Morgunblaðið - 27.09.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.09.2010, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2010 Fyrir fjórtán árum var brotið blað í sam- göngumálum Vestfirð- inga þegar umferð var hleypt í gegnum vega- mótagöngin undir Breiðadals- og Botns- heiði. Á báðum heið- unum voru aðstæður mjög erfiðar þegar veð- urspánum var ekki allt- af treystandi. Það eina sem heimamenn gátu treyst á var Flugfélagið Ernir sem sinnti öllu póst-, farþega- og sjúkra- flugi í heilan aldarfjórðung frá Ísa- fjarðarflugvelli. Tveir fyrrverandi landsbyggð- arþingmenn, Kristinn H. Gunn- arsson og Sturla Böðvarsson, sök- uðu fyrr á þessu ári Kristján L. Möller, þáverandi samgöngu- ráðherra, um að hafa slegið Dýra- fjarðargöng endanlega út af borðinu eftir síðustu sveitarstjórnarkosn- ingar. Þessum fullyrðingum vísaði þingmaðurinn frá Siglufirði til föð- urhúsanna. Allir þingmenn Norð- vesturkjördæmis og sveitarstjórn- irnar í fjórðungnum áttu fyrir löngu að flytja tillögu um að vinna við göngin gæti hafist á þessu ári. Tæki- færið sem menn fá til að rjúfa alla vetrareinangrun fjórðungsins og tryggja um leið örugga heilsárstengingu milli Bjarkarlundar og Þingeyrar má ekki eyðileggja með því að magna upp pólitískan hrepparíg á milli byggðanna. Best væri ef fram- kvæmdir við Dýra- fjarðargöng gætu haf- ist sem fyrst, eða í síðasta lagi 2011. Þessu máli ætti Ólína Þorvarðardóttir að fylgja eftir í sam- göngunefnd Alþingis. Nokkrir heimamenn í fjórðungnum sem vilja afskrifa þessi jarðgöng næstu fjóra áratugina eiga að þessum tíma liðn- um engan rétt á þeim ef þeir kunna betur við að sækja alla þjónustu til Reykjavíkur. Án jarðganga undir Klettsháls tekst þeim það aldrei. Hugmyndin um að afskrifa allar fjárveitingar til Dýrafjarðarganga sem Alþingi samþykkti löngu áður í tíð Sturlu Böðvarssonar, þáverandi samgönguráðherra, er hnefahögg í andlit heimamanna. Nú er nóg kom- ið af pólitískum árásum á þetta hags- munamál Vestfirðinga. Frá Ísafjarð- arsvæðinu opnast stysta leiðin suður með tilkomu Dýrafjarðarganga sem Alþingi hefði átt að ákveða í fyrsta áfanga með Austfjarðagöngum 1999. Á það vildu fyrrverandi þingmenn Vestfirðinga ekki fallast. Það nægir ekki að fækkað verði aðeins um einn illviðrasaman og snjóþungan fjallveg í 500 til 600 m hæð. Til þess að dæm- ið klárist endanlega er lágmark að þrír fjallvegir í þessari hæð yfir sjáv- armáli hverfi þegar samgöngurnar batna. Fyrir alla landsmenn verður það mikil léttir að sjá minnst tíu ill- viðrasama og snjóþunga fjallvegi hverfa næstu áratugina. Í beinu framhaldi af Dýrafjarðargöngum ættu Vegagerðin á Ísafirði og Fjórð- ungssamband Vestfirðinga að skoða möguleika á stuttum jarðgöngum undir Meðalnesfjall áður en talað verður um heilsársveg yfir Dynjand- isheiði eða 11,9 km löng veggöng undir heiðina í 80 m hæð úr Vatnsdal og í 50 m.y.s. í Dynjandisvogi. Veg- göngin milli Dýrafjarðar og Arn- arfjarðar og stystu göngin undir Meðalnesfjall sem allir þingmenn Norðvesturkjördæmis ættu að sam- einast um eru ein forsendan fyrir því að sameining allra byggðanna í fjórðungnum verði tryggð næstu áratugina þótt meira þurfi til. Án jarðganga undir Klettsháls tryggja þessi göng norðan Dynjandisheiðar ein og sér aldrei örugga heils- árstengingu á Vestfjarðavegi nr. 60 frá Bjarkarlundi alla leið til Þing- eyrar. Um tvennt stendur valið. Vega- gerðarmenn sem hafa kynnt nokkra jarðgangakosti telja að stystu raun- hæfu veggöngin undir heiðina yrðu líklega nærri 12 km löng, talið er að þau kosti 14 milljarða króna. Þessi göng gagnast aldrei íbúum Vest- urbyggðar án þess að opna þriðju dyrnar inn í Trostansfjörð. Sam- göngunefnd Fjórðungssambandsins hefur líka skoðað möguleika á því hvort unnt sé að grafa þrenn styttri veggöng fyrir hluta af þessari heild- arupphæð sem lengstu göngin undir Dynjandisheiði myndu kosta. Tvenn veggöng inn í Geirþjófsfjörð og þriðju göngin sem tekin yrðu úr Norðdal í Trostansfirði undir Trölla- háls og kæmu út í Smjördal eða Penningsdal norðan Flókalundar gætu orðið fyrsta skrefið að samein- ingu byggðanna norðan Hrafnseyr- arheiðar við Vesturbyggð og byggð- irnar norðan Breiðafjarðar. Auk jarðganga undir Klettsháls þarf líka góðan og vel uppbyggðan heils- ársveg í lítilli hæð sem getur stytt vegalengdina milli Bjarkarlundar og Flókalundar. Dýrafjarðargöng 2011 Eftir Guðmund Karl Jónsson » Best væri ef fram- kvæmdir við Dýra- fjarðargöng gætu hafist sem fyrst, eða í síðasta lagi 2011. Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Gullsmárinn Spilað var á 12 borðum í Gull- smára fimmtudaginn 23. september. Úrslit í N/S Guðrún Hinriksd. – Haukur Hanness. 224 Samúel Guðmundss. – Jón Hannesson 194 Leifur Jóhanness. – Guðm. Magnússon 193 Gróa Jónatansd. – Kristm. Halldórsson 183 A/V Þorsteinn Laufda – Páll Ólason 230 Haukur Guðmss. – Katarínus Jónss.n 192 Elís Helgason – Gunnar Alexanderss. 180 Helgi Sigurðsson – Stefán Ólafsson 179 Góð mæting var í Gullsmáranum. mánudaginn 20. september var spil- að á 15 borðum. Úrslit í N/S Jón Stefánsson – Guðlaugur Nielsen 361 Gróa Jónatansd. – Kristm. Halldórss. 291 Leifur Jóhanness. – Guðm. Magnússon 276 Guðrún Gestsd. – Lilja Kristjánsd. 271 A/V Höskuldur Guðmss. – Þorleifur Þórarins. 334 Díana Kristjánsd. – Ari Þórðarson 304 Bragi Bjarnas. – Ásgrímur Aðalsteinss. 303 Anna Hauksdóttir – Hulda Jónasard. 299 Minnt er á hraðsveitakeppnina sem spiluð verður 4. og 7. október nk. Sú keppni er skemmtileg út- færsla af tvímenningi þar sem 2 pör mynda sveit. Hausttvímenningur í Kópavogi Fimmtudaginn 23. september hófst þriggja kvölda hausttvímenn- ingur hjá félaginu. Nokkuð góð þátt- taka var en það mættu 19 pör til leiks. Þeir félagarnir Halldór Þorvaldsson og Magnús Sverrisson eru greinilega í hörku- formi því þeir tóku risa skor þetta fyrsta kvöld af þrem. Úrslit kvölds- ins urðu þessi í %. Halldór Þorvaldss. – Magnús Sverriss. 71,4 Ragnar Björnss. – Sig. Sigurjónss. 60,2 Baldur Bjartmarss. – Sigurjón Karlsson 58,6 Birna Stefnisd. – Aðalsteinn Steinþórss. 57,4 Heimir Tryggvas. – Sigurjón Tryggvas. 53,1 Keppnin heldur áfram á fimmtu- daginn kemur. Spilað er í Gjábakka, Fannborg 8, og hefst spilamennska klukkan 19. Ágætis start hjá Bridsfélagi Akureyrar Vetrardagskrá Bridsfélags Akur- eyrar er hafin með fyrsta mótinu sem er tveggja kvölda Startmót Sjóvá með þátttöku 14 para. Efstu pör fyrra kvöldið 21. sept- ember urðu (prósentskor): Reynir Helgason – Frímann Stefánsson 62,0 Grétar Örlygsson – Haukur Harðarson 60,2 Stefán Ragnarss. – Grettir Frímannss. 58,3 Pétur Guðjónsson – Hörður Blöndal 54,3 Ragnheiður Haraldsd. – Pétur Gíslas. 54,0 Enn er seinna kvöldið eftir en næsta mót er þriggja kvölda Greifa- tvímenningur sem er impabaróme- ter og hefst þriðjudaginn 5. október. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 21. september var spilað á 18 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S Ragnar Björnsson – Pétur Antonsson 371 Ólafur Gíslason – Kristófer Magnúss. 359 Oliver Kristófersson – Magnús Oddss. 353 Sverrir Jónsson – Óli Gíslason 345 A/V Anton Jónsson – Nanna Eiríksd. 400 Örn Einarsson – Bragi Bjarnason 374 Sverrir M. Sverriss. – Ægir Hafsteinss. 366 Ásgeir Sölvason – Helgi Sigurðss. 353 Því hefur verið haldið fram að þeir sem greiddu atkvæði gegn Icesave vilji ekki borga. Ég tel þvert á móti að meirihluti landsmanna hafi þá réttlætiskennd að vilja greiða það sem okkur ber en alls ekki það sem okkur beri ekki að borga. Frá því atkvæðagreiðslan fór fram hafa komið enn fleiri gild rök fyrir því að ekki sé rík- isábyrgð á Icesave. Samt óskar rík- isstjórn Íslands eftir samningum um greiðslur á skuldum einkabankans heitins. Helstu röksemdir stjórn- arinnar fyrir því að okkur beri að borga eru þær að Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún hafi lofað að borga og svo kom Svavar heim með samn- ing byggðan á þessu loforði. Sama hversu margir lögspekingar rök- styðja að okkur beri ekki að borga og það skv. Evrópulögum þora þau Jóhanna og Steingrímur ekki að láta reyna á rétt okkar fyrir dómstólum. Hvað Steingrím varðar þá virðist hann of þver til að geta skipt um skoðun. Þannig forystusauður er vísastur til að leiða hjörðina fram af bjargbrún. Ljóst er að Jóhanna vill ekki styggja Evrópusambandið, en hún og Samfylkingin trúa því að ís- lenska þjóðin geti ekki staðið á eigin fótum. Hræðsluröksemdir gegn því að láta reyna á rétt okkar eru að neyðarlögin haldi ekki og að við verðum að borga vegna mismunandi trygginga á innstæðum eftir því hvort um er að ræða íslenzka eða er- lenda innstæðueigendur. Þessi rök- semdafærsla finnst mér haldlaus. Það fer ekkert á milli mála að hér var algjör neyð. Í þannig ástandi er auðvelt að gera mistök, sem rétt er að leiðrétta eftir að menn hafa náð áttum. Loforð um greiðslur hefur ef- laust byggst á því að stjórnvöld vissu ekki annað en að okkur bæri að borga. Ekki bætti úr skák að Brúnn bætti gráu ofan á svart með því að skipa okkur á bekk með Al Qaeda og ter- rorísera þau Ingi- björgu og Geir. Hvað mismunun gagnvart íslenzkum og erlend- um innstæðueigendum varðar þá var auðvitað meiningin að tryggja innstæður á Íslandi og ekki í útlöndum. Þann- ig fengu þeir Íslend- ingar sem áttu inn- stæður í útlöndum ekki bætur frá íslenska ríkinu. Inn- stæður erlendra ríkisborgara á Ís- landi voru tryggðar á sama hátt og innstæður Íslendinga. Það sem ég held að stjórnvöld hafi viljað tryggja var að þeir sem hefðu borgað fjár- magnstekjuskatt á Íslandi nytu trygginga. Hvort sem sú skoðun er rétt eða ekki þá er alveg hægt að leiðrétta þetta eftir á og þá er ekki hægt að tala um neina mismunun. Óskiljanlegt er hversu fast stjórn- völd sækjast eftir að borga eða semja án þess að láta reyna á rétt okkar. Það er ekki bara að við séum krafin um að borga þá upphæð, sem kveðið er á um í Evrópulögum. Englendingar og Hollendingar ákváðu án nokkurs samráðs við okk- ur að bæta innstæðueigendum hærri upphæð en Evrópulög kveða á um. Vonandi bera stjórnvöld gæfu til að fara að vilja þjóðarinnar og standa fast á rétti okkar og fá til baka það sem okkur ber af Icesave-innstæð- unum. Ekki borga meira í Icesave en okkur ber að borga Eftir Sigurð Oddsson Sigurður Oddsson » Vonandi bera stjórn- völd gæfu til að fara að vilja þjóðarinnar og standa fast á rétti okkar og fá til baka það sem okkur ber af Icesave- innstæðunum. Höfundur er verkfræðingur. Er borgarstjórinn djók? Varla getur hann verið grín, því ekki hlæja menn. Ég vil biðja fólk fyr- irgefningar á að hafa í baráttu hans fyrir starfinu, skrifað grein honum til stuðnings. Undrahratt olli þessi maður mér von- brigðum. Nú er svo komið að ég hitti vart mann sem getur liðið hann og skal engan undra. Það er eins og hann geti ekki talað í alvöru. Líkara að honum finnist lífið eitt allsherjar djók. Út um alla borgina eru vanda- mál. Þau annað hvort sér hann ekki, eða lætur sér á sama standa. Hann hefur meiri áhyggjur af mannréttindabrotum í öðrum lönd- um en sínu. Umhyggju fyrir um- hverfi borgarinnar hefur hann í orði. Ekki á borði. Honum virðist meinilla við að leyfa borgarbúum að leita persónulega til sín með eigin vandamál. Þeir stóru sem geta skaðað hann, eru þeir einu sem fá áheyrn. Almenna borgara hunsar hann, eða nennir ekki að tala við þá. Mér er kunnugt um mann sem sótti um viðtal nokkru eftir að hann varð borgarstjóri. Sá er enn í bið. Vinur minn Vil- hjálmur, fyrrverandi borgarstjóri, var and- hverfa hans. Hann greiddi götu samborg- ara sinna eftir bestu getu. Það er augljóst að fyrrverandi og kannski núverandi grínisti, Jón Gnarr, er þegar á allt er litið meiri djókari en grín- isti og eða borgarstjóri. Maður þarf að vera ábyrgðarfullur og klár til að vera borgarstjóri eða grínisti. Djókarar eru fyrst og fremst bullu- kollar. Á frægum fundi sagðist hann ekki ætla að taka kosningu sem borgarstjóri. Menn gripu and- ann á lofti. Slíkt hafði aldrei skeð. En furðufuglinn beið ekki lengi með að létta spennunni. Uppáhalds- orðið hans, „djók“, kom í kjölfarið. En vandamálin eru ekkert til að fíflast með, eins og fötlun, fátækt og umkomuleysi. Eins hefur léleg- um verkfræðingum verið gefinn laus taumur og sést það víða. Það kostnaðarsamasta og hættulegasta eru upphækkanirnar á götum borg- arinnar. Strætó einan kosta þær tæpar 400 milljónir á ári. Þegar farið er yfir torfærur þessar, snýst upp á menn og bíla. Oft með alvar- legum afleiðingum. Svo glám- skyggnir eru verkfræðingar Vega- gerðarinnar, að þeir setja hindranir þessar á gatnamót og finna þeim til ágætis að vera jafnframt göngu- brautir. Fyrir aldrað fólk og lam- aða, eru þessar háu og ávölu hindr- anir óþægilegar. Jafnvel hættulegar. Ég ætlaði að fá viðtal við borgar- stjórann vegna annarra mála, en vil fyrst sjá hvort kunningi minn kemst að, eða þarf að bíða þess næsta. Fyrir hvað stendur borgarstjórinn? Eftir Albert Jensen Albert Jensen »Er borgarstjórinn djók? Höfundur er trésmíðameistari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.