Morgunblaðið - 06.11.2010, Side 4
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Reykjavíkurborg kannar á næstunni
endurskipulagningu á rekstri frí-
stundaheimila, leik- og grunnskóla.
Starfshópur hefur verið settur á
laggirnar til að kanna möguleika á
slíkri endurskipulagningu með fag-
legan og fjárhagslegan ávinning í
huga.
Formaður hópsins er Oddný
Sturludóttir. „Segja má að við séum
þegar komin af stað með þetta verk-
efni, en á þessu ári hafa nokkrir leik-
skólar verið sameinaðir,“ segir
Oddný.
„Allt mögulegt getur haft áhrif í
þessu sambandi. Ef við stækkum
rekstrareiningarnar erum við
komin með stærri faghóp á
hverjum stað. Þá verður til
dæmis auðveldara að fá afleys-
ingakennara. Öll innkaup
verða hagstæðari og kostnað-
ur við skólamat sömuleiðis.“
Allir sammála um kosti
Oddný segir að einróma
samþykki hafi verið fyrir þess-
um tillögum í borgarráði.
„Samstaða er gríðarlega mik-
ilvæg þegar farið er í uppstokk-
un af þessu tagi. Allir voru sam-
mála um að þetta efldi kerfið
okkar.“
Hvaða áhrif munu þessar
breytingar hafa á innihald skóla-
starfsins? „Markmiðið er að vernda
starfið inni í skólastofunni og á leik-
skóladeildinni og ég hef þá trú að það
muni takast,“ segir Oddný. „Við er-
um fyrst og fremst að horfa á þetta
ytra skipulag.“
Misjafnlega þéttsetnir skólar
Gæti afleiðingin af þessum breyt-
ingum orðið sameinaðir leik- og
grunnskólar fyrir 2-16 ára börn og
ungmenni ? „Við erum alveg galopin
fyrir öllu. Til dæmis er í Dalskóla frí-
stundaheimili, leik- og grunnskóli
undir einni yfirstjórn og þar eru
nemendurnir 2-12 ára.“
Misjafnt er eftir skólum borgar-
innar hversu þéttsetnir þeir eru. Er
hugmyndin sú að dreifa nemendum
jafnar á skólana? „Sums staðar í
borginni eru skólar þar sem rými er
nægt, annars staðar erum við í tölu-
verðum vandræðum; skólarnir eru
við það að springa. Þetta þarf allt að
skoða,“ segir Oddný.
En er ekki líklegt að breytingar af
þessu tagi leiði til uppsagna hjá
starfsfólki skólanna? „Við sjáum það
ekki fyrir okkur,“ segir Oddný.
Sameining skóla
skoðuð í Reykjavík
Hugsanleg sameining mismunandi skólastiga Ólíklegt
að breytingar leiði til uppsagna starfsfólks skólanna
Morgunblaðið/RAX
Einn skólastjóri Í Dalskóla í Úlfarsárdal eru tæplega 90 nemendur á aldrinum 2 - 12 ára. Einn skólastjóri ber
ábyrgð á starfi leikskóla, grunnskóla og frístundaheimilis. Slíkt fyrirkomulag gæti orðið algengara.
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2010
Það sem af er árinu hefur aðeins
orðið alhvítt í Reykjavík í 11 daga
sem er 29 dögum færra en í með-
alári. Því gæti enn eitt veðurfars-
metið fallið á þessu ári. Metárið í
snjóleysi er 1965 með sína 20
daga.
Trausti Jónsson veðurfræðingur
bloggaði um snjóinn á blogginu
sínu á þriðjudaginn og sagði: Ekki
hefur enn orðið alhvítt í haust í
Reykjavík. Varla hafði færslan
birst á mbl.is þegar byrjaði að
snjóa og á fimmtudaginn mældist
snjódýpt í borginni 5 sentimetrar.
Samkvæmt spá Veðurstofunnar er
því spáð að hitinn fari nokkuð yfir
frostmark a.m.k. suma daga á
næstunni og því kann snjóinn að
taka upp.
Snjóhula hefur verið athuguð í
Reykjavík frá því seint í janúar
1921. Sé miðað við tímabilið allt er
að meðaltali aðeins einn alhvítur
dagur í október, 6 í nóvember og
12 í desember. Meðaltalið frá upp-
hafi ársins til októberloka er hins
vegar 40 dagar.
Trausti segir að spyrja megi
hvort eitthvað ámóta hafi gerst
áður. „Svarið er já. Árið 1977 var
fádæma snjólétt, þá höfðu eins og
nú aðeins 9 dagar verið alhvítir á
árinu þegar komið var í upphaf
nóvember. Í nóvember og desem-
ber bættust við 15 dagar. Alhvítir
dagar 1977 voru því 24.
Árið 1965 voru dagarnir líka 9
til byrjunar nóvember, en ekki
nema 8 árið áður, 1964. Árið 1965
endaði í 20 dögum, en 1964 í 30.
Alhvítir dagar voru 18 í desember
einum 1964. Metið, miðað við upp-
haf nóvember, er frá árinu 1929,
þá höfðu einungis fimm dagar ver-
ið alhvítir á árinu. En í nóvember
og desember urðu alhvítu dag-
arnir 30 samtals, hvítt var annan
hvern dag.“
Flestir urðu alhvítir dagar á ári
1990, 110. Það met verður örugg-
lega ekki slegið á þessu ári, svo
mikið er víst. sisi@mbl.is
Snjóleysismetið
frá árinu 1965
gæti fallið í ár
Metárið í snjóleysi er 1965 með sína
20 daga Alhvítt í 11 daga til þessa
Morgunblaðið/Ernir
Fimmti maðurinn hefur verið úr-
skurðaður í gæsluvarðhald í um-
fangsmiklu fíkniefnamáli sem lög-
reglan á höfuðborgarsvæðinu
hefur til rannsóknar. Málið snýst
um ætlaða framleiðslu á fíkniefn-
um, sölu þeirra og dreifingu. Rann-
sóknin snýr að því hvort mennirnir
hafi staðið í framleiðslu á kókaíni,
amfetamíni og marijúana. Fjórir
aðrir eru þegar í haldi. Um er að
ræða fjóra Litháa og einn Rússa.
Í tengslum við rannsóknina var í
húsleitum lagt hald á amfetamín,
kókaín og um tvö kíló af marijúana.
Einnig um sex milljónir í reiðufé
sem eru taldar afrakstur fram-
leiðslunnar.
Fimmti maðurinn
úrskurðaður í
gæsluvarðhald
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Félag eldri borgara í Reykjavík og
nágrenni er búið að selja 41 af þeim
49 íbúðum sem verða í nýju fjölbýlis-
húsi við Hólaberg 84 í Breiðholti.
Þar af kaupir Reykjavíkurborg tólf
íbúðir. Sigurður Einarsson, fram-
kvæmdastjóri FEB, segir mikinn
áhuga á þessum íbúðum og á tveimur
kynningarfundum hafi verið fullt út
úr dyrum. Ráðgert er að hefja fram-
kvæmdir í febrúar á næsta ári og að
íbúðirnar verði afhentar fyrir jólin
2012. Samið hefur verið við SS-verk-
taka um byggingu hússins.
Sigurður segir að margir þeirra
sem hafa tryggt sér íbúðir hafi gert
fyrirvara um að selja þurfi eldri og
yfirleitt stærri eignir áður en gengið
verður frá kaupunum. Fæst af því
fólki hafi þó látið reyna á sölu eigna,
en hafi áhyggjur í ljósi umræðunnar
í þjóðfélaginu.
Um þrjár gerðir íbúða er að ræða
og kostar miðstærðin, tæplega 90
fermetra, tilbúin, þriggja herbergja
íbúð um 27 milljónir. Ekki þarf að
greiða fyrstu útborgun fyrr en botn-
plata hefur verið steypt. Tengibygg-
ing verður yfir í félags- og menning-
armiðstöðina í Gerðubergi og geta
íbúar nýtt sér félagsstarf aldraðra
þar, einnig matsal þar sem seldur er
heitur matur í hádeginu og bókasafn,
auk þess sem stutt er í heilsugæslu,
sundlaug og aðra þjónustu.
Aðspurður hvort aðrir kostir en
nýbygging hafi verið í stöðunni segir
Sigurður, að þessi lausn hafi verið
talin henta best fyrir þennan hóp.
Hafa selt 41 af 49 íbúðum
Fullt út úr dyrum á tveimur kynningarfundum FEB Margir hafa áhyggjur
af sölu eldri og stærri eigna Tilbúin þriggja herbergja íbúð á um 27 milljónir
Hagsmunir
» FEB sinnir ýmsum hags-
munamálum 60 ára og eldri.
» Íbúðirnar við Hólaberg eru
ætlaðar 67 ára og eldri skv. skil-
málum borgarinnar.
» Félagið hefur ekki staðið í
byggingaframkvæmdum frá
árinu 1993.
Eitt af verkefnum starfshópsins er að kanna hvort breyta eigi
mörkum skólahverfa. Lögheimili nemenda ræður námsvist, en
engu að síður eiga allir foreldrar kost á að sækja um skóla fyrir
börn sín hvar sem er í borginni. Í þessu sambandi vaknar sú
spurning hvort sameining einstakra grunnskóla gæti leitt til þess
að börnin þyrftu að ganga langar leiðir í skólann.
Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóri Menntasviðs Reykjavíkur, segir
ólíklegt að skólasamfélagið myndi samþykkja breytingar af því tagi.
„Menntaráð borgarinnar samþykkti reglur fyrir nokkrum árum þess
efnis að börn í 1.-7. bekk fá skólaakstur eða strætómiða ef þau búa í
meira en 1 ½ km fjarlægð frá skóla,“ segir Ragnar. Samsvarandi
vegalengd fyrir nemendur í 8.-10. bekk er 2 km.
SAMEINING ÞARF EKKI AÐ ÞÝÐA LENGRI LEIÐ Í SKÓLANN
Skólaakstur Reglur fyrir hendi.
Skólaakstur, sé leiðin löng
UNDIR BREÐANS FJÖLLUM
Kvæðasafn Þorsteins
Jóhannssonar, bónda og
skólastjóra að Svínafelli í
Öræfum, er komið út.
Þorsteinn unni tungu, sögu,
landi og þjóð og orti bæði
alvarleg ljóð og gamansöm
sem mikill fengur er að.
UNDIR BREÐANS
FJÖLLUM snertir taug í
hverjum einasta
ljóðaunnanda.
holar@holabok.is