Morgunblaðið - 22.09.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.09.2010, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2010 ✝ Þorgerður Jóns-dóttir fæddist á Sveðjustöðum í Mið- firði 14. ágúst 1920. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Holts- búð 14. september sl. Hún var dóttir hjónanna Hólmfríðar Bjarnadóttur frá Túni í Flóa, f. 13. október 1891, d. 22. apríl 1981, og Jóns Eiríkssonar frá Efri- Þverá í Vesturhópi, f. 22. júní 1885, d. 10. febrúar 1975. Systkini Þor- gerðar eru: Guðfinna, f. 1917, d. 2010, Ingunn, f. 1919, d. 1979, Ei- ríkur Óli, f. 1922, d. 2008, Bjarni, f. 1924, Ingibjörg Guðlaug, f. 1926, Snorri, f. 1928, Stefán, f. 1930, Eggert Ólafur, f. 1931, Gunnlaugur Ragnar, f. 1933, og Ragnheiður, f. 1935. Hinn 6. júlí 1946 giftist Þor- gerður Jóni Friðrikssyni, f. 2. jan- úar 1918, d. 7. nóvember 2007, frá Stóra-Ósi í Miðfirði. Þau eign- uðust þrjú börn, þau eru: 1) Frið- rik, f. 10. janúar 1947, læknir. Eiginkona hans var Arnþrúður Bergsdóttir, f. 18. september 1948, d. 3. febrúar 2000. Börn Björg Stefanía Sigurgeirsdóttir, sonur þeirra er Sigurgeir Atli, f. 2010. Sonur Ásmundar og fyrr- verandi eiginkonu hans, Kimberly Ann Boozer, er Daníel Patrick, f. 2000. c) Atli, f. 20. febrúar 1981, maki Bryndís Sveinsdóttir, dóttir þeirra er Ingibjörg María, f. 2007. d) Jóhanna, f. 25. október 1985, maki Jónas Hagan Guðmundsson, dóttir þeirra er María Ísey, f. 2007. 3) Sólrún, f. 10. júní 1957, hjúkrunarfræðingur, gift Ólafi Sigurðssyni, f. 23. mars 1957. Þau eru búsett í Mosfellsbæ. Börn þeirra eru: a) Valdís, f. 29. apríl 1982, maki Daníel Kjartan Ár- mannsson, synir þeirra eru Aron Gabríel, f. 2004, og Ísak Leví, f. 2010. b) Bragi, f. 5. október 1986, maki Alexandra Frances Whittak- er. c) Gerða Jóna, f. 16. ágúst 1992. Þorgerður ólst upp á heimili foreldra sinna á Neðri-Svertings- stöðum í Miðfirði. Auk hefðbund- ins barnaskólanáms þess tíma stundaði hún nám við Héraðsskól- ann á Reykjum í Hrútafirði tvo vetur. Ung flutti hún til Reykja- víkur þar sem hún vann við fata- saum þar til hún hóf búskap með eiginmanni sínum 26 ára gömul. Heimilisstörf og barnauppeldi var hennar aðalstarfsvettvangur en á seinni árum vann hún einnig ýmis störf utan heimilis. Útför Þorgerðar fer fram frá Garðakirkju á Álftanesi í dag, 22. september 2010, og hefst athöfnin kl. 13. þeirra eru: a) Erla, f. 1. desember 1968, maki Rafn Rafnsson. Börn Erlu og fyrr- verandi eiginmanns hennar, Sigþórs U. Hallfreðssonar, eru Friðrik Örn, f. 1996, og Birta, f. 2003. b) Gerða, f. 18. nóv- ember 1972, maki Sindri Freysson, syn- ir þeirra eru Seimur, f. 2002, og Skær, f. 2008. c) Arna, f. 4. maí 1976, maki Hjálmar Örn Guðmarsson, þeirra börn eru Adda Hrund, f. 2000, Þóra Hrund, f. 2003, og Hlynur Örn, f. 2008. d) Jón Örn, f. 17. ágúst 1981, maki Margrét Dís Óskarsdóttir, dóttir þeirra er Bryndís María, f. 2010. e) Drífa, f. 19. maí 1984, maki Ketil Christen- sen. Sambýliskona Friðriks er Oddrún Ásta Sverrisdóttir, f. 2. janúar 1952. Þau eru búsett í Stykkishólmi. 2) Sævar, f. 28. mars 1950, viðskiptafræðingur, kvæntur Maríu Gunnarsdóttur, f. 14. desember 1949. Þau eru bú- sett í Garðabæ. Börn þeirra eru: a) Jón Gunnar, f. 2. apríl 1973. b) Ásmundur, f. 17. ágúst 1974, maki Elskuleg móðir mín hefur kvatt þessa jarðvist, södd lífdaga eftir alvarlegan heilsubrest undanfarin ár. Hún ólst upp á heimili foreldra sinna í Miðfirðinum, þriðja elst ellefu systkina. Heimilið var torf- bær, hún gekk á sauðskinnsskóm sem barn og átti fallegan knipp- lingakraga sem fötin voru skreytt með til hátíðabrigða. Barnung byrjaði hún að hjálpa til við bú- störfin, bæði innanhúss og utan eins og þá var siður og gætti einn- ig yngri systkina sinna. Hún var aðeins fimmtán ára gömul þegar yngsta systir hennar nýfædd var lögð í rúmið hjá henni á meðan móðir hennar hvíldist eftir barns- burðinn. Það þótti ekki tiltökumál þá að slík ábyrgð væri lögð á svo ungar herðar. Um tvítugt hélt hún til Reykjavíkur, hafði þá þegar stundað nám við Héraðsskólann á Reykjum í Hrútafirði, tekið þátt í síldarævintýrinu á Siglufirði og verið um tíma í vist á Ísafirði. Í Reykjavík vann hún lengst af á saumastofu þar til hún giftist og stofnaði heimili. Mamma var heimavinnandi þeg- ar við systkinin vorum að alast upp. Heimilið var gestkvæmt, ættingjar að norðan komu gjarn- an til dvalar til lengri eða skemmri tíma og ófá kvöldin var setið að spjalli og gestum gætt á kaffi og heimabökuðu meðlæti. Öll handavinna lék í höndum hennar. Flestöll fötin okkar voru heima- saumuð. Hún var af þeirri kynslóð sem ólst upp við og kunni að nýta hlutina og oft breytti hún gömlum flíkum í nýjar glæsiflíkur og handbragðið var snilld. Hún var söngelsk, hafði fallega altrödd og var sísyngjandi, hvort heldur sem var í eldhúsinu, við þvottapottinn í þvottahúsinu eða við undirleik saumavélarinnar. Hún var yndisleg móðir og ekki síðri amma, hjá henni áttu börnin vísan opinn faðm og öruggt skjól. Á meðan heilsan leyfði var hún alltaf boðin og búin að hlaupa í skarðið ef foreldrarnir þurftu að bregða sér af bæ og einnig gætti hún þess að ávallt væri nóg til af hlýjum vettlingum og sokkum á litlar hendur og litla fætur. Foreldrar mínir ferðuðust mikið á sumrin og varla til sá staður hér á landi sem þau hafa ekki heim- sótt. Þau voru fróð um land og sögu og höfðu öll helstu örnefni á takteinum. Þau ferðuðust líka víða erlendis og bústaðurinn sem þau reistu við Heklurætur fyrir þrjá- tíu og sex árum er sælureitur fjöl- skyldunnar. Þau gengu mikið, létt á fæti skoðuðu þau hina ýmsu staði í nágrenni höfuðborgarinnar eða gengu á nærliggjandi fjöll, komin hátt á áttræðisaldur. Eftir að mamma missti skyndilega heilsuna rétt fyrir áttatíu ára af- mælið sitt hugsaði faðir minn um hana af mikilli alúð og natni. Þau fluttu síðan á hjúkrunarheimilið Holtsbúð þar sem faðir minn lést fyrir þremur árum. Hinn 14. ágúst sl. varð mamma níræð. Þá héldum við afkomend- urnir henni afmælisveislu og naut hún þess að vera með fólkinu sínu og horfa á litlu börnin skoppa í kringum sig. Eftir þennan góða dag fór verulega að halla undan fæti, henni hrakaði ört þar til hún fékk hægt og friðsælt andlát að morgni 14. september sl. Móður minni þakka ég gott veganesti, yndislegt atlæti og ómælda ást og umhyggju. Sólrún Jónsdóttir. Elsku elsku amma mín. Ég veit að þér líður vel núna, orðin frjáls og komin á skýið hjá Jóni afa eins og hann Aron þinn orðaði það. Hann hefur tekið vel á móti þér og nú er skýið orðið ykkar þar sem þið hafið sameinast á ný. Ég á alltaf eftir að muna hversu mikil og góð amma þú varst, enda voru plönin mín þegar ég var lítil að verða bara amma eins og þú, og sleppa því bara að verða mamma. Svo mikil fyrirmynd varstu. Þú kenndir mér allar þær bænir og vísur sem ég kann og svo gat ég endalaust hlustað á Grýlukvæðið sem þú sagðir mér hvað eftir annað að minni ósk. Það var alltaf svo gaman að koma í heimsókn í Ásgarðinn, fá varalit hjá þér og fara með þér út í búðina á móti og fá ís, fara síðan með þér á hitaveitustokkinn og gefa kisunum þar mjólk, vera með þér í þvottahúsinu og fikta í rull- unni meðan þú tókst úr vélinni, hjálpa þér svo að baka pönns- urnar þínar og fá að smakka deig- ið sem var alltaf svo gott, alltaf eina teskeið svo ég fengi ekki illt í magann. Þú varst alveg eðalamma, eins og þær gerast bestar, og ég veit að Aroni fannst þú ekki síðri langamma þó svo hann kynntist þér ekki fyrr en eftir að þú veikt- ist og fórst inn í Holtsbúð. Honum fannst ekki leiðinlegt að koma í heimsókn og fá bingóvinninga og segja þér frá nýjustu afrekunum. Elsku amma mín, hafðu það nú gott á skýinu ykkar. Ég mun horfa eftir ykkur þegar það er skýjað og gá hvort ég sjái ykkur ekki líta til okkar. Hvíl í friði elsku amma mín. Valdís Ólafsdóttir. Elsku amma mín. Ég sit hér ein og horfi út um gluggann. Það er komið haust og því gott að sitja inni. Ég læt hug- ann reika og hugljúfar minningar streyma um huga minn, tárin byrja að renna. Þetta eru gleði- og sorgartár. Þú varst eina amman sem ég náði að kynnast og þessi 25 ár sem þú gafst mér eru svo dýrmæt. Þegar ég hugsa til baka þá sé ég þig fyrir mér inni í eldhúsi í Kirkjulundinum, bakandi pönnsur og afi að smyrja sér tekex. Þetta upplifði ég svo oft á þeim ótelj- andi dögum sem ég kom við hjá ykkur á leið heim úr skólanum. Ekkert jafnaðist á við það að koma í heitt ömmukot eftir langan skóladag og fá nýbakað bakkelsi, heitt kakó og skemmtilegheit. Þau eru mér líka minnisstæð hin mörgu kvöld sem við frænk- urnar komum til ykkar og spil- uðum gaur langt fram á kvöld. Ég veit að þú gerðir þetta bara fyrir okkur „krakkana“, þ.e. okkur frænkur og afa, þar sem þú hefðir getað eytt öllum þínum kvöldum í að leysa krossgátur því það fannst þér svo gaman. Þið afi voruð alltaf svo góð við okkur frændsystkinin og alltaf voruð þið til í að fá okkur í heim- sókn. Ég man allar næturgisting- arnar sem afi bjó um sig í norður- herberginu og leyfði mér að gista inni hjá þér. Það var svo notalegt. Ef ég hlusta vel þá heyri ég enn taktinn í klukkunni inni í svefn- herbergi. Taktur sem ég heyrði ekki meðan þú last fyrir mig en um leið og ljósin voru slökkt og bænirnar heyrðar, þá kom þessi stöðugi taktur sem ávallt svæfði mig. Það var svo sárt að missa afa rétt fyrir eitt stærsta augnablik lífs míns. Fæðingu dóttur minnar. Þú náðir að kynnast henni og það er mér afskaplega dýrmætt. Ég vil þakka þér fyrir allar samverustundirnar í Kirkjulund- inum, allar kofaferðirnar, öll jólin, allar sögurnar, gáturnar, bænirn- ar og söngvana sem þú kenndir mér. Ég vona að ég verði eins ynd- isleg amma og þú. Eins og María Ísey orðaði svo fallega kveð ég þig, elsku amma: „Nú er nóttin komin og langamma lúllar hjá langafa.“ Þorgerður Jónsdóttir Fyrir rúmu ári sótti Jóna Björg Pálsdóttir hjúkrunar- fræðingur um tímabundið leyfi frá störfum við lyflækningadeild St. Jósefsspítala Sólvangs. Leyfið var auðfengið þegar hún hafði fullvissað stjórnendur um að hún kæmi aftur til starfa. Við gátum samglaðst henni, hún ætlaði að dvelja hjá eig- inmanni sínum sem var við nám í Kaupmannahöfn og starfa á sjúkra- húsinu í Herlev með það fyrir aug- um að kynnast nýjungum í meðferð meltingarsjúkdóma, reyndar á handlækningadeild í stað lyflækn- ingadeildar, en það myndi auka þekkingu hennar á meðferð þessa sjúkdómaflokks. Full bjartsýni og vonar fór hún til Kaupmannahafnar en nú, ári síðar, er hún öll. Óvæginn sjúkdómur tók sig upp að nýju og þrátt fyrir að hart væri barist fór hann með sigur af hólmi. Jóna Björg hóf störf við lyflækn- ingadeild St. Jósefsspítalans í Hafn- arfirði á vormánuðum árið 1996. Í nær 14 ár fengum við að njóta starfskrafta hennar og fyrir það er- um við þakklát. Jóna Björg var hjúkrunarfræðingur sem sómi var að, og sem slíkur dýrmætur starfs- kraftur stofnunarinnar. Hún var fagleg, metnaðarfull, nákvæm, sam- viskusöm, ósérhlífin, vinnusöm og vildi hag skjólstæðinga sinna sem Jóna Björg Pálsdóttir ✝ Jóna Björg Páls-dóttir hjúkr- unarfræðingur fædd- ist 9. nóvember 1966 í Keflavík. Hún lést á líknardeild Bispe- bjerg Hospital í Kaupmannahöfn 4. september 2010. Útför Jónu Bjargar var gerð frá safn- aðarheimilinu í Sand- gerði 16. september 2010. mestan og lagði sig alla fram til að svo mætti verða. Hún hafði ung kynnst því hvernig er að glíma við langvinn veikindi og dvelja langdvölum á sjúkrahúsi. Það hef- ur eflaust mótað per- sónuleika hennar og aukið skilning hennar á líðan þeirra sjúk- linga sem hún hjúkr- aði, af mikilli fag- mennsku og hlýju. Það er mikill missir að slíkum starfsmanni, samstarfsfólk syrgir hana sárt, en mestur er þó söknuður eiginmanns og systkina. Þeim og öðrum aðstandendum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd stjórnar St. Jósefsspítala Sólvangs þakka Jónu Björgu fyrir vel unnin störf og þá tryggð sem hún sýndi spítalanum. Guð blessi minningu hennar. Engir dagar koma aftur en fegurð þeirra lifir hjá þér eins og ljós í rökkri eins og blóm á fjalli. (Þ.G.) Dóróthea Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, St. Jósefsspítala Sólvangs. Elsku Jóna, í hjörtum okkar ertu geymd en ekki gleymd. Við munum þig sem hinn já- kvæða, skyldurækna samstarfsaðila, sem hafði svo mikið að gefa af sér og barðist til hins síðasta. Við sendum okkar dýpstu sam- úðarkveðjur til Birgis og annarra aðstandenda. F.h. starfsfólks Gastroenheden í Herlev, Margit Dam. Ég minnist Hall- dóru fyrst er hún var í heimsókn hjá frænku minni á Dr. Lindhs- gatan í Gautaborg. Þær sátu saman og spjölluðu yfir kaffibolla. Það var eitthvað mjög einstakt í fari Halldóru sem vakti strax athygli mína. Það var líklega hennar einstaki hlátur, auga og til- finning fyrir mannlegu eðli sem skil- aði sér vel í frásögn hennar. Þá var hún nýútskrifaður sálfræðingur frá Háskólanum í Gautaborg. Ekki hafði ég hugmynd um að Halldóra ætti síðar eftir að verða einn áhrifa- valdur í faglegri mótun minni sem verðandi sálfræðingur frá sama skóla og hún. Ég varð þeirrar ánægju aðnjót- andi að kynnast Halldóru í starfi þegar ég var í námi. Hún vann í framvarðasveit starfandi sálfræð- inga brautryðjandastörf við að efla aðgengi borgara að sálfræðiþjón- ustu í borgarhlutanum Hisingen í Gautaborg. Delta-verkefnið eins og það heitir hefur fengið mikla athygli víða og varð því vísir að bættu að- gengi almennings að sálfræðiþjón- ustu. Halldóra vann sem sálfræð- ingur innan verkefnisins aðallega við sálfræðilega viðtalsmeðferð og handleiðslu ýmissa faghópa og ein- staklinga. Halldóra rak ásamt eiginmanni sínum Bjarna Arngrímssyni fjöl- skyldumeðferðarstofu. Hann barna- Halldóra Gunnarsdóttir ✝ Halldóra Gunn-arsdóttir fæddist á Siglufirði 19. janúar 1936. Hún lést í Gautaborg 5. sept- ember 2010. Útför Halldóru fór fram í Gautaborg föstudaginn 17. sept- ember 2010. og unglingageðlæknir og hún sálfræðingur og sérfræðingur í meðferðarfræðum. Þeim farnaðist vel og voru þekkt og virt á meðal kollega fyrir störf sín. Við Halldóra héld- um alltaf sambandi eftir að ég flutti heim og við reyndum að hittast þegar hún var stödd hér á landi. Hún var vön að skrifa og segja mér frá vinnunni þannig að ég fékk að fylgj- ast með hvernig málin þróuðust ytra þar sem hún starfaði. Kollegar Halldóru komu hér nokkrir til Ís- lands í heimsókn fyrir fáeinum ár- um og fékk ég það skemmtilega hlutverk að taka á móti þeim og fylgja hér á landi. Hópurinn var hér eftir nefndur Islandsgruppen. Þegar Hallldóra var komin á eftirlaun ferðaðist hún ásamt Bjarna víða en ferðalög um heiminn áttu vel við hana. Hún kynntist allt- af einhverju sérstöku í ferðum sín- um sem hún gat hlegið að og sagt skemmtilega frá. Hún unni þróun fjölskyldumeðferðar mjög og sótti ráðstefnur í faginu um heiminn. Skrifaði faggreinar í norræn tímarit þó hún væri komin á eftirlaun. Í einni slíkri ferð á fjölskylduráð- stefnu fyrir tveimur árum datt Hall- dóra svo illa að hún náði aldrei full- um krafti á ný. Eftir það varð hún að fá mikla læknisaðstoð. Hún lést þann 5. september í Gautaborg. Ég kveð hér kæran kollega og vin með þökk fyrir góðu kynnin. Megi minningin um hana lifa áfram. Ég vil senda Bjarna mínar inni- legustu samúðarkveðjur, sömuleiðis börnum og barnabörnum Halldóru. Elín Elísabet Halldórsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.