Morgunblaðið - 06.11.2010, Síða 30

Morgunblaðið - 06.11.2010, Síða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2010 Þegar rætt er um aukið öryggi fólks og atvinnusköpun er áhugavert að skoða stöðu Ofanflóðasjóðs. Hlutverk Ofanflóða- sjóðs er að tryggja ör- yggi fólks á þeim stöð- um sem búa við snjó- flóðahættu eða hættu vegna skriðufalla. Tekjur hans innheimt- ast í formi 0,3% árlegs gjalds sem lagt er á allar brunatryggðar hús- eignir, sem skilar sjóðnum 500-600 m.kr. í árlegar tekjur. Í ofanálag eru í dag á áttunda milljarð króna í sjóðnum. Það er staðreynd að brýnar fram- kvæmdir í ofanflóðavörnum eru til- búnar í útboð en bíða eftir fjármagni. Má þar nefna fyrirhugaðar fram- kvæmdir í Neskaupstað, á Siglufirði og Ísafirði. Ég þekki sjálfur hvað það er að búa á snjóflóðahættusvæði. Það er skelfileg tilfinning þegar óvissuástand ríkir en sl. vetur varð til að mynda að rýma húsnæði á Siglufirði vegna slíkrar ógnar. Hér er því um mikilvægt öryggismál að ræða fyrir íbúa á þessum stöðum. Það er því óskiljanlegt að ríkisstjórnin skuli ekki í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2011 leggja til að framkvæmdir hefjist á þessum stöðum. Fjár- málaráðherra vill kenna Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum um það – en sú afsökun er ekki boðleg – því í henni felst að AGS ræður í raun í hvað sjóðir landsmanna eru notaðir; er það svo. Það er einboðið að stjórnvöld bjóði út þessi verk hið fyrsta og tryggi þannig til frambúðar öryggi fólks víða um land. Til viðbótar munu hundruð starfa skapast við verkin á þessum svæðum á næstu árum og eftir yfirferð og samtöl við fólk á þessum svæðum er ljóst að svo sann- arlega veitir ekki af því. Og benda má á að fjárlagafrumvarpið gengur mjög langt í því að fækka störfum á landsbyggðinni og gæti því verið um eiginlega mótvægisaðgerð að ræða. Það gengur ekki lengur að ríkis- stjórnin haldi blaðamannafundi um fjölgun starfa og það hversu frábær efnahagsstjórnin hefur verið. Þeir fundir hafa engu skilað. Ríkisstjórnin þarf að taka sér tak og hefjast handa við að auka verðmætasköpun í þjóðfélaginu og auka þannig tekjur ríkissjóðs. Tölurnar tala sínu máli, það er brýnt að fjölga störfum í land- inu og stöðva fólksflóttann. Við heyr- um hins vegar af uppsögnum, greiðslustöðvun fyrirtækja og út- flutningi á vélum og tækjum úr landi. Við það má bæta áformum ríkis- stjórnarinnar um stórfelldan niður- skurð í velferðarþjónustunni sem er í raun aðför að grunnstoðum samfé- lagsins, ekki síst á landsbyggðinni. Nú er nóg að komið. Almenningur hafnar niðurrifi á velferðarkerfinu og aðgerðaleysi í atvinnumálum. Við ríkisstjórnina segi ég: Vaknið upp til góðra verka. Eftir Birki Jón Jónsson Birkir Jón Jónsson »Ég þekki sjálfur hvað það er að búa á snjóflóðahættusvæði. Það er skelfileg tilfinning þegar óvissuástand ríkir. Höfundur er alþingismaður og varaformaður Framsóknarflokksins. Ótrúlegt aðgerðaleysi Enn á ný birtast dapurleg vinnubrögð og málflutningur stjórnvalda. Í áratugi höfum við Íslendingar byggt upp heilbrigðiskerfi með það að markmiði að auka heilbrigði og ör- yggi landsmanna. Nokkur sátt hefur verið um kerfið, boðið er upp á almenna sérfræðiþjónustu í nærsamfélagi flestra en sértækari sérfræðiþjónustan er í meg- indráttum staðsett í Reykjavík og að nokkru leyti á Akureyri. Þróunin hefur verið að þjappa sértæku sér- fræðiþjónustunni enn frekar saman á rökum hagræðingar og bættra samgangna, íbúar hafa horft á eftir fæðingarþjónustu, skurðstofuþjón- ustu o.fl. úr byggðarlögunum og er óhætt að fullyrða að fyrir löngu er komið að sársaukamörkum hvað það varðar. Í skugga kreppunnar er í frumvarpi til fjár- laga boðuð kerfisbylt- ing í heilbrigðismálum. Rökin eru enn frekari þjöppun sérfræðiþjón- ustunnar sérfræðiþjón- ustunnar vegna. Sér- fræðingarnir vilja margir hverjir þjappa þekkingunni og færn- inni saman til faglegrar styrkingar. Spurningin er þá hverjum nýtist aukin sér- þekking í heilbrigðisþjónustunni best, læknisfræðinni eða almenn- ingi? Er markmiðið fljótvirkari lækningar og meiri lífslíkur? Erfitt er að standa á móti slíkum rökum því öll viljum við að læknisfræðin þróist svo lífslíkur og lífsgæði okkar aukist. En eins og alþekkt er hafa fleiri margþætt atriði í heilbrigð- iskerfinu áhrif á lífsgæði og auknar lífslíkur. Forvarnir, endurhæfing og gott eftirlit eru meðal mikilvægra forsendna fyrir góðri heilbrigð- isþjónustu og hljóta þessir þættir að þurfa að vinna vel með sérhæfð- ari þáttum kerfisins. Til að verja sértæka sérfræði virðist samkvæmt frumvarpi til fjárlaga eiga að leggja niður stóran hluta heilbrigðisþjónustunnar á landsbyggðinni. Blóðrannsókn, röntgenmyndataka, gifsskipti og sjúkrahúslega í heimabyggð mun að miklu heyra sögunni til. Dapurleg- ast er að trúlega skilar þessi aðgerð lítilli eða engri hagræðingu í rík- iskassann sé hún skoðuð í heild sinni þar sem útgjöld vegna þjón- ustuskerðingar heilbrigðisstofn- ananna munu að miklu leyti koma fram annars staðar. Kemur nú ber- lega í ljós að við stjórnun þessa lands talar hægri höndin ekki við þá vinstri og aðgerðirnar eru dregnar tilviljanakennt upp úr rykugum óskalistahatti í engu samræmi við aðrar aðgerðir eða raunveruleikann sem við búum í. Aumt er að hlusta á stjórnvöld benda á embættismannakerfið, Al- þingi eða hver á annan þegar skýr- inga er óskað. Þó svo að ýmsir sér- fræðihópar innan heilbrigðiskerfisins hafi mismun- andi skoðanir á hvernig haga skuli heilbrigðisþjónustu á Íslandi er það stjórnvalda að taka ákvörðun um breytingar á heilbrigðiskerfinu að teknu tilliti til hinna mörgu sjón- armiða þessa veigamikla máls. Ár- angursríkast er að breið, pólitísk og fagleg umræða sé undanfari slíkra ákvarðana en ekki hræðsluáróður í krafti kreppuumræðu. Eitt mikilvægasta hlutverk stjórnvalda er að stýra þjóðarskút- unni öruggt í ákveðna þekkta stefnu, en þegar stýrimennirnir taka í stýrið á mismunandi tímum og stefna eins og þeim hentar hverju sinni er ekki von á góðu, endar miðar hvergi og óvissan eykst með degi hverjum. Glundroð- inn í vinnubrögðum stjórnvalda verður enn sýnilegri. Ætli menn að breyta uppbygg- ingu heilbrigðiskerfisins þarf að vanda vinnubrögðin, hafa samráð við hlutaðeigandi aðila og sýna fram á þá raunverulegu hagræðingu sem felst í stefnubreytingunni. Annað getur vart talist góð stjórnsýsla. Er heilbrigðisþjón- ustan fyrir þig? Eftir Huld Aðalbjarnardóttur Huld Aðalbjarnardóttir » Boðuð kerfisbreyt- ing á heilbrigð- isþjónustunni veikir mikilvægustu grunnstoð samfélagsins víða um land. Höfundur er varaþingmaður. . 10 R. R. hálsi 3 - 110 R. ..

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.