Morgunblaðið - 27.09.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.09.2010, Blaðsíða 28
28 MENNINGFréttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2010 son hafði samband við mig og spurði hvort ég væri tilbúinn að syngja þessa lagaflokka á íslensku. Ég játti því samstundis,“ segir Eiður Ágúst. „Ég hafði lært þessa lagaflokka á þýsku þegar ég var í námi í Þýska- landi, þar er nánast skylda að söngv- arar kunni þá, og svo lærði ég ís- lenska textann fyrir þennan flutning sem var hljóðritaður hér heima. Það voru ekki gerðar margar upptökur af hverju lagi því ég hafði alltaf fyrir sið á mínum söngferli að kunna textann og vanda mig við sönginn svo ekki þyrfti að eyða tíma, peningum og fyr- irhöfn í að taka sama lagið upp nokkr- um sinnum. Þannig að þetta var nán- ast tekið upp eins og um konsert væri að ræða. Ég man að mér fannst frammistaða mín alveg sómasamleg og hugsaði með mér að ég þyrfti ekk- ert að skammast mín fyrir hana.“ Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Á árunum 1983 og 1984 var hljóðrit- aður hjá Ríkisútvarpinu söngur Eiðs Ágústs Gunnarssonar á ljóðaflokk- unum Svanasöngur eftir Franz Schu- bert og Ástir skálds eftir Robert Schumann. Einar Ágúst söng ljóða- flokkana í íslenskri þýðingu Daníels Á. Daníelssonar, fyrrverandi héraðs- læknis á Dalvík. Ólafur Vignir Al- bertsson var við píanóið. Eftir flutn- ing í útvarpi fóru upptökurnar upp í hillu í geymslu hjá stofnuninni. En nú, svo mörgum árum síðar, eru upp- tökurnar komnar út á tveimur hljóm- diskum og sér fyrirtækið 12 tónar um sölu og dreifingu. „Í fyrravor fékk ég þá ágætu hug- mynd, að því er mér finnst, að kaupa allt það efni sem útvarpið hafði tekið upp af söng mínum. Ég var ekkert að hugsa um útgáfu, vildi bara eiga þetta fyrir mig,“ segir Eiður Ágúst. „Ég komst svo í samband við Garðar Cortes sem hlustaði á upptökurnar, hrósaði þeim gríðarlega og sagði mér að það yrði að gefa þær út. Ég leyfði fleirum að hlusta og þeir sögðu það sama. Nú er þetta komið út á geisla- diski og það er Garðari Cortes að þakka því hann skipaði mér að gera það.“ Sómasamleg frammistaða Á þeim árum sem upptökurnar voru gerðar var Eiður Ágúst búsett- ur í Þýskalandi þar sem hann starfaði sem söngvari. „Ólafur Vignir Alberts- Svanasöngur og ástir skálds  Endurútgáfa á söng Eiðs Ágústs Gunnarssonar á tveimur hljómdiskum Morgunblaðið/Golli Eiður Ágúst „Nú er þetta komið út á geisladiski og það er Garðari Cortes að þakka því hann skipaði mér að gera það,“ segir Eiður Ágúst Gunnarsson. Ferill » Eiður Ágúst Gunnarsson er fæddur í Reykjavík árið 1936. » Hann var í söngnámi hér heima og í Þýskalandi. Hann starfaði í mörg ár við óperuhús í Þýskalandi og Austurríki. » Eiður Ágúst fluttist aftur til Íslands haustið 1987 og starf- aði frá þeim tíma sem söng- kennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og Söngskólann í Reykjavík. Skoska kvikmyndin Neds í leikstjórn Peter Mullan var valin sú besta á San Sebastian-kvikmyndahátíðinni á Spáni sem lauk á laugardaginn. Hampaði Mullan því Gullnu skelinni, aðalverðlaunum hátíðarinnar. Neds gerist á sjöunda áratugnum í Glasgow í Skotlandi og segir frá gáf- uðum dreng sem þarf að kljást við gengjastríð, stéttarskiptingu og drykkfelldan föður. Mullan skrifaði handritið auk þess að leika í kvik- myndinni, hann segir myndina vera persónulega en ekki sjálfsævi- sögulega. Neds var ekki aðeins valin besta myndin því Conor McCarron, sem fer með hlutverk piltsins, var valinn besti leikarinn. Hann hefur fengið mjög góða dóma fyrir frammistöðu sína í myndinni. Myndin var frumsýnd á kvik- myndahátíðinni í Toronto fyrr í mán- uðinum. Þetta er fyrsta myndin sem Mullan leikstýrir síðan The Magda- lene Sisters árið 2002. Hann fékk Gullna ljónið fyrir hana á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum. Verðlaun fyrir bestu leikstjórn á San Sebastian fóru til Raoul Ruiz fyr- ir Misterios de Lisboa og spænska leikkonan Nora Navas var valin sú besta fyrir leik í Pa Negre. Reuters Verðlaun Peter Mullan með Gullnu skelina fyrir bestu myndina, Neds. Gullna skelin afhent Mynd Mullan valin sú besta á San Sebastian Harpa, tónlistar- og ráðstefnu- húsið, verður aðsetur Íslensku óperunnar frá opnun þess í maí 2011. Samningur þess efn- is var undirritaður á laug- ardaginn á milli Íslensku óp- erunnar og rekstrarfélagsins Ago ehf. Samningurinn er til næstu fimm ára og mun Ís- lenska óperan standa fyrir reglulegum óperusýningum, ásamt öðrum söng- og tónlist- arviðburðum í Hörpu. Er þetta mikilvægur og spennandi áfangi í sögu óperuflutnings á Íslandi. Til hefur staðið í nokkurn tíma að Íslenska óperan flytji í Hörpu, en ekki hefur verið hægt að undirrita samning þess efnis fyrr en nú. Tónlist Íslenska óperan verður í Hörpu Frá uppsetningu á Ástardrykknum. Úrval franskra hreyfistutt- mynda verður sýnt í Ný- listasafninu í kvöld og annað kvöld. Það er Alliance Fran- çaise í Reykjavík sem tekur þátt í RIFF 2010 með því að bjóða upp á úrval hreyfistutt- mynda með stuðningi Cult- uresFrance. Dagskráin inniheldur úrval mynda frá Alþjóðlegu hreyfi- myndahátíðinni í Annecy. Þær sýna hvað heimur hreyfimyndanna er margslung- inn og lifandi. Allar myndirnar eru franskar, fyrir utan eina ísraelska og aðra indverska. Nýlistasafnið er á Skúlagötu 28 og hefjast sýn- ingarnar kl. 20 bæði kvöldin. Kvikmyndir Franskar hreyfistuttmyndir Hreyfistutt- myndahátíð. Elva Hreiðarsdóttir myndlist- armaður opnaði grafíksýningu í Jónas Viðar Gallery í Lista- gilinu á Akureyri um helgina. Elva hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga í gegnum tíðina en hún hefur m.a. lokið námi frá Myndlistaskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Ís- lands. Elva gerir plötur með svo- kallaðri collagraph-tækni. Flest verka hennar eru þrykkt bæði með sk. djúpþrykksaðferð og há- þrykksaðferð. Hugmyndir að verkum sínum fær hún í íslenskri náttúru og undanfarið hafa línur og fletir í bergi verið henni óþrjótandi uppspretta. Myndlist Elva sýnir í Jónas Viðar Gallery Elva Hreið- arsdóttir Fossasería Ólafs Elíassonar seldist fyrir nærri hálfa milljón dala, eða 53 milljónir ísl. króna á uppboði hjá Sothebýs í New York á laugardag- inn. Verkin sem boðin voru upp, 142 talsins, voru öll úr eigu bandaríska bankans Lehman Brothers og fóru á samtals 1,4 milljarða króna. Mun andvirði sölunnar renna til kröfu- hafa bankans sem varð gjaldþrota í september 2008. Flest verkanna seldust og mörg þeirra langt yfir matsverði, meðal annars verk Ólafs Elíassonar, The Waterfall Series, en áætlað söluverð var 60-80 þúsund dalir. Fossaserían er frá 1996, um er að ræða fimmtíu ljósmyndir af fossum, hver 38 sinn- um 26 sentimetrar að stærð. Lehm- an Brothers keypti verk Ólafs árið 1998 af galleríi í New York. „Ég held að fáir íslenskir lista- menn hafi komist nálægt þessu. Tvö önnur verk eftir Ólaf hafa farið á hærra verði. 458.500 dollarar er mikið verð fyrir þetta verk sem var metið á 60-80 þúsund dollara. Ég var búinn að spá því að þetta færi á 150- 200 þúsund dollara. Þetta er talsvert hærra,“ segir Börkur Arnarson hjá i8 galleríi sem er umboðsaðili Ólafs Elíasson og bætir við: „Þetta er líka sérstakt að því leytinu til að þetta er „edition“ verk af þremur. Það er líka gaman að þessu því nú er verið að sýna nýjar ljós- myndaseríur eftir Ólaf í Lisasafni Ís- lands og dýrustu verkin þar eru á um 200 þúsund dollara.“ Markaðurinn að taka við sér Börkur segir söluna á uppboðinu í New York vera góðar fréttir fyrir markaðinn, sem virðist vera að taka við sér. „Þetta uppboð var búið að fá ákveðna gagnrýni á sig, það er sett á laugardegi en það er mjög sjaldan sem góð uppboð eru á laugardögum, þau eru yfirleitt í miðri viku. Menn voru fullir efasemda um að eitthvað myndi koma út úr þessu en flest verkin fóru á yfirverði. Það er líka verið að borga svolítið fyrir hvaðan þessi verk koma, að þau hafi verið í safni Lehman Brothers þykir gott og menn eru tilbúnir að borga aukalega fyrir það. Það mun alltaf fylgja sögu verksins að það hafi verið hjá þessu fyrirtæki sem er ekki til lengur. Það skiptir vissulega máli hvar verk hafa verið, það hefur oft mikil áhrif á verðgildi þeirra,“ segir Börkur. Það verk sem fór á hæsta verði á uppboðinu var málverkið Án titils 1 eftir eþíópísku listakonuna Julie Me- hretu. Það var metið á 6-800 þúsund dali en seldist fyrir rúma milljón dala. Það vakti hins vegar athygli, að verk eftir Bretann Damien Hirst, sem var metið á rúma milljón dala, seldist ekki. Annað uppboð á listaverkum Lehman Brothers mun fara fram í Lundúnum á miðvikudag og þar verða meðal annars seld verk eftir Lucian Freud og Gary Hume. ingveldur@mbl.is Fossasería Ólafs fór á metverði  Börkur Arnarson hjá i8 galleríi segir söluna á Lehman Brothers-listaverkauppboðinu benda til þess að markaðurinn sé að taka við sér  Fossasería Ólafs Elíassonar frá 1996 seldist á 458.500 dollara Fossaserían Eitt af þremur eintökum var í eigu Lehman Brothers. Við þekkjum þessa menn vel, erum góðir vinir þeirra, við höfum verið eins og lítil fjölskylda saman 32 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.