Morgunblaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 29
21. október 2010 29 bílar
Toyota sendir í ár frá sérnýja kynslóð af Auris ogbýður bílinn jafnframt semtvinnbíl. Hann var hann-
aður sérlega með evrópska kaup-
endur í huga. Auris hefur ekki aðeins
fengið nýtt útlit heldur hafa aksturs-
eiginleikar og innanstokksgæði verið
aukin. Innanvert er viðmótið talsvert
breytt og betra. Gæðameiri og mýkri
efni notuð í stað harðra plastefna sem
áður voru áberandi, til dæmis í mæla-
borði.
Auris HSD virðist stærri og fyrir-
ferðarmeiri en áður. Þar blekkir
augað því hann er straumfræðilega
skilvirkari og loftmótstaða lægri;
stuðullinn 0,28. Hefur henni verið
náð niður með viðnámsminni dekkj-
um, straumlínulaga stuðurum og
vindskeið aftur af þaki.
Auris-tvinnbíllinn er önnur teg-
undin frá Toyota sem búin er svo-
nefndri HSD-tækni (Hybrid Sy-
nergy Drive).
Hún byggist á því að hámarka
skilvirkni af samvirkni bensín- og
rafmótors.
Í þéttbýli er Aurisinn óumdeil-
anlega á heimavelli og í raun afar
hagkvæmur kostur. Ekki síst ef öku-
maður heldur sig í rafham eða nýtir
raf- og bensínvél í sameiningu í vist-
ham. Það er nokkur kúnst að læra á
mælana í stjórnborði til að svo megi
vera. Í fyrri hamnum er hægt að
keyra á rafmótornum einum tvo km í
einni bunu sé ekið undir 50 km/klst.
Galdurinn er að halda sig frá kraft-
hamnum þar sem 1,8 lítra bens-
ínvélin tekur aflrásina alveg yfir.
Reksturskostnaður er á við mun
minni bíl. Auris þarf aðeins 3,8 lítra
á 100 km í blönduðum akstri og losar
einungis 89 g/km af koltvíildi á 15
tommu felgum.
Þýður í akstri
Toyota heldur því fram að í akstri
standi Auris-tvinnbíllinn öllum bíl-
um með tveggja lítra bensín- eða
dísilvél á sporði. Alla vega virkar
rafmótorinn ákveðinn og öflugur, en
umfram allt mjúkur, þegar tekið er
af stað. Og þegar bensínvélin grípur
inn í aflrásina er krafturinn full-
nægjandi. Samvirkni mótoranna
skilar 136 hestöflum og bíllinn kemst
úr kyrrstöðu í 100 km/klst. á 11,4
sekúndum.
Mér fannst Auris-tvinnbíllinn
þægilegur í meðförum og þýður í
akstri og láta vel að stjórn innan-
bæjar í Barcelona og á sveitavegum
eða hraðbrautum í nágrenninu. Með
endurbættri fjöðrun og svör-
unarbetra stýri tekur hann fyrstu
kynslóðinni tvímælalaust fram. Raf-
eindastýrð og skreflaus sjálfskipting
starfaði óaðfinnanlega. Þá voru
skiptin milli bensín- og rafmótors al-
veg sjálfkrafa og hnökralaus.
Meginkostir Auris HSD eru að
hann er þægilegur íveru og notaleg-
ur í akstri. Ókostir eru þeir, að hætt
er við að það reyni á taugar þeirra
sem á eftir koma þegar ekið er á raf-
mótornum einum. Þá er ferðin til-
tölulega lítil og til þess fallin að pirra
ökumanninn fyrir aftan.
Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is
Reynsluakstur TOYOTA AURIS
Á heimavelli
í borg og bæ
Morgunblaðið/Ágúst Ágeirsson.
Aurisinn er þýður og þægilegur og lætur vel að stjórn innanbæjar og á sveitavegum á Spáni þar sem bílarýnar voru á ferð.
Toyota Auris HSD árg. 2010
• Raf- og bensínvél
• 136 hö/142 Nm
• Stiglaus sjálfskipting
• 5 sæti
• 7 líknarbelgir
• ISO-FIX festingar
• Eyðsla innanb.: 3,8
• Eyðsla utanb.: 3,8
• CO2 g/km: 89
Farangursrými 279 l.
• 15 eða 17
tommu felgur
• 0-100: 11,4 sek.
• Brekkustartshjálp
• Rafstýrt aflstýri
• Verð: 4.695.000 kr.
• Umboð: Toyota, Íslandi
Létt er að skipta úr raf og bensínham.
Auris HSD er ekki beinlínis bíll til langferða því þar nýt-
ast kostir tvinntækninnar lítt. En hann smellpassar fyrir
þá sem búa og aka að staðaldri í borgum og bæjum.