Morgunblaðið - 22.09.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.09.2010, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2010 –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Tísku og förðun föstudaginn 15. október. Í Tísku og förðun verður fjallað um tískuna haustið 2010 í hári, förðun, snyrtingu og fatnaði auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. . NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 11. október. Tíska & Förðun sérblað MEÐAL EFNIS: Nýjustu förðunarvörurnar. Húðumhirða. Haustförðun. Ilmvötn. Snyrtivörur. Neglur og naglalökk. Hár og hárumhirða. Tískan í vetur. Flottir fylgihlutir. Góð stílráð. Íslensk hönnun. Ásamt fullt af öðru spennandi efni. Það hefur verið fróð- legt að lesa hverja greinina á fætur ann- arri þessa dagana eftir fólk sem hvetur til inn- göngu í ESB. Greini- legt er að nú er sóknin hafin af þeirra hálfu í fjölmiðlum til að sann- færa fólk um ágæti inn- göngu. Í Háskóla Ís- lands er sókninni inn í háskólasamfélagið stýrt af Baldri Þórhallssyni á vegum Alþjóða- málastofnunar Háskóla Íslands sem flytur inn hvern ESB-sinnann á fæt- ur öðrum til að tala á málfundum. Umræða ESB-sinna er orðin á köfl- um nokkuð háfleyg fyrir venjulegt fólk eins og greinar Guðmundar Andra Thorssonar rithöfundar. Hann nýtir sér rithöfundarreynslu sína vel því greinar hans um ágæti ESB eru oft á tíðum eins og bestu skáldsögur. En hvað er það sem hinn venjulegi Íslendingur hefur væntingar um að muni gerast ef við göngum í ESB? Ég held að væntingarnar séu m.a. að verðlag muni lækka með upptöku evru, efnahagslíf verði stöðugt, allir hafi atvinnu og margir tala um að spilling muni hverfa við inngöngu í ESB. Varðandi verðlag þá mun það ekki lækka við inngöngu í ESB. Hvergi í ríkjum ESB þar sem evra hefur verið tekin upp hefur verðlag lækkað. Fólk verður að gera sér grein fyrir því að matvæli og þjónusta hækkar í ríkjum ESB ekkert síður en annars staðar. Á Spáni, árið 2005, varð hækkunarhrina á ýmsum nauð- synjum, t.d. gasi til húshitunar og matargerðar. Þegar evra var tekin upp í Frakklandi í janúar 2002 hækk- aði verðlag. Og verðlag hefur verið að hækka þar síðustu ár á þann veg að kannanir sýna að lág- launafólk vill losna við evruna. Ég hef líka tek- ið eftir því að margir ESB-sinnar eru farnir að nota orðalagið „að líklega muni verðlag á Íslandi lækka við inn- göngu“. Efnahagslíf á Íslandi verður ekki sjálfkrafa stöðugt við inngöngu og spilling eða óstjórn í stjórnmálum mun held- ur ekki hverfa. Það sýna dæmin t.d. frá Grikklandi og Ítalíu. Efnahagslegur stöðuleiki í þessum ríkjum er sennilega verri en á Íslandi í dag. Efnahagslegur stöðu- leiki á hverju landsvæði ræðst af hæfi stjórnsýslunnar til að takast á við efnahagslífið. Okkur Íslendingum væri nær að taka til í stjórnmálum og stjórnsýslunni og úthýsa hags- munagæslu stjórnmálaflokkanna. Þannig fáum við stöðugan efnahag og stöðugan gjaldmiðil. Það er ekki ís- lensku krónunni að kenna þegar hún fellur og skerðir kjör okkar. Það er m.a. léleg stjórn ríkisfjármála sem fellir krónuna. Krónan er dauður hlutur, hún fellir sig ekki sjálf eins og ESB-sinnar halda fram. Þegar hún hrynur er það lélegum stjórn- málamönnum að kenna og engu öðru. Alveg eins og það er óhæfum og spilltum stjórnmálamönnum að kenna í Grikklandi að laun þar hafa lækkað og fólk misst atvinnuna þrátt fyrir að landið sé með evru og í ESB. ESB-sinnar halda því fram að samningar um undanþágur, t.d. varð- andi auðlindir, muni halda. Fólk þurfi ekki að vera hrætt við að ESB muni koma í bakið á okkur. Í því sambandi er rétt að minna á þegar Bretar út- hýstu Spánverjum úr landhelgi sinni árið 1999 eða 2000, að mig minnir. Bretar töldu sig vera í fullum rétti að vísa Spánverjum út úr landhelgi sinni. Það sem gerðist hins vegar var að ESB-dómstóllinn dæmdi einfald- lega Spánverja aftur inn í landhelgi Breta og við það situr. Þegar talið berst að landbúnaði og ESB halda já-sinnar því mjög á lofti að hagur landbúnaðar muni vænkast allverulega við inngöngu. Tala þeir fjálglega í því sambandi um regluna um heimskautalandbúnað og láta að því liggja að íslenskir bændur muni fá heilu gámana af peningum í styrki frá ESB. Hið rétta er að reglan um heim- skautalandbúnað gengur út á það að íslenska ríkinu, það er að segja okkur skattborgurunum á Íslandi, er heim- ilt að eyða meira í niðurgreiðslur til landbúnaðar en reglur ESB segja til um. Það koma engir peningar í þetta aukalega frá ESB. En um þetta tala ESB-sinnar að sjálfsögðu ekki. ESB- sinnar benda oft á Möltu sem sér- stakt dæmi um undanþágur í sjávar- útvegi. Það er raunar bara hlægilegt og ekki samanburðarhæft. Malta veiðir ca. þúsund tonn af fiski og á árabátum, liggur mér við að segja, í 25 sjómílna lögsögu. ESB er akkúrat enginn akkur í því að fá hlutdeild í þessum þúsund tonnum Maltverja frekar en kartöflugörðum Íra. Íslend- ingar veiða 130 þúsund tonn bara af þorski í 200 sjómílna lögsögu! Þannig er lögsaga okkar gullnáma sam- anborið við Möltu. Að bera þetta tvennt saman eru blekkingar af hálfu ESB-sinna eins og svo margt annað í þeirra málflutningi. Eftir Helga Helgason »Krónan er dauður hlutur, hún fellir sig ekki sjálf eins og ESB- sinnar halda fram. Helgi Helgason Höfundur er stjórnmálafræðingur. Blekkingar ESB-sinna Nú í dag er endur- skoðun stjórnarskrár- innar að verða að veruleika, en Alþingi hefur dregið lappirnar í rúmlega 60 ár að koma þessu í verk. Hvers vegna skyldi það vera að Alþingi skuli hafa dregið lapp- irnar allan þennan tíma? Jú, ástæðan er einföld, stjórnarskrá er það skjal sem er sérstaklega sett upp til þess að tryggja lágmarks- mannréttindi. Stjórnarskrá er ætlað það hlutverk að setja skorður gegn yfirgangi stjórnvaldsins gegn hin- um almenna borgara. Í öllum vest- rænum lýðræðisríkjum þar sem lág- marks mannréttindi eru í heiðri höfð er það hlutverk stjórnarskrár- innar að tryggja það að ríkisvaldið vaði ekki yfir einstaklinga með frekjuna eina að vopni. Því miður hefur það viðgengist á Íslandi að stjórnarskráin hefur aldrei verið virt af þeirri stofnun sem á að taka alveg sérstaklega eftir þeim tak- mörkunum sem í stjórnarskrá eru. Þegar þingmaður tekur sæti á Al- þingi er hann skyldaður til að vinna skriflegan eið að stjórnarskránni, en þar með endar málið. Sumir hafa jafnvel unnið oft eið að stjórnar- skránni en aldrei lesið hana. Það sem vantar í sambandi við fram- kvæmd á stjórnarskrá er að það þarf að setja upp sérstakan dómstól, „stjórnlagadómstól“, sem hefur það eina hlutverk að úrskurða um það hvort ákveðin lagasetning samræm- ist stjórnarskránni eða ekki. Hver einasti ríkisborgari á landinu sem er lögráða á að geta vísað máli til úrskurðar dómstólsins einfaldlega með ábyrgðarbréfi og þessi dóm- stóll skal gefa sinn úrskurð innan 30 daga með svari sem er ann- aðhvort „Já“ eða „Nei“. Í dag er fyrirkomulagið þannig að ef um stjórnarskrárbrot er að ræða þarf einstaklingur að sækja sitt mál fyrir hæstarétti með kostnaði sem er nánast óyfirstíganlegur fyrir stóran hluta þjóðarinnar. Hægt er að sækja um gjafsókn, en þá er það einmitt valdaklíkan sem er að fram- kvæma stjórnarskrárbrotið sem ákvarðar hvort gjafsókn fæst eða ekki, og þar strandar málið að sjálf- sögðu! En eitt atriði held ég að allir Ís- lendingar geti verið sammála um, hvar í flokki sem þeir eru, en það er: Ef ekki er farið eftir þeim reglum sem settar eru í stjórnarskrá þá skiptir engu máli hvað í henni stendur. Nú er hins vegar komin upp ný staða í sambandi við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Alþingi ætlar að tína úr þau ákvæði í hinni nýju stjórnarskrá sem það er ekki sátt við. Þetta er eins og ef útrás- arvíkingarnir fengju að setja regluna um hversu há lán megi lána til eignarlausra skúffu- fyrirtækja. Það þarf enginn að efast um hvernig það mundi fara. Besta aðferðin í sam- bandi við endurskoðun stjórnarskrárinnar er auðvitað að menn létu vita hvort þeir vilji taka þátt í stjórnlagaþingi og velja svo úr þeim hópi með raunverulegu tilvilj- unarvali, en ekki eins og gert er í dag; að velja heilmikið lið, sem hef- ur jafnvel engan áhuga á málinu. Með slíku vali, sem væri heið- arlega framkvæmt, væri komið í veg fyrir að ákveðnir aðilar sem eru inn- undir hjá peningaöflunum í landinu gætu komið sér í þá aðstöðu með peningum að verða valdir, svona eins og þingmenn eru í dag . Það er meginregla í öllum lýðræðisríkjum að allir skuli vera jafnir fyrir lögum. Því miður hefur það grundvall- arákvæði ekki gengið vel í þessu landi. Ríkisvaldið hefur í langan tíma komið sér hjá því að gefa upp opinberlega hvað framfærsla ein- staklings kostar. Með þessari aðferð hefur valdaklíkan komið sér hjá því að sjá sómasamlega um þá sem eru háðir framfærslu ríkisvaldsins. Þarna er ég að tala um ellilífeyris- og örorkuþega. Í dag sá ég að einn alþingismaður var að kvarta undan lágum launum þingmanna. Eftir því sem næst verður komist eru lægstu laun þar um 750 þúsund á mánuði. Mér er kunnugt um ellilaun sem eru 26 þús- und á mánuði en laun þingmanna eru sem næst 30 ellilaun og eft- irlaun þingmanns um rúmlega 21 ellilaun venjulegs borgara. Þegar einn þingmaður fór á eft- irlaun „datt“ hann niður í 550 þús- und á mánuði. Þarna sést að þeir sem hafa kom- ist að nægtabrunni þjóðarinnar geta ausið yfir sig forréttindum svona hliðstætt þeim stéttum á miðöld- um sem kallaðir voru aðalsmenn. Í raun er það sem þessu fólki hef- ur tekist að skapa sér einmitt sér- íslenskt „jafnrétti “ svona sama gerð og í bókinni um dýraríkið þar sem allir eru jafnir, en svínin eru bara „jafnari“ en aðrir. Endurskoðun stjórnarskrárinnar Eftir Bergsvein Guðmundsson Bergsveinn Guðmundsson »Ef ekki er farið eftir þeim reglum sem settar eru í stjórnarskrá þá skiptir engu máli hvað í henni stendur Höfundur er ellilífeyrisþegi. Morgunblaðið birtir alla út- gáfudaga aðsendar umræðu- greinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefn- um mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráð- stefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvu- pósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.