Morgunblaðið - 27.09.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.09.2010, Blaðsíða 27
DAGBÓK 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand TIL HAMINGJU ÞÚ HEFUR BJARGAÐ PRINSESSUNNI! AND- VARP! HVAÐ GERIRÐU VIÐ ALLAR MYNDIRNAR ÞEGAR HETJAN ÞÍN FELLUR UM DEILD! SVONA ÁFRAM NÚ! HÖRKUTÓL EINS OG VIÐ LÁTUM EKKERT STOPPA OKKUR! EDDI, HVAÐ ERTU AÐ GERA? ÉG VAR BARA AÐ ÁTTA MIG Á ÞVÍ AÐ ÉG ER EKKERT HARÐUR ÆI NEI, TÓTI TRÚÐUR ER LÁTINN! ÞAÐ ERU SLÆMAR FRÉTTIR. HANN VAR SVO FYNDINN ÞAÐ VERÐUR EKKI AUÐVELT AÐ FINNA EINHVERN SEM GETUR FETAÐ Í FÓTSPOR HANS NEI, ENDA VAR HANN ALLTAF Í RISA- STÓRUM SKÓM ÉG LÆST MIG ÚTI OG EF ÉG KEMST EKKI BRÁÐUM INN ÞÁ FRÝS ÉG Í HEL ÆTLI ÉG VERÐI EKKI BARA AÐ BRJÓTA GLUGGANN OG TEYJA MIG Í HURÐARHÚNINN LJÓTA RUGLIÐ Ó NEI! ER ALLT Í LAGI! ÉG VERÐ AÐ FINNA PABBA! ÉG SÁ ÞIG EKKI FYRR EN ÞAÐ VAR ORÐIÐ OF SEINT ÞÚ ERT SLASAÐUR, ÉG FER MEÐ ÞIG Á NÆSTA SPÍTALA NEI, ÉG VERÐ AÐ FINNA PABBA Óvættir í mannslíki Mynd þessi er sýnd í Ríkissjónvarpinu kl. 21 á mánudögum. Þetta er hrollvekja að mínu mati, mjög ógeðsleg. Er ekki til eitthvað áhugaverðara efni en þessi ósköp að horfa á? Ég bara spyr: Hverjir hafa skemmtun af því að horfa á þennan þátt? Leitandinn sem sýnd- ur er kl. 23:05 sama kvöld er svo engu betri en áðurnefndur þáttur. Er hollt fyrir unga fólkið okkar að horfa á myndir sem þess- ar? Móðir í Fossvogi. Aðild að ESB? Mig langar að spyrja aðildarsinna að ESB af hverju norska þjóðin vill ekki ganga í ESB. Það væri fróðlegt að fá svar við því. Eftir að Finnar gengu í ESB hefur bændum fækkað um helming, fjöldi kalkúna hefur sjöfald- ast. Er það þetta sem almenningur á Íslandi vill? Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Gunnar Halldórsson Skúlagötu 64 Ást er… … að sjá ekkert nema jákvæð teikn á lofti. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9. Út- skurður/myndlist/prjónaklúbbur kl. 13, félagsvist kl. 14, Fóstbræðrasaga kl. 16. Árskógar 4 | Handavinna/smíði/ útskurður kl. 9, félagsvist kl. 13.30, myndlist kl. 16. Bólstaðarhlíð 43 | Bútasaumur, handa- vinna. Haustfagn. fim. 14. okt. Dalbraut 18-20 | Myndlist/postulín kl. 9, leikfimi kl. 10, brids kl. 13. Dalbraut 27 | Handavinna kl. 8, bæna- stund kl. 9.30, söngur/leikfimi kl. 11. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13, spjall kl. 13.30. Félagsheimilið Boðinn | Jóga kl. 9, bingó kl. 13.30. stafganga kl. 16 (Glóð- in), hringdans kl. 18. Félagsheimilið Gjábakki | Boccia/gler- og postulín kl. 9.30, lomber kl. 13, can- asta kl. 13.15, kóræfing kl. 17. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postu- línshópur kl. 9, ganga kl. 10, handavinna og brids kl. 13, félagsvist kl. 20.30. Félagsmiðstöðin Hraunbæ | Handa- vinna kl. 9, bænastund kl. 10, myndlist kl. 13. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9.15/10/10.45, gönguhópur kl. 11, vatnsleikfimi kl. 13. Íslandsklukkan sun. 3. okt. kl. 15, frátek- in sæti f. eldri borgara verð kr. 3000, miðasala í s. 551-1200. Rútumiðar seldir í Jónshúsi, verð kr. 500. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur frá kl. 9, vatnsleikfimi kl. 9.50. Spilasal- ur frá hád., kóræfing kl. 15.30. Á morg- un kl. 13 postulín. Háteigskirkja - starf eldri borgara | Félagsvist kl. 13. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9, bænastund kl. 10, myndlist kl. 13. Hraunsel | Rabb kl.9, ganga kl.10 frá Haukahúsi, kórinn kl. 10.30, gler- bræðsla/tréskurður kl. 13, félagsv./ boccia kl. 13.30. Vatnsleikfimi, haustlita- ferð til Þingvalla. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30, 9.30 og 10.30. Vinnustofa kl. 9, brids kl. 13. Hæðargarður 31 | Hringborðið/ Stefánsganga kl. 9. Listasmiðja; útsaum- ur/handverk o.fl. Félagsvist 13.30. Skap- andi skrif kl. 16, tölvuk. kl. 13.15. Mál- verkasýn. Halldóru Baldvinsd. í Salnum. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Smár- anum kl. 11.30, ganga frá Boðanum kl. 16. Korpúlfar Grafarvogi | Gönguhópur með göngu frá Grafarvogskirkju kl. 10. Sjúkraleikfimi í Eirborgum Fróðengi kl. 14.30. Skartgripa- og kortahönnun kl. 13. Sundleikfimi á morgun kl. 9.30. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hring- borðið, spjallhópur kvenna kl. 10.30, handverks,/bókastofa kl. 11.30, prjóna- klúbb. ofl. kl. 13, boccia kl. 13.30, söng- stund kl. 15. Laugarból, Íþr.hús Ármann/Þróttur Laugardal | Leikfimi kl. 12. Norðurbrún 1 | Handavinna kl. 9. Sam- vera með djákna kl. 14. Vesturgata 7 | Handavinna, boccia, leik- fimi kl. 9.15. Kóræfing kl. 13. Tölvu- kennsla kl.12. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bók- band, postulín kl. 9. Morgunstund kl. 9.30, boccia kl. 10, framh.sagan kl. 12.30, handav./spilað og stóladans kl. 13. Sigrún Haraldsdóttir rakst ákerlinguna frá Skólavörðu- holtinu. Og gaf umsjónarmanni Vísnahorns skýrslu: „Kerlingin fór um Laugaveginn í dag og á horni Frakkastígs sá hún skáldlegan mann mæna í átt- ina að Skólavörðuholti, hún var alveg viss um að þar væri sjálfur „karlinn“. Hún var brosleit þegar hún sagðist vilja senda honum þessa orðsendingu: Kostuleg var sýnin sú og svakalega fyndin eins og hrútur þegar þú þefaðir upp í vindinn. Kerlinguna grunar að karlinn sé hálfgerð gunga og yrkir því svo mildilega til að fæla hann ekki. Vegar beinn er búturinn, byggðu nú upp stoltið, vertu ei kvíðinn kúturinn og klöngrastu upp á Holtið.“ Ólafur Stefánsson gekk út í Gróttu í fyrradag með börnum og barnabörnum og gleðin var svo mikil að þau gleymdu sér alveg. „Við gættum ekki að flóðatöfl- unni og komust spariskórnir í fullnáið samband við dætur hafs- ins.“ Ólafi varð að orði: Á blankskóm út í Gróttu gekk grandvar sveitamaður. Árdagsflóðið yfir hékk, að féll sjórinn hraður. Ægisdætur iðka hrekk, - ekki telst það slaður. Með slátt í hjarta slettur fékk. en slapp með skrekkinn, glaður. Vísnahorn Af kerlingu og blankskóm ÁSKRIFTASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.