Morgunblaðið - 27.09.2010, Blaðsíða 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2010
HHHH 1/ 2/HHHHH
DV.IS
HHHHH/ HHHHH
S.V-MBL
SÝND Í ÁLFABAKKA
7
SÝND Í ÁLFABAKKA STEVE CARELL
MEÐ ÍSLENSKU TALI
HHHH
SÆBJÖRN VALDIMARSSON,
MORGUNBLAÐIÐ
HHHH
T.V. – KVIKMYNDIR.IS
HHHH
- H.H. - MBL
SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG!
STÆRSTA ÍSLENSKA 3D MYNDIN
FYRR OG SÍÐAR
HHH
„FYNDIN OG HRESS GAMANMYND.“
„BARNABARNIÐ VILDI GEFA Í ÞAÐ
MINNSTA FJÓRAR EF EKKI FIMM
STJÖRNUR.“
- S.V. – MORGUNBLAÐIÐ
HHHH
„VIRKILEGA VEL HEPPNUÐ
FJÖLSKYLDUMYND, BÆÐI
SPENNANDI OG SKEMMTILEG“
„MAÐUR GETUR HREINLEGA
EKKI BEÐIÐ EFTIR NÆSTU MYND
SVEPPA.“
„SVEPPI, TAKK FYRIR AÐ
SKEMMTA BÖRNUNUM OKKAR.“
- K.I. – PRESSAN.IS
Frábær mynd sem kemur skemmtilega á óvart
Ein besta rómantíska grínmynd ársins!
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI,
AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
HHHH
„HEILLANDI, RAUNSÆ
OG HRIKALEGA FYNDIN.“
„LANGBESTA DEIT-
MYNDIN SEM ÉG HEF
SÉÐ Á ÞESSU ÁRI.“
- T.V. - KVIKMYNDIR.IS
BESTA DANSMYND SEM
GERÐ HEFUR VERIÐ
SÍÐAN DIRTY DANCING
VAR OG HÉT...
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
SÝND Í KRINGLUNNI
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
„FRÁBÆR“
- Chris Tilly ign.com
„GEÐVEIK“
- joblo.com
Frá höfundi CONAN the BARBARIAN
HHH EMPIRE –
„EF ÞÚ VILT HAFA
MYNDIRNAR ÞÍNAR
DÖKKAR
OG BLÓÐUGAR,
ÞÁ ER SOLOMON
KANE FYRIR ÞIG.“
– DAVID HUGHES HÖRKUSPENNANDI
ÆVINTÝRAMYND
SEM FÆR HÁRIN
TIL AÐ RÍSA
BESTA SKEMMTUNIN
GOINGTHEDISTANCE kl.8 L
THEEXPENDABLES kl. 8 16
/ KEFLAVÍK
GOINGTHEDISTANCE kl.8-10:20 L
THE OTHER GUYS kl. 8 12
RESIDENT EVIL 4 kl. 10:20 16
/ SELFOSSI
ALGJÖRSVEPPIOG... kl.63D L
GOINGTHEDISTANCE kl.8-10:10 L
STEP UP 3 kl. 6 7
REMEMBER ME kl. 8 12
GHOST WRITER kl. 10:10 12
/ AKUREYRI
SOLOMON KANE kl.8 -10:20 16 AULINN ÉG m. ísl. tali kl.6 L
SOLOMON KANE kl.5:50-8-10:20 VIP-LÚXUS THE GHOST WRITER kl.8 -10:30 12
GOINGTHEDISTANCE kl.5:50-8-10:10 L STEP UP 3 - 3D kl.10:103D 7
ALGJÖRSVEPPIOG... kl.63D -83D L HUNDAROGKETTIR2-3D kl.63D m.ísl.tali L
ALGJÖRSVEPPIOG... kl.6 L LETTERS TO JULIET kl.8 L
REMEMBER ME kl.10:20 L
/ ÁLFABAKKA
SOLOMON KANE kl.5:50-8-10:10 16
GOINGTHEDISTANCE kl.5:50-8-10:10 L
ALGJÖRSVEPPIOG... kl.63D L
STEP UP 3 - 3D kl.83D 7
INCEPTION kl. 10:10 12
/ KRINGLUNNI
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Sænska kvikmyndin Framtidens
melodi, Söngur morgundagsins, er
sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð
í Reykjavík, RIFF. Myndin segir á
afar raunsæjan hátt frá tveimur
olnbogabörnum í Svíþjóð, hinum
aldna Stig Manner og vini hans og
skjólstæðingi, Janosi, sem er
trúbador en á vart til hnífs og
skeiðar, þarf að lifa á ölmusu og
mat sem hann finnur í ruslinu.
Leikstjórar myndarinnar, Jonas
Holmström og Jonas Bergergård,
hófu gerð stuttmynda árið 2001 en
Framtidens melodi er fyrsta kvik-
mynd þeirra í fullri lengd. Kvik-
myndin hlaut góðar viðtökur á
kvikmyndahátíðinni í Locarno fyrr
á þessu ári og alþjóðlegu kvik-
myndahátíðinni í Gautaborg en hún
er í flokknum Vitrunum á RIFF og
keppir því um aðalverðlaun hátíð-
arinnar, Gyllta lundann. Blaðamað-
ur ræddi við Bergergård.
– Þessi kvikmynd hefur yfir sér
slíkan raunsæisblæ að á köflum
finnst manni sem maður sé að
horfa á heimildarmynd. Mér skilst
að aðalleikararnir, Rolf G. Ekroth
og Sven-Olof Molin, þekki vel til fá-
tæktar á borð við þá sem aðal-
persónurnar þurfa að glíma við og
hafi lagt sitt af mörkum hvað varð-
ar framvindu sögunnar.
„Við þekkjum þessa menn vel,
erum góðir vinir þeirra, við höfum
verið eins og lítil fjölskylda saman.
Þetta var eiginlega félagslegt verk-
efni, að láta þá finna fyrir öryggi
og fá þá til að sýna þessar miklu,
persónulegu tilfinningar,“ segir
Bergergård. Helsta ástæða þess að
tökur tókust jafnvel og raun ber
vitni hafi verið þessi persónulegu
tengsl við leikarana og fámennt tö-
kulið. „Þeir höfðu mikil áhrif á sög-
una, komu með hugmyndir og áttu
mikinn þátt í tökuferlinu.“
Kvikmyndir fyrirsjáanlegar
– Þið fóruð ekki eftir handriti?
„Nei, við vorum með hugmynd
að sögu, um þennan eldri mann
sem tæki að sér mann af götunni.
Við vorum með þá hugmynd, þegar
tökur hófust, að gera myndina með
„lífrænni“ hætti. Okkur finnst 90
eða 95% kvikmynda fyrirsjáanleg
og vildum gera eitthvað sem væri
það ekki.“ Bergegård segir þetta
þó erfitt í framkvæmd og að klipp-
ing myndarinnar hafi tekið langan
tíma. Tökur hafi staðið yfir sum-
arlangt eða þar um bil og einnig
hafi verið tekið upp að hausti og
vori ári síðar. Myndin var tekin
handhelt með léttum vélum. „Við
viljum vera hreyfanlegir, ef við
sjáum eitthvað áhugavert viljum
við geta komist á staðinn strax.
Ekki ósvipað tökuliði heimild-
armyndar.“
Að leika í fyrsta sinn
Bergegård segir annan aðalleik-
aranna, Sven-Olof Molin, leiklist-
arlærðan og að hann eigi í svipuðu
basli og persónan sem hann leikur í
myndinni, Janos. Hinn aðalleik-
arinn, Rolf G. Ekroth, hefur enga
leiklist numið. Bergegård starfar
einnig sem félagsráðgjafi og þekkir
því vel til fólks sem þarf að reiða
sig á sænska velferðarkerfið. „Við
Jonas búum í frekar litlum bæ,
Karlstad, sem er oft kallaður „sól-
arbærinn“ (hlær) en það eru þó
heilmikil félagsleg vandamál hér,“
segir hann en myndin var tekin í
þeim bæ. Hann segir Svía þó lítið í
því að fjalla um slík vandamál í
kvikmyndum.
Framtidens melodi er sýnd á
RIFF 27. og 30. september.
Það rignir líka í sólarbæ
Sænska kvikmyndin Framtidens melodi segir af fátækum trúbador og öldruðum umboðsmanni hans
„Okkur finnst 90 eða 95% kvikmynda fyrirsjáanleg og vildum gera eitthvað sem væri það ekki“
Jónasar Jonas Holmström og Jonas
Bergegård við tökur myndarinnar.
Bað Stig hugleiðir á meðan Janos striplast í kvikmyndinni Framtidens melodi sem er sýnd á RIFF.
RIFF | ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK
koma sér og tónlist sinni á fram-
færi. Janos er óútreiknanlegur og
reynist það Stig erfitt að koma
honum á framfæri. Myndin er
grátbrosleg framan af og hefur að
geyma mörg kostuleg atriði. Janos
á t.d. í deilum við verslunarstjóra
matvöruverslunar sem bannar hon-
um að tína sælgæti af gólfinu, mola
sem hrunið hafa úr nammibar og
enda í ruslinu hvort eð er. Versl-
unarstjórinn segir það líta illa út
að hann sé að tína sælgætið upp en
Janos spyr á móti hvort það líti
ekki verr út að láta það liggja á
gólfinu. Janos og Stig hafa sína
djöfla að draga og mæta hvarvetna
mótlæti, þurfa að fylgja oft á tíðum
undarlegum reglum samfélagsins.
Kvikmyndin er heimildarmynd-
arleg og maður á bágt með að trúa
því á köflum að aðalleikararnir
tveir séu að leika. Af útlitinu að
dæma hefur trúbadorinn marga
fjöruna sopið og lagið sem hann
heldur hvað mest upp á er einkenn-
andi fyrir efnið, hið góðkunna og
ljúfa „Vem kan segla“. Hver getur
siglt án vinds eða róið án ára? Jú,
það þurfa þessar tvær góðu sálir að
gera og vináttan er það eina sem
þeir eiga, líkt og í laginu góða. Stig
og Janos trúa hvor á annan, þó
enginn annar virðist gera það.
Þetta er átakanleg mynd fram-
reidd af miklu raunsæi enda unnu
leikstjórarnir hana ekki eftir eig-
inlegu handriti heldur af fingrum
fram í tökum. Þetta er kostur
myndarinnar og galli í senn, því oft
á tíðum verður myndin heldur
langdregin og maður bíður þess að
eitthvað markvert gerist. En þeir
sem eru orðnir þreyttir á þunn-
ildum frá Hollywood ættu hiklaust
að skella sér á þessa merkilegu
mynd.
Framtidens melodi bbbmn
Leikstjórar: Jonas Holmström og Jonas
Bergergård. Aðalhlutverk: Rolf G. Ekr-
oth, Sven-Olof Molin, Helena Bengtsson
og Thomas Christensson. 84 mín.
Svíþjóð, 2010. Flokkur: Vitranir.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYND
Þeir sem smekk hafa fyrirsænsku þjóðfélagsraunsæifá sitthvað fyrir sinn snúð.Myndin segir af tveimur
körlum, hinum aldraða Stig Mann-
er og hinum miðaldra Janos, sem
eiga vart í sig og á. Stig selur ýms-
an varning sem hann finnur í rusl-
inu eða fær gefins en hann er einn-
ig umboðsmaður trúbadorsins
Janosar sem hefur ekki tekist að
Róið án ára
Sýnd í kvöld og 30. september.