Morgunblaðið - 27.09.2010, Blaðsíða 11
arsálina. „Það er dauðasynd að geta
ekki unnið, það liggur við að það sé
sagt upp í opið geðið á manni; þú ert
nú meiri auminginn að geta ekki séð
fyrir þér, án þess að fólk geri sér í
hugarlund ástæðurnar sem kunna að
liggja þar að baki,“ segir Ingibjörg.
„Þjóðin hugsar svolítið ennþá: hvað
flakar þú marga þorska á klukku-
stund?“ segir ónefnda konan og bros-
ir út í annað.
– Er hægt að brjótast úr viðjum
fátæktarinnar?
„Ekki í okkar tilvikum, þ.e. okk-
ar sem erum af andlegum eða lík-
amlegum orsökum öryrkjar. Það er
helst möguleiki fyrir þá sem komast
aftur út á vinnumarkaðinn en það er
afar fátítt,“ útskýrir Ingibjörg. „Það
vantar allan hvata í kerfið. Sumir
vilja vera í hlutastarfi en þá er þeim
refsað á öðrum vígstöðum. Ég fékk
t.d. 30% starf hér í Hlutverkasetrinu
en ég er verr staddur fjárhagslega
fyrir vikið og bætur mínar eru skert-
ar. Þetta eru augljósar brotalamir á
íslenska velferðarkerfinu. Auk þess
er upplýsingaflæðið svo slæmt að það
liggur við að ætlast sé til að maður fái
hugskeyti,“ segir Jens og hristir höf-
uðið.
Börn fátækra berast í tal. Dæmi
eru um að hér sé að vaxa úr grasi
þriðja kynslóð atvinnulausra. Konan
hefur orðið: „Allt sem börn alast upp
við er þeim eðlilegt. Ef fyrirmynd-
irnar, í þessu tilviki foreldrar, ömmur
og afar, eru ekki útivinnandi er ekki
ólíklegt að börnin fari sömu leið.
Þetta viðheldur fátæktinni enn frek-
ar og sýnir að vegurinn út úr henni er
torveldur.“
– Hefur fátækt orðið sýnilegri
eftir efnahagshrunið?
„Fólk er ekki beinlínis að bera
það á borð en til marks um ástandið
þá hefur götubetl aukist gríðarlega,
og þar eru börn á aldrinum 10-14 ára
og útigangsfólk í miklum meirihluta,“
segir Jens.
– Er stéttaskipting innan stétt-
arinnar. Er það botninn að betla?
„Verst setta fólkið situr bara
heima. Þeir sem af einhverjum or-
sökum fara út á götu og betla, þeir
hafa þá a.m.k. þor til þess,“ segir
Ingibjörg og yppir öxlum. „Sumir
hafa fordóma gagnvart eigin fátækt.
Margir veigra sér við því að þiggja
matargjafir og ölmusu og líta á það
sem mikla smán,“ bætir Andrea við.
Að vera ekki
samkeppnishæfur
Félagsleg einangrun er algeng-
ur fylgifiskur fátæktarinnar. Í verstu
tilvikum verður fólk sem fangar á
eigin heimili. Þetta kannast viðmæl-
endur mínir vel við.
„Þetta er vítahringur sem bygg-
ist upp hægt og rólega, maður heltist
úr lestinni af því maður hefur ekki
tækifæri til þess að vera þátttakandi.
Fordómarnir standa oft í vegi fyrir
því að maður nenni að blanda geði við
fólk. Ég þekkti eitt sinn mann sem
sagði að það ætti að skjóta alla ör-
yrkja. Ég sagði: Þakka þér fyrir, ætl-
arðu að byrja á mér?“ segir Jens og
ósjálfrátt skellum við hin upp úr en
honum er dauðans alvara. Hann
heldur áfram og segir: „Fjölskyldan,
þinn innsti tengslahringur og jafnvel
maki snúast gegn manni. Upplifunin
er sú að maður hefur ekkert að bjóða
og úr því er kannski best að halda sig
innandyra, það kostar líka minnstan
pening. Maður er hreinlega ekki
samkeppnishæfur á neinum sviðum.“
Þegar blaðamaður spyr um fjöl-
skylduhagi þeirra kemur í ljós að öll
búa þau einsömul. Jens og Ingibjörg
eiga börn sem þau eru í góðum sam-
skiptum við.
„Ég á sex börn og sjö barna-
börn. Aðstæður mínar gera það að
verkum að ég hef ekki getað veitt
börnum mínum það sem ég vil. Það
getur t.d. sett allt á annan endann ef
afmæli er í uppsiglingu og maður hef-
ur ekki efni á afmælisgjöf,“ segir
Ingibjörg.
Lykillinn að bata og auknum
lífsgæðum er fólginn í mannlegum
samskiptum. Þeim hefur verið gefið
færi á að virkja samskiptaþáttinn í
Hlutverkasetrinu. Þar fá þau að vera
með á eigin forsendum án kvaða og
hvatningin fyrir virkri samfélags-
þátttöku er fyrir hendi. Auk þess er
þar gefinn kostur á að stunda fjöl-
breytt námskeið fyrir lítinn sem eng-
an pening. Þau eru afskaplega þakk-
lát fyrir það starf sem þar fer fram
og segja að það hafi gefið sér mikið.
„Þetta bjargar bara lífi manns,“
segir Andrea, „og andlegri heilsu“,
skýtur Ingibjörg inn í. „Ég get tekið
undir þetta. Ég hef aðeins stundað
starfsemina í þrjár vikur en finn mik-
inn mun. Ég hef alla tíð þjáðst af mik-
illi félagsfælni, ég fór ekki út úr húsi í
tvö ár. Bara það að koma hingað er
skref upp á við í bataferlinu. Á menn-
ingarnótt stóð ég frammi fyrir því að
faðma ókunnugt fólk, sem var mikil
áskorun,“ segir Árni en Hlutverka-
setur stóð fyrir trommuslætti á
Laugaveginum á menningarnótt þar
sem gestum og gangandi var boðið
upp á ókeypis faðmlög við mikinn
fögnuð viðstaddra.
– Finnst ykkur opinber umræða
um fátækt hér á landi vera á villigöt-
um?
„Umræðan einskorðast við fá-
mennan hóp vel menntaðra ein-
staklinga sem fæstir hafa komist í
tæri við fátækt. Þetta fólk er bjart-
sýnt um stöðu fátækra á Íslandi. Því
er öðruvísi farið þegar talað er við þá
sem þurfa að berjast í bökkum dag-
lega,“ segir Ingibjörg. „Fátækt er
þjóðarskömm sem er vel falin og
flestir vilja sem minnst af henni vita.
Við erum svona huldufólk. Samfélag
okkar verður að vakna og verða sýni-
legra,“ segir huldukonan og öll kinka
þau kolli til samþykkis og vonast til
þess að umræða framtíðarinnar verði
opnari og fleiri raddir fái að njóta sín.
Þess má geta að Andrea vinnur
að gerð heimildarmyndar um birting-
armyndir fátæktar á Íslandi. Hún
hvetur fólk til þess að deila reynslu
sinni eða annarra sem það þekkir og
senda línu á sogur@hlutverkasetur.is.
„Fátækt á ekki að vera einkamál,“
segir Andrea að lokum og vonast til að
sem flestir leysi frá skjóðunni.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2010
MARKMIÐIÐ MEÐ STARFINU
Hlutverkasetur hefur sinnt at-
vinnulegri endurhæfingu frá
árinu 2007. Þar er boðið upp á
umgjörð, hvatningu og stuðning
fyrir þá sem vilja viðhalda virkni á
markvissan hátt eða auka lífs-
gæðin. Markmiðið með starfinu
er að þátttakendur komist út á al-
mennan vinnumarkað, fari í nám
eða brjótist út úr félagslegri ein-
angrun. Þar er unnið marvisst að
því að nýta þekkingu og reynslu
fólks og draga úr fordómum. Þar gefst öllum kostur á að stunda eða
prófa ýmis námskeið, s.s. myndlist, leirlist, ljósmyndun, öndunarjóga og
íslensku fyrir útlendinga svo fátt eitt sé nefnt.
Allir eru velkomnir í Hlutverkasetrið en það er til húsa í Borgartúni 1.
Nánari upplýsingar má finna á www.hlutverkasetur.is.
Málverkið Von úr seríunni Skref fyrir
skref eftir Andreu sif Jónsdóttur.
Um Hlutverkasetrið
Í ár var átakinu Evrópa gegn fátækt og félagslegri
einangrun hrint í framkvæmd undir yfirskriftinni
„Stöðvum fátækt!“ Samkvæmt Evrópuráðinu berst
sjötti hver Evrópubúi daglega við að ná endum
saman og fátækt hefur víðtæk áhrif á allt sam-
félagið.
Markmiðið með átakinu er að rjúfa einangrun og
auka virkni þeirra sem glíma við langtíma-
atvinnuleysi. Evrópuárinu er ætlað að vekja athygli
og leggja áherslu á baráttuna gegn fátækt og félagslegri einangrun um alla
álfuna og er Ísland meðal þátttakenda en félags- og tryggingamálaráðu-
neytið stýrir verkefninu. Öll Evrópusambandslöndin 27 taka þátt, auk Ís-
lands og Noregs.
Í tengslum við átakið er verið að gera myndband á vegum Evrópusam-
bandsins um stöðu fátækra og þau úrræði sem þeim bjóðast í heimalöndum
sínum. Kona sem stundar Hlutverkasetur segir sína sögu og er fulltrúi okkar
Íslendinga í þessu verkefni.
Evrópa gegn fátækt
STÖÐVUM FÁTÆKT OG FÉLAGSLEGA EINANGRUN