Morgunblaðið - 21.10.2010, Page 15

Morgunblaðið - 21.10.2010, Page 15
fasteignir21. október 2010 15 Markaðurinn var aðeins að taka viðsér en svo sló í bakseglin. Tilþess að raunveruleg hreyfingkomist á hlutina þarf hins vegar að komast á hreint hvað stjórnvöld ætla sér varðandi afskriftir skulda heimilanna. Óviss- an um það er mjög bagaleg,“ segir Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali og fram- kvæmdastjóri Eignamiðl- unar í Reykjavík. 72 samningum þinglýst Alls 72 kaupsamningum vegna fasteignaviðskipta á höfuðborgarsvæðinu var þinglýst dagana 8. til 14. október. Þar af voru 53 samningar um eignir í fjöl- býli, fjórtán um sérbýli og fimm samningar um aðrar eignir en íbúðarhúsnæði. Heild- arveltan var 2.092 milljónir króna og með- alupphæð á samning 29,1 milljón króna. Aðeins einum kaupsamningi var umrædda daga þinglýst á Suðurnesjum. Hann var um eign í sérbýli og þar voru undir 11,6 millj. kr. Á Akureyri var gengið frá sex kaupsamn- ingum og fimm á Árborgarsvæðinu, í fjórum tilvikum um kaup á sérbýliseignum. Kunnugir benda á að þessar tölur segi raunar ekki allt um stöðuna á markaðnum þessa dagana. Oft líði nokkrar vikur frá því gengið sé frá samningum um sölu fasteigna uns þeim sé þinglýst hjá sýslumanni sem er lokapunktur máls. „Fasteignaverð er í dag að nálgast þá línu sem eðlileg getur talist. Íbúðir í fjölbýlis- húsum og sérbýli, til dæmis raðhús, eru að fara á mjög ásættanlegu verði. Fólk þarf að minnsta kosti ekki að láta frá sér eignir á neinu hrakvirði. Þetta er í raun allt að leita jafnvægis eftir mjög óvenjulega tíma. Fyrst þensluskeið og svo verðfall og efnahagshrun sem var líkast náttúruhamförum,“ segir Sverrir. Séreignastefnan er ekki dauð Sverrir telur núverandi aðstæður í efna- hagslífi ekki þýða að séreignarstefnan svo- nefnda sé dauð, enda þótt slíku hafi verið haldið fram. Í bráð og lengd sé það jafnan ódýrasti kosturinn að búa í eigin húsnæði – og með góðum rökum megi halda því fram að séreignarstefnan sé í ágætu samræmi við ís- lensku þjóðarsálina; það er að vera sjálfs sín herra. sbs@mbl.is Óvissan á markaðnum er mjög bagaleg Sverrir Kristinsson Sjötíu kaupsamningum þinglýst á einni viku. Rólegur markaður. Beðið eftir aðgerðum stjórnvalda í málefnum skuldsettra heimila. Morgunblaðið/Árni Sæberg Horft yfir Reykjavík úr Húsi verslunarinnar. Kunnugir segja fasteignamarkaðinn lítið eitt að glæðast en óvissa um aðgerðir í málum skuldara sé bagaleg. Á siminn.is sérðu hvort þitt heimili hefur aðgang að Sjónvarpi Símans. Til að ná Sjónvarpi Símans þarf að hafa ADSL tengingu hjá Símanum. Mesta úrval landsins heima í stofu Það er Fyrir aðeins 790 kr. á mánuði færðu opnu, íslensku stöðvarnar og þrjár erlendar. Einnig færðu SkjáBíó þar sem þú getur leigt þér þúsundir bíómynda og auk þess séð sjónvarpsþætti og úrval efnis á 0 kr. Fáðu þér Sjónvarp Símans í 800 7000, siminn.is eða í næstu verslun. Sjónvarp Símans Sími Netið Sjónvarp

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.