Morgunblaðið - 21.10.2010, Page 2
2 21. október 2010finnur.is
VILT ÞÚ
VITA HVERS
VIRI EIGNIN
ÞÍN ER Í DAG?
PANTAU FRÍTT
SÖLUVERMAT ÁN
SKULDBINDINGA!
HRINGDU NÚNA
Bær820 8081
Sylvia Walthers // best@remax.is
Rúnar S. Gíslason
Lögg. fasteignasali.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími
5691100 Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannes-
sen Umsjón Birta Björnsdóttir birta@mbl.is Bílar Sig-
urður Bogi Sævarsson sigurdurbogi@ mbl.is Auglýsingar
finnur@mbl.is, sími 5691107 Prentun Landsprent ehf.
Ef til stendur að missa nokkur kíló ætti að
gæta þess sérstaklega að fá nægan svefn, ef
marka má glænýja rannsókn sem Chicago og
Wisconsin-Madison-háskólar unnu í samein-
ingu. Rannsóknin fór þannig fram að hópi
fólks í yfirþyngd var haldið á sama megrandi
mataræði og fékk sömu hreyfingu, en annar
helmingur hópsins fékk að sofa í 5,5 tíma á
meðan hinn svaf 8,5 tíma á nóttu.
Allt missti fólkið svipaða þyngd að loknu
tveggja vikna tímabili, en þeir sem fengu lít-
inn svefn misstu minna af fitu og meira af
vöðvaþyngd. Rannsakendurnir ímynda sér að
hversu mikið eða lítið líkaminn fær af svefni
hafi bæði áhrif á framleiðslu hungurtengdra
hormóna sem og á efnaskipti líkamans. Aðr-
ar rannsóknir eiga að hafa sýnt fram á tengsl
minni nætursvefns og aukinna líka á bæði
þyngdaraukningu sem og hjarta- og æða-
sjúkdómum.
ai@mbl.is
Heilsuráð
Morgunblaðið/Þorkell
Góður svefn
bætir megrunina
Þýski gæðastimp-
illinn Spiel des Ja-
hres (Spil ársins)
er einhver sá mesti
heiður sem hægt
er að hljóta í flokki
borðspila. Það
hlaut á dögunum
spilið Dixit, sem er
til sölu hjá Spila-
vinum á Langholtsvegi.
Á heimasíðu verslunarinnar kemur meðal
annars fram að spilinu megi lýsa sem mynd-
rænu Fimbulfambi, en spilið gengur út á að
lýsa með orðum eða hljóðum myndum sem
fylgja með spilinu. Keppendur, sem skiptast á
um að vera sögumaður, reyna svo að giska á
hvaða mynd viðkomandi var að lýsa.
Spilið er fyrir þrjá til sex leikmenn og tekur
um hálftíma að spila. Það kostar 6.850 krón-
ur í Spilavinum.
birta@mbl.is
Spil
Dixit var valið
spil ársins 2010
Að vera plötusnúður er draumastarf áþessum aldri. Ég hef alltaf haftmikinn áhuga á tónlist og það erlíka gaman að vera meðal fólks sem
fer út á lífið til að skemmta sér. Auðvitað koma
þær stundir að maður vildi vera heima, til
dæmis á kvöldin og um helgar, en þegar í leik-
inn sjálfan er komið hverfa slíkar hugsanir af-
ar fljótt,“ segir Jónas Óli Jónasson eða Jay-O,
24 ára plötusnúður.
Var í góðærisnámi
Tónlistin hefur gengið eins og rauður þráð-
ur í gegnum allt líf Jónasar sem lærði á píanó
upp undir tvítugt í Tónmenntaskóla Reykja-
víkur og FÍH, jafnhliða því sem hann æfði
knattspyrnu með yngri flokkum KR. Að loknu
stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið
2006 hóf Jónas nám í fjármálaverkfræði við
Háskólann í Reykjavík sem hann brautskráð-
ist frá árið 2009.
„Við vorum þrjátíu í mínum árgangi sem
byrjuðum í þessu námi. Það má segja að þetta
hafi verið góðærisnám, þar sem við byrjum öll
í rjúkandi uppgangi og námið sem slíkt er snið-
ið að fjármálastofnunum. Þegar við braut-
skráumst svo er allt kerfið á Íslandi komið í
rugl. Eftir á að hyggja hef ég lítinn áhuga á því
að vinna í banka og hugsaði með mér að það
væri einfaldlega skemmtilegra að halda sig við
plötusnúðinn og ég er ekkert að leita mér að
öðru starfi í dag. Ég hef miklu meiri áhuga á
að gera eitthvað sjálfur.“
Gripið í vínylinn
Jónas var fulltrúi Frostaskjóls í plötusnúð-
akeppni félagsmiðstöðva árin 2001 og 2002 og
bar þar sigur úr býtum. Var hann þá kominn í
góða þjálfun því aðeins ellefu ára fékk hann
sinn fyrsta plötuspilara og hljóðblandara að
gjöf frá foreldrum sínum.
„Talsvert af tónlist kemur enn út á vínyl-
plötum og maður grípur enn í þær. Mest af
þeirri tónlist sem ég spila er hins vegar staf-
rænt efni sem ég kaupi af netinu, til dæmis í
gegnum bandarískar tónlistarveitur. Annars
eru útvarpsstöðvarnar hérlendis mjög áhrifa-
miklar. Fólk er matað af tónlist og gleymir
stundum hvað því sjálfu finnst skemmtilegt og
langar bara að heyra það sem er vinsælt. Það
er gífurlegt magn af tónlist, sérstaklega ís-
lenskri, sem kemst aldrei til skila,“ segir Jónas
Óli sem þeytir skífum til dæmis á skólaböllum,
í einkasamkvæmum og skemmtistöðum – þá
oftast á Vegamótum, Austur og B5 en þeir
staðir eru allir í miðborg Reykjavíkur.
sbs@mbl.is
Plötusnúðurinn Jónas Óli Jónasson þeytir skífum á skemmtistöðum borgarinnar.
Morgunblaðið/Ernir
„Fólk er matað af tónlist og gleymir stundum hvað því sjálfu finnst skemmtilegt,“ segir Jónas Óli Jónasson plötusnúður.
Verkfræðingurinn þeytir
skífum og skemmtir fólki
Carambar er fyrir Frökkum eins og Tópas er fyrir Íslendingum
eða Haribo fyrir Dönum. Þetta mjúka karamellunammi er orðið
samofið franskri menningu og meira að segja hluti af málhefð-
inni. Að segja „Carambar-brandara“ þýðir hjá Frökkum að
brandarinn hafi verið hallærislegur eða barnalegur, en litlir
brandarar eru prentaðir á innanverðar umbúðirnar um hvert
karamellustykki.
Karamellan minnir á löngu karamellustangirnar í Quality
Street-dollunum frá Macintosh, nema hvað hún er ögn mýkri
undir tönn og hægt er að kaupa Carambar með alls konar bragði
öðru en klassísku karamellubragði. Meðal bragðtegunda sem
finna má í betri verslunum er kóla-, sítrónu-, núggat- og jarð-
arberjabragð.
Ekki er vitað til þess að Carambar finnist í íslenskum versl-
unum en hægt er að kaupa gottið í ýmsum netbúðum og auðvelt
að rekast á poka í búðum í vestari helmingi Evrópu.
ai@mbl.is
Hefurðu smakkað … Carambar?
Karamelludýrð af löngu sortinni