Morgunblaðið - 06.11.2010, Síða 6

Morgunblaðið - 06.11.2010, Síða 6
FRÉTTASKÝRING Egill Ólafsson egol@mbl.is Um 89 milljarðar króna eru inni á inn- lánsreikningum í bönkunum sem bera neikvæða raunvexti, en dæmi eru um að vextir á slíkum reikningum séu 0,1%. Bankarnir bjóða hins vegar upp á óverðtryggða reikninga með já- kvæðri raunávöxtun ef fólk er tilbúið til að binda féð í nokkra mánuði. Það er ekki nýtt á Íslandi að inn- lánsreikningar beri neikvæða raun- vexti. Það sem hefur breyst á síðustu misserum er að almennir vextir hafa lækkað mikið og möguleikar fólks til að ávaxta peninga sína hafa þrengst. Fá 100 kr. í vexti af 100 þúsund krónum í 3,3% verðbólgu Þegar vextir eru komnir niður í 0,1% þýðir það að ef 100 þúsund krón- ur eru geymdar inn á reikningi í heilt ár eru vextirnir 100 krónur. 3,3% verðbólga þýðir hins vegar að vext- irnir þyrftu að skila 3.300 krónum til að þeir héldu verðgildi sínu. Það er því augljóst að bankarnir hagnast verulega á því að ávaxta peninga á reikningum sem greiða svo lága vexti. Seðlabankinn tekur ekki saman hversu miklir peningar eru inni á reikningum með þessa allra lægstu vexti, en 10. september sl. voru tæp- lega 89 milljarðar inni á svokölluðum veltireikningum. Raunvextir á þess- um reikningum eru í öllum tilvikum neikvæðir ef miðað er við 3,3% verð- bólgu. Vaxtamunurinn er líka mikill. Sem dæmi má taka gullreikning Arion banka. Lægstu innlánsvextir eru 0,3%, en ef viðkomandi nýtir sér heimild til yfirdráttar greiðir hann 10,85% vexti til bankans. Íslands- banki býður upp á tékkareikning sem heitir Vild og hann ber 0,1% vexti, en yfirdráttur á honum ber 12,5% vexti. Lægstu vextir á Vörðu-reikningi Landsbankans eru 0,95% vextir en lægstu yfirdráttarvextir á þeim reikningi eru 10,45% vextir. Ólafur Frímann Gunnarsson, hjá Arion banka, sagði að Arion banki byði fólki meðal annars fasta vexti ef það vildi binda upphæðir inni á spari- reikningi í 3, 6, 9 eða 12 mánuði. Þess- ir vextir breyttust ekki þó verðbólgan breyttist og þó vaxtastig breyttist. Fólk þyrfti hins vegar alltaf að meta hvort það væri tilbúið til að binda pen- ingana í langan tíma. Seðlabankinn spáir 2,5% verðbólgu á næstu misserum. Ólafur Haralds- son, framkvæmdastjóri viðskipta- bankasviðs MP banka, segir að MP- banki sé með reikninga sem bjóði hærri vexti en þetta. Fólk sé almennt ekki að geyma sparnað inni á tékk- areikningum. Fólk millifæri sparnað yfir á reikninga sem gefi allt að 5% ávöxtun. Hann segir að vaxtakjörin fari eftir binditíma og þeim upphæð- um sem fólk sé með inni á reikning- unum. MP banki sé t.d. með reikning sem gefi 4,15% þó að hann sé aðeins bundinn í einn mánuð og 5,25% ef hann er bundinn í 18 mánuði. „Þetta eru mjög vinsælir reikningar. Fólk fær um 5% ávöxtun þó að upphæðin sé ekki bundin nema í sex mánuði. Það er klárlega kostur að binda fé.“ Milljarðar á reikningum sem bera neikvæða raunvexti Morgunblaðið/G.Rúnar Krónur Stór hluti af þeim innlánum sem bankarnir taka við skilar neikvæðri raunávöxtun.  Innlán bankanna hafa minnkað um 100 milljarða frá því í ársbyrjun 2009 Vextir og fjárhæðir á innlánsreikningum bankanna Almennar sparisjóðsbækur 0,1-1,55% 0,1-3,4% 0,15-2,35% 0,25-2,95% 3,45-4,75% 88,9 Óverðtryggðir reikningar 0,1-4,55% 0,25-4,50% 0,9-4,92% 2,35-5,25% 3,45-5,35% 220,3 Verðtryggðir sparireikningar 2,9-3,55% 2,9-3,55% 2,89-3,2% 2,9-3,6% 3,15% 133,5 Innlán í milljörðum*S-24MP-bankiArionÍslandsbankiLandsbanki *Heimild: Seðlabanki Íslands 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2010 Vinnuhópar á annað hundrað sérfræðinga í heil- brigðiskerfinu sem falið var að leita leiða til sparnaðar voru leystir upp og heilbrigðisstarfs- fólki lofað að ekki kæmi til niður- skurðar. Þetta kemur fram fram í bréfi Guð- laugs Þórs Þórðarsson, þingmanns og fv. heilbrigðisráðherra og Ragn- heiðar Ríkharðsdóttur þingmanns til Þuríðar Backman, formanns heil- brigðisnefndar, þar sem skorað er á nefndina að leggja alla sína krafta í vinnu að fjarlagafrumvarpinu. Guðlaugur Þór gagnrýnir eftir- menn sína, Ögmund Jónasson og Álf- heiði Ingadóttur, harðlega. Slælegur undirbúningur „Eins og ég sagði í þinginu er ekki hægt að gagnrýna stjórnvöld fyrir slælegan undirbúning vegna þess að það hefur ekki verið neinn undirbún- ingur. Raunveruleikinn er sá að frá því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar fór frá völdum hefur ekkert verið gert til að undirbúa okk- ur undir hið óhjákvæmilega. Þetta er alvara málsins. Við erum með fjárlög sem ganga ekki upp. Við erum að upplifa flótta sérfræð- inga til annarra landa. Ef við vöndum okkur ekki sérstaklega erum við að horfa fram á gríðarlegan skaða fyrir íslenska heilbrigðiskerfið. Það gerði það að verkum að allur undirbún- ingur fyrir sparnað í heilbrigðiskerf- inu var settur til hliðar. Það er eins og ráðherrarnir, Ögmundur og Álfheið- ur, hafi haldið að þetta myndi leysast af sjálfu sér.“ baldur@mbl.is Dýrkeypt undirbún- ingsleysi Guðlaugur Þór Þórðarson VG leysti upp hópa um sparnaðarleiðir Ellefu þúsundum fleiri bílar fóru um Hvalfjarðargöng í október en í sama mánuði í fyrra, sem er hátt í 8% aukning. Umferð á hringveg- inum jókst á sama tíma um 3,3%. Engin nærtæk skýring er á því að umferð jókst svo mjög í göngunum, nema þá sú að vel viðraði á lands- menn og þeir voru meira á ferðinni en í fyrra, segir á vef Spalar. Um 11 þúsundum fleiri bílar um göngin Fyrst eftir hrun hækkuðu upp- hæðir inni á innlánsreikningum mjög mikið. Í lok september 2008 námu innlán bankanna 660 millj- örðum króna, en um áramótin var þessi upphæð komin í 764 millj- arða. Innlán höfðu aukist um 104 milljarða á þremur mánuðum. Ástæðan fyrir þessu er að fólk var að flýja með peningana úr áhættu- samri ávöxtun í öruggari. Á þessu og síðasta ári hafa innlán bank- anna lækkað nokkuð stöðugt. Þau námu 669 milljörðum um miðjan september og hafa því lækkað um 100 milljarða frá ársbyrjun 2009. Ólafur Frímann Gunnarsson hjá Arion banka sagði ýmsar ástæður geta verið fyrir því að innlán í bönkunum minnkuðu. Í þessu um- hverfi þegar tekjur fólks væru að minnka neyddist sumt fólk til að ganga á sparnað sinn. Einhverjir væru að borga niður skuldir og síðan væri hópur fólks að leita að öðrum ávöxtunartækifærum. Innlán lækkuðu um 100 milljarða FLEIRI LÖGÐU PENINGA Í BANKA EFTIR HRUN þessum könnunum. Mamma Mia!, laugardagsmyndin skoraði jafn- framt hátt, eða 32,8% og hafnaði í þriðja sæti. Í öðru sæti var svo landsleikur í handbolta. Athygli vek- ur að Hringekjan, þáttur sem er á kjörtíma á laugardögum kemst ekki inn á topp tíu. Hins vegar fylgdust 30% með áramótaskaupi Sjón- varpsins frá 1968 á sunnudeginum. Landinn kemur þá sterkur inn með 32% áhorf og hinn fúllyndi Doc Martin slagar upp í nokkurs konar Derrick-vinsældir með 27,9% áhorf á fimmtudögum. Maður fólksins þar á ferð. Ólíkt Sjónvarpinu koma Stöð 2 og Skjár einn betur út prósentulega þegar rýnt er í aldursbilið 12 - 49 ára. Fréttir Stöðvar 2 ná 25,8% áhorfi, og Ísland í dag 18,6%. Spaugstofan, sem var vön að hafa meira en helm- ing þjóðarinnar á bak við sig þarf hins vegar að sætta sig við 14,1% og Logi í beinni er litlu neðar, með 12,5%. Á Skjá einum er það Law & Order sem toppar listann, en þó ekki með nema 12,5% áhorf. Erlendir þættir fylla svo nánast topp tíu en Nýtt útlit og Hæ Gosi merja listann með 8% áhorf hvor. Leitt að meistari Bernd- sen fær ekki fleiri augu en þetta. Hvað horfir fólk á? Spaugstofan Mun minna áhorf.  Tæpur þriðjungur þjóðarinnar horfði á Áramótaskaup Sjónvarpsins frá 1968 en „vinsælt“ efni náði ekki athygli BAKSVIÐ Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Það er athyglisvert að skima í gegn- um fjölmiðlamælingar Capacent og sjá þar svart á hvítu, eða jafn vís- indalega og hægt er, hvað fólk er raunverulega að horfa á þennan vet- urinn. Sjónvarpið, Stöð 2 og Skjár- einn kynntu sínar haustdagskrár með pomp og prakt eins og tíðkast en þáttunum hefur farnast misjafn- lega eins og gengur. Hringekjan ekki á topp tíu Í úrtakinu vikuna 25. - 31. október voru tæplega 500 manns. Áhorfend- ur Sjónvarpsins, á aldursbilinu 12 - 80 ára voru langflestir að fylgjast með Útsvari, eða tæp 40% en sá þáttur hefur komið mjög vel út úr Köp Barnvagn is the biggest pramstore, in Sweden and Norway, on the Internet. We have also a real physic shop in Karlstad, Sweden. We are now searching for a person in Iceland with a company who we can sell business to business strollers and baby related things through. We see that you already have a store in Reykjavik, and have space, time and interest in selling our products. We have exclusive right for Iceland of some of Europe biggest stroller trademarks that we know by fact is suitable for Iceland. We have good shipping costs agreement to Iceland. We will start in the end of this year. If you think you are the right person / persons for this the potential income, it would be good - contact us via email (last date for applying is 15th of november) kontor@kopbarnvagn.se or telephone 004654525310 ask for Nils - Tomas www.kopbarnvagn.se

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.