Morgunblaðið - 27.09.2010, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.09.2010, Blaðsíða 36
MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 270. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2218 1. Óttast um lítinn dreng 2. Gunnar vann í 1. lotu 3. Þúsundir á sveitaballi 4. Synti 40 metra í þungum straumi »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Kría Brekkan heldur tónleika í Nor- ræna húsinu í kvöld kl. 22. Tónleik- arnir eru hluti af dagskrá RIFF. Á tónleikunum mun Kría flytja frumsamda tónlist undir kvikmynd- inni The Fall of the House of Usher eftir Jean Epstein, en myndin er frá árinu 1928 og er byggð á sögu eftir Edgar Allan Poe. Morgunblaðið/Ernir Kría leikur eigin tón- list undir kvikmynd  Söngvarinn góðkunni Helgi Björnsson syngur í Salnum 7. október lög sem Haukur Morthens gerði vinsæl á sínum langa ferli. Uppselt er á þá tónleika og því hefur verið ákveðið að setja upp auka- tónleika, miðviku- daginn 6. október. Minningartónleikar um Hauk Morthens  „Í fyrravor fékk ég þá ágætu hug- mynd, að því er mér finnst, að kaupa allt það efni sem út- varpið hafði tekið upp af söng mínum. Ég var ekkert að hugsa um útgáfu, vildi bara eiga þetta fyrir mig,“ segir Eiður Ágúst Gunnarsson söngvari. Út eru komnar upptökur með honum sem voru gerðar í Ríkisútvarpinu 1983 og ’84. »28 Svanasöngur og Ástir skálds með Eiði Ágústi Á þriðjudag Suðaustan 8-13 m/s suðvestanlands og við norðausturströndina, en annars hægari. Talsverð rigning suðaustanlands, en annars úrkomuminna. Hiti 10 til 15 stig. Á miðvikudag Sunnan 10-15 m/s og rigning, einkum sunnanlands, en úrkomulítið norð- austanlands. Dregur úr vindi um kvöldið. Hiti svipaður. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 3-10 m/s og úrkomulítið, en víða bjart fyrir norðan. Vaxandi austanátt með rigningu í kvöld. Hiti 8 til 16 stig. VEÐUR Kristján Guðmundsson var í gær ráðinn þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta. Hann tekur við af Gunnlaugi Jónssyni sem stýrði liðinu í eitt tímabil. Kristján þjálfaði HB í Fær- eyjum á þessari leiktíð en hann var áður þjálfari Keflvík- inga. Freyr Alexandersson, þjálfari kvennaliðs Vals, hefur ákveðið að hætta með liðið í haust en hann verð- ur líklega aðstoðarþjálfari Kristjáns. »1 Sviptingar í þjálf- aramálum Vals Fh-ingar féllu úr efstu deild kvenna í fótbolta í gær eftir 1:0 tap gegn Haukum á heima- velli. Hafnarfjarð- arliðin féllu bæði. Þór/KA endaði í öðru sæti á eftir Ís- lands- meist- araliði Vals. Blik- ar fengu bronsið. »8 Þór/KA endaði í öðru sæti – FH féll í 1. deild Hólmfríður Magnúsdóttir lék til úr- slita um bandaríska meistaratitilinn í fótbolta í gær með liði sínu Phila- delphia Independence gegn FC Golf Pride. Hólmfríður var í byrjunarliðinu að venju en liðið náði sér ekki strik í Kaliforníu í gærkvöld og tapaði 4:0. Þetta er fyrsta keppnistímabilið hjá Hólmfríði í bandarísku atvinnu- mannadeildinni. »1 Philadelphia tapaði 4:0 í úrslitaleiknum ÍÞRÓTTIR | 12 SÍÐUR Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Breiðabliksliðið lék góðan fót- bolta í allt sumar, allt frá fremsta manni til þess aftasta á vellinum. Átti góða spretti og þær fáu dýfur sem komu, eins og þeir fjórir leikir sem Blikar töpuðu, urðu aðeins til þess að mönnum hljóp kapp í kinn. Titillinn er því engin tilviljun enda var leikgleðin ríkjandi,“ segir Ólafur Björnsson, formaður meist- araflokksráðs karla í knatt- spyrnudeild Breiðabliks. Fagnað var í Kópavogi á laugar- dag þegar ljóst var að Breiðabliks- liðið væri Íslandsmeistari í knatt- spyrnu. Úrslit réðust endanlega í markalausum leik Blika og Stjörn- unnar. Breiðablik og FH voru jöfn að stigum eftir lokaumferðina en Kópavogsliðið náði meistaratitli með hagstæðara markahlutfalli. Hulda á sinn þátt í sigri „Ég hef beðið þessa lengi. Á ár- unum upp úr 1980 áttu Blikar mjög góðan tíma og voru með eitt besta knattspyrnulið landsins. Síðan kom bakslag í þetta en núna höfum við náð vopnum okkar aftur. Og ég sé ekki annað í spilunum en við verðum í fremstu röð á næstu árum,“ segir Ólafur sem er fæddur árið 1958, sama ár og knattspyrnudeild Breiðabliks var stofnuð. „Það má í raun segja að ég hafi beðið eftir Íslandsmeistraratitli minna manna alveg frá fyrstu tíð, en ég hef verið Blikamaður frá því ég flutti í Kópavoginn sex ára gamall,“ segir Ólafur. Hulda Pétursdóttir var í áraraðir einn helsti stuðningsmaður Breiða- bliksliðsins og mætti á nánast hvern einasta leik þess jafnframt því sem hún gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið. Hulda, sem lést fyrir fáum árum, var fædd 25. september 1920 og hefði því orðið níræð sl. laugardag. „Um leið og við gerðum okkur þessa staðreynd ljósa urðum við þess fullviss að Hulda yrði ein- hvers staðar nærri eins og kom á daginn. Hún á sinn stóra þátt í þess- um sæta sigri.“ Góður meðbyr Breiðablik náði í efstu deild knatt- spyrnunnar árið 2005 og hefur leikið þar síðan. Árangur liðsins hefur ver- ið með ágætum og í fyrra náði félag- ið t.d. bikarmeistaratitlinum og seg- ir Ólafur áhrifa þess víða hafa gætt í starfi félagsins. Iðkendum í yngri flokkum hafi fjölgað jafnt og þétt og nú séu þeir í kringum þúsund tals- ins. „Sigurinn gefur okkur gott púst og við erum í miklum meðbyr,“ segir Ólafur. Þessi titill er engin tilviljun  Blikar meist- arar eftir 52 ára bið formannsins Ljósmynd/Geir Guðsteinsson Sigursæll Ólafur Björnsson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, með Íslandsmeistarabikarana tvo. Sá stærri gengur milli félaganna sem vinna titilinn hverju sinni en þann minni fær sigurliðið til eignar. Hvernig var gengi Breiðabliks? Í sumarbyrjun var Blikum spáð 3. sæti í efstu deild karla á Íslands- mótinu í knattspyrnu. Íslandsmeist- aratitill varð þó niðurstaðan en liðið skoraði 47 mörk og fékk á sig 23. Flest mörkin skoraði Alfreð Finn- bogason. Liðið vann þrettán leiki, gerði fimm jafntefli og varð að játa sig sigrað fjórum sinnum. Sigrar í sögunni? Besti árangur Breiðabliks hingað til er 3. sæti í úrvalsdeildinni, A- deildinni, árið 1983. Sex sinnum urðu Blikar meistarar í B-deild og unnu sig upp úr henni með sigri ár- ið 2005. Þá vann Breiðabliksliðið bikarmeistaratitilinn í fyrra. Stærsti einstaki sigur Breiðabliks er 13-0 gegn HK árið 1998. Úrslit helgarinnar? Fyrir lokaumferðina áttu þrjú félög möguleika á því að vinna titilinn; Breiðablik, ÍBV og FH. Öll félögin léku á útivelli. Fór svo, að eitt stig dugði Blikum, því ÍBV tapaði í Kefla- vík. FH vann Fram í Laugardal og náði þar með Blikum , að stigum en markatala Kópavogsliðsins var hag- stæðari og titillinn þeirra. Spurt & svarað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.