Morgunblaðið - 22.09.2010, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 22.09.2010, Qupperneq 36
MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 265. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2218 1. Mikil reiði innan VG 2. Líkur á að stjórnin springi 3. Reynsluaksturinn stóð yfir í ár 4. Þrír slösuðust í bílveltu »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Ari Eldjárn og félagar í grínhópnum Mið-Íslandi verða með uppistand í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld. Uppi- standararnir Saga Garðarsdóttir og Þórhallur Þórhallsson verða sérstakir gestir þetta kvöldið. Mið-Ísland með uppi- stand í kvöld  Tveir íslenskir leikhópar og ein hljómsveit hyggj- ast heimsækja Færeyjar næstu helgi, halda tón- leika og sýna leik- sýningar. Ferðin er farin í sam- vinnu við ræðis- skrifstofu Íslands í Færeyjum. Um er að ræða Stoppleikhópinn og Tíma- mótaverksmiðjuna og hljómsveitina Ljótu hálfvitana. Íslenskir menningar- dagar í Færeyjum  Helgi Björns og Reiðmenn vind- anna eiga mest seldu plötu ársins skv. upplýsingum frá útgefanda, Senu. Platan Þú komst í hlaðið er búin að vera ellefu vikur á toppi Tónlist- ans og 9.000 eintök farin frá útgefanda í búðir og gull- plata hefur þegar verið staðfest. Helgi Björns selur og selur og selur Á fimmtudag Hæg suðlæg átt. Skýjað og lítilsháttar súld á Suður- og Vesturlandi, en annars léttskýjað. Hiti 5 til 12 stig, en allvíða næturfrost á austurhluta landsins. Á föstudag Suðaustan 5-10 og dálítil rigning eða súld suðvestan- og vestanlands. Hæg- ari vindur annars staðar og bjartviðri. Heldur hlýnandi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg norðlæg eða breytileg átt. Birtir allvíða til, einkum inn til landsins. Hiti 3 til 10 stig. VEÐUR Kvennalandsliðið í hand- knattleik hóf í vikunni loka- undirbúning sinn fyrir úr- slitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Noregi og Danmörku í desember. Þetta verður í fyrsta sinn sem A-landslið kvenna tek- ur þátt í stórmóti. Á morg- un heldur íslenska liðið til Hollands þar sem það tekur þátt í fjögurra liða æfinga- móti. »1 Undirbúningur fyrir EM kvenna Leikmenn Aftureldingar hafa æft af krafti undir stjórn Gunnars Andr- éssonar fyrir átökin í N1-deild karla í handbolta. Mosfellingar stefna að því að halda sæti sínu í efstu deild eftir tveggja ára veru í næst- efstu deild í hand- boltanum. »4 Afturelding ætlar að halda sæti sínu Frjálsíþróttadeild ÍR minntist á dög- unum þess að tíu ár eru liðin frá því að Vala Flosadóttir hlaut brons- verðlaun í stangarstökki á Ólympíu- leikunum sem fram fóru í Sydney. Vala var heiðursgestur á opnu móti í íþróttum fyrir börn fædd árið 2000 og síðar og í íþróttablaði Morg- unblaðsins er að finna myndasyrpu frá því móti. » 3 Gagn og gaman á brons- leikum ÍR-inga ÍÞRÓTTIR Kristján Jónsson kjon@mbl.is Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa að undanförnu tekið þátt í Evr- ópskri samgönguviku og staðið fyrir ýmsum viðburðum til að hvetja til vist- vænna samgangna. Mosfellsbær hefur að sögn Tómasar Gíslasonar, umhverf- isstjóra bæjarins, m.a. hvatt börn til að nota reiðhjólin meira. Í gær hafði verið útbúin dálítil hjólabraut á miðbæjar- torginu og þar sýndu nokkrir BMX- snillingar listir sínar. Tómas segir að um sumt standi öll sveitarfélögin sam- an en einnig efni þau til eigin viðburða. „Við erum búin að vera með ýmsa viðburði og settum upp heimasíðu, samgonguvika.is, til að fá fleiri sveit- arfélög á landinu til þátttöku,“ segir Tómas. „Haldið var málþing um vist- vænar samgöngur, á laugardaginn vorum við með hjólalestir úr úthverf- unum sem hittust niðri í Nauthólsvík. Við hjóluðum niður í Ráðhús Reykja- víkur þar sem ýmsir viðburðir voru. Um alla helgina var svo kynning á vistvænum bílum og öðrum farar- tækjum í Smáralind, Ómar Ragnars- son opnaði hana. Þarna voru kynntir metan-bílar, vetnisbílar og rafmagns- bílar, vespur og reiðhjól með rafmót- orum.“ Skólar hvöttu börn til að nota hjólin sín, foreldrar leikskólabarna verða í dag hvattir til að skilja bílinn eftir heima ef þeir geta en bíllausi dagurinn er í dag. Stundum þurfa foreldrar ekki að fara nema stutta vegalengd til að ná í börnin á leikskólana en margir þeirra verða auðvitað að nota bílinn. „Maður rífur það með sér“ Emil Þór Guðmundsson hjá reið- hjólafyrirtækinu Kría Hjól ehf. í Reykjavík er helsti frumkvöðull BMX- manna hér á landi en hann smíðar meðal annars BMX-hjól. En hvernig er hægt að stökkva með hjólinu? „Það er erfitt að útskýra en maður stekkur bara með hjólinu,“ segir Emil. „Maður rífur það með sér.“ Hann segir að vissulega þurfi að æfa sig vel til að ná tökum á þessu en það eigi við um svo margt í lífinu. Er hann bestur í íþróttinni hér á landi? „Nei, Sindri Hauksson er orð- inn sá besti, maður verður ein- hvern tíma að viðurkenna þetta!“ Sindri var með Emil í Mosfellsbæ. „Það er alltaf að aukast áhuginn, ætli við séum ekki svona átta til tíu manns í eldri hópnum en svo er fullt af yngri krökkum, alveg niður í 16 ára, sem eru orðnir ótrúlega góðir.“ Emil segir að ekki sé enn búið að stofna neitt fé- lag með kennitölu en hópurinn hafi staðið fyrir ýmsum við- burðum. Reiðhjólið verði notað meira  Sveitarfélög taka þátt í Evrópsku samgönguvikunni Morgunblaðið/Golli BMX-hjólakappar Sindri Hauksson stekkur á hjóli sínu framan við dolfallna áhorfendur í Mosfellsbæ í gær. Hvernig reiðhjól er eiginlega BMX-hjólið? BMX er lítið en afar sterkt reiðhjól, oftast gert úr stáli að öllu leyti enda þarf það vera mjög sterkt þar sem mikið reynir á það. Notuð eru slétt eða nærri slétt dekk á góðum brautum en gróf á leðjubrautum. Hvenær voru þau fyrstu smíðuð? Saga þessara hjóla hófst í Kali- forníu snemma á áttunda áratugn- um þegar krakkar fóru að keppa á leðjubrautum og líkja eftir mótor- kross-keppni. Fljótlega var farið að sérhanna hjól fyrir slíka leiki. Hvernig er búnaðurinn á BMX- reiðhjólum? Hann getur varla verið einfaldari, engir gírar og stundum engar bremsur. Allt er gert til að hafa hjól- ið einfalt og meðfærilegt. Hjólið vegur oft um 10 kílógrömm eða minna enda þótt það sé alveg úr stáli. Er hægt að hjóla á þeim um göt- urnar? Það er alveg hægt. En reiðhjól sem eru notuð á götum og stígum verða að hafa öryggisbúnað, þ.á m. bremsur. Spurt & svarað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.