Morgunblaðið - 21.10.2010, Page 18
18 21. október 2010atvinna
Deildarstjóri markaðsdeildar skipuleggur kynningarstarf hússins í samráði við leikhússtjóra,
leiklistarráðunaut og listræna stjórnendur og fylgir því eftir. Hann annast gerð birtinga- og
markaðsáætlana og semur um kaup á auglýsingum, vörum og þjónustu í samráði við
framkvæmdastjóra. Hann sér um heimasíðu leikhússins og reglulega uppfærslu hennar og innra og
ytra kynningarstarf.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun í markaðsfræði eða skyldum greinum.
• Þekking á helsta hugbúnaði í greininni og notkun hans.
• Reynsla af kynningar- og markaðsmálum, áætlanagerð og verkefnastjórnun.
• Gott vald á talaðri og ritaðri íslensku. Góð kunnátta í ensku.
• Áhugi á listum og starfsemi leikhúsa.
• Öguð og ábyrg vinnubrögð. Hæfni í mannlegum samskiptum.
Umsóknum og fylgigögnum má skila á netfangið leikhusid@leikhusid.is, að því tilskyldu að skrifleg
umsókn berist samhliða.
Umsóknareyðublöð má nálgast á vef Þjóðleikhússins www.leikhusid.is
Umsóknarfrestur er til og með 30. október 2010.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Tinna Gunnlaugsdóttir, þjóðleikhússtjóri, í síma 585 1200.
Deildarstjóri
markaðsdeildar
við Þjóðleikhúsið
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
www.hagvangur.is
Fjármálastjóri Fasteignafélags Íslands ehf.
Fasteignafélag Íslands ehf. auglýsir laust til umsóknar starf fjármálastjóra hjá félaginu.
Helstu verkefni:
• Yfirumsjón með bókhaldi, kostnaðareftirliti og greiningu. VSK skil
og skýrslugerðir. Undirbúningur fyrir endurskoðun og þátttaka í
innra eftirliti.
• Umsjón með endurfjármögnun lána og lánamálum félagsins.
• Skipulag og eftirfylgni fjármálastjórnunar, samræming fjárhags-
áætlana einstakra verkefna, samantekt áætlana og frávikagreining.
• Umsjón með fjárhagsupplýsingakerfum félagsins.
• Ábyrgð á greiðslum reikninga, innheimtu og útgáfu reikninga.
• Fjárhagsleg vöktun með einstaka verkefnum.
• Vinnsla og framsetning upplýsinga um fjármálastöðu og
rekstraruppgjör.
• Þátttaka í áætlanagerð og hagkvæmnisútreikningum.
• Eftirlit með samningum skuldunauta og lánardrottna.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Viðskiptafræðimenntun á háskólastigi af
endurskoðunar- eða fjármálasviði ásamt
reynslu af reikningshaldi og stjórnun.
• Þekking og kunnátta á IFRS reikningsskila-
stöðlum.
• Góð þekking á verðbréfamarkaði.
• Góð tölvukunnátta og þekking á helstu
fjárhagsupplýsingakerfum.
• Frumkvæði og fagmennska í starfi.
• Sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
• Færni í samskiptum og þægilegt viðmót.
Upplýsingar veitir:
Þórir Þorvarðarson, thorir@hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og með
31. október nk.
Umsóknir óskast fylltar út á
www. hagvangur.is
Allar umsóknir eru meðhöndlaðar sem
trúnaðarmál.
Fasteignafélag Íslands er félag sem annast umsýslu og rekstur fasteigna og útleigu á leigu-
rýmum. Fasteignafélag Íslands er að fullu í eigu Regins ehf. Helsta eign Fasteignafélags Íslands
er verslunarmiðstöðin Smáralind í Kópavogi. Leitað er að áhugasömum og kraftmiklum einstak-
lingi sem hefur töluverða reynslu af fjármálastjórnun.
Aðstoðar-
rekstrarstjóri
Íbúðahótel í Reykjavík óskar eftir að ráða
aðstoðarrekstrarstjóra til að sjá um daglegan
rekstur 3ja íbúðahótela. Hótelin eru á þremur
stöðum í Reykjavík (101-105). Starfið felur í
sér að sjá um bókunarvélar, bókunarkerfi,
símsvörun, tölvupóst, markaðsmál og fleira.
Hæfniskröfur: Markaðs- og söluhæfni,
þjónustulund, stjórnunarhæfileikar og
samskiptahæfileikar. Föst mánaðarlaun.
Vinsamlegast sendið ferilskrá á box@mbl.is
merkt: ,,H-24225”.
Rennismiður
Vanur rennismiður (iron turner) með reynslu
af tölvustýrðum smíðavélum óskast. Mikil
vinna framundan. Vélvík ehf er í fremstu röð
á sviði málmvinnslu og hefur yfir að ráða
allra nýjustu tækni í greininni. Starfsandi er
mjög góður.
Uppl. gefur verkstjóri í síma 587 9960 eða
sendið fyrirspurn með tölvupósti á
netfangið dg@velvik.is
Ég hef alltaf haft mjög gaman af börnum og passaði
mikið þegar ég var yngri,“ segir Sveinlaug Sigurð-
ardóttir, leikskólakennari og deildarstjóri á Grænuborg
í Reykjavík.
„Árið eftir stúdentspróf tók ég mér ársleyfi frá
námi til að reyna að komast að því hvað ég vildi gera
í framtíðinni og ákvað að prófa að vinna í leikskóla.
Ég hafði stefnt á læknisfræðina og helst
þá barnalækningar. Um vorið fann ég að
mig langaði hreint ekki að hætta í leik-
skólanum og hugsaði að það væri
kannski ekki svo galið að læra þetta og
gera að ævistarfi. Ég hef ekki enn séð
eftir því.“
Sveinlaug segir marga kosti fylgja starf-
inu.
„Börnin eru svo óútreiknanleg að engir
tveir dagar verða eins. Maður veit aldrei
hvaða gullkorn koma frá þeim þann daginn
og það er það sem mér þykir bæði merki-
legast og skemmtilegast við starfið,“ segir
Sveinlaug. „Ókostirnir eru vissulega einhverjir, starfið
getur tekið á. Það er oft mikið áreiti og hávaði og svo
fylgir starfinu að maður þarf að vera vel upplagður
allan daginn. Það er aldrei í boði að taka sér korters
hlé til að hvíla sig eða slíkt. En að mæta á morgnana
og fá fagnaðaróp og faðmlög yfir því að maður sé
mættur í vinnuna gerir myglaða mánudaga oft alveg
frábæra.“
Sveinlaug segist merkja talsverða
hugarfarsbreytingu gagnvart starfi
leikskólakennara undanfarin ár. Fólk
geri sér í auknum mæli grein fyrir
mikilvægi starfsins.
„Ég man að nokkrir höfðu á orði við
mig að það væri svo illa borgað og
furðuðu sig á því að ég ætlaði að
leggja þetta fyrir mig. Mín rök voru
alltaf að það skiptir meira máli að gera
eitthvað sem manni þykir skemmti-
legt.“
birta@mbl.is
Starfið mitt Leikskólakennari
Engir tveir dagar eins
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Börnin eru svo óútreiknanleg,“ segir Sveinlaug Sigurðardóttir.