Morgunblaðið - 06.11.2010, Page 16

Morgunblaðið - 06.11.2010, Page 16
FRÉTTASKÝRING Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Þann 15. nóvember má búast við því að eftirlitsfulltrúar Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins vappi á milli vinnustaða og grípi glóð- volga þá starfsmenn sem vinna svart og hafa ekki fengið útgefin vinnu- staðaskírteini. Í maí voru samþykkt á Alþingi lög um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum til að sporna gegn svartri vinnu og bótasvikum. Aðilum á vinnumarkaði var falið að útfæra þessi lög en SA og ASÍ gerðu sam- komulag um lögin 15. júní sem tók gildi 15. ágúst. Þá gáfu ASÍ og SA sér og fyrirtækjum þriggja mánaða frest til að gefa út skírteinin og tryggja að vinnuveitendur uppfylltu skilyrði lag- anna. Þá tekur alvaran við Halldór Grönvold, aðstoðarfram- kvæmdastjóri ASÍ, segir tilgang sam- komulagsins að tryggja það að fólk njóti þeirra réttinda sem því ber sam- kvæmt lögum og kjarasamningum. „Við ákváðum að semja til að byrja með um það að þetta mundi ná til byggingariðnaðarins og mannvirkja- gerðar og veitinga- og gistihúsabrans- ans. Þetta eru þekktar starfsgreinar þar sem svört atvinnustarfsemi við- gengst. Þó að sjálfsögðu þar séu líka fyrirtæki sem eru með allt í góðu lagi,“ segir Halldór sem kveður hlut- verk ASÍ og SA þessa fyrstu þrjá mánuði, frá 15. ágúst, að kynna fyr- irtækjum þessi nýju lög og hrinda þeim í framkvæmd. „Okkar eftirlitsfulltrúar eru fyrst og fremst í því hlutverki að kynna fyr- irtækjum þetta fram til 15. nóvem- ber,“ segir Halldór. Það er því ekki búið að góma einn einasta og verður væntanlega ekki gert fyrr en eftir 15. nóvember. „Við höfum hins vegar sagt að frá og með 15. nóvember á þetta að vera komið í lag og fyrirtækin eiga þá að hafa fengið þann aðlögunartíma sem til þarf. Frá og með þeim tíma tekur alvaran við í þessum efnum.“ Fyrirtækin taka þátt í eftirliti Samtök atvinnulífsins tilkynntu í vikunni að þau hefðu ráðið til sín tvo eftirlitsfulltrúa til að bæta í hóp þeirra sem stéttarfélög hafa tilnefnt. Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs SA, segir hug- myndafræðina vera að láta bæði skattyfirvöldum og Vinnumálastofn- un upplýsingar um vinnustaðaskír- teini í té til að samkeyra megi þær við skrár stjórnvalda. Þannig verði komið í veg fyrir bótasvik og spornað gegn svartri vinnu. „Við höfum heyrt að þessi svarta atvinnustarfsemi hafi far- ið töluvert vaxandi og skekki þannig samkeppnisstöðu á markaði. Þetta er okkar framlag til þess að reyna að gera vinnu- markaðinn heilbrigðari,“ segir Ragnar sem segir bæði bótasvik og svarta vinnu algeng. „Það getur verið hvort tveggja. Það kemur almennt upp í samkeyrslu VMS og skattsins ef menn eru á launaskrá hjá fyrirtækjum og jafn- framt á atvinnuleysisbótum. Menn virðast hins vegar gæta þess að leita að svartri vinnu ef þeir eru á atvinnu- leysisbótum.“ Ýmsar aðrar greinar Ragnar segir þó svarta atvinnu- starfsemi ekki einskorðast við mann- virkjagerð. „Það hafa ýmsar aðrar greinar verið nefndar sem menn eru að greiða svart. Ég held að flestir þekki það nú sem hafa einhverntím- ann keypt þjónustu að á mörgum stöðum er hægt að greiða án nótu.“ Ragnar kveður þriggja mánaða undirbúningsferlið hafa viss forvar- naáhrif á atvinnurekendur. „Þetta hefur ákveðin fælniáhrif. Við höfum samt líka bent á að stjórnvöld mega ekki búa til kerfi þar sem fólk neyðist til að vera í svartri atvinnustarfsemi. Þetta er eins og sumir segja. Maður verður að viðurkenna rétt fólks til að bjarga sér en aðrir segja að ekki megi samþykkja slíkt. Menn verði að fylgja lögunum þó þeir svelti.“ Bótasvikarar gripnir glóðvolgir Morgunblaðið/Ómar Eftirlit Eftirlitsmenn fara á stjá 15. nóvember og kanna hvort fólk sem starfar við mannvirkjagerð eða í veitinga- eða gistihúsaiðnaði hafi gild vinnustaðaskírteini. Þannig verður tryggt að ekki verði svikið undan skatti eða bótum.  Eftirlit með vinnustaðaskírteinum hefst 15. nóvember  Stéttarfélög, Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins annast framkvæmdina  Lagt fyrir Vinnumálastofnun ef upp kemst um svik Lög um skírteinin » Í maí voru samþykkt lög um eftirlit á vinnustöðum og vinnustaðaskírteini. » Aðilum á vinnumarkaði var falið að útfæra þessi lög. » 15. júní gerðu Samtök at- vinnulífsins og Alþýðu- samband Íslands samkomulag um lögin. » Samkomulagið tók gildi 15. ágúst en þá var atvinnurek- endum gefinn þriggja mánaða frestu til að uppfylla skilyrði laganna. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2010 Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir Vinnumálastofnun koma að lögunum á þann hátt að standi eftirlitsmenn Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins fyrirtæki að verki við að greiða starfsfólki sínu laun svart eða hafa starfsmenn á launaskrá sem einnig þiggja atvinnuleysisbætur verði það lagt fyrir Vinnumálastofnun. Þar verði ákveðið hvers konar refsingu eða aðgerðum eigi að beita. „Ef eftirlitsmenn koma að fyrirtæki þar sem menn hafa gert þetta þá er hægt að vísa málinu áfram til Vinnumálastofnunar. Þá fyrst komum við inn sem stjórnvald til að beita hugsanlegum dagsektum. Það hafa engin slík mál komið inn hingað til, núna er verið að innleiða þetta og hrinda þessu í framkvæmd,“ segir Gissur Pétursson. Beita dagsektum VINNUMÁLASTOFNUN Gissur Pétursson Þingmenn úr Vinstri grænum, Sam- fylkingunni og Hreyfingunni vilja að sett verði á fót nefnd sem falið verði það hlutverk að rannsaka aðdrag- anda ákvörðunar um stuðning Ís- lands við innrásina í Írak árið 2003. Jafnframt verði skjöl og upplýsingar um málið dregin fram í dagsljósið. Þingmennirnir, sem alls eru 29 talsins, lögðu fram þingsályktun- artillögu þessa efnis í gær. Verði hún samþykkt mun Alþingi kjósa sér fimm manna rannsóknarnefnd „til þess að rannsaka aðdraganda og ástæður þess að þáverandi rík- isstjórn Íslands ákvað að lýsa yfir stuðningi við innrás Bandaríkjanna og Bretlands í Írak 20. mars 2003 án nokkurs samráðs við Alþingi.“ Nefndin á að fá í hendur öll þau gögn sem til eru sem gætu varpað ljósi á ákvörðunina, svo sem fund- argerðir og minnisblöð. Henni verð- ur gert að skila Alþingi skýrslu í síð- asta lagi þann 1. júní 2011. Rannsaki stríðs- stuðning Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.