Morgunblaðið - 06.11.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.11.2010, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2010 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Þótt byggingu dómkirkjunnar í Barcelona, Sagrada Familia, sé ekki enn lokið hyggst Benedikt XVI páfi helga hana á morgun, 128 árum eftir að hafist var handa við að reisa hana. Arkitektar, sem annast verk- efnið, vona að hægt verði að ljúka byggingu kirkjunnar eftir um það bil fimmtán ár. Kirkjan er meistara- verk arkitektsins Antonis Gaudis, glæsilegasta og þekktasta ófullgerða kirkja í heiminum og orðin að tákni Barcelonaborgar. Miklu verki er enn ólokið. Með- al annars á að reisa tíu turna til við- bótar, meðal annars 170 metra háan aðalturn með krossi, nýja framhlið og skrúðhús. Lokið var við aðalkirkjuskipið fyrr á árinu og eftir að páfi hefur helgað það á morgun verður hægt að halda þar daglegar messur í fyrsta skipti frá því að hornsteinn var lagð- ur að kirkjunni 19. mars 1882. Mess- ur hafa verið haldnar í neðanjarðar- hvelfingu kirkjunnar þar sem bein Gaudis hvíla. Í aðalkirkjuskipinu er m.a. 7,5 tonna þungt steinaltari og orgel með 1.492 pípur. Leikið verður á orgelið við athöfnina á morgun og þrír kórar með alls 800 söngvara eiga að syngja fyrir páfa og um 6.500 gesti. Þegar hafa verið reistir átta mósaíkskreyttir turnar á tveimur hliðum. Önnur þeirra er helguð fæð- ingu Jesú og hin píslarsögunni. Arkitektar vona að hægt verði að ljúka við nýja framhlið kirkjunnar, Dýrðarhliðina, fyrir hundrað ára ár- tíð Gaudis sem lést í sporvagnaslysi 10. júní 1926. Það ræðst þó að miklu leyti af fjármögnuninni sem byggist eingöngu á frjálsum framlögum og tekjum af ferðafólki. Á vef verkefnisins, www.sag- radafamilia.cat, segir að við fram- kvæmdirnar sé stuðst við upphaf- legar teikningar Gaudis. Ekki eru þó allir á sama máli. „Ég tel að verk Gaudis sé það sem laðar ferðamenn- ina að kirkjunni,“ segir Ramon Garcia-Bragado, aðstoðarborgar- stjóri Barcelona. „Og það sem þeir eru að gera núna er ekki verk Gaudis, heldur þeirra sem koma á eftir honum. Arkitektar verkefnisins túlka verk Gaudis. Mjög umdeilt er hvort það sé rétt að halda byggingu kirkjunnar áfram.“ Estudio R. Carrera fyrir Ein turnspíranna Klukkuturnarnir eru með 25 m háar turnspírur skreyttar marglitri mósaík Gaudi sá fyrir sér mjög stóra kirkju, með grunnlögun eins og rómverskur kross og háa turna, með djúpa táknræna og trúarlega skírskotun Gaudi teiknaði m.a. átján klukkuturna sem tákna Krist, Maríu mey, guðspjallamennina fjóra og lærisveinana tólf Teikningar Gaudis af kirkjunni byggðust á rúmfræðilegum formum eins og gleiðfleti, fleygfleti, skrúffleti, keilu- og sporbaugsfleti Hvernig sem tölurnar í röðunum eru lagðar saman - lóðrétt, lárétt eða á ská - er summan alltaf 33, sem var aldur Krists þegar hann dó Turnar helgaðir guðspjalla- mönnunum KIRKJA GAUDIS Í BARCELONA Benedikt páfi hyggst helga dómkirkjuna Sagrada Familia í Barcelona á sunnudag og votta hönnuði hennar, Antoni Gaudi, virðingu sína. Um 6.500 gestir verða við athöfnina, þeirra á meðal hundruð presta og biskupa. Heimild: www.sagradafamilia.cat Súlnagöng í jaðrinum tengja klukkuturna kirkjunnar Skrúðhús (norður) Bogalaga hvelfdur turn helgaður Maríu mey HELGIDÓMURINN SAGAN ARKITEKTÚR Píslarsöguhliðin (vestur) Antoni Gaudi (1852-1926) 19. mars 1882 Bygging kirkjunnar hefst eftir teikningu arkitektsins Francisco de Paula del Villary Lozano í nýgotneskum stíl Lok ársins 1883 Gaudi falið að halda verkinu áfram og hann vann að því til dauðadags árið1926 Júlí 1936 Kveikt í neðanjarðarhvelfingu kirkjunnar þegar borgarastyrjöldin á Spáni geisaði, smiðja kirkjunnar eyðilagðist og frumdrögin, vinnuteikningar og líkön glötuðust Bygging kirkjunnar er fjármögnuð með frjálsum framlögum og vonast er til að hægt verði að ljúka henni ekki síðar en árið 2026 eða á 100 ára ártíð Gaudis Aðalkirkjuskipið hægt verður að opna þak þess Teikning listamanns Hvelfd hálfhringlaga, með sjö kapellur og altari í miðjunni Hlið helguð fæðingu Krists (austur) það er fyrsta hliðin og var reist undir stjórn Gaudis Dýrðarhliðin (suður) ný framhlið kirkjunnar, verður reist síðast Hvolfturn verður 170 metra hár og helgaður Jesú Benedikt páfi helgar dómkirkjuna í Barcelona Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Að minnsta kosti 77 manns biðu bana í Indónesíu í gær af völdum mesta eldgoss í Merapi-fjalli á Jövu í rúma öld. Þúsundir íbúa bæja í grennd við eldfjallið forðuðu sér í dauðans ofboði og glundroði var á vegunum vegna mikils öskufalls. Nær 167.000 manns hafa flúið heimkynni sín vegna eldgossins sem hefur kostað alls 120 manns lífið frá því að það hófst fyrir tæpum tveimur vikum. Á meðal þeirra sem létu lífið í gær eru mörg börn í þorpinu Ar- gomulyo, um 18 kílómetra frá gígn- um. Að minnsta kosti 156 manns voru fluttir á sjúkrahús í gær, flestir þeirra vegna brunasára. Mesta gos frá 1872 Aska féll á stóru svæði í grennd við eldfjallið, meðal annars í héraðs- höfuðstaðnum Yogyakarta, um 28 kílómetra sunnan við fjallið. Alþjóða- flugvellinum í Yogyakarta var lokað og flugi milli Jövu og Singapúr og Malasíu hefur verið aflýst. Merapi er nálægt mjög þéttbýlu svæði á Jövu, sem er fjölmennasta eyja heims, með 136 milljónir íbúa. Um 1.300 manns biðu bana af völdum eldgoss í Merapi árið 1930. Eldfjallafræðingar segja að þótt gos- ið nú sé ekki jafnmannskætt sé það öflugra en árið 1930 og mesta eldgos í Merapi frá 1872. Daginn áður en eldgosið hófst, eða 25. október, fórust að minnsta kosti 428 manns af völdum flóð- bylgju eftir jarðskjálfta á afskekktri eyju nálægt Súmötru í Indónesíu. 74 til viðbótar er saknað eftir náttúru- hamfarirnar og 15.000 manns misstu heimili sitt. Eldgos hefur orðið alls 120 manns að bana  Nær 167.000 hafa flúið heimkynni sín Reuters Öskufall Kona í öskugráum flótta- mannabúðum á Jövu. Danska sjónvarpsstöðin TV2 hélt því fram í gær að bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn hefði stundað leynilegt eftirlit í borginni. Sams konar ásakanir voru birtar í norsk- um fjölmiðlum í fyrradag. TV2 segir að sveit manna, að minnsta kosti 14 menn, hafi fengið það hlutverk að hafa sólarhringseftirlit í hverfi við sendi- ráðið. Þetta hefur TV2 eftir fyrrver- andi starfsmanni sem kveðst hafa tekið þátt í eftirlitinu. TV2 segir að eftirlitssveitin hafi fylgst með dönskum ríkis- borgurum. Nöfn þeirra og aðrar persónuupplýs- ingar hafi verið skráðar í sérstak- an tölvugagna- grunn sem kallast Security Incident Management Ana- lysis System (SIMAS). Einnig var „grunsamlegum“ einstaklingum veitt eftirför í grennd við sendiráðið, að sögn heimildarmanna TV2. Fréttastofan AFP segir að óljóst sé hvort dönsk stjórnvöld hafi vitað af þessu eftirliti. Án leyfis sé þessi starfsemi ólögleg. Dómsmálaráðuneyti Danmerkur hefur ekki viljað svara því hvort fréttin sé rétt. Það segir þó að dóms- málaráðherrann Lars Barfoed hafi verið boðaður á lokaðan þingfund til að ræða málið innan tveggja vikna. Sakað um njósnir í Danmörku Lars Barfoed  Bandaríska sendiráðið sagt hafa stundað leynilegt eftirlit í Kaupmannahöfn  Án leyfis er slíkt eftirlit ólöglegt M.MBL.IS FÆRIR ÞÉR ERLENDAR FRÉTTIR Á FERÐINNI Erlent - V I L T U V I T A M E I R A ? ÍS L E N S K A /S IA .I S /M O R 51 87 2 11 /1 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.