Morgunblaðið - 22.09.2010, Page 17

Morgunblaðið - 22.09.2010, Page 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2010 Dágóður fengur! Einar Guðmann, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, og Frímann Frímannsson drógu í gær á land höfrung sem drepist hafði og steytt á grynningum norðan við Leiruveginn á Akureyri. Einar segir dýrið bersýnilega hafa verið dautt í nokkra daga. Frímann átti leið hjá eftir að Einar hófst handa við verkið, dreif sig í bomsur sem voru í bílnum, og kom til aðstoðar. Skapti Hallgrímsson Þegar byggingar- iðnaðurinn stoppaði í hruninu árið 2008 fóru mörg byggingarfyrir- tæki í þrot, fjármála- stofnanir yfirtóku framkvæmdirnar og eru eignirnar nú seld- ar á ýmsum bygging- arstigum. Svo virðist sem nýjum eigendum séu oft á tíðum af- hentar eignirnar án þess að upplýst sé um að rafverktakinn sem skráð- ur er á verkið beri meistaraábyrgð á raflögninni og því engum öðrum heimilt að hefja vinnu við hana án þess að meistar- askipti hafi farið fram. Rafverktakar vakna því margir hverjir upp við þann vonda draum að flutt er inn í húsin fullkláruð en einhverjir aðrir hafa unnið verk sem þeir bera ábyrgð á. Samtök rafverktaka hvetja félagsmenn sína til aðgerða þegar mál af þessu tagi koma upp. Það er óþolandi og stór- hættulegt að sitja uppi með ábyrgð á verkum ókunnra manna. Leggja þarf vinnu í að leita uppi öll þau hús og eignir þar sem hinir ýmsu „huldumenn“ hafa komið að verki. Það þarf að tilkynna Bruna- málastofnun skriflega afsögn sína af þessum eignum og afsala sér þar með allri faglegri ábyrgð skv. lög- um um rafmagnsöryggi. Sama þarf að gera gagnvart viðkomandi bygg- ingarfulltrúa þannig að meistaraá- byrgðin, sem nær langt út fyrir gröf og dauða, hangi ekki yfir mönnum eins og vofa. Það sama á við um flestar aðrar iðngreinar sem tengjast bygging- ariðnaðinum svo að ekki sé talað um byggingarstjórana sem m.a. bera ábyrgð á að löggiltir iðnmeist- arar séu skráðir á alla verkþætti. Þá er vert að benda húseigendum á að erfitt getur reynst að fá lög- bundnar úttektir á bygginguna ef málin eru ekki á hreinu varðandi iðnmeistarana og byggingarstjór- ann og getur slíkt ástand leitt til óþæginda og aukins kostnaðar. Talið er að Íbúðalánasjóður og viðskiptabankarnir þrír eigi rúm- lega 1.500 fasteignir víða um land og þar af séu u.þ.b. 1.200 einbýlis- hús, raðhús og annað íbúðarhús- næði. Gera má ráð fyrir að stór hluti þessa húsnæðis sé á bygging- arstigi og í sumum tilfellum þurfi að framkvæma eitt og annað við eignina áður en hún er seld aftur. Það ætti því að vera hluti af verk- lagi þessara stofnana að tilkynna viðkomandi iðnmeisturum stöðu mála. Þá má að lokum spyrja um hlut- verk fasteignasala í málum sem þessum. Ætti það ekki að vera í þeirra verkahring að ganga úr skugga um að hlutir er varða ábyrgð iðnmeistara og bygging- arstjóra séu á hreinu áður en geng- ið er frá kaupum og sölu á fast- eign? Eftir Ásbjörn Jóhannesson » Það er óþolandi og stórhættulegt að sitja uppi með ábyrgð á verkum ókunnra manna. Ásbjörn Jóhannesson Höfundur er framkvæmdastjóri SART – Samtaka rafverktaka. Hver vill bera meistaraábyrgð á verkum huldumanna? Hæstiréttur kvað upp dóm þann 16. september sl. varðandi vexti á lánum með ólögmætri gengistryggingu. Þessi dómur sýndi glögglega hverjum íslenskt réttarkerfi þjónar. Dómurinn gekk út á það í stuttu máli að verðlauna fjármögnunarfyrirtækin sem hafa gerst sek um að lokka grandalaust fólk í vel út- færðar fjársvikagildrur. Fjársvikagildrurnar voru kallaðar „lán í erlendri mynt“ og báru vexti gjaldmiðlanna sem lánin voru sögð samanstanda af. (Avant sem nú er komið í þrot var þó búið að hækka vexti á lánum bundnum við jen og franka upp í 8-9% og því í engum takti við lága vexti þessara gjaldmiðla.) Lánin voru aftur á móti íslensk krónulán dulbúin sem erlend lán með bindingu við hina ýmsu er- lendu gjaldmiðla. Fjármálafyrir- tæki sáu síðan sjálf um að fella gengi íslensku krónunnar og hækka þar með lánin um u.þ.b. hundrað prósent, og hafa þau síð- astliðin misseri gengið hart að fólki og féflett það eins mikið og þau mögulega gátu. Þrautpíndir lántakendur hafa horft upp á þessi glæpafyrirtæki fara ránshendi um eigur sínar og lítið getað gert. Það kom þó vonarglæta þegar gengistrygging lána var dæmd ólögmæt í Hæstarétti en sú von dó 16. september sl., þegar Hæstiréttur staðfesti ránsrétt glæpa- fyrirtækjanna og hysjaði um leið brækurnar upp um lögbrjótanna. Almenningi sem varð fyrir þjófnaðinum er gert að greiða þjófunum allt að 20% vexti afturvirkt fyrir þýfið sem þjófarnir komust undan með. Það læðist að manni sá grunur að íslenska dómskerfið sé á viðlíka stað og íslenska bankakerfið fyrir hrun, gjörspillt skemmdarbákn sem í raun og veru er ekk- ert annað en stórhættuleg tifandi tíma- sprengja sem verður að taka úr sambandi. Það var einstaklega athyglisvert að sjá viðbrögð svokallaðra vinstri manna og ESB sinna sem fögnuðu dómnum sem var þó þvert á neytendaréttinn sem einmitt kemur frá Evrópu (með EES-samningnum) þar sem ESB sinnarnir telja sig helst eiga heima. Árni Páll úr öfugmælaríkisstjórninni („norrænu velferðarstjórninni“) var meira að segja búinn að undirbúa lagasetningu sem hann nefnir „sanngirnislögin“, sérhönnuð til að ránslánin verði lögleg íslensk lán og komi í stað allra gengistryggðra lána. Enda var niðurstaða Hæstaréttar ákveðin áður en lög- maður skuldarans, uppeldisbróðir Gylfa Magnússonar fyrrverandi viðskiptaráðherra, flutti málið fyrir Hæstarétti. Það var heldur ekki að sjá á lögmanninum (uppeldisbróður Gylfa) að hann hefði verið óhress með að tapa þessu stóra máli. Enda var hann það ekki! Þýðir eitthvað að leita til íslenskra dóm- stóla, hægri handar gjörspillts fjármála- kerfis og siðspilltrar ríkisstjórnar og eft- irlitsstofnanna? Það er í raun hlægilegt að sjá hversu „virðulegir“ dómararnir eru og að almenningur í dómssal skuli rísa upp úr sætum sínum þegar dómararnir ganga ákveðnir í röð inn í dómssalinn rétt eins og þeir væru alvöru dómarar. Fullkomlega óviðeigandi hér á landi og mjög hallærislegt! Eftir Signýju Hafsteinsdóttur » Það var einstaklega athygl- isvert að sjá viðbrögð svo- kallaðra vinstri manna og ESB-sinna sem fögnuðu dómn- um sem var þó þvert á neyt- endaréttinn. Signý Hafsteinsdóttir Höfundur er útgefandi. Hæstiréttur og ránslánin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.