Morgunblaðið - 21.10.2010, Page 8

Morgunblaðið - 21.10.2010, Page 8
8 21. október 2010fasteignir Ég er myndlistarmaðurog er menntuð semkennari líka. En síðast-liðin fimm ár hef ég eingöngu verið í myndlistinni,“ segir Sveinbjörg Hallgrímsdóttir, sem hannar meðal annars fallegar filmur sem skreyta má með glugga og veggi. „Það er erfitt að lifa eingöngu af myndlistinni svo ég fór fyrir nokkru að hanna heimilislínu með mynstrum sem ég hafði verið að vinna með áður í verkum mínum.“ Heimilislínan nær yfir áður- nefndar filmur ásamt teppum og servíettum svo fátt eitt sé nefnt. „Ég vinn eingöngu út frá mínum myndverkum. Ég nota filmurnar svipað og grafíkverkin mín, það er hægt að raða þeim saman, lag ofan á lag og gera þannig annað mynst- ur eða bara nota hverja filmu fyrir sig. Ég hef búið til pakka þar sem fólk getur sjálft búið til sína eigin mynd úr filmunum, svipað og ég hef verið að gera í þrykkinu. Það er hægt að kaupa mismunandi filmur og raða þeim saman og gera í raun sitt eigið myndverk í glugga eða á vegg,“ segir Svein- björg. „Ég er einnig með gjafakorta- línu sem er unnin út frá mynd- verkum mínum og þau eru í sölu í nokkrum hönnunar- og blóma- verslunum um landið.“ Á verk í fórum Svíakonungs Það er í mörg horn að líta hjá Sveinbjörgu. Eins og áður sagði hefur hún hannað heimilislínu auk filmnanna og svo prýðir verk eftir hana jólafrímerki Póstsins í ár. Auk þess getur Sveinbjörg státað sig af því að hafa gert verk fyrir sjálfan Karl Svíakonung. „Verkið heitir Vinátta og Ak- ureyrarbær gaf Svíakonungi verk- ið þegar hann kom í vinabæj- arheimsókn hingað. Þetta verk passaði mjög vel við þessa heim- sókn,“ segir Sveinbjörg og við- urkennir að það sé svolítið gaman að vita af verki sínu í fórum sænsku konungsfjölskyldunnar. Sveinbjörg er ein þeirra fjölda- mörgu hönnuða sem taka þátt í sýningunni Handverk og hönnun í Ráðhúsinu helgina 28. október til 1. nóvember. Auk þess er hægt að nálgast hönnun hennar hjá Svartfugli og hvítspóa og Sirku á Akureyri og Duka, Epal, Loka, Gallerý Fold og Kraumi í Reykjavík auk vefversl- unarinnar svartfugl.is. Sveinbjörg Hallgímsdóttir myndlistarmaður á Akureyri Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Myndlistakonan Sveinbjörg á vinnustofu sinni á Akureyri. Sveinbjörg viðurkennir að það sé svolítið gaman að vita af verki sínu í fórum sænsku konungsfjölskyldunnar. Ljósmynd/Lára Stefánsdóttir Hér má sjá filmur Sveinbjargar nýttar á margvíslegan máta í gluggum. Hannar filmur fyrir heimilið Vel hannað 297,6 fm parhús á 2 hæðum við Furuás í Hafnarfirði. Húsið er hægt að fá fokhelt að innan og utan til afhendingar eftir samkomulagi verð 26.900.000 einnig er mögulegt að kaupa húsið í núverandi ástandi verð 17.900.000. Möguleiki er að gera séríbúð á neðri hæð hússins sem gæti hentað afar vel til útleigu. Upplagt fyrir handlagna. Allar teikningar fylgja með. Nánari upplýsingar veitir Bóas í síma 699 6165 eða á boas@domusnova.is Til leigu vel skipulögð rými á góðum stað. Rýmin eru í nokkrum stærðum 98,4 fm, 160,5 fm og 321 fm. Húsnæðið afhendist tilbúið sem opið rými. Frábært staðsetning. Trygging: 2 mánaða leiga Bóas Ragnar Bóasson Sölustjóri Sími: 699 6165 Axel Axelsson Löggiltur fasteignasali Turninum 12. hæð - Smáratorgi 3 - 201 Kópavogi - domusnova@domusnova.is - www.domusnova.is - S: 527 1717 - Fax: 527 1718 Hægt er að stúka rýmin niður í skrifstofur og fundarherbergi allt eftir óskum leigutaka. Fiskislóð 31, 101 RVK. Furuás, 221 HFJ. 1.100 kr Leiguverð pr fm. Nánari upplýsingar veitir Bóas í síma 699 6165 eða á boas@domusnova.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.