Morgunblaðið - 22.09.2010, Síða 25

Morgunblaðið - 22.09.2010, Síða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2010 Guð geymi þig og varðveiti, elsku amma mín. Jóhanna Sævarsdóttir. Elsku amma mín. Þegar ég lít til baka yfir tímann sem ég fékk að vera með þér get ég ekki annað en brosað. Ég sé þig fyrir mér inni í eldhúsi í Kirkjulundinum, í bláa doppótta pilsinu þínu, hvítri blússu og hvítu skónum þínum og brosandi. Þessi lýsing finnst mér eiga best við þig. Ég hef ekki tölu á öllum þeim skiptum sem ég gisti hjá þér og afa. Alltaf var spilaður gaur um kvöldið, þú leystir krossgátur með bláa og ljósbleika blýantinum þín- um og áður en ég fór að sofa last þú fyrir mig skrítlur og sögur úr lesbók barnanna. Þú varst mjög lagin saumakona og mjög vand- virk. Eitt af því minnisstæðasta er þegar ég var í pössun og ég hélt fyrir ykkur gömlu hjónin tísku- sýningu og klæddist öllum þeim flíkum sem þú hafðir saumað og ég fann inni í skáp í norðurher- bergi. Svo labbaði ég niður „rauða dregilinn“ þér og afa til mikillar skemmtunar. Oft þegar ég vakn- aði á morgnana heima hjá þér og afa varst þú búin að útbúa morg- unmat fyrir mig og oftar en ekki varst þú með leikfimisþátt í gangi í sjónvarpinu. Ekki man ég eftir því hvort þú hreyfðir þig með en þetta var oft í gangi. Þú varst alveg einstök kona, hjartahlý, hress og skemmtileg og bakaðir allra bestu pönnukökur í heimi! Ég mun alltaf muna ljóðið sem þú samdir um mig, mér þykir svo svakalega vænt um það. Ég mun alltaf sakna þín, amma mín, en ég veit að þú ert á betri stað núna og með afa! Takk fyrir allt! Þín ömmustelpa, Gerða Jóna. Þorgerður var þriðja í aldurs- röð systkina sinna, en þau voru ellefu sem upp komust. Hennar aðal var jafnlyndi og glaðlyndi, yf- irvegun og skyldurækni, ásamt mikilli vandvirkni við hvaðeina sem hún tók sér fyrir hendur; var hún þó verkahröð. Þorgerður, kölluð Gerða, var tápmikil og heilsuhraust allt fram á síðasta áratug ævinnar, en síðasti spöl- urinn reyndist henni erfiður og þungbær sem var afleiðing af áfalli er hún hlaut og ekki reynd- ust tök á að bæta úr. Hún var námsmaður góður, stundaði nám við Héraðsskólann á Reykjum í Hrútafirði, var minn- isgóð með afbrigðum, hafði unun af ferðalögum og sérdeilis var hún vel að sér í öllu er snerti stað- fræði í náttúru Íslands; fjöll og dali, flóru og jökla, ár og vötn, byggðir og bæi. Og ótaldar eru þær ferðirnar sem hún fór með bónda sínum utan, til Kanaríeyja og meginlands Spánar og fleiri ríkja í vestanverðri álfunni. Þorgerður giftist sveitunga sín- um og frænda í fimmta lið, Jóni Friðrikssyni frá Stóra-Ósi í Mið- firði. Þau voru ólík að skapgerð, en virtu hvort annað, enda ljúf- lyndi beggja og jákvæður vilji æv- inlega til staðar. Jón var athafna- samur maður og aldrei lognmolla kringum hann. Hann var greiðvik- inn, félagslyndur, vinmargur og hrókur alls fagnaðar þegar svo bar undir. Þau hjón áttu barna- láni að fagna, Gerða var heima- vinnandi húsmóðir meðan börnin þurftu mestrar umönnunar og umhyggju við; hún var nærgætin og staðfastur uppalandi með ríka réttlætistilfinningu og þessara góðu kosta nutu börnin og því var uppskeran í samræmi við það sem til var sáð. Ég minnist margra gleðistunda í samvistum við þau Gerðu og Jón, ekki síst í litlum sumarbú- stað þeirra undir Heklurótum þar sem stuttar gönguferðir um úfið og illfært hraunið urðu minnis- stæðar, en nú er jarðneskri veg- ferð lokið þótt minningin lifi um sinn. Ég óska systur minni farar- heilla og tek undir með skáldinu sem segir í sínu ljóði: Þar bíða vinir í varpa sem von er á gesti. Snorri Jónsson. Það var stór hópur systkina sem ólst upp á Svertingsstöðum í Miðfirði á árunum milli stríða, ell- efu alls. Það undrar engan þó sá flokkur taki að þynnast. Gerða systir mín náði níræðisaldri og var sátt við að kveðja. En þótt við öll vitum að hverjum er afmörkuð stund veldur kveðjustundin æv- inlega trega. Þegar ég hugsa til hennar sé ég fyrir mér bros henn- ar, finn hlýtt og einlægt viðmótið og birtuna af glaðlyndi hennar. Hún var ein af þeim manneskj- um sem skapa í kringum sig ör- yggi, friðsæld og hlýju. Fjöl- skylda hennar naut þess, það var þeim sjálfsagður og eðlilegur hlutur og á sama hátt sinnti hún öllum sínum gestum, vinum og vandamönnum. Það voru líka ýmsir nákomnir sem dvöldu hjá þeim um lengri eða skemmri tíma. Það var alltaf hægt á því heimili að gera öðrum greiða. Ég var ein þeirra, engin manneskja hefur gert mér stærri greiða en hún þegar hún tók að sér að fóstra dóttur mína á fyrsta ári í heilan vetur til að ég gæti lokið námi. Þetta skipti mig svo miklu máli, var eiginlega lífsspursmál. Og þetta gerði hún af sömu elsku- seminni og allt annað – eins og það væri bara sjálfsagt. Fólk eins og hún sem getur gefið öðrum án nokkurrar kröfu um endurgjald uppfyllir boðskapinn: allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skulið þér og þeim gjöra. Allt sem hún gerði var vel gert, hvort sem það var til munns eða handa eins og stundum var sagt. Hvort sem hún var að sauma út eða stykkja slitnar buxur af strákunum þá var handbragðið óaðfinnanlegt. Og hún söng við vinnuna, ég heyrði hana oft syngja í þvottahúsinu þar sem hún stóð í gufunni yfir þvottapott- inum (þetta var fyrir tíma sjálf- virku þvottavélanna). Hún hafði mjög fallega rödd og kunni heil býsn af lögum og textum. Hún var af þeirri kynslóð sem lærði ung bænir, kvæði og þulur – og kunni það alla ævi. Einu sinni sagði hún mér frá bænalærdóm- inum og ég skrifaði það upp eftir henni: „Pabbi kenndi mér bæn- irnar mínar. Fyrst kom faðirvorið og svo bænin: Hveitikorn, þekktu þitt, eftir Hallgrím Pétursson. En bænirnar voru ekki bara í hug- anum á mér – þær áttu heima út um allt tún. Faðirvorið var við bæjarhornið, svo kom Hveitikorn- ið og hinar allar í runu upp um allt tún. Þær lágu á þúfunum hér og þar og hver bæn alltaf á sömu þúfu, þar sem hún átti heima. Svo voru sérstakar bænir á lítilli hæð og bænirnar náðu alveg upp að fjárhúsunum sem voru lengst uppi á túni. Það var engin hætta á að ég ruglaðist, því ég sá þær alltaf fyrir mér.“ Hún sagði mér líka að hún sá dagana fyrir sér í litum og líka tölustafina – og hélt auðvitað að það gerðu allir aðrir. Gerða var mikil íslenskumann- eskja, hún talaði skýrt og fallegt mál og var afar góður lesari. Fyrstu árin sín í Holtsbúð var hún í herbergi með konu sem undi ekki sjálf við lestur en naut þess að láta Gerðu lesa fyrir sig. Síðustu árin sökkti hún sér niður í bóklestur og hún las jöfnum höndum skáldsögur, ævisögur og þjóðlegan fróðleik. Það létti henni lífið. Ég kveð Gerðu systur mína með ástúð og söknuði. Ragnheiður Jónsdóttir. Bílar Toyota árg. '96 ek. 190 þús. km. Toyota Carina E 2,0 GLI, 1996, sjálfskiptur. Nýleg tímareim og margt fl. Gott eintak af bíl. Sími 868 0160. Bílaþjónusta Vetrargeymslur: ,,Geymdu gullin þín í Gónhól”. Pöntun í s. 771 1936 - gonholl.is Ferðavagnageymsla Tjaldvagnar - fellihýsi Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér pláss fyrir veturinn. E-mail solbakki.311@gmail.com. S. 899 7012. Gisting Vantar þig gistingu á Akureyri í vetur? Mjög góðar orlofsíbúðir til leigu við miðbæinn. Margar stærðir, frábær verð. Getum tekið á móti stórum hópum. Upplýsingar á www.gistingakureyri.is og www.gistingamaro.is eða í s. 461 2222. AKUREYRI Höfum til leigu 50, 85 og 140 m² sumarhús 5 km frá Akureyri, öll með heitum potti og flottu útsýni yfir Akureyri. Bjóðum einnig upp á íbúðir á Akureyri. www.orlofshus.is, Leó, s: 897- 5300. Húsviðhald Þak og utanhússklæðningar og allt húsaviðhald Ragnar V Sigurðsson ehf Sími 892 8647. Geymslur Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Smáauglýsingar augl@mbl.is Farðu inn á mbl.is/smaaugl Allar minningar á einum stað. ÍS L E N S K A S IA .I S M O R 48 70 7 01 /1 0 –– Meira fyrir lesendur Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 og til dagsins í dag. Kæra vinkona og mágkona. Mikið sakna ég þín, en jafnframt þakka ég allar þær góðu stundir sem við áttum saman í göngutúrum og ferðalögum. En þetta er gangur lífsins og ég lifi í góðu minningunum eins og þegar ég plataði ykkur með mér í Óperuna og lét ykkur sitja á enda bekksins svo Lára Lárusdóttir ✝ Lára Lárusdóttirfæddist á Hrafna- björgum í Hjalta- staðaþinghá hinn 28. júlí 1924. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð 11. september 2010. Útför Láru fór fram frá Akureyr- arkirkju 20. sept- ember 2010. þið gætuð hlaupið út ef ykkur þætti þetta yf- irgengilegur hávaði en enginn hreyfði sig og allir komu glaðir og ánægðir út. Einnig fórum við í ferðalög um landið. Þar með heimsóttum við bróð- ur þinn í sveitina þar sem tekið var á móti okkur með þessum hlýja góða sveitasið. Allar okkar samveru- stundir voru ánægju- stundir. Elsku Lára mín, ég þakka þér fyr- ir að vera þú, þín nærvera var ætíð svo góð. Guð geymi þig. Innilegar samúðarkveðjur til allra ættingja. Steingerður (Badda). Það fór gott orð af Ingólfs Apóteki sem námsstað fyrir lyfja- fræðinema, þegar ég nam lyfjafræði, og kaus ég að eyða skyldunámstíma mínum þar. Apótekið var staðsett í Fischersundi, ártalið var 1971 og Jón Björnsson var lyfjafræðing- urinn í reseptúrnum hjá Guðna Ólafssyni apótekara. Ég fékk strax úthlutað verkefni frá framleiðslu- deild apóteksins og átti ég að pressa 3000 stíla, til nota við gyll- inæð. Þetta var gert í reseptúrn- um hjá Jóni. „Þú þarft bara að draga stimp- ilinn á pressunni 1000 sinnum út og pakka hverjum stíl í álpappír, til að ljúka þessu,“ sagði Jón og setti upp glettnissvip, „og ef þú kemst frá þessu, þá verður þú örugglega lyfjafræðingur.“ Þetta voru fyrstu kynni okkar Jóns, sem enst hafa alla tíð síðan. Lyfjafæðingar voru ekki fjöl- menn starfsstétt og félagssinnaðir einstaklingar hafa oft verið vand- fundnir í hópnum. Félögum lyfja- fræðinga og seinna apótekara var því góður fengur í nærveru Jóns og voru menn fljótir að taka eftir því að þar fór áhugasamur félagi sem hægt var að treysta. Honum voru því fengin mörg trúnaðar- störf fyrir Lyfjafræðingafélag Ís- lands, áður en hann varð apótek- ari. Í Apótekarafélagi Íslands tók hann síðan virkan þátt í marg- víslegum störfum og fór þar m.a. með formennsku um fimm ára skeið. Jón Björnsson ✝ Jón Björnssonfæddist í Reykja- vík 13. júlí 1936. Hann lést á heimili sínu, Rituhólum 10, 11. september 2010. Útför Jóns var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 20. sept- ember 2010. Leiðir okkar Jóns hafa oft skarast og höfum við alltaf vitað hvor af öðrum. Við vorum báðir apótek- arar úti á lands- byggðinni og hitt- umst árlega á fundum dreifbýlis- apótekara, þar sem makar voru gjarnan með. Þar kynntist ég Önnu, eftirlifandi eiginkonu Jóns, sem farið hefur með hon- um allar götur, svo lengi sem ég man. Jón og Anna hafa alltaf komið mér fyrir sjónir sem glæsilegir heimsborgarar, sem kunnu að njóta lífsins saman í því sem þau tóku sér fyrir hendur. Eitt sinn fékk ég að rölta með þeim golfhring og hef ég oft haft á orði hversu glæsileg þau voru við þennan leik. Jón hafði gaman af veiðum og útiveru og ég man að við gengum til rjúpna og reyndum að leysa lífsgátuna, eins og góðir félagar gera gjarnan og við annað tækifæri reyndi hann að kenna mér að sitja hest, en hann var einn þeirra, sem fékk mann til að undr- ast hversu auðvelt það getur verið fyrir suma menn að tengjast á augabragði kenjóttri skepnu eins og hestur getur verið. Þegar Jón fór á bak, þá gerði hesturinn ná- kvæmlega eins og Jón bauð og virtist ekkert vera eðlilegra. Sann- arlega ekki öllum tamt. Í ólgusjónum sem lyfjalaga- breytingin 1994 olli, fann ég oft mikinn vináttuhug og traust sem Jón sýndi mér við mörg tækifæri. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti forsjóninni fyrir að hafa fengið að ferðast stund og stund með Jóni Björnssyni. Við Halldóra sendum Önnu og allri fjölskyldu þeirra okkar dýpstu samúðarkveðjur. Jón Þórðarson og Halldóra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.