Morgunblaðið - 27.09.2010, Síða 18

Morgunblaðið - 27.09.2010, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Engum, semles grein-argerðina sem Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, fyrrverandi for- maður Samfylk- ingarinnar, sendi þingmönnum fyrir helgi, dylst að hún ætlar ekki að sæta ákæru og sakfell- ingu baráttulaust. Augljóst er að formanninum fyrrverandi er verulega misboðið og ekki er síður augljóst hvert hún beinir spjótum sínum. Ingibjörg Sólrún hefur greinilega orðið fyrir miklum vonbrigðum með marga sam- flokksmenn sína sem nú sitja á þingi og reyna, ýmist leynt eða ljóst, að fá hana ákærða fyrir brot í starfi utanríkisráðherra. Þá er ljóst að hún telur engin rök fyrir ákærum á hendur henni auk þess sem hún gagn- rýnir harðlega þá afstöðu sam- fylkingarmanna að vilja ákæra hana en ekki fyrrverandi við- skiptaráðherra. Ekki fer á milli mála að for- maðurinn fyrrverandi ætlar að tryggja, að verði hún látin sæta ákæru vegna starfa sinna þá muni ýmsir samflokksmenn hennar þurfa að svara fyrir ýmislegt af því sem þeir hafa gert eða látið ógert. Ingibjörg Sólrún rekur til að mynda að hún hafi ítrekað upplýst þingflokkinn allan um aðvaranir Seðlabankans til hennar og annarra þáverandi ráðherra. Öllum má ljóst vera hvert hún beinir því skeyti sínu. Hún nefnir einnig sér- staklega aðkomu Jóhönnu Sig- urðardóttur, forsætisráðherra, og Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, að þeim erfiðu málum sem fengist var við í aðdraganda hrunsins. Þessir núverandi og þá- verandi ráðherrar sem tekið hafa þátt í undirbúningi ákæra á hendur fyrrum samstarfsmönnum munu í vaxandi mæli þurfa að svara fyrir sig eftir því sem umræður um ákærur magnast og ef af ákærum verður. Aug- ljóst er af greinargerð Ingi- bjargar Sólrúnar að þeim verður ekki leyft að sitja á friðarstóli á meðan fyrrum samstarfsmenn þeirra þurfa að verja hendur sínar í sakamáli. Samfylkingin átti í miklum innanflokksvanda áður en fyrrverandi formaður flokks- ins birti greinargerð sína, en reynt var eftir megni að halda vandanum undir yfirborðinu. Nú er ekki um neitt slíkt að ræða lengur. Greinargerð Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur hefur afhjúpað djúp- stæðan ágreining innan flokks- ins. Ágreiningur af þessu tagi væri nægilega erfiður við venjulegar aðstæður, en við þær aðstæður sem nú eru uppi í efnahagslífinu og með flokk- inn í stjórnarforystu, er inn- anflokksmeinið grafalvarlegt mál. Ríkisstjórnin hefur frá upp- hafi verið verklítil og nánast lömuð á flestum sviðum, meðal annars vegna sífellds ágrein- ings innan annars stjórn- arflokksins og á milli stjórn- arflokkanna. Nú bætist við að hinn stjórnarflokkurinn er einnig farinn að loga af inn- anflokksátökum. Hversu lengi ætla stjórnarflokkarnir að leggja þetta ástand á lands- menn? Greinargerð fyrrver- andi formanns stað- festir djúpstæðan ágreining } Innanflokksátökin upp á yfirborðið Umræður umEvrópusam- bandið og mögu- lega aðild Íslands eru erfiðar vegna þess að aðild- arsinnar vekja sí- fellt upp gamla drauga málstað sínum til stuðnings. Sá draug- ur sem hvað oftast hefur verið kveðinn niður en jafnskjótt vakinn upp á ný er kenning að- ildarsinna um að Ísland muni geta fengið varanlegar und- anþágur frá lögum ESB, ekki síst um sjávarútvegsmál. Nýjasta dæmið um uppvakn- inginn kemur vegna heimsókn- ar Maltverjans Joe Borg sem ræddi um undanþágur Möltu, en viðurkenndi raunar að þær hefðu ekki verið varanlegar. Undantekning sé tiltekið ákvæði um sjávar- útveg, en stað- reyndin er þó sú að það er bæði smá- vægileg og skilyrt undanþága sem auk þess er al- menn, þ.e. gildir ekki aðeins fyrir Maltverja. Stefan Füle, stækkunar- stjóri Evrópusambandsins, orðaði þetta mjög skýrt á fundi í sumar, þegar hann setti ofan í við Össur Skarphéðinsson fyrir að gefa í skyn að undanþágur væru mögulegar. „Það er ekki hægt að fá neinar varanlegar undanþágur frá lögum ESB,“ sagði Füle. Þau orð hefðu átt að duga til að kveða drauginn endanlega niður, en ákafi aðild- arsinna verður sennilega alltaf til að vekja hann upp á ný. Stækkunarstjórinn staðfesti að ekki væri hægt að fá var- anlegar undanþágur} Engar undanþágur P abbi, er þetta leikrit?“ spurði son- ur minn fyrir skemmstu þegar hann vaknaði og nuggaði stír- urnar úr augunum. „Ha?“ sagði ég undrandi. „Erum við í leikriti?“ endurtók hann. Eitt er víst, að ef þetta er leikrit, þá leik- stýrum við því ekki sjálf. Þannig er það þegar margir kraftar toga, eins og óhjákvæmilegt er í mannlegu samfélagi. „Veröldin er leiksvið,“ skrifaði Shake- speare. Víst átti það við um Ísland, þar sem settur var á svið spuni drauma og væntinga og ekkert var sem sýndist. Íslendingar þekkja það hvernig er að vera leiksoppar. Lengi stýrði brigðul náttúran þjóðlífinu og gerir enn upp að vissu marki, eins og við kynntumst í sumar. Kannski má líkja hruninu haustið 2008 við eldgos – við fengum gusu yfir okkur úr sannkallaðri vítisholu. Og það er við hæfi að leiksýning í Borgarleikhúsinu varpi ljósi á það hvað gerðist – svo mjög að það er hroll- vekjandi á köflum. Leiksýningin er Enron. Í leikskránni segir Tim Bou- quet að það hafi verið „hörmungarsprunga ágirndar, hé- góma, vanhæfis, lyga og græðgi“ sem „leiddi til falls Be- ar Stearns, Lehman-bræðra, HBOS, íslensku bankanna og annarra hamfaragjaldþrota nýrrar aldar.“ Það er engin tilviljun að íslensku bankarnir eru með í þessari upptalningu. Af stærstu gjaldþrotum sögunnar er gjaldþrot Kaupþings það sjötta í röðinni og íslensku bankarnir samanlagðir í þriðja sæti. Enron nær aðeins áttunda sæti. Þegar litið er til smæðar ís- lenska hagkerfisins lýsir þetta miklum metn- aði. Ástæðan er einföld, ef marka má orð for- stjórans Jeffrey Skilling í leikritinu, er hann ræðir við fjármálastjórann Fastow: „Fólk örvast af löngun í peninga og kynlíf, Andy. Og peningar eru það eina sem fær fólk til að sleppa á sér drjólanum og hella sér í vinnu.“ Hrun af þessari stærðargráðu gerist ekki átakalaust. Undanfarinn áratug hefur allt logað í illdeilum í íslensku þjóðfélagi. Reynt var að koma böndum á auðhringana, en eftir því sem á leið urðu tilraunirnar máttlausari. Enda óx þeim ásmegin. Endurskoðendur og lögfræðingar dönsuðu í kringum þá, fjölmiðl- arnir voru í eigu þeirra og stjórnmálamenn sóttu þangað styrki. Allt urðu þetta statistar í leikhús- inu. Ráðist var af slíku offorsi gegn þeim sem vildu af- hjúpa sjónhverfinguna að þeir stóðu ærulausir eftir – að minnsta kosti um skeið. Á endanum féll tjaldið. Það hlaut að fara þannig. Og skýringin liggur í orðum Fastows, útgáfu viðskiptalífsins af Fást, þegar Skilling óskaði eftir reiðufé til að borga fólki laun. „Það er ekki það sem ég geri,“ sagði Fastow örvæntingarfullur. „Þetta er allt saman stýrt fjármagn. Svona lítur þetta út. Ég get ekki látið raunverulega pen- inga bara birtast.“ Þegar tjaldið fellur tekur raunveruleikinn við. Eða hvað? „Pabbi, er þetta leikrit?“ spurði fimm ára strákur. „Erum við í leikriti?“ pebl@mbl.is Eftir Pétur Blöndal Pistill Veröldin er leiksvið STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is H ippakynslóðin er end- anlega komin að þrot- um. Eða alla vega þeir sem hófu neyslu vímuefna á sjötta og sjöunda áratugnum og gáfu ekki upp á bátinn þó að nýir tímar tækju við. Þetta má lesa úr niðurstöðum ný- legrar rannsóknar sem greint var frá á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Bendir allt til að aldnir fíkn- isjúklingar glími nær allir við fé- lagslega einangrun og einmanaleika, en margir einnig líkamleg einkenni á borð við öndunarerfiðleika, lifrar- bólgu og vannæringu. Ástandið er ekki jafn slæmt hér á landi en hefur versnað mikið á umliðnum árum. Ís- lenska vandamálið einskorðast þó nær eingöngu við áfengi. Í Skotlandi er talað um gleymdu kynslóðina. Í rannsókn sem gerð var á síðasta ári er áætlað að um 15 þús- und fíklar séu yfir 35 ára, eða um 27% allra skoskra fíkla. Í Bandaríkj- unum er gert ráð fyrir að fíklum yfir fimmtugt eigi eftir að fjölga úr 1,7 milljónum árið 2000 í 4,4 milljónir ár- ið 2020. Hér á landi eru fíklar einnig að eldast. „Hópurinn sem notar am- fetamín og kannabis er alltaf að eld- ast innan dyra hjá okkur. Og við er- um að fá meira af einstaklingum fíknum í ólögleg vímuefni í eldri hóp- um,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á sjúkrahúsinu Vogi. Ungt land í vímuefnum Vandamálið er töluvert öðruvísi hér á landi og kemur helst til af þeim sökum að Íslendingar eru svolítið yngri í vímuefnaheiminum, ef svo má segja, í sögulegu samhengi. Amfeta- mín kom til að mynda hingað til lands í einhverjum mæli upp úr 1980 og bylgja örvandi vímuefna gekk ekki yfir fyrr en á síðasta áratug síð- ustu aldar. Sú bylgja er þó svo stór að hún er enn að ganga yfir. Í lönd- unum í kringum okkur var aðgengi allt annað og meira og neyslan því orðin mun almennri fyrr en hér á landi. Sú staðreynd breytir því ekki að meira fór að bera á vandamálum hjá eldra fólki hér á landi fyrir nokkrum árum. Hér gerðist það að drykkju- mynstrið breyttist. Fólk á miðjum aldri og upp úr fór að fá sér bjór á léttvín því sem næst á hverjum degi. „Mörgum finnst sem þeir séu ekki að drekka neitt þó svo að þeir fái sér bjór. En svo kemur það fólki í koll,“ segir Valgerður. Mikil aukning varð á því að ein- staklingar komu til fyrstu meðferðar á fullorðinsárum. „Þetta var fólk sem var kannski ekki í neinni ofdrykkju en alltaf að drekka svolítið. Svo ef breytingar verða í lífi fullorðins fólks, eitthvert sálrænt áfall, þá fara bremsurnar.“ Kallaði á ný úrræði Þessi breytta staða kallaði á ný úrræði hjá SÁÁ og var til að mynda tekið í gagnið sérúrræði fyrir karl- menn 55 ára og eldri fyrir nokkrum árum. Var það gert þar sem eldri karlmönnum þótti sú meðferð og umhverfi sem boðið var upp á hjá SÁA of átakamikil fyrir þá, auk þess sem þeim þótti erfitt að vera í meðferðarhópi með þeim yngri. Athyglisvert er að líta til þess að margir þessara eldri karl- manna bera sömu einkenni og bresku fíklarnir sem rannsakaðir voru og nefnd voru í inngangi. Önnur sem nefna má eru vöðvas- lappleiki, úttaugabólgur, jafnvæg- isleysi, minnisskerðing og skortur á innsæi. Margir þurfa því langa afeitrun. Eldri fíklum fjölgar víðsvegar um heim Fjöldi einstaklinga á hverju ári 1995-2006 350 300 250 200 150 100 50 0 55 ára og eldri 199 5 199 6 199 7 199 8 199 9 200 0 200 1 200 2 200 3 200 4 200 5 200 6 200 7 200 8 200 9 Þó svo að áfengisvandamálið sé það helsta sem hrjáir eldri skjól- stæðinga Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavand- ann og þá dagneysla áfengis, er einnig nokkuð um misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum, s.s. róandi lyfjum, svefnlyfjum, kvíðastillandi og verkjalyfj- um. Meðferð eldra fólks er vandasöm. Fólk þarf lengri tíma, öðruvísi lyfjagjöf og eftirlit. Árið 1995 var komið á sérúrræði fyrir konur hjá SÁÁ, sem sniðið er að þeirra þörfum. Eins hófst meðferð fyrir karlmenn 55 ára og eldri árið 2004. Til þess að koma þess- um meðferðarúrræðum af stað og þróa þau voru valdir reyndustu áfengisráðgjafar. Vandasöm meðferð EINNIG MISNOTKUN LYFJA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.