Morgunblaðið - 22.09.2010, Síða 22

Morgunblaðið - 22.09.2010, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2010 ✝ Guðmundur Garð-ar Brynjólfsson fæddist í Hlöðutúni 21. október 1919. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 11. sept- ember 2010. Foreldrar hans voru Brynjólfur Guð- brandsson, bóndi og kennari í Hlöðutúni, f. 18.9. 1875, d. 25.8. 1959, og Jónína Guð- rún Jónsdóttir, hús- freyja, f. 19.11. 1875, d. 6.12. 1960. Systkini Guðmundar voru: Anna, f. 1906, d. 2003; Margrét, f. 1908, d. 1928; Jón Ásgeir, f. 1909, d. 1981; Ragnheiður Soffía, f. 1912, d. 2004; Guðbrandur Gissur, f. 1914, d. 2009; Ingibjörg, f. 1916. Guðmundur kvæntist 5. maí 1961 Þorgerði Jónu Árnadóttur, f. 9.11. gerðar, var Ásgeir Pétursson, f. 28.4. 1960, d. 30.6. 1996, en kona hans var Margrét Högna Magn- úsdóttir, Akranesi, f. 13.6. 1960, og eru börn þeirra Þorgerður Jóna, Pétur Haukur og Reynir Tumi. Guðmundur ólst upp í Hlöðutúni við almenn sveitastörf. Hann gekk í skóla á Hlöðutúnsholtinu, stundaði nám við Bændaskólann á Hvanneyri og lauk þaðan búfræðiprófi 1943. Hann vann við bú foreldra sinna í Hlöðutúni ásamt Ingibjörgu systur sinni meðan foreldrar þeirra lifðu, eftir það fluttist Ingibjörg til Reykjavíkur en Guðmundur tók við búinu og var bóndi í Hlöðutúni um árabil. Meðfram bústörfum sinnti Guðmundur verkefnum við skóla, samkomu og þinghús hreppsins á Hlöðutúnsholtinu. Guðmundur var fjallkóngur Tungnamanna um árabil og sat í hreppsnefnd Stafholts- tungna í tuttugu og átta ár. Síðustu tvö æviárin dvaldi Guðmundur á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Útför Guðmundar fer fram frá Reykholtskirkju í dag, 22. sept- ember 2010, og hefst athöfnin kl. 14. Jarðsett verður í Stafholts- kirkjugarði. 1935, d. 21.6. 1990, húsfreyju. Hún var dóttir Árna Magnúsar Andréssonar og Þur- íðar Guðmundsdóttur, þau bjuggu á Hólma- vík. Börn Guðmundar og Þorgerðar eru Brynjólfur Guð- mundsson, f. 8.2. 1962, bóndi í Hlöðutúni, kvæntur Sæunni Elfu Sverrisdóttur frá Gull- brekku, f. 15.5. 1961, börn þeirra eru: Guð- mundur Garðar, Magnús, Haukur og Ingibjörg. Þur- íður Guðmundsdóttir, f. 3.6. 1964, bóndi og húsfreyja á Sámsstöðum í Hvítarsíðu, maður hennar er Ólafur Guðmundsson bóndi, f. 10.10. 1941, börn þeirra eru: Guðmundur, Þor- gerður, Daníel, Ómar og Árni. Fóst- ursonur Guðmundar, sonur Þor- Þegar vetrarþokan grá þig vill fjötra inni. Svífðu burt og sestu hjá sumargleði þinni. Það er líkt og ylur í ómi sumra braga. Mér hefur hlýnað mest af því marga kalda daga. (ÞE) Þessar ljóðlínur koma upp í hug- ann er við minnumst kærs föð- urbróður okkar, Guðmundar frá Hlöðutúni. Hann var eftirminnileg- ur maður, vinnusamur, hógvær, brosmildur og ljúfur. Við systur dvöldumst mörg sumur í Hlöðutúni og nálægð Guðmundar var alltaf góð, enda sóttum við í að taka þátt í bústörfum með honum. Nú yljum við okkur við góðu stundirnar frá æskuárunum á þess- um hjartfólgna stað. Þar var alltaf sól. Við systur þökkum Guðmundi fyrir yndislega samfylgd og tryggð í okkar garð. Ásamt fjölskyldum okkar send- um við börnum hans, Brynjólfi og Þuríði og fjölskyldum, innilegustu samúðarkveðjur. Bryndís og Margrét Jónsdætur. Hún líður niður dalinn áin, gjöful eða grimm, björt eða stríð. Á bökk- unum kúra býlin þar sem mannlífið líður áfram bjart sem strítt. Knúið er dyra á bæ við bakkann. Húsið, barn síns tíma, byggt árið 1936, geymir margar minningar, gleði og sorg. Án efa hefur húsráðandi lagt gjörva hönd á plóg þegar ráðist var í byggingu þess, þá sautján ára gamall. Lokið er upp, fyrrverandi bóndinn, Guðmundur Garðar Brynjólfsson er í gættinni. Vinnu- lúna höndin er hlý þegar heilsað er. Viðmótið sem höndin, hlýtt. Glettnisglampi í auga og bros á vör. Lífið hefur markað spor, and- litið veðrað í lífsins vindum. Boðið er í bæinn, upp á kaffi og með því og koníakstár, eitt staup. Orðinn ekkjumaður fyrir all- nokkru en býr áfram í sínu gamla húsi, við ána er hann þekkir sem handarbakið. Þar hefur hann lifað og starfað, fyrst og fremst bóndi. Unni jörð og skepnum. Natinn við lambfé í burðarnauð, léttur á fæti svo af bar. Sveitarstjórnarmaður til margra ára og fjallkóngur um tíma. Dregur úr þegar spurt er um. Gangan í lífsins skóla fyllti ríf- lega níu tugi. Þar var numið alla tíð, faðir kenndi syni og lesið var í ský og fold. Hver nam af öðrum á mannmörgu, gestrisnu heimili þar sem allir lögðu sitt af mörkum við það sem gera þurfti. Guðmundur tilheyrði þeirri kynslóð er flutti úr torfbæjum, kunni að meta renn- andi vatn og miðstöðvarkynt hús, og vissi að maðurinn uppsker eins og sáð er til. Bera þarf virðingu fyrir öllu lífi, einnig móður jörð. Af alúð og nægjusemi var unað við sitt, aukið við og bætt um betur, þar sem hægt var. Jörðin geymir skrefin. Sá sem er ánægður með dags- verkið leggst sáttur til hvílu að kvöldi dags. Að leiðarlokum eru þakkir sendar yfir ána fyrir gott nágrenni, einstaka vináttu og hjálpsemi við nýja granna. Að- standendum eru færðar dýpstu samúðarkveðjur. Birna og Brynjar, Borgum. Á uppvaxtarárum mínum var enn tiltölulega algengt að börn og unglingar úr þéttbýli færu í sveit á sumrin. Það þótti mér afskaplega heillandi og eftirsóknarvert sum- arstarf og varð því afar glöð þegar mér bauðst, 12 ára gamalli, að fara sem barnapía að Hlöðutúni í Staf- holtstungum. Ekki þekkti ég neitt til fólksins þar en hafði engar áhyggjur af því þar sem góð vin- kona foreldra minna hafði milli- göngu um ráðninguna og mælti mjög með fólkinu á bænum. Það kom líka á daginn að þetta var mikið gæfuspor fyrir borgarbarnið. Í Hlöðutúni bjuggu þau Guðmund- ur Brynjólfsson og Þorgerður Árnadóttir ásamt börnunum þrem- ur, Ásgeiri, Brynjólfi og Þuríði. Hjá þessu góða fólki dvaldi ég fjög- ur sumur frá 1966-1969. Gummi og Gerða, eins og ég kallaði þau jafnan, reyndust mér afar vel og komu fram við ungu kaupakonuna eins og jafningja. Ég fékk að taka þátt í flestum störfum á bænum, jafnt innan húss sem ut- an og verkefnin urðu flóknari og meira krefjandi eftir því sem mér óx fiskur um hrygg. Þar með opn- aðist nýr heimur sem ég hafði haft takmarkaðan aðgang að áður; ég lærði að umgangast skepnur, vinna við heyskap og margvísleg önnur búskapar- og heimilisstörf. Best af öllu var þó að þarna eignaðist ég góða vini fyrir lífstíð. Þau hjónin voru ólík að mörgu leyti, Gerða var opin, glaðlynd og hláturmild en Gummi var rólyndur að eðlisfari, hæglátur, íhugull og fróður um marga hluti. Hann sagði mér frá náttúrufyrirbærum sem höfðu vak- ið athygli hans eða hann hafði lesið sér til um, kenndi mér að þekkja stjörnurnar og útskýrði ýmislegt sem var fjarri reynsluheimi borg- arbarnsins. Eftir að Gerða lést langt um ald- ur fram árið 1990 bjó Gummi lengst af einn í gamla bænum í Hlöðutúni. Börnin hans voru þó ekki langt undan þar sem Brynj- ólfur býr í Hlöðutúni en Þuríður á Sámsstöðum í Hvítársíðu. Síðustu ár sín dvaldi Gummi á elliheimilinu í Borgarnesi og þangað heimsótti ég hann síðast fyrir mánuði. Eins og jafnan áður var gott að hitta hann, hann sagði mér fréttir af fólkinu sínu og eins hvað vel væri um hann hugsað og allir góðir við hann á elliheimilinu. Þegar við kvöddumst sagði ég honum að ég myndi koma við hjá honum næst þegar ég ætti leið um sem yrði þó líklega ekki fyrr en næsta sumar. „Það er nú ekki víst að ég verði enn á lífi þá,“ sagði hann hlæjandi en ég sagðist ekki sjá að hann væri neitt á förum. Hann reyndist þó sannspár, mánuði síðar var hann allur og í dag fylgjum við honum til grafar. Um leið og ég þakka góð kynni og dýrmæta reynslu færi ég börn- unum hans og fjölskyldum þeirra innilegustu samúðarkveðjur. Ingibjörg. Kynslóðir koma og fara. Kærir einstaklingar kveðja. Heimsmyndin breytist. Söknuður býr um sig þótt brottferðin sé ófrávíkjanleg. Svo taka góðu minningarnar við. Og þakklæti. Fyrir sextíu árum, drengur í sveit á Svarfhóli í Staf- holtstungum, heyrði ég ávallt talað um Hlöðutúnsfólkið af mikilli virð- ingu. Tók til þess. Fimm árum síð- ar kynntist ég fólkinu. Einkenni þess var hlýja og mannvinátta. Konan mín, Ásta, er dóttir Jóns Ásgeirs, eins af systkinunum frá Hlöðutúni. Hún á margar minn- ingar frá því hún kornung var hjá Brynjólfi afa og ömmu Jónínu sem og systkinunum Guðmundi og Ingi- björgu, en þau bjuggu með for- eldrum sínum um langt árabil. All- ar frásögur Ástu frá þeim árum einkennast af hlýjunni sem hún naut þar og virðingu heimafólks fyrir lífinu. Síðustu árin hagaði svo til að okkur gáfust fleiri tækifæri til að koma við í Hlöðutúni og spjalla við Guðmund. Það var gott að sitja hjá honum í gamla bænum og ræða málin. Við þekktum sama fólk og bæi í héraðinu og gátum spurt og svarað um menn og málefni. Eins og gefur að skilja var honum sveit- in kær. Norðurá, sem bærinn stendur við, grænir bakkar hennar og Baula í norðri voru ramminn í kringum lífsgönguna. Guðmundur hafði mætt áttatíu sinnum í Þver- árrétt í Þverárhlíð. Fyrst þegar hann var átta ára. Þá hafði hann verið fjallkóngur Stafholtstungna hátt í tuttugu ár. Þegar Þorgerður Jóna Árnadótt- ir frá Hólmavík kom vinnukona að Hlöðutúni varð mikil breyting í lífi Guðmundar. Þau felldu hugi saman og giftust og tóku við búinu. Hressandi skapgerð, lífsgleði og hreinskilni Þorgerðar einkenndu samlíf þeirra og andann í Hlöðut- úni. Saman eignuðust þau börnin Brynjólf, sem býr í Hlöðutúni og Þuríði, sem býr á Sámsstöðum í Hvítársíðu. Fyrir átti Þorgerður soninn Ásgeir sem Guðmundur gekk í föðurstað. Þorgerður lést 21. júní 1990, aðeins fimmtíu og fimm ára. Var mikill harmur að fjöl- skyldunni kveðinn við fráfall henn- ar. Systkinin í Hlöðutúni voru sjö. Anna, Margrét, Jón Ásgeir, Ragn- heiður Soffía, Guðbrandur Gissur, Ingibjörg og Guðmundur Garðar. Lifir Ingibjörg ein systkini sín. Á háum aldri, fædd 1916, býr hún á Skjóli við góða heilsu og þetta ein- staka skap sem einkenndi Hlöðu- túnsfólkið. Jákvæð, æðrulaus og glaðvær. Við kveðjum Guðmund Garðar með þessum fátæklegu orðum og þakklæti fyrir vinsemd og frænd- semi um langt árabil. Brynjólfi, Þuríði og fjölskyldum þeirra sem og öðrum aðstandendum, auðsýn- um við einlæga samúð okkar við fráfall föður, afa og bróður. Óli Ágústsson og Ásta Jónsdóttir. Guðmundur Garðar Brynjólfsson var lengst af bóndi í Hlöðutúni í Stafholtstungum, sem var fæðing- arstaður hans. Fyrstu búskaparár hans í Hlöðutúni, þar sem hann tók við búi foreldra sinna, bjó þar einn- ig Ingibjörg systir hans. Hún flutt- ist til Reykjavíkur eftir að Gummi giftist Gerðu, Þorgerði Árnadóttur 1960 en Þorgerður lést langt um aldur fram árið 1990 eftir erfið veikindi. Ég átti þess kost að dveljast við sveitastörf í Hlöðutúni hjá Gumma og Gerðu í sex sumur, á árunum 1961-1966. Það var á þeim árum sem tilheyrði að hafa krakka úr borginni í sveit á sumrin. Bæði Brynjólfur og Þuríður fæddust á þessum árum og fyrir var Ásgeir Pétursson, sonur Gerðu en hann lést árið 1996. Því var oft mikið fjör í Hlöðutúni. Það var ávallt með tilhlökkun að skóla loknum að hald- ið var í Borgarfjörðinn. Gummi var ávallt duglegur og vinnusamur með eindæmum og á árum áður ein- staklega fótfrár. Á það reyndi mest þegar farið var til smölunar eða þegar þurfti að eltast við nýfædd lömb til að marka þau. Fas og framkoma hans einkenndist út á við af kurteisi, umburðarlyndi og hlédrægni. Hávaði og æsingur voru ekki til staðar á þeim bæ. Hlöðutún er fallega í sveit sett á bökkum Norðurár með Baulu í baksýn. Þar er ávallt gaman að koma og sérlega vel tekið á móti gestum og gang- andi sem oft voru margir. Sveitin átti hug hans allan en hann var lít- ið fyrir langferðir og fór eins sjald- an að heiman og hann gat. Gummi bjó í Hlöðutúni allt þar til fyrir nokkrum misserum er hann flutti á dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi en hann átti orðið erfitt um gang. Það er viðeigandi að hafa í huga ljóðlínur Steingríms Thorsteinsson- ar þegar Gumma er minnst: Frjálst er í fjallasal, fagurt í skógardal, heilnæmt er heiðloftið tæra. Hátt yfir hamrakór himinninn, blár og stór, lyftist með ljóshvolfið skæra. Það var sérstaklega ánægjulegt að hann gat tekið þátt í skemmti- legum degi, sem endaði á fjölmenn- um fjölskyldukvöldverði í Reyk- holti fyrir rúmum mánuði en þá kom Sigrid Brynjolfsson, ekkja Gissurar bróður hans, til Íslands í heimsókn eftir langt hlé með fjór- um af sínum afkomendum. Hann lék við hvern sinn fingur og ekkert benti til að svo stutt væri eftir. Minningar um góðan mann munu lifa. Við Hrönn sendum innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldna Brynjólfs og Þuríðar sem og til eftirlifandi systur hans Ingibjargar og annarra náinna ættingja. Brynjólfur Helgason. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sigurður Kristófer Pétursson) Ég var lánsöm, barnung stúlka úr höfuðborginni, að fá tækifæri á sjötta áratugnum til þess að dvelja sumarlangt í Hlöðutúni. Guðmund- ur var þá orðinn bóndi í Hlöðutúni og stýrði búinu af miklum dugnaði og myndarskap. Við krakkarnir, Magga, Óli og aðrir sem þar dvöldu, fengum að taka þátt í bú- störfum, þar sem við lærðum til verka og ekki síst vinnusemi. Gott viðmót, elskulegheit og glaðværð einkenndi andrúmsloftið í Hlöðut- úni og fóru spurnir af því að þar væri ekki til siðs að hækka róminn. Sannarlega er hægt að taka undir það því öll samskipti voru friðsæl án átaka og háreysti. Ég vil þakka Guðmundi og einn- ig Ingibjörgu systur hans fyrir að hafa átt þátt í gera sumrin sex sem ég dvaldi í Hlöðutúni uppbyggileg, lærdómsrík og ánægjuleg sem varð mér gott veganesti út í lífið. Innilegar samúðarkveðjur til Brynjólfs, Þuríðar og fjölskyldna þeirra og annarra aðstandenda. Margrét Sigurðardóttir. Guðmundur Garðar Brynjólfsson ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu, dóttur, systur og mágkonu, JÓHÖNNU VALGEIRSDÓTTUR, Hlíðarvegi 88, Reykjanesbæ. Hugheilar þakkir til þeirra sem hafa veitt henni stuðning í veikindum hennar. Sérstakar þakkir til starfsfólks á D-deild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir einstaka umhyggju og aðhlynningu. Leifur Gunnlaugsson, Guðlaugur Leifsson, Rakel Guðnadóttir, Freydís Leifsdóttir, Marel Ragnarsson, Aron Logi Guðlaugsson, Valgeir Helgason, Júlíus H. Valgeirsson, Ásgerður Þorgeirsdóttir, Guðrún B. Valgeirsdóttir, Sigfús R. Eysteinsson, Erla Valgeirsdóttir, Guðni Grétarsson, Einar Valgeirsson, Unnur M. Magnadóttir, Susan Anna Wilson.                         

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.