Morgunblaðið - 27.09.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.09.2010, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2010 Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Systurfélag Saga Capital, Hilda ehf., seldi meðal annars hlutabréf í Fær- eyjabanka til að kaupa íslensk, rík- istryggð skuldabréf af erlendum bönkum. Bréfin voru keypt með miklum afföllum, og andvirði þeirra á heimamarkaði síðan notað til að greiða inn á skuld við Seðlabanka Ís- lands. „Við höfum greitt fjóra millj- arða inn á höfuðstól lánsins, tveimur árum á undan áætlun,“ segir Þor- valdur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital, í samtali við Morgun- blaðið. Hann segir að bókfærð staða lánsins sé í dag um 13 milljarðar króna. Saga Capital endurfjármagn- aði 19,6 milljarða veðlán hjá Seðla- banka Íslands snemma árs 2009 og þarf að greiða upp á fimm árum. Lán- ið er með 2% verðtryggðum vöxtum. „Eins og kunnugt er skulduðu sex íslenskir bankar Seðlabankanum samtals um 270 milljarða eftir hrunið vegna sambærilegra veðlánavið- skipta. Allir nema Saga Capital eru farnir í þrot, sem er einn banka að greiða sitt lán til baka,“ segir Þor- valdur Lúðvík. Líkist Avens-samningi „Við seldum hluta af erlendum eignum Hildu, aðallega hlutabréf í Færeyjabanka. Í staðinn keyptum við aðrar eignir, til að mynda skulda- bréf með ábyrgð íslenska ríkisins. Við keyptum þessi bréf með miklum afslætti, þegar umtalið um Ísland var einna neikvæðast. Þessi bréf fást ekki á sama verði lengur, þannig að við náðum að nýta okkur þennan glugga. Með þessu gátum við greitt fjóra milljarða inn á höfuðstól láns- ins,“ segir Þorvaldur Lúðvík. Greint var frá því í Morgunblaðinu í síðustu viku að eigið fé Hildu hefði verið neikvætt um fjóra milljarða um síðustu áramót. Í ársreikningi félags- ins kemur fram að stjórn þess und- irbúi aðgerðir til að bæta eiginfjár- stöðuna. Þorvaldur segir að þær aðgerðir hafi meðal annars verið kaupin á íslensku skuldabréfunum. Seldu kröfur á Glitni „Neikvætt eigið fé Hildu skýrist að mestu leyti af milljarðs niðurfærslu vegna kröfu á Aska Capital. Einnig færðum við væntar heimtur á skulda- bréfum sem við áttum á gamla Glitni niður í 28%, eftir að við seldum er- lendum aðilum hluta krafnanna á því verði, en síðan var fjármagnskostn- aður vegna lánsins hjá Seðlabankan- um mjög hár,“ segir Þorvaldur Lúð- vík. Afstaða slitastjórnar Icebank gæti skipt máli fyrir Saga Þorvaldur segir að afstaða slita- stjórnar Icebank gagnvart 200 millj- arða kröfu Seðlabankans vegna svo- kallaðra ástarbréfaviðskipta geti skipt máli fyrir Saga Capital: „Nið- urstaða þess máls mun mögulega hafa áhrif á okkur og við fylgjumst því grannt með,“ segir hann. Keyptu ríkistryggð bréf til að greiða lán  Saga hefur greitt rúmlega fjóra milljarða til Seðlabankans Skapti Hallgrímsson Seðlabankalán Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri, segir Saga Capi- tal hafa greitt rúmlega fjóra milljarða inn á skuld við Seðlabanka Íslands. ● Borghildur Erlingsdóttir hefur verið sett í embætti forstjóra Einkaleyfastofu til tveggja ára. Borghildur er með meistara- gráðu frá Stanford Law School á sviði hugverkaréttar og emb- ættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað á Einkaleyfastofu frá árinu 1997, m.a. sem deildarstjóri vöru- merkja- og hönnunardeildar, sviðsstjóri lögfræðisviðs og nú síðast sem yfirlögfræðingur stofnunarinnar. Borghildur er fædd 1969, gift Viðari Lúðvíkssyni hæstarétt- arlögmanni og eiga þau fjögur börn. Borghildur tekur við sem forstjóri Einkaleyfastofu frá 1. október nk., að því er fram kem- ur í fréttatilkynningu frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Nýr forstjóri Einkaleyfastofu Borghildur Er- lingsdóttir ONE, góðgerðarsamtök Bonos, söngvara hljómsveit- arinnar U2, sæta nú gagnrýni. Í ljós hefur komið að ár- ið 2008 ánöfnuðu samtökin aðeins 1,2% af tekjum sín- um til góðgerðarmála, eða 118.000 sterlingspundum (sem svara til 21 milljónar króna). Alls námu framlög til samtakanna 9,6 milljónum sterlingspunda, eða 1,7 milljörðum króna. New York Post birti á dögunum frétt um þetta mál, en þar kom einnig fram að laun og launatengd gjöld góðgerðarsamtakanna námu 5,1 milljón punda á sama ári, eða 923 milljónum króna. Talsmaður samtakanna, Oliver Buston, segir að pen- ingarnir séu notaðir við áróður og kynningu til að vekja fólk til umhugsunar um vandamál þeirra sem minna mega sín, frekar en til beinna fjárframlaga til þeirra. ivarpall@mbl.is Aðeins 1,2% til góðgerðarmála Reuters Bono Samtök hans sæta vaxandi gagnrýni fyrir kostnað og lítil framlög. Í FYRIRTÆKJAVIÐSKIPTUM H a u ku r 0 4 .1 0 Guðni Halldórsson viðskiptalögfræðingur, gudni@kontakt.is Arnór H. Arnórsson rekstrarhagfræðingur, arnor@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, lögg. verðbr.- og fasteignasali, brynhildur@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hdl. sigurdur@kontakt.is Leit að heppilegum fyrirtækjum eða kaupendum. Verðmat fyrirtækja. Viðræðu- og samningaferli. Gerð kaupsamninga og tengdra samninga. Fjármögnun fyrirtækjaviðskipta. Við teljum að eftirfarandi fyrirtæki geti verið fáanleg: • • • • • Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta. Skráning á www.kontakt.is SÉRFRÆÐINGAR • Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is. • Lítið bakarí í góðu hverfi. Ársvelta 40 mkr. • Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki sem þjónar mest matvælaiðnaðinum. Ársvelta 60 mkr. • Heildverslun með neytendavörur (ekki matvæli). EBITDA 80 mkr. Engar skuldir. • Þjónustufyrirtæki með yfir 500 fyrirtæki og stofnanir í föstum viðskiptum. Ársvelta 150 mkr. • Rótgróið glerfyrirtæki. Ársvelta 80 mkr. • Framleiðslufyrirtæki með eigin verslanir. Með yfir 50% markaðshlutdeild og góða vaxtamöguleika. Ársvelta um 400 mkr. • Grænlenskt byggingarfélag með góða verkefnastöðu. • Þekkt heimilisvöruverslun með eigin innflutning. Ársvelta 80 mkr. • Meirihluti í stóru iðnfyrirtæki. EBITDA 75 mkr. • Rótgróin heildverslun sem selur tæknivörur og rekstrarvörur til opinberra stofnanna. EBITDA 15 mkr. • Tvö iðnfyrirtæki sem henta vel til sameiningar. Sameinuð ársvelta um 150 mkr. og EBITDA um 25 mkr. Viðkomandi kaupandi þyrfti að leggja fram um 20 mkr. í peningum og um 20 mkr. fasteignaveð til að ná meirihluta í báðum fyrirtækjunum. og flottir fundir –– Meira fyrir lesendur Auðlindin í sjónum • Hvaða nýju tækni og lausnir er verið að þróa til að búa til betri vöru? • Hvernig er rekstrarumhverfi þeirra sem veiða og hverjar eru framtíðarhorfurnar? • Hverjir eru að gera skemmtilega nýja hluti og skapa nýjar afurðir og nýja markaði? Næstkomandi fimmtudag skoðar Viðskiptablað Morgunblaðsins íslenska fiskiðnaðinn. Við lítum á fyrirtækin sem vinna verðmætlin úr hafinu og tökum stöðuna á þessari undirstöðuatvinnugrein. Allt þetta og meira til í Viðskiptablaði Morgunblaðsins 30. september. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Hvönn í síma 569-1134 eða sigridurh@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.