Morgunblaðið - 27.09.2010, Side 16

Morgunblaðið - 27.09.2010, Side 16
16 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2010 fljótlegt og gott ÓDÝRT OG GOTT kr. kg699 Núðlur með kjúkling Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Ed Miliband, nýkjörinn leiðtogi breska Verkamannaflokksins, lýsti því yfir í gær að „Nýi Verkamanna- flokkurinn“, eins og hann var oft kall- aður í valdatíð Tony Blairs, heyrði nú sögunni til. Hann neitaði þó því að hann hygðist færa flokkinn til vinstri, en kvaðst ætla að endurskilgreina miðjuna og sýna að Verkamanna- flokkurinn tæki afstöðu með „að- þrengdri miðjunni“ í breskum stjórn- málum. Ed Miliband er nú leiðtogi Verka- mannaflokksins eftir mjög nauman sigur á bróður sínum, David, fyrrver- andi utanríkisráðherra. Meirihluti þingmanna flokksins studdi David Miliband í leiðtogakjörinu. Ed naut hins vegar mikils stuðnings meðal fulltrúa verkalýðssamtaka og atkvæði þeirra réðu úrslitum. „Rauði Ed“ miðjumaður? Ed Miliband lagði þó áherslu á að hann væri enginn taglhnýtingur verkalýðssamtakanna. „Þetta snýst ekki um það að flokkurinn sé kominn með vinstri slagsíðu, alls ekki,“ sagði Miliband í viðtali við breska ríkisút- varpið, BBC. „Ég er maður miðjunn- ar í stjórnmálum, en þetta snýst um að skilgreina hvar miðjan er.“ Miliband kvaðst ætla að veita sam- steypustjórn Davids Camerons, leið- toga Íhaldsflokksins, harða en mál- efnalega andstöðu, berjast m.a. gegn áformum hennar um stórfelldan niðurskurð ríkisútgjalda til að minnka metfjárlagahalla sem stjórn Verkamannaflokksins skildi eftir sig. Miliband hét því að sameina Verka- mannaflokkinn eftir langvinna tog- streitu milli Blairs og Gordons Browns, eftirmanns hans í embætti forsætisráðherra. „Tímabili Nýja Verkamannaflokksins er lokið. Ný kynslóð hefur tekið við og gömlu merkimiðarnir heyra sögunni til,“ sagði Miliband. Þingmenn Íhaldsflokksins hafa lýst Ed Miliband sem manni verkalýðs- samtakanna. Nokkur íhaldssöm dag- blöð í Bretlandi uppnefndu hann „Rauða Ed“. Stjórnmálaskýrandi Sunday Telegraph sagði að með því að færast til vinstri væri Verka- mannaflokkurinn í raun að kasta frá sér möguleikanum á að komast aftur til valda í næstu kosningum. Nokkrir stjórnmálaskýrendur sögðu þó að flokkurinn fengi nú raunverulegan möguleika á komast til valda með því að leggjast gegn sparnaðaráformum stjórnar- innar. The Sunday Times hvatti Miliband til að hafna ekki miðju- stefnu Blairs. „Miliband þarf að end- urnýja „Nýja Verkamannaflokkinn“, ekki að losa sig við hann.“ Segir tímabili „Nýja Verka- mannaflokksins“ lokið Reuters Nýr leiðtogi Ed Miliband mætir á fund kvenna í tengslum við flokksþing Verkamannaflokksins í Manchester í gær.  Ed Miliband neitar því að hann hyggist færa Verkamannaflokkinn til vinstri Bátur aðgerða- sinna frá Ísrael, Evrópu og Bandaríkjunum lagði af stað frá Kýpur í gær og hélt áleiðis til Gaza-svæðisins með ýmis hjálpargögn, m.a. gervifætur. Skipverjarnir eru gyðingar og ætla að freista þess að rjúfa hafnbann Ísraela á Gaza. Báturinn, sem nefnist Irene, er með átta manna áhöfn og tvo blaða- menn. Í bátnum eru ýmis táknræn hjálpargögn, svo sem leikföng, hljóðfæri, kennslubækur, fiskinet og gervifætur. Áætlað er að ferðin taki um það bil einn og hálfan sólar- hring. Meðal þeirra, sem eru um borð, er Reuven Moshkovitz, 82 ára gam- all maður sem lifði af helförina. Hann sagði við fréttastofuna AFP að hann teldi það skyldu sína að fara þessa ferð og mótmæla kúgun á svo mörgu fólki, þeirra á meðal 800 þúsund börnum á Gaza- svæðinu. Ehud Barak, varnarmálaráð- herra Ísraels, hefur sagt að Ísraels- her eigi að stöðva ferðir allra skipa sem nálgast Gaza. Bátur gyðinga á leiðinni til Gaza með hjálpargögn Báturinn Irene. Dómara í Kali- forníu hefur verið falið að skera úr um hver eigi risa- stóran smaragð sem fannst í Bahia-héraði í Brasilíu. Smaragður- inn vegur 380 kílógrömm og áætlað er að verð- mæti hans nemi 370 milljónum doll- ara, rúmum 42 milljörðum króna, að sögn fréttavefjar BBC. Að minnsta kosti sex menn hafa gert tilkall til gimsteinsins, þeirra á meðal Kaliforníumaður sem segist hafa greitt tveimur brasilískum gimsteinasölum jafnvirði sjö millj- óna króna fyrir smaragðinn skömmu eftir að hann fannst fyrir níu árum. Deilt um mjög verð- mætan smaragð Bahia-smaragðurinn. Hylki, sem nota á til að bjarga 33 námumönnum, hefur verið flutt í San Jose-námuna í Chile þar sem verið er að bora þrjár holur til að bjarga mönnum sem urðu innlyksa í aðalgöngum námunnar þegar þau hrundu í byrjun ágúst. Vonast er til að hægt verði að byrja að hífa mennina upp í hylkinu í byrjun nóv- ember. Rýmið í hylkinu er 1,9 metra hátt og þvermálið er 53 sentimetrar. Þrengsli Björgunarhylkið prófað. Björgunarhylkið komið í námuna Reuters Ed Miliband sigraði eldri bróður sinn, David, fyrrverandi utanríkisráðherra, mjög naumlega í fjórðu umferð tví- sýns leiðtogakjörs Verkamannaflokksins. Ed Mili- band fékk þá 50,65% atkvæðanna en bróðir hans 49,35%. Ed kvaðst í gær hafa beðið bróður sinn að fara með fjármál í skuggaráðuneyti Verkamannaflokksins en hann hefði ekki svarað beiðninni strax. „Hann þarf tíma til að hugsa um hvað hann geti lagt af mörkum.“ Ed Miliband er fertugur, varð þingmaður árið 2005 og fór með orkumál og loftslagsmál í ríkisstjórn Gord- ons Browns. Munurinn aðeins 1,30% SIGRAÐI BRÓÐUR SINN NAUMLEGA Ed (t.h.) faðmar bróður sinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.