Morgunblaðið - 27.09.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.09.2010, Blaðsíða 25
dóttur, Elísabetu, og býr þar í mörg ár. Fyrir ekki mörgum árum brotnaði hún illa, þá nýbúin að missa manninn sinn svo þetta var orðið erfitt, en hún átti hér heima góða systur og mág sem hlupu undir bagga með henni, upp úr þessu flytur hún heim og fer að búa hjá föður sínum í Hornbjargi þar til hann flytur í Víðihlíð, upp frá því býr hún ein í íbúð föður síns. Bið ég almættið að vernda fjöl- skyldu hennar, og ekki síst föður hennar sem er lúinn og þreyttur á amstri áranna. Ég mun sakna Gunnu frænku. Þinn frændi, Magnús Sverrisson. Með söknuð í hjarta kveðjum við frænku okkar hana Gunnu. Við þökkum allar góðu stund- irnar sem við áttum með henni, við hefðum viljað hafa þær miklu fleiri. Okkur fannst svo gaman þegar þú varst að dansa við okkur, spila við okkur en þú vildir eiginlega alltaf vinna, meira að segja svindl- aðir þú stundum. Ég veit að við hittumst síðar, þá tökum við einn snúning og tökum eitt spil. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Hvíldu í friði, við munum sakna þín og minningin um þig lifir í hjörtum okkar. Sigrún, Elín Rós, Sigurður, Unnur og Kara. Elsku fallega frænka mín Gunna, þú kvaddir skyndilega og er ég varla búin að átta mig á því, að ég komi ekki meira í kaffi til þín að spjalla við eldhúsborðið hjá þér í Hornbjarginu. Það var svo gaman að tala við þig, þú varst alltaf brosandi og já- kvæð sama hvað á gekk. Það var mér mikils virði þegar ég bjó í Ameríku að þú varst þar líka, við töluðum saman í síma og skiptumst á fréttum að heiman. Þú tókst vel á móti mér og minni fjölskyldu þegar við komum í heimsókn til ykkar Harolds, en við öðru var ekki að búast frá þér, þú varst svo gestrisin og góð. Þú hafðir svo gaman í afmælinu mínu og dansaðir mikið, þó að fót- urinn væri að angra þig, þú sagðir að það væri allt í lagi, því það væri svo gaman, þessi minning verður alltaf með mér og kemur mér til að brosa. Takk fyrir allt, þín verður sárt saknað. Þeir segja mig látinn, ég lifi samt og í ljósinu fæ ég að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá hjarta mínu berst falleg rós, því lífið ég þurfti að kveðja. Í sorg og í gleði ég senda mun ljós, sem ykkur er ætlað að gleðja. (Höf. ók.) Ég kveð þig, elsku Gunna mín, með þessum fáu orðum og söknuði. Bið ég guð að vernda og styrkja fjölskylduna þína í sinni sorg. Þín frænka, Valgerður (Vallý Magg.) Í dag kveðjum við góða vinkonu okkar og saumaklúbbsfélaga, Guð- rúnu eða Gunnu eins og hún var ávallt kölluð. Andlátsfrétt hennar var okkur döpur tíðindi enda kona á besta aldri og við héldum að við ættum eftir að eiga fleiri stundir saman. Vegna búsetu í Bandaríkj- unum í tugi ára var minna um sam- veru, en í heimsóknum hennar til landsins reyndum við að sjá til þess að við fengjum smá tíma með henni til að viðhalda sambandinu og auðvitað líka vegna þess að Gunna var mjög eftirsóknarverð persóna fyrir margar sakir. Ekki þarf að hugsa sig lengi um ef nefna á helstu einkennin í fari hennar. Léttleikinn og hláturmildi skapaði henni svo sannarlega sér- stöðu og hún var líka alltaf svo elskuleg og eins við alla. Hún átti auðvelt með að laða að sér stóran hóp fólks enda hafði hún góða nær- veru. Jákvæðnin var líka mjög áberandi í hennar fari og svo mikil stundum að efinn læddist að manni um að raunsæið hefði verið sett í „geymslu“. Bjartsýnin var alltaf til staðar. Þessi eiginleiki hefur ef- laust komið sér vel að hafa með í farteskinu á ferðalaginu í gegnum lífið því ekki var alltaf dunandi dans. Segja má að lífsferill Gunnu hafi skapað okkur öllum umræðu- efni og þegar hún var minnt á það svaraði hún ætíð „betra er eitt- hvert umtal en ekkert því þá gleymist maður ekki á meðan“. Heimili Gunnu stóð okkur alltaf opið hvar sem það var hverju sinni og var hana gott heim að sækja. Hún hreiðraði ætíð vel um sig, var góður kokkur og gestgjafi. Saumaklúbbinn, eða öllu heldur skemmtiklúbbinn því ekki var mik- ið saumað, stofnuðum við fyrir um 40 árum. Þetta er orðinn langur tími og á svona stundu fer maður að líta yfir farinn veg og rifja upp allar skemmtilegu stundirnar og ævintýrin sem við upplifðum sam- an hér fyrr á árum. Við gátum allt- af hlegið við endursögn á sömu sögunum aftur og aftur enda margar ótrúlegar og illa skiljan- legar öðrum en þeim sem voru þátttakendur og án Gunnu hefðu sumar þeirra ekki fengið neitt frá- sagnargildi. Ef við gætum talað við Gunnu þá myndum við vilja segja henni að við erum þakklátar fyrir að hún skuli hafa verið til og við fengið að vera henni samferða. Hún litaði okkar tilveru með nærveru sinni og skemmtilegheitum og við eigum eftir að sakna þess að eiga ekki von á henni á fleiri saumafundi. Minningarnar höfum við að ylja okkur við og skemmta um ókomin ár. Nú hefur fækkað verulega í hópnum frá upphafi því við erum að kveðja þá fimmtu í röðinni svo það er orðið vel fundarfært á „efri hæðinni“. Við eigum ekki von á öðru en að vel hafi verið tekið á móti henni og þar haldi hún áfram sínum smitandi hlátri, léttleika og jákveðni. Allavega þannig viljum við hugsa til hennar og þeirra sem farnar eru í sitt síðasta ferðalag og vonumst til að sjá þær allar við hliðið þegar við mætum á staðinn. Dætrunum Ernu, Elísabetu og þeirra fjölskyldum, föður Gunnu, systrum og þeirra fjölskyldum sendum við okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Anna, Ingibjörg, María, Nína, Sigurborg, Sigurlína og Guðlaug. MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2010 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Gisting AKUREYRI Höfum til leigu 50, 85 og 140 m² sumarhús 5 km frá Akureyri, öll með heitum potti og flottu útsýni yfir Akureyri. Bjóðum einnig upp á íbúðir á Akureyri. www.orlofshus.is, Leó, s: 897- 5300. Geymslur Vetrargeymslur: ,,Geymdu gullin þín í Gónhól”. Pöntun í s. 771 1936 - gonholl.is Ferðavagnageymsla Tjaldvagnar - fellihýsi Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér pláss fyrir veturinn. E-mail solbakki.311@gmail.com. S. 899 7012. Kæli- og frystiklefar til sölu Kæli- og frystiklefar sem geta verið bæði inni og úti. Stærðir 4, 6, 8, 10 og 12 m². Senson. S. 511-1616, senson@senson, www.senson.is. Sumarhús Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Til sölu Líkamsræktartæki til sölu Erum með 25 góðar stöðvar til sölu, seljast sem heild. Uppl. í s. 899 6698. Ódýr blekhylki og tónerar í HP, Dell, Brother, Canon og Epson. Send samdægurs beint heim að dyrum eða í vinnuna. S. 517 0150. Sjá nánar á blekhylki.is Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum gull til að smíða úr. Spörum gjaldeyri. Heiðarleg viðskipti. Aðeins í verslun okkar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL ! Ég, Magnús Steinþórsson gull- smíðameistari, kaupi gull, gull- peninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Upp. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Byggingavörur Svalahurðir og opnanlegir gluggar Húsasmíðameistari getur bætt við sig smíði á svalahurðum og opnanlegum gluggum. Vönduð smíði á góðu verði. Allt unnið úr fyrsta flokks efni. Sími 899-4958. Ýmislegt persónulegur bolli ...þegar þú vilt þægindi Kr. 9.990,- Klossar. Leður með hælbandi Litur - Hvítt. Stærðir 35- 42. Bonito ehf. Praxis Faxafeni 10, 108 Reykjavík Sími: 568 2878 Opnunartimi: mánud- föstudag kl. 11.00 - 17.00 www.praxis.is Tilboð Vandaðir götuskór úr mjúku leðri. Stakar stærðir. Verð 3.500,- Sími: 551 2070, opið: mán.- fös. 10 - 18, laugardaga 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Þægilegir inniskór úr leðri í úrvali, skinnfóðraðir Teg 2178 Stærðir: 36 - 42 Með „ stretch“ efni í hliðum. Verð: 10.900.- Teg: 3716 Stærðir: 36 - 4. Með „stretch“ efni í hliðum. Verð: 10.900.- Teg: 1410 Stærðir: 36 - 42. Litir: beige, svart, grænt. Verð: 8.950.- Sími: 551 2070, opið: mán.- fös. 10 - 18. laugardaga 10 - 14 Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Veiði HAGLASKOT - Haglaskot fyrir leirdúfur, sjófugl, rjúpu, önd og gæs. Topp gæði - botn verð. Sportvörugerðin sími 660-8383. www.sportveidi.is Bílar Bón & þvottur Vatnagörðum 16, sími 445-9090 Þvoum, bónum, djúphreinsum, þrífum að innan alla bíla, eins sendibíla, húsbíla og hjólhýsi, eins vélmössum við matt lakk svo það verði sem nýtt. Einnig bjóðum við hrað-gæðaþvott. Öll vinna er handunnin. Opnum kl. 9.00 virka daga og 10.00 laugardaga. Einnig bendum við viðskiptavinum Viðskiptanetsins á auglýsingu á barter.is Bonogtvottur.is Bílaþjónusta Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza AERO 2008, 4WD. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '08. 8924449/5572940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 8637493/5572493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Snorri Bjarnason BMW 116i. 8921451/5574975. Visa/Euro. Fellihýsi Ferðavagnageymsla Borgarfirði Geymum tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi og fleira í upphituðu rými. Gott verð. S: 899 7012. E-mail solbakki.311@gmail.com. Húsviðhald Þak og utanhússklæðningar og allt húsaviðhald Ragnar V Sigurðsson ehf Sími 892 8647. Atvinnuauglýsingar Vegna aukinna verkefna óskar Morgunblaðið eftir blaðberum í kvöldvinnu Vantar þig aukavinnu? Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi bíl til umráða. Um er að ræða vinnu 1-2 kvöld í viku. Hafið samband við dreifingardeild í síma 569-1440 eða sendið umsókn í bladberi@mbl.is Félagslíf MÍMIR 6010092719 III°  HEKLA 6010092719 IV/V  GIMLI 6010092719 Fjhst. I° I.O.O.F. 3 1919278  Fl. Raðauglýsingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.