Morgunblaðið - 22.09.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.09.2010, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2010 ✝ Auður WaagfjördJónsdóttir fædd- ist í Vestmannaeyjum 15. febrúar 1929. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 15. sept- ember 2010. For- eldrar hennar voru hjónin Jón Waag- fjörd, málarameistari og bakari, f. 14. októ- ber 1882 á Skálanesi við Seyðisfjörð, d. 2. mars 1969 í Vest- mannaeyjum, og Kristín Jónsdóttir húsmóðir, f. 7. ágúst 1890 í Efri- Holtum undir Eyjafjöllum, d. 21. nóvember 1968 í Vestmannaeyjum. Systkini Auðar: Jón, f. 24. febrúar 1920, d. 17. september 2005, Karól- ína, f. 19. apríl 1923, Símon, f. 1. maí 1924, d. 13. desember 2007, Jónína, f. 18. október 1926, d. 10. janúar 2009, Óskar, f. 15. febrúar 1929, Vigfús, f. 17. febrúar 1930, d. 21. júlí 2010, og Anna, f. 2. sept- ember 1934, d. 24. apríl 2002. skurðhjúkrunarfræðingur, f. 25. mars 1957. Maki Jóhann G. Hlöð- versson, börn þeirra eru Lilja Rut, Ólöf Sigríður og Hlöðver. 5) Anna Sigríður, kennari og MBA-nemi, f. 22. nóv. 1958. Maki Bjarni Kristinn Jóhannsson, börn þeirra eru Óttar Kristinn, Ína Kristín og Andri Rún- ar. 6) Jörundur, viðskiptafræð- ingur, f. 3. okt. 1968. Maki Áslaug Hreiðarsdóttir, börn þeirra eru Hreiðar Geir, Kristín Björg, Fjóla Ýr og Jörundur Ingi. Barna- barnabörn Auðar eru 15 að tölu. Auður hóf nám árið 1948 í Hjúkrunarskóla Íslands og stund- aði það í rúm tvö ár en varð frá að hverfa vegna barneigna. Auður gekk í Oddfellowregluna 22. nóv- ember 1977 í stúkuna Þorgerði og gegndi þar ýmsum embættum. Mestan hluta ævi sinnar bjó hún á Sunnuflöt í Garðabæ og sinnti fjölskyldu sinni og annaðist rekst- ur heimilis til fjölda ára vegna langrar fjarveru eiginmanns sök- um starfa hans. Árið 1995 fluttist hún ásamt eiginmanni sínum í Fol- dasmára í Kópavogi. Síðustu árin bjó Auður á Hrafnistu í Hafn- arfirði. Auður verður jarðsungin frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag, 22. september 2010, og hefst athöfnin kl. 15. Auður giftist Jör- undi Kristinssyni skipstjóra, f. 16. ágúst 1930, hann lést 24. apríl 2005. For- eldrar hans voru Kristinn Hróbjarts- son, f. 24. okt. 1890, d. 10. des. 1965, og Kristín G. Guðmunds- dóttir, f. 15. sept. 1893, d. 5. des. 1982. Þau Auður og Jör- undur eignuðust sex börn og eru þau: 1) Kristinn, viðskipta- fræðingur, f. 13. okt 1950. Maki Steinunn Helgadóttir, barn þeirra er Jörundur. 2) Kristín Bára, hjúkrunarfræðingur, f. 22. des. 1953. Maki Eiríkur Ragnar Mikka- elsson, börn þeirra eru Eiríkur Ragnar, Auður og Eyþór Rúnar. 3) Jón Sævar, skrifstofumaður, f. 19. apríl 1955. Maki Rita Arnfjörð Sig- urgarðsdóttir, börn þeirra eru Hrund, Sigurgarður, Hrannar, Auður og Rut. 4) Alda Guðrún, Í dag kveð ég elskulega tengda- móður mína, Auði Waagfjörd. Þótt ég vissi að það kæmi að því að kveðja, kom það samt á óvart. Það eru búin að vera erfið ár bæði fyrir þig og okkur að horfa upp á þig hverfa smátt og smátt frá okkur út af þessum sjúkdómi sem ekki var hægt að ráða við. Ég kynntist Auði fyrir rúmum 23 árum er ég og Jör- undur sonur hennar fórum að vera saman. Við byrjuðum okkar búskap í kjallaranum á Sunnuflötinni og var oft gott að geta leitað til þín ef ég þurfti einhverja aðstoð og varst þú alltaf tilbúin að aðstoða okkur eftir bestu getu. Auður var glæsileg kona og naut þess að vera vel tilhöfð og að hafa fallegt í kringum sig. Nú ertu búin að fá hvíldina og þér mun líða betur hjá guði og Jörundi eiginmanni þín- um sem tekur vel á móti þér. Það eru margar stundir sem við höfum átt saman og geymi ég þær í minn- ingu minni. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Áslaug Hreiðarsdóttir. Elsku amma, nú ertu farin frá mér fyrir fullt og allt. Minningarn- ar mínar um þig og afa munu ávallt vera í huga og hjarta mér. Ég minnist margra stunda eins og þeg- ar þú og afi sóttuð mig í skólann og gáfuð mér núðlusúpu. Eins er mér líka ofarlega í huga hvað þú hugs- aðir alltaf vel um húðina þína. Einn daginn þegar ég kom heim úr leik- skólanum og var máluð í framan með andlitsmálningu, þá sagðir þú við mig að ég skyldi aldrei setja eitthvað svona aftur á andlitið mitt og þreifst þetta af. Ég man líka eft- ir hvað var gaman að fá þig og afa í heimsókn til okkar þegar við bjugg- um í Þýskalandi og Hollandi. Alltaf þegar ég kom í heimsókn til ykkar þá fékk ég nammi sem þú áttir uppi í skáp. Elsku amma, mér þykir einnig svo vænt um að þú skyldir hafa gef- ið mér fermingararmbandið þitt sem ég gæti mjög vel. Elsku amma, þín er sárt saknað en nú ertu komin til afa sem tekur vel á móti þér. Hvíl þú í friði. Ég elskaði þig svo mikið. Þótti svo undur vænt um þig og þykir það enn. En nú ertu ekki hér heldur horfin á braut. Dvelur í fjarska laus úr viðjum lífs hér á jörð. Ég ylja mér við góðar minningar sem við áttum saman ég og þú. Mun alltaf muna hversu einsök þú varst. Megi englar Drottins vaka yfir þér í dag og alla daga. (Karítas) Kristín Björg Jörundsdóttir. Auður Waagfjörd Jónsdóttir✝ Reynir Gunn-arsson fæddist á Reyðarfirði 13. sept- ember 1931. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað 14. sept- ember 2010. Reynir var sonur Gunnars Bóassonar frá Stuðlum í Reyð- arfirði og seinni konu hans Margrétar Stefaníu Friðriks- dóttur sem fædd var á Mýrum í Skriðdal, börn Gunnars og Margrétar voru 9 og eru eftirlifandi systkini Reynis 6, Una Sigríður, Að- alheiður, Bóas, Fjóla, Ragnhildur Sigfríð og Sólveig. Gunnar átti 10 börn með fyrri konu sinni Unu Sigríði Jónsdóttur og eru þau öll látin. Reynir á 4 börn 1) Þórdís Pála í sambúð með Sævari Þórssyni, börn þeirra eru Styrmir Þór og á hann soninn Benjamín Elí, Fjörnir Helgi og Ragnhildur Ósk. 2) Mar- grét Brynja gift Haf- liða Reynissyni sem á dótturina Ingibjörgu Lilju, saman eiga Margrét og Hafliði soninn Heiki Inga en fyrir átti Margrét soninn Hafliða Hin- riksson og á hann 2ja mánaða son með sambýliskonu sinni Sunnu Karen Jóns- dóttur. 3) Kristbjörg Sunna gift Magnúsi Gunnari Eggerts- syni, börn þeirra eru Thelma Rún og á hún soninn Tristan Leví með sambýlismanni sínum Heimi Arnfinnssyni, Friðrik Bjartur og Viktor Páll 4) Gunnar Örnólfur, hann á synina Daníel Frey, Alex Snæ, Reyni og Kristján Má með fyrrverandi eiginkonu sinni Hafdísi Sjöfn Harðardóttur. Útför Reynis fer fram frá Reyð- arfjarðarkirkju í dag, 22. sept- ember 2010, og hefst athöfnin kl. 14. Meira: mbl.is/minningar Reynir bróðir pabba hafði yfir sér ákveðinn ævintýraljóma í hugum okkar systkinanna. Í barnæsku okk- ar átti hann flottari bíla en flestir og þegar pabbi kom heim í frí af sjónum þá var hann oftar en ekki á lánsbíl frá Reyni sem við státuðum okkur óspart af. Hann var líka sjálfur tíður gestur í Stuðlum því hann vasaðist í mörgu og fór ófáar ferðir milli Reyð- arfjarðar og Akureyrar, eða suður, og aldrei brást að hann kæmi við hjá okkur. Það var örugglega ekki bara vegna þess að það var þægilegt fyrir hann; hann og pabbi voru nánir og hann var aufúsugestur. Hann spjall- aði við alla og hafði áhuga á því hvað krakkaskarinn var að gera og við vorum stolt af þessum frænda okkar. Auk þess var það svo að hann kom alltaf færandi hendi. Reynir var ein- staklega bóngóður og gjafmildur og úr bílnum bar hann ávaxtadósir, sæl- gæti og ýmislegt, jafnvel forboðið, sem þeir sem voru í siglingum lum- uðu á. Seinna þegar hann stundaði fiskverkun, þá var hann stundum í ferðum að næturlagi, en þá brást ekki að á garðshliðinu hékk fiskpoki að morgni, þó ekki væri vakið upp á bænum. Á síðustu árum hefur samvistum fækkað og heilsufar beggja bræðra látið á sjá. Reynir var þó einstaklega duglegur að ferðast og í vor kom hann akandi að austan til að halda upp á 60 ára útskrift sína sem gagn- fræðingur frá Laugaskóla. Þar sem tvö barnabörn pabba voru að útskrif- ast þá áttu þeir bræður saman gleði- stund og Reynir gisti í Stuðlum á heimleiðinni, rétt eins og í gamla daga. Ferðalögin verða ekki fleiri og nú er hann kominn heim til himna og lú- inn líkaminn má hvílast. Reynir á vísa góða heimkomu því „þar bíða vinir í varpa sem von er á gesti“. Við biðjum Guð að blessa góðan dreng sem alltaf gaf ríkulega af ljúf- lyndi sínu og gæsku. Fjölskyldunni allri vottum við innilega samúð. Fyrir hönd systkinanna í Stuðlum, Margrét Bóasdóttir. Margar hugljúfar minningar löngu liðinnar tíðar leita á hug okkar hjóna þegar Reynir Gunnarsson er allur. Ég kynntist honum strax í skóla heima sem vel gerðum dreng með góða námshæfileika og það var einkenni hans og aðalsmerki að standa með þeim sem höllum fæti stóðu eða aðrir áreittu. Reynir átti til ágætisfólks að telja, ólst upp í fjöl- mennum systkinahóp á miklu mynd- arheimili og byrjaði ungur að taka til hendi, myndvirkur mjög. Við vorum samsveitungar um fjölmörg ár og þar var Reynir sífellt að, dugmikill vinnuþjarkur og áræðinn í mörgu, ríkur að hugmyndum og vann að því að hrinda þeim í framkvæmd en hindranir voru oft á vegi. Hann var framsýnn og alltaf til í að prófa eitt- hvað nýtt, hann var m.a. einna fyrst- ur til að flytja út ferskan, ísaðan fisk, en menn höfðu ekki næga trú á fram- takinu s.s. oft hefur orðið með nýj- ungar sem síðar þykja sjálfsagður hlutur. Sjórinn og sjávarfangið áttu hug hans öðru fremur og þeim helg- aði hann starfskrafta sína lengstum. Reynir var eðlisgreindur maður, lipurmenni og hógvær í framgöngu, en þó skapríkur, hann vildi allra götu greiða, þoldi ekki órétt, spaugsamur á góðum stundum og alltaf gott að hitta hann. Við síðustu samfundi mátti glöggt merkja ört hnignandi heilsu, en hann stóð meðan stætt var. Jóhanna kona mín vann með honum lengi á síldarplani þar sem hann var verkstjóri og ber honum einstaklega vel söguna, þeim kom einkar vel saman, hann var sem verkstjóri ósérhlífinn, hann gekk í allt, lagfærði allt, „reddaði“ öllu, það var eins og ekkert væri óyfirstígan- legt. Hann var alltaf hlýr í viðmóti og vildi allt fyrir alla gjöra. Við leiðarlok færir hún fram kær- ar þakkir fyrir ljómandi kynni. Sam- leið áranna skal þökkuð djarfhuga dreng sem aldrei hlífði sjálfum sér, en kappkostaði að gegna lífsins kvöð og kalli. Börnum hans og öðru hans ágæta fólki sendum við hjónin ein- lægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Reynis Gunnarssonar. Helgi Seljan. Reynir Gunnarsson ✝ Jón var fæddur10. nóvember 1927 í Stóra-Saurbæ í Ölfusi. Hann lést 26. ágúst 2010. Foreldrar hans voru hjónin Guð- mundur Ólafsson frá Sogni, f. 22.10. 1883, d. 26.5. 1946 og Jó- hanna Sigurjóns- dóttir frá Stöðlum, f. 19.5 1891, d. 7.4. 1970. Bræður hans voru: Ólafur Ragnar, f. 24.3. 1916, d. 10.6. 1983, Sigurjón Yngvi f. 29.10. 1918, d. 25.3. l992, Sigurpáll, f. 6.11. 1919, d. 24.8. 1958, en Jón var yngstur. Jón var bóndi í Stóra-Saurbæ ásamt bræðrum sínum en vann einnig mikið utan heimilis. Að- allega í Þorlákshöfn á vetr- arvertíðum og þá mest við salt- fiskverkun. Einnig vann hann á Keflavíkurflugvelli á árunum 1953-1956. Þar spilaði hann fyrst keppnisbrids. Hann hætti búskap 1995. Jón tefldi með tafl- félagi Hveragerðis á yngri árum og var vel liðtækur skák- maður. Hann tefldi á öðru borði fyrir Hveragerði en síðan spilaði hann keppn- isbrids í áratugi með bridsfélagi Hvera- gerðis, Þorláks- hafnar og Selfoss og tók þátt í brids- mótum víða um land. Hann var einhleypur og barnlaus. Síðustu árin bjó hann hjá hjónunum Friðriki Kristjáns- syni og Ólínu Þórunni Sigurð- ardóttur, fyrst í Saurbæ og síðar á Selfossi en hafði nú síðast verið á dvalarheimilinu að Kumb- aravogi. Jón verður jarðsunginn frá Kotstrandarkirkju í dag, 22. sept- ember 2010, og hefst athöfnin kl. 14. Það var ein gæfa mín að kynn- ast heimili afasystur minnar, móð- ur Jóns. Jóhanna var vönduð kona, ekkja og bjó með sonum sínum. Nói var yngstur, 13 árum eldri en ég. Heimilið var menn- ingarheimili er einkenndist af hógværri gleði. Sigurpáll bróðir Nóa fékk hrörnunarsjúkdóm en aldrei var æðrast yfir örlögum hans og lærdómsríkt var hve glað- ur hann var þó bjargarlaus væri að öllu leyti. Nú er Nói síðastur farinn og afkomendur engir frá þessu fólki. Mikið var til af bókum og voru þær allar lesnar. Fáir munu vita hvað Nói kunni mikið. Löng kvæði gat hann farið með utan að. Hann var vel að sér, athugull og sérlega minnugur. Hann kenndi mér mannganginn þegar ég var átta ára gamall og tefldum við saman. Nói bjó félagsbúi með bræðrum sínum og móður. Samkomulagið var hnökralaust og aðdáunarvert hvað þeir bræður gátu jafnan tek- ið fullt tillit hver til annars. Nói lifði alla breytinguna í landbúnaði frá því sem verið hafði í 1000 ár. Í fyrstu allt með gamla laginu bæði úti og inni og síðan smám saman til nútímans. Nói var opinn fyrir öllum nýjungum er til heilla horfðu en jafnframt gjörsamlega frjáls og fjarri því að ánetjast nú- tímatækni. Fullkomlega sjálf- stæður eins og bræður hans og fjarri því að fara eftir nokkrum hégóma. En ný tækni kom að Saurbæ eins og annars staðar og er mér það ógleymanlegt þegar fyrsta dráttarvélin Farmal Cub stóð á hlaðinu eldrauð og speg- ilfögur. Sannlega skar vélin sig úr umhverfinu. Nýi tíminn var kom- inn og hélt inn í þann gamla. Í allmörg ár söng Nói bassa með kirkjukór Kotstrandarkirkju eins og bræður hans. Eina ferð hans til útlanda var þegar kórinn fór til Narvík í Noregi og yfir til Svíþjóðar. Mér er minnistætt þeg- ar ég var barn við mjaltir í fjósinu í Saurbæ að allir bræðurnir sungu hver undir sinni kúnni og hver sína röddina við undirleik kúnna og vinalegt hljóðið í mjaltafötun- um. Það var fallegur söngur, kyrrlátar stundir og hollar ungum dreng. Ég kom óþekktarormur til þeirra bræðra og hlaut varanlega mótun á þessu góða heimili eins og öll sumarbörnin yfir árin. Nói var vandaður maður og skipti varla skapi, ráðdeildarsam- ur og ráðhollur, gætinn og grand- var og gerði aldrei neitt á hlut nokkurs manns og deildi ekki við neinn. Ég hef engan mann þekkt sem var jafn gjörsamlega laus við allt tildur og prjál og látlaus í fasi og framkomu. Við frændurnir vorum „makk- erar“ í brids á annan áratug þar til Nói hætti að spila. Hann naut spilamennskunnar og sérstaklega að spila við sterka spilara. Það var hátíð að mæta heimsmeist- urunum og mörgum bestu spil- urum landsins þó lítið sæist það utan á honum. Ekki að við stæð- um þeim á sporði en stundum náðum við árangri. Nói var oft seigur t.d. að landa heim hörðum þremur gröndum. Þá var ekkert gefið eftir og þótt engin svip- brigði yrðu þá vissi ég hvað hon- um leið. Við áttum margar góðar stundir saman við græna borðið sem ég þakka af heilum hug. Nú verður stokkað og gefið upp á nýtt! Hittumst heilir, kæri frændi minn og vinur. Úlfar Guðmundsson. Jón Rafnar Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.