Morgunblaðið - 06.11.2010, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 06.11.2010, Qupperneq 1
L A U G A R D A G U R 6. N Ó V E M B E R 2 0 1 0  Stofnað 1913  260. tölublað  98. árgangur  UMFJÖLLUN UM HRUN Í ERLENDUM BLÖÐUM Í BÓK FRIÐRIK OG AUGNABLIK BERNSKUNNAR RONALDO Á RANGRI HILLU SEM FYRIRMYND SUNNUDAGSMOGGINN ÍÞRÓTTIR 4UNDIR SMÁSJÁ 51 Egill Ólafsson egol@mbl.is Landsmenn eru með um 89 milljarða króna inni á veltureikningum, en vextir á þeim eru lágir og í öllum tilvikum skila þeir neikvæðri raunávöxtun. Bankarnir bjóða hins vegar upp á reikninga með litlum binditíma sem bera já- kvæða raunvexti auk verðtryggðra reikninga. Eftir síðustu vaxtalækkun eru vextir á al- mennum bankabókum komnir niður í 0,1%, en 12 mánaða verðbólga mælist núna 3,3%. Bank- arnir bjóða upp á veltureikninga með hærri vöxtum. Þeir hæstu eru með 2,9% vöxtum. Geyma ekki sparnað á debetreikningum Ólafur Haraldsson, framkvæmdastjóri við- skiptabankasviðs MP banka, segist telja um- ræðu um að bankarnir geymi peninga fyrir fólk á neikvæðum raunvöxtum villandi. Fólk sé al- mennt ekki að geyma sparnað á debetreikn- ingum. Hann bendir á að MP banki sé t.d. með reikning sem gefi 4,15% þó að hann sé aðeins bundinn í einn mánuð og 5,25% ef hann er bundinn í 18 mánuði. Þetta séu vinsælir reikn- ingar því fólk fái um 5% ávöxtun þó að upp- hæðin sé ekki bundin nema í sex mánuði. Eftir hrunið haustið 2008 flúði fólk með pen- inga sína úr áhættusamri ávöxtun inn á banka- reikninga. Á nokkrum vikum hækkuðu innlán um 100 milljarða. Þessir peningar hafa verið að renna út af innlánsreikningum síðustu miss- erin og nema innlán heimilanna nú svipaðri upphæð og fyrir hrun eða um 669 milljörðum. Um 89 milljarðar án raunvaxta  Landsmenn eiga nú um 89 milljarða króna á veltureikningum sem bera neikvæða raunávöxtun  Innlán á venjulegum innlánsreikningum eru um 669 milljarðar  Svipuð innlán og fyrir hrunið MMilljarðar »6 Reykjavíkurborg kannar á næstunni endurskipulagningu á rekstri frí- stundaheimila, leik- og grunnskóla. Uppi eru hugmyndir um að sameina mismunandi skólastig. Í Dalskóla í Úlfarsárdal, þar sem myndin er tekin, eru börn á aldrinum 2-12 ára á frístundaheimili, grunn- og leikskóla. »4 Sameining skóla skoðuð í borginni Morgunblaðið/RAX  Þrjár af fremstu knattspyrnu- konum Íslands, sem allar léku með landsliðinu í Evrópukeppninni í Finnlandi á síðasta ári, hafa verið frá keppni um langa hríð vegna meiðsla. Guðrún Sóley Gunn- arsdóttir hefur ekki leikið í heilt ár vegna höfuðhöggs á EM, Erna Björk Sigurðardóttir sleit kross- band í fjórða sinn og Dóra Stef- ánsdóttir missti af öllu tímabilinu í Svíþjóð vegna meiðsla í hné. Fram- tíðin er mjög óviss hjá þeim öllum. » Íþróttir Fótboltaferill í hættu Guðrún Erna Björk Dóra  Jón Gunnar Bernburg, pró- fessor í fé- lagsfræði við Há- skóla Íslands, segir engin rök fyrir því að að- stoð frá hjálpar- samtökum hvetji síður til sjálfs- hjálpar en aðstoð frá hinu op- inbera. „Ég myndi halda að fjár- stuðningur frá sveitarfélögum gerði fólk háðara aðstoð, heldur en matarpoki,“ segir hann. „Af hverju ætti þessi aðstoð að vera verri en önnur aðstoð?“ Deildarstjóri í félagsmálaráðu- neytinu segir heilmikinn mun á því að fá mat í poka sem einhver hefur valið, fremur en fé frá opinberum aðilum. »19 Segir matarpoka ekki verri en aðra aðstoð  Byrjað verður að framfylgja lög- um um eftirlit á vinnustöðum og vinnustaðaskírteini 15. nóvember næstkomandi. Standi eftirlitsmenn Alþýðusambands Íslands og Sam- taka atvinnulífsins fyrirtæki að verki við að greiða starfsfólki laun svart eða hafa starfsmenn á launa- skrá sem einnig þiggja atvinnuleys- isbætur verður það lagt fyrir Vinnumálastofnun hvers konar refsingu eigi að beita. »16 Tekið á svartri vinnu með öflugu eftirliti Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Þetta getur sannarlega orðið mikil- vægur hlekkur í stærri keðju þannig að hægt sé að tengja saman hluti svo að rekstur, útgerð og vinnsla komi sterkara út. Þetta verður vonandi lið- ur í því að uppsagnirnar verði dregn- ar til baka,“ segir Teitur Björn Ein- arsson, stjórnarformaður Eyrarodda á Flateyri, um áhrif þeirrar ákvörð- unar sjávarútvegsráðherra frá því í gær að auka aflamark um 12.000 tonn til stuðnings minni byggðarlögum. Daníel Jakobsson, bæjarstjóri Ísa- fjarðarbæjar, tekur undir að ákvörð- unin hafi mikil áhrif á atvinnumögu- leika á Flateyri, en 47 manns var nýlega sagt upp hjá Eyrarodda. „Hitt hefði verið dauðadómur. Þetta skiptir öllu máli og gefur mönn- um svigrúm til þess að komast yfir erfiðasta hjallann og vonandi verður hægt að bæta við þetta.“ Ákvörðun Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra felur í sér að hámark úthlutunar til minni byggðar- laga verður hækkað úr 150 tonnum í 300 tonn innan heimildar 10. greinar laga um stjórn fiskveiða. Jón setur skilyrði fyrir viðbótinni. „Það þótti sjálfsagt að nýta það svigrúm sem er innan heimilda varð- andi byggðarkvótann. En ég legg mikla áherslu á að löndun og vinnsla sé á viðkomandi stað. Það er grund- vallarskilyrði fyrir þessari viðbót.“ Þurfa að uppfylla skilyrði Hinrik Greipsson, sérfræðingur hjá sjávarútvegsráðuneytinu, segir að auk Flateyrar kunni aukningin m.a. að ná til Vopnafjarðar, Stöðvarfjarð- ar, Ólafsvíkur, Árskógssands og Grundarfjarðar, að uppfylltum skil- yrðum. Uppsagnirnar voru reiðarslag fyrir starfsfólk Eyrarodda eins og rakið er í blaðinu í dag. Líflína til Flateyrar  Stjórnarformaður Eyrarodda á Flateyri vonast til að hægt verði að afturkalla uppsagnir eftir að aflamark var aukið  Nær til fimm annarra byggðarlaga Tonn á móti tonni » Sjávarútvegsfyrirtæki þurfa að leggja til tonn á móti tonni en miðað við reglugerðina má reikna með að kvótinn verði um 600 tonn á Flateyri þegar hún kemur til framkvæmda. MKeðjuverkandi »22-23

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.