Morgunblaðið - 22.09.2010, Page 32

Morgunblaðið - 22.09.2010, Page 32
Söngkonan Lady Gaga fór fyrir göngu í borginni Portland í Maine í Bandaríkjunum þar sem göngu- menn mótmæltu stefnu sem banda- ríski herinn fylgir gagnvart sam- kynhneigðum. Búist er við að greidd verði atkvæði á Bandaríkjaþingi í vikunni um hvort breyta eigi þessari stefnu. Bandaríski herinn hefur fylgt þeirri stefnu að samkynhneigðir megi gegna herþjónustu svo lengi sem þeir fari leynt með kynhneigð sína. Þessi stefna hefur verið kölluð „don’t ask, don’t tell“. Barack Obama, forseti Bandaríkj- anna, hét því í kosningabaráttunni að heimila öllum samkynhneigðum að gegna herþjónustu. Tillaga um að breyta um stefnu hefur verið lögð fram í öldungadeild þingsins. Reikn- að er með að demókratar reyni að knýja fram atkvæðagreiðslu um til- löguna í vikunni. 60 þingmenn þurfa að styðja til- löguna svo hún verði samþykkt. Tveir þingmenn Maine-ríkis hafa enn ekki opinberað hvernig þeir ætla að verja atkvæði sínu. Með kröfugöngunni vildu Lady Gaga og skoðanasystkini hennar þrýsta á þingmennina að styðja tillöguna. Lady Gaga styður samkynhneigða Beitt Stórstjarnan Lady Gaga lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. Reuters 32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2010 Hér kemur enn ein róman-tíska gamanmyndin fráHollywood sem flokkastverður sem lítið meira en skítsæmileg. Going the Distance (Að fara alla leið) er ein af þessum krúttlegu myndum sem virðast koma á færibandi (Valentine’s Day, The Back-up Plan, The Bounty Hunter o.s.frv.) þessa dagana. Í myndinni segir af Erin (Barrymore) sem á sér þann draum að verða blaðamaður og er til reynslu á dag- blaði í New York. Hún hittir Gar- rett (Long) á knæpu og komast þau að því að þau eiga margt sameig- inlegt og fella saman hugi. Eftir sex vikna rómantík í New York þarf Er- in hins vegar að snúa aftur til síns heima, San Fransisco, og ákveða þau Garrett að vera í fjarsambandi, tala saman á Skype og þar fram eft- ir götunum. Eftir margra mánaða aðskilnað átta þau sig á því að slíkt samband gengur ekki til lengdar og lenda í mikilli krísu. Á Erin að flytja til New York og gerast gengilbeina þar sem ekkert blaðamannsstarf er þar að fá eða á Garrett að flytja til San Fransisco og fórna starfi sínu hjá plötufyrirtæki í New York? Gar- rett heimsækir unnustu sína í San Fransisco og á heldur stirð sam- skipti við eldri systur hennar, sem líst ekkert á kauða. Og félagar Gar- retts eru ekki heldur á því að þetta fjarsamband gangi upp. Svona er nú söguþráður þessarar kvikmyndar, heldur einfaldur. Róm- antíkin er að vísu á köflum til staðar og einstaka grínatriði kitla hlátur- taugarnar. Handritið er heldur slakt og aðalleikararnir hafa því ekki úr miklu að moða, þó þeir standi sig ágætlega. Eins og algengt er orðið með rómantískar gam- anmyndir frá Hollywood er markið sett lágt. Það á greinilega að duga að setja þekkt andlit á veggspjaldið og segja að hér sé á ferðinni róm- antísk gamanmynd. Svipað og að setja rána í hástökki í eins metra hæð. Það kemst hvaða maður sem er yfir þá rá, þarf ekki einu sinni að stökkva. En … betri helmingur rýnis sá myndina einnig og þótti hún bara sæmileg, tvær og hálf stjarna og varð sú stjörnugjöf niðurstaðan. Myndin er þokkaleg miðað við myndir af þessu tagi undanfarið og blessunarlega nokkuð raunsæ þegar kemur að umfjöllunarefninu, að reyna að halda ástarsambandi við með fjarskiptum. Einhverjir hlógu innilega að myndinni í bíósal, þeir hafa greinilega allt öðruvísi húmor en sá sem hér skrifar. Ef ekki væri fyrir leikarann Charlie Day sem leikur vin Garretts hefði myndin verið heldur lítið fyndin. Day náði að kreista fram bros og jafnvel hlát- ur hjá undirrituðum og slíkt er ávallt vel þegið í sykurpúðamyndum á borð við þessa. En myndin fer seint í flokk með góðum, róm- antískum gamanmyndum. Krúttleg rómantík með gríni á köflum Kossaflens Garrett og Erin kela í árabáti og vinir hans fylgjast með. Allt voða krúttlegt. Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Keflavík, Akureyri og Selfossi Going the Distance bbmnn Leikstjóri: Nanette Burstein. Aðal- hlutverk: Justin Long, Drew Barrymore, Christina Applegate, Ron Livingston. 102 mín. Bandaríkin, 2010. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYND Sacha Baron Cohen, sem er best þekkt- ur fyrir að leika Borat og Ali G, kemur til með að leika Freddie Merc- ury í nýrri bíómynd sem áformað er að gera um söngvarann. Peter Morgan er handritshöfundur en hann gerði handrit að bíómyndunum Frost/ Nixon og The Queen. Myndin um Freddie Mercury fjallar aðallega um árin áður en hljómsveit hans, Queen, kom fram á Live Aid- tónleikunum árið 1985. Robert De Niro er með- framleiðandi að myndinni. Gítarleik- ari Queen, Brian May, sagði að valið á leikara í aðalhlutverkið kæmi mörgum á óvart. Cohen hefur í langan tíma verið í viðræðum um að leika í myndinni. Tvíburar? Freddie og Sacha. Baron Cohen leikur Freddie Hótelerfinginn Paris Hilton var stöðvuð á flugvelli í Tókíó í gær og neitað um að fara inn í landið. Hún dvaldi enn á flugvallarhóteli í gær- kvöldi og beið eftir endanlegu svari frá yfirvöldum. Hilton er stödd í Japan í við- skiptaerindum en hún játaði síðast- liðinn föstudag fyrir rétti í Nevada að hafa átt kókaín sem fannst í vesk- inu hennar við leit í ágúst síðast- liðnum. Japanir eru ekki par hrifnir af því að hleypa dæmdum eiturlyfja- neytanda inn í landið og íhuga að senda Hilton aftur til Bandaríkj- anna. Skemmst er frá því að segja að leikkonan Lindsey Lohan hefur nú tvívegis fallið á lyfjaprófi eftir að hún lauk meðferð og þykir víst mörgum tími til kominn að sam- kvæmisdrottningarnar taki afleið- ingum gjörða sinna. Greyið Paris er ekki ánægð. Óvelkomin í Japan Reuters SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI Sveppi, uppáhald allra!!! Og nú í þrívídd (3D) STÆRSTA HELGAR- OPNUN ÁRSINS VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! STÆRSTA ÍSLENSKA 3D MYNDIN FYRR OG SÍÐAR HHH „FYNDIN OG HRESS GAMANMYND.“ „BARNABARNIÐ VILDI GEFA Í ÞAÐ MINNSTA FJÓRAR EF EKKI FIMM STJÖRNUR.“ - S.V. – MORGUNBLAÐIÐ HHHH „VIRKILEGA VEL HEPPNUÐ FJÖLS- KYLDUMYND, BÆÐI SPENNANDI OG SKEMMTILEG“ „MAÐUR GETUR HREINLEGA EKKI BEÐIÐ EFTIR NÆSTU MYND SVEPPA.“ „SVEPPI, TAKK FYRIR AÐ SKEMMTA BÖRNUNUM OKKAR.“ - K.I. – PRESSAN.IS Frábær mynd sem kemur skemmtilega á óvart Ein besta rómantíska grínmynd ársins! „FYRSTA FLOKKS.“ 100/100 - SAN FRANCISCO CHRONICLE „ÞAÐ ER SJALDGÆFT AÐ RÓMANTÍSKAR GAMANMYNDIR SÉU TRÚVERÐUGAR.“ 85/100 - ENTERTAINMENT WEEKLY „MEIRA HEILLANDI EN 90% AF RÓMANTÍSKUM KVIKMYNDUM SEM ERU FRAMLEIDDAR Í DAG.“ 80/100 TIME SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI HHHH „HEILLANDI, RAUNSÆ OG HRIKALEGA FYNDIN.“ „LANGBESTA DEIT- MYNDIN SEM ÉG HEF SÉÐ Á ÞESSU ÁRI.“ - T.V. - KVIKMYNDIR.IS BESTA SKEMMTUNIN GOING THE DISTANCE kl.5:50-8-10:20 L REMEMBER ME kl.8 -10:20 L GOING THE DISTANCE kl.8 -10:20 VIP-LÚXUS AULINN ÉG m. ísl. tali kl.6 L ALGJÖR SVEPPI OG DULARFULLA HÓTEL... kl.63D -83D L STEP UP 3 - 3D kl.10:103D 7 ALGJÖR SVEPPI OG DULARFULLA HÓTEL... kl.6 L HUNDAR OG KETTIR 2 - 3D m. ísl. tali kl.63D L THE GHOST WRITER kl.8 -10:30 12 LETTERS TO JULIET kl.8 L THE GHOST WRITER kl.5:30 VIP-LÚXUS INCEPTION kl.10:20 L / ÁLFABAKKA GOING THE DISTANCE kl.5:50-8-10:20 L ALGJÖR SVEPPI OG DULARFULLA HÓTELHERB... kl.63D L THE GHOST WRITER kl.10:10 12 STEP UP 3 - 3D kl.83D 7 INCEPTION kl. 8 12 SHREK SÆLL ALLA DAGA m. ísl. tali kl. 6 L / KRINGLUNNI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.