækju til þriggja ráðherra en ekki fjögurra. Nefndarmenn Samfylk- ingar hafa tekið fram opin- berlega að þeir hafi átt trúnaðarsamtöl við Jó- hönnu um störf og tillögur nefndarinnar. En nú snýr hún við blaðinu og ræðst af miklu hlífðarleysi að Atla Gíslasyni alþingismanni sem starfaði sem nefndar- formaður í skjóli og á ábyrgð stjórnarmeirihlut- ans á Alþingi. Steingrímur J. segir um hina pólitísku aftöku forsætisráðherrans á Atla að hún hafi ekki nein áhrif á stjórnarsamstarfið. Og Steingrímur hafði þá óvenjulegu dirfsku og hug- prýði til að bera í þetta sinn að hann tók fram að hann væri „ekki sammála öllu“ sem Jóhanna hafði sagt um ámælisverð vinnubrögð Atla og nefndar hans. Eina ástæðan fyrir því að þess háttar atburðir séu ekki einu sinni ræddir á rík- isstjórnarfundi og hafi að sögn engin áhrif á stjórnar- samstarf er sú að þetta er ekki raunverulegt stjórnar- samstarf. Því skal tekið undir það mat að ríkis- stjórnin getur þrátt fyrir allt setið áfram eins og ekk- ert hafi í skorist. Atli Gísla- son getur kannski einnig staðið þetta mál af sér. En það sér hver maður að hann getur ekki setið. Og allir vita líka hvers vegna. Hvorki raunverulegt samstarf né raun- verulegur stjórn- armeirihluti} Stjórnin situr en ekki Atli É g geri ekki ráð fyrir því að margir hafi lagst í að lesa greiningu á skýrslu Rannsóknarnefndar Al- þingis frá kynjafræðilegu sjónar- horni. Að minnsta kosti óska ég engum þess að þurfa að þola slíka andlega pínu. Það er af mörgu að taka þegar kemur að því að gagnrýna greininguna, en ég mun reyna að stikla á því stærsta án þess að nota hugtök eins og kynjavídd, stigveldi eða kynjaða fjárlaga- gerð. Það er reyndar ágætt að byrja á hugtökum eins og þessum. Orðalag greiningarinnar er uppskrúfað og svo troðfullt af óyndislegum ný- yrðum og hugtökum að maður veltir því fyrir sér hvort tilgangurinn sé að fræða lesandann eða rugla í ríminu. Góður fræðatexti, hver sem fræðigreinin er, er skýr, enda er markmiðið að uppfræða lesandann. Vissulega eru hugtök í öllum fræðigreinum, sem þurfa skýringar við, en maður veltir því fyrir sér hvort eini til- gangur hugtaka eins og „samkeppniskarlmennsku“ sé ekki einfaldlega að færa í fræðilegan búning þá skoðun margra harðra femínista að karlmenn séu rót alls hins illa í vest- rænu samfélagi. Við lestur greiningarinnar sér maður nefnilega að allt hið slæma sem gerðist í aðdraganda hrunsins verður að mati höfunda rakið til þess að gerendur voru karlar. Í greiningunni er talað um stjórnmálakarla og bankakarla og að þeir hafi með karllægum og þjóðernislægum hætti gert hitt og þetta. Einkavæðing bankanna var karllæg og körlum að kenna. Virkjanafram- kvæmdir voru karllægar og körlum að kenna. Skattkerfið var karllægt og körlum að kenna og að sjálfsögðu á hið sama við um Icesave. Við lestur greiningarinnar sér maður reynd- ar að það sem kalla má hægrisinnaðar stjórn- málaskoðanir; trú á einstaklingsfrelsi og ein- staklingsframtak og minni inngrip ríkisvaldsins í líf einstaklinga, er í hugum höfunda karllægt og því slæmt. Greiningin snýst því ekki síður um stjórnmálaskoðanir af gamla skólanum og er nýtt vopn í höndum vinstrimanna, sem alltaf eru að leita nýrra leiða til að réttlæta afskipti ríkisins af lífi einstaklinga. Steininn tekur þó úr þegar greiningarhöf- undar fara að tala um hlutverkaskiptingu á ís- lenskum heimilum. Hafa skal í huga að rann- sóknarskýrslan átti að skoða hvað olli hruni fjármálastofnana á Íslandi og þessi kynjótta viðbót við skýrsluna átti að gera það líka. Þess vegna skil ég ekki af hverju segir í greiningunni að fram þurfi að fara endurmótun á tengslum karla og kvenna og tengslum þeirra innan fjölskyldunnar. Ég hef áður sagt að sambönd einstaklinga komi ríkinu ekki við, hvað þá tengsl fólks innan fjölskyldunnar. Ef Alþingi vill setja ný lög um fjármálafyrirtæki til að reyna að koma í veg fyrir næsta hrun þá má vel reyna það, en alþingismenn og kynjafræðingar eiga að sjá sóma sinn í því að vera ekki með puttana í einkamálefnum fólks. bjarni@mbl.is Bjarni Ólafsson Pistill Kynjótt kynjagreining STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Hluti af áætlun ECA er að kaupa og leigja rússneskar Sukhoi SU-30-þotur til að gegna hlut- verki andstæðinga í heræfingum NATO og NATO-vinveittra ríkja. Stór hluti af þjálfun orustuflug- manna er einmitt að eltast við ímyndaða óvini. Hér á landi yrði viðhalds- og tækniþjónusta en útseld þjón- usta, þ.e. heræfingarnar, færi fram í öðrum löndum. Fyrirtækið segir sjálft að 150-200 tækni- störf skapist við heimahöfnina, sem stefnt er að því að verði á Keflavíkurflugvelli. Flugmálastjórn hefur þegar greint frá því í skýrslu sem unnin var fyrir ECA að skráning loftfara fyrirtækisins borgaralega sé ekki útilokuð, en að nokkr- um skilyrðum uppfylltum. Í hlutverki andstæðinga ÆFT Í ÖÐRUM LÖNDUM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.