Morgunblaðið - 06.11.2010, Síða 12
ÚR BÆJARLÍFINU
Sigurður Sigmundsson
Hrunamannahreppi
Vetur konungur fer mildum hönd-
um um okkur íbúa uppsveita Árnes-
sýslu enn sem komið er. Ekki hefur
einu sinni komið haustkálfur líkt og
undanfarin ár. Allir vona að veturinn
sýni ekki hramma sína eins og gerst
hefur í öðrum landshlutum. Í haust
hefur viðrað vel til uppskerustarfa
sem er jú afar mikilvægt fyrir af-
komu þess fólks sem á svo mikið
undir sól og regni.
Uppskera á hvers konar jarð-
argróðri hefur verið afbragðs góð og
segja til dæmis garðyrkjubændur að
gulrætur hafi aldrei verið stærri og
einnig meðalvigt hvítkálshausa sem
eru óvenju vel uppvafðir og þéttir.
Markaður fyrir matjurtir hefur ver-
ið góður að sögn garðyrkjubænda.
Safnahelgi verður hér á Suður-
landi um þessa helgi og eru söfn opin
hér í uppsveitunum sem annars
staðar. Margt er að sjá og safnverðir
tilbúnir að miðla fróðleik sínum til
gesta. Hægt er að fræðast nánar á
sveitir.is um þetta.
Hrunamenn eru að endurbyggja
réttir og er unnið í sjálfboðavinnu
við gerð þerra. Sauðfjárrækt-
arfélagið hefur umsjón með verkinu.
Þar ríkir gamli ungmennafélagsand-
inn sem mætti sjást víðar. Almenn-
ingurinn sem er hringlaga er gerður
úr stuðlabergi frá Hrepphólum.
Kannski vita ekki allir hvert hlut-
verk rétta er en í þeim er sauðfé sem
kemur af afréttum dregið í sundur.
Reyndar er það svo með sauð-
fjárbúgreinina að nánast enginn í
Árnessýslu lifir eingöngu á henni.
En sauðkindin á mikinn sess í hug
og hjarta bændafólks líkt og hjá
Bjarti í Sumarhúsum.
Senn líður að því að hótel og
veitingahús fari að bjóða upp á sitt
árlega jólahlaðborð og er þá gjarnan
boðin gisting á tilboðsverði. Er þá
ekki upplagt fyrir íbúa við sunn-
anverðan Faxaflóa að aka nýja veg-
inn yfir Lyngdalsheiði og kíkja á
Hvítárbrúna hjá Bræðratungu sem
áformað er að opna í lok mánaðar-
ins? Hvorttveggja glæsileg mann-
virki.
Samdráttur hefur orðið í bygg-
ingarframkvæmdum, einkum þó á
milli áranna 2008 og 2009. Mest hef-
ur dregið úr byggingu nýrra húsa,
81%. Byggingarsamþykktir það sem
af er ársins 2010 eru 250, sem er
svipað og allt árið í fyrra. Byggingar
sumarhúsa eru þar í miklum meiri-
hluta. Með í þessum tölum eru einn-
ig framkvæmdir í Flóahreppi.
Morgunblaðið/ Sigurður Sigmundsson
Réttarbygging Páll Jóhannsson, bóndi á Núpstúni, er einn sjálfboðaliðanna.
Réttabygging í
sjálfboðavinnu
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2010
Andri Karl
andri@mbl.is
Sú hugmynd að foreldrar geti komið í
veg fyrir neikvæðar afleiðingar
áfengisneyslu með því að kaupa
áfengi fyrir börn sín á ekki við nein
rök að styðjast. Þetta segir Kjartan
Ólafsson, lektor í félagsfræði við Há-
skólann á Akureyri. Þau ungmenni
sem keypt er fyrir eru líklegri til að
drekka meira og lenda í vandræðum.
Kjartan hélt erindi á ráðstefnu um
íslenskar æskulýðsrannsóknir í gær-
morgun. Fjallaði hann um uppruna
áfengis sem unglingar drekka og
tengsl við drykkjumynstur þeirra.
„Ég skoðaði fyrst og fremst hvort for-
eldrar geti komið í veg fyrir að ung-
lingarnir drekki heimabrugg, smygl-
að áfengi eða álíka, með því að kaupa
áfengi fyrir þá sjálfir. Meginniður-
staðan er sú, að það virkar ekki þann-
ig. Ungmenni sem eiga foreldra sem
kaupa fyrir þau áfengi eru einnig lík-
legri til að fá áfengi eftir öðrum leið-
um,“ segir Kjartan en könnunin
beindist að nemendum í tíunda bekk
grunnskóla, þ.e. 15-16 ára unglingum.
Lenda í vandræðum
Af þeim ungmennum sem höfðu
einhvern tíma orðið drukkin árið á
undan voru 13% sem áttu foreldra
sem keypt höfðu fyrir þau áfengi.
Langalgengast var hins vegar að ung-
lingarnir kæmust yfir áfengi í gegn-
um vinskap, t.d. að einhver eldri færi í
Vínbúðina fyrir þá. Um þrjátíu pró-
sent þeirra sem höfðu orðið ölvuð
drukku heimabruggað áfengi.
Ekki nóg með að þau ungmenni
sem fengið höfðu áfengi hjá foreldr-
um sínum drykkju meira heldur voru
þau mun líklegri til að lenda í alls
kyns vandræðum. „Viðkomandi ung-
lingar voru fjór- til fimmfalt líklegri til
að lenda á slysadeild vegna drykkj-
unnar, tvöfalt líklegri til að lenda í
slagsmálum og þrefalt líklegra var að
einhverju hefði verið stolið af þeim
vegna drykkjunnar. Það eru því allar
tegundir vandræða sem ungmennin í
hópnum sem foreldrar keyptu áfengi
fyrir voru líklegri til að lenda í.“
Áhugavert fyrir foreldra
Að mati Kjartans er hugsanlegt að
það séu þau skilaboð sem foreldrarnir
senda börnunum sínum sem hafi
þessi áhrif. „Ekki er hægt að segja að
ungmennin drekki meira eða lendi í
vandræðum vegna þess að áfengi er
keypt fyrir þau. En með því að kaupa
fyrir þau áfengi eru foreldrarnir að
viðurkenna að það sé hluti af þeirra
lífi að drekka áfengi. Það eru mjög
sterk skilaboð og leiðir hugsanlega til
þess að unglingarnir drekka meira og
lendi því frekar í vandræðum.“
Kjartan segir að niðurstöðurnar
ættu að vera mjög áhugverðar fyrir
foreldra sem velta fyrir sér hvort ekki
sé betra að kaupa sjálf áfengi fyrir
börn sín en að þau nálgist það eftir
öðrum leiðum. „Þeir krakkar eru lík-
legri til að ná sér í áfengi eftir öllum
öðrum leiðum. Líklegri til að fá ein-
hvern til að kaupa fyrir sig og drekka
heimabrugg. Það sem foreldrarnir
kaupa virðist vera lagt í púkkið.“
Áfengiskaup foreldra
viðbót við aðra drykkju
Morgunblaðið/Kristinn
Drykkja Ungmenni sem fá áfengi hjá foreldrum sínum lenda oftar í vand-
ræðum en þeir sem búa við blátt áfengisbann af hálfu sinna foreldra.
Æskulýðsrannsóknir
» Kjartan studdist við evr-
ópsku vímuefnakönnunina
sem Ísland hefur verið aðili að
frá upphafi, árinu 1995.
» Félagsvísindadeild Háskól-
ans á Akureyri og Æskulýðsráð
í samvinnu við Tómstunda- og
félagsmálafræðibraut Mennta-
vísindasviðs Háskóla Íslands
stóðu að ráðstefnunni í gær-
morgun.
Sendir sterk
skilaboð að kaupa
áfengi fyrir börn sín
Embætti ríkislögreglustjóra hefur
orðið vart við að netföngum fólks hjá
þjónustuaðilum eins og Hotmail, G-
mail o.fl. er stolið og síðan er sendur út
fjöldapóstur á öll netföng í net-
fangaskrá viðkomandi og óskað eftir
fjármunum.
Netföngum er stolið með þeim
hætti að þolandinn fær tölvupóst sem
virðist vera frá þjónustuaðilanum þar
sem spurt er hvort hann ætli að nota
netfangið sitt áfram. Ef svo, er hann
beðinn um að staðfesta það með því að
senda aðgangsorð og lykilorð til baka.
Með þessum upp-
lýsingum getur
sendandinn yfir-
tekið pósthólfið.
Síðan er sendur
svikapóstur í nafni
réttmæts eiganda
sem gjarnan gengur út á að sendand-
inn sé staddur erlendis, hafi týnt veski
sínu með peningum, skilríkjum og
greiðslukortum. Hann biður því um að
láta senda sér reiðufé gegnum miðlara
eins og Western Union. Svikarinn bíð-
ur svo eftir reiðufjársendingu
Svikahrappar yfirtaka
pósthólf og óska eftir fé
„Miðað við þá aðferð sem notuð var
til að koma hópnum inn í húsið virtist
hann ekki kominn í friðsamlegum til-
gangi eða að hann væri líklegur til að
hlíta reglum. Ekki var hægt að úti-
loka að einhverjir í hópnum væru
með innanklæða eitthvað sem skað-
að gæti alþingismenn eða starfs-
menn.“ Svo segir í bréfi skrifstofu-
stjóra Alþingis til lögreglu um
atvikin 8. desember 2008 sem leiddu
til ákæru á hendur níu einstakling-
um.
Mörður Árnason, þingmaður
Samfylkingarinnar, spurði forseta
Alþingis út í málið og með hvaða
hætti skrifstofustjóri Alþingis ræddi
um 100. gr. almennra hegningarlaga,
en m.a. var ákært út frá því ákvæði.
Í svari forseta var vísað í bréf
skrifstofustjórans þar sem segir:
„Nauðsynlegt er að tryggja öryggi
þingmanna meðan á þingfundi
stendur. Aðgangur að þingpöllum
getur því ekki verið með öllu óhindr-
aður og án eftirlits. […] Alþingi nýt-
ur sérstakrar verndar í XI. kafla al-
mennra hegningarlaga, sem fjallar
um brot gegn stjórnskipan ríkisins
og æðstu stjórnvöldum þess. Þar
segir í 100. gr. að hver sem ræðst á
Alþingi, svo að því eða sjálfræði þess
er hætta búin, sem lætur boð út
ganga, sem að því lýtur, eða hlýðir
slíku boði, skuli sæta fangelsi ekki
skemur en 1 ár, og getur refsing orð-
ið ævilangt fangelsi ef sakir eru mjög
miklar.“
Ennfremur segir skrifstofustjór-
inn að af myndbandsupptökum megi
ráða að aðgerðin hafi verið skipulögð
fyrirfram.
Töldu aðgerðina skipulagða
Skrifstofustjóri Alþingis sagði ekki hægt að útiloka að ein-
hverjir nímenninganna hefðu haft vopn innanklæða
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
„Skemmtilegra en
nokkur bíóferð.“
Ragnar Þór Pétursson
„Mæli með að allir aðdáendur
útvarpsþáttanna drífi sig
í Borgarleikhúsið.“
Vigfús M. Vigfússon
„Þvílík murrandi notalegheit!“
Ólöf Ýrr Atladóttir
„Þetta er fáránlega
skemmtilegt!“
Katrín Bessadóttir
„Orð skulu standa er
asskoti skemmtilegt
sviðsverk og spyrillinn
Karl Th. óneitanlega prýðis
söngfugl með sviðsþokka.“
Guðrún Kristjánsdóttir
„Þetta er mikil snilldar-
formúla þessi þáttur.“
Guðmundur Andri Thorsson
„Ótrúlega skemmtilegt!“
Svanhildur Hólm Valsdóttir