Morgunblaðið - 06.11.2010, Síða 34

Morgunblaðið - 06.11.2010, Síða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2010 ✝ Friðjón Gunn-laugsson fæddist að Hraunfelli í Vopnafirði 24. desem- ber árið 1927. Hann varð bráðkvaddur 25. október 2010. Foreldrar hans voru hjónin Gunn- laugur Jónsson frá Hraunfelli í Vopna- firði, d. 1983, og Björg Jónsdóttir frá Hrauntanga í Ax- arfjarðarheiði, d. 1964. Friðjón bjó fyrsta aldursárið sitt á Hraunfelli en flutti svo með foreldrum sínum í Fell í sömu sveit. Hann var næst- elstur sjö systkina en elst var Hall- dóra Sigurlaug, d. 1998, Gunnþór- unn, d. 2008, Einar, d. 1980, Níels, Bergþóra og Helga. Hinn 10. ágúst 1957 kvæntist eiga þau 3 börn en fyrir á hann eina stúlku, 4) Friðjón, f. 1958, ókvæntur og á hann 2 börn, 5) Ein- ar, f. 1961, sambýliskona Ágústa Ingimarsdóttir og eiga þau 1 barn en fyrir á hann eina stúlku. Barna- börnin og barnabarnabörnin eru 32 talsins. Friðjón var bóndi á Deildarfelli stærstan hluta ævi sinnar og var búmaður góður, natinn við skepnur og glöggur fjármaður. Hann var handlaginn og stundaði hvers kyns smíðavinnu og múrverk meðfram búskap. Árið 1982 brugðu þau Júlía búi og fluttu út í þorpið á Tanga. Þar vann Friðjón við múrverk og Júlía á elliheimilinu Sundabúð. Haustið 2001 fluttu þau hjón á Seyðisfjörð. Þar nutu Seyðfirð- ingar lagni Friðjóns við að gera upp gömul og úr sér gengin hús- gögn, auk þess sem hann stundaði múrvinnu. Útför Friðjóns verður gerð frá Seyðisfjarðarkirkju í dag, 6. nóv- ember 2010, og hefst athöfnin kl. 14. Friðjón eftirlifandi eiginkonu sinni Stein- unni Júlíu Friðbjörns- dóttur, f. 23. október 1928. Byggðu þau Deildarfell í Vopna- firði og fluttu þangað árið 1956. Þau eign- uðust 5 börn en fyrir á Steinunn Júlía eina stúlku, Ingibjörgu Valdísi Harðardóttur, f. 1949, eiginmaður Valgeir Gunnar Hjartarson og eiga þau 3 börn. Börn Friðjóns og Steinunnar Júl- íu eru; 1) Gunnar Kristján, f. 1954, sambýliskona Kristín Giss- urardóttir og eiga þau 2 börn, 2) Björg, f. 1955, eiginmaður Stefán Ragnar Ólafsson og eiga þau 4 börn, 3) Gunnlaugur, f. 1956, eig- inkona Bjarnheiður Jónsdóttir og Elsku besti afi. Nú hefur það því miður gerst að vond frétt til manns berst Kær vinur er horfinn okkur frá því lífsklukkan hans hætti að slá Rita vil ég niður hvað hann var mér kær afi minn góði sem guð nú fær Hann gerði svo mikið, hann gerði svo margt og því miður get ég ekki nefnt það allt Að tala við hann var svo gaman á þeim stundum sem við eyddum saman Hann var svo góður, hann var svo klár æ, hvað þessi söknuður er svo sár En eitt er þó víst og það á við mig ekki síst að ég sakna hans svo mikið, ég sakna hans svo sárt hann var mér góður afi, það er klárt En alltaf í huga mínum verður hann afi minn góði sem ég ann í himnaríki fer hann nú þar verður hann glaður, það er mín trú Því þar getur hann vakið yfir okkur dag og nótt svo við getum sofið vært og rótt hann mun ávalt okkur vernda vináttu og hlýju mun hann okkur senda Elsku afi, guð mun þig geyma yfir okkur muntu sveima en eitt vil ég þó að þú vitir nú minn allra besti afi, það varst þú. (Katrín Ruth) Elsku afi okkar, við elskum þig óendanlega mikið, sofðu rótt. Guð geymi þig. Harpa Lind. Hann elskulegi afi minn er látinn. Þegar ég frétti þetta, að hann afi minn hefði dáið, þá vildi ég ekki trúa þessu fyrst, mér finnst þetta alltof vondar fréttir og ég vildi ekki trúa þessu en síðan áttaði ég mig betur á þessu og byrjaði að tárast og á end- anum grét ég í fanginu á pabba mín- um. Um nóttina þetta kvöld hugsaði ég mikið um hann afa eða Friðjón afa eins og hann er kallaður, ég hugsaði út í allar minningarnar sem ég átti með honum. Oft þegar ég fór að heimsækja Friðjón afa þá spilaði ég við hann á hverju kvöldi. Ég veit það að ég mun sárt sakna hans eins og allir aðrir en allar þess- ar minningar sem ég á með honum munu geymast um aldur og eilífð. Daginn sem ég kom og heimsótti hana ömmu mína fannst mér skrítið að Friðjón afi hefði ekki verið þarna, mér fannst skrýtið að knúsa bara hana ömmu mína en ekki afa minn. Það var svolítið langt síðan ég sá hann, svo var mér allt í einu tilkynnt þetta, þá leið mér svo illa því auðvit- að hefur mig langað að hitta afa áður en hann dæi. Ég mun jafna mig með tímanum en ég mun aldrei gleyma honum. Mér fannst Friðjón afi mjög góður afi, hann var alltaf svo góður. Hann afi minn var smiður og í gamla húsinu hans var hann oft að smíða úti í bílskúr, ég fór út til hans einn daginn og mig langaði að prófa að saga og negla, afi hjálpaði mér við það og síðan vildi ég bara horfa á hann smíða og ég sá hvað afi minn var duglegur og mikill snillingur, ég sagði það við hann og hann hló bara. Það eru margar minningar um afa sem ég mun geyma og aldrei gleyma. Því ég veit að afi minn var algjör snillingur og mun alltaf verða það. Ég elska þig, besti afi minn, og ég mun alltaf elska þig. Þín Helga Valdís. Það er með þungum huga og sökn- uði sem ég kveð afa í dag. Friðjón afi, eins og ég kallaði hann alltaf, var lánsamur að fá heilsugóða ævi. Hann var alltaf brosandi og að kvöldi 25. okt. var hann að mæta á spilavist þegar hann varð bráðkvaddur, ég sé hann fyrir mér veifandi til spila- félaganna og heilsa með bros á vör þegar hann kvaddi þennan heim svo skyndilega. Ég veit að elsku Júlla amma á nú um sárt að binda, það er erfitt að kveðja lífsförunaut sinn eft- ir svo langa samfylgd. Guð gefi þér styrk á þessari stundu, elsku amma mín. Afi var yndislega blíður og mikil barnagæla, hann hafði alltaf tíma fyrir okkur og öll barnabörnin þegar við komum í heimsókn til hans og ömmu hvort sem það var á Deild- arfell í Vopnafirði eða á Seyðisfirði, alltaf var maður velkominn og vel tekið á móti manni og sat afi oft og spilaði við okkur krakkana. Alltaf var allt í röð og reglu hvort sem var í bílskúrnum eða heima hjá ykkur ömmu, þú varst snyrtimenni fram í fingurgóma enda ekki annað hægt því amma er alltaf svo vel til höfð og flott. Æskuminningarnar eru ófáar sem ég á úr sveitinni. Þegar ég var með þér í heyskapnum, mjólka kýrn- ar, sinna hestunum sem ég var skít- hrædd við og tína eggin úr hænsna- kofanum og raða þeim á bakka og keyra svo út á Tanga og færa vinum og ættingjum. Margt lærði ég af þér, elsku afi, þegar ég var orðin eldri, það var alltaf auðsótt að fá þig til að aðstoða við það sem til féll þrátt fyr- ir að nóg væri að gera í smíðavinn- unni, ég var svo heppin að fá að múra, smíða, flísa- og parketleggja með þér. Einnig unnum við saman að því að endurnýja bað og eldhús fyrir mömmu og pabba, rifum það gamla í burtu og settum nýtt, að meðtöldum tækjum og innréttingum og svo endað á að flísaleggja allt saman. Naut ég góðs af því að vinna með þér. Það sem ég kann í dag á ég þér margt að þakka. Helgi hafði gaman af því að vinna með þér, t.d. þegar þið voruð að múra og gera grindverkið í innkeyrslunni. Það voru margir sem nutu góðs af og lærðu margt af þér og er það með ólíkindum hvað þú varst með ein- dæmum þolinmóður þegar þú varst að segja öðrum til. Þú undir þér best í bílskúrnum að gera upp eða smíða hluti. Það var oft sem ég kom í skúr- inn að skoða vinnu þína, að sjá hvernig þú gerðir upp gömul hús- gögn og þau urðu betri sem ný. Það var alveg ótrúlegt. Það eru nokkrir hlutir sem þú náðir ekki að klára og heyrðist mér á ömmu og Gulla að þau ætli að klára það, ætli ég taki ekki fuglahúsið sem þú varst að gera fyrir Hörpu og klári það eins og þú hefðir viljað. Þú og amma voruð alltaf dugleg að ferðast og koma í heimsókn, þið mættuð í allar veislur og viðburði innan fjölskyldunnar og alltaf var mikil tilhlökkun að fá ykkur í heim- sókn yfir jólin og ef spáin var ekki góð þá var ákveðið að þið kæmuð í fyrra fallinu og fengum við þá að hafa ykkur lengur sem okkur þótti enn betra. Ég á eftir að sakna glettnislega brossins þíns. Ég á dýrmætar minningar um yndislegan afa sem ég mun varð- veita í hjarta mér um ókomna tíð. Votta ég elsku Júllu ömmu og öðrum ástvinum innilega samúð. Þín Guðrún Ragna. Elsku Friðjón afi er farinn frá okkur. Það er sárt að hugsa til þess að hann sé ekki lengur hjá ömmu á Túngötunni en svona er víst gangur lífsins. Það eina sem við vitum er að einhvern daginn hverfum við öll úr Friðjón Gunnlaugsson MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HALLBJÖRNS SIGURÐSSONAR frá Krossholti. Sérstakar þakkir fær starfsfólk dvalarheimilis aldr- aðra í Borgarnesi og Sjúkrahúss Akraness fyrir einstaka umönnun. Guð blessi ykkur öll. Kristín Björnsdóttir, Ingibjörg Hallbjörnsdóttir, Guðmundur Bragason, Sigurður Hallbjörnsson, Þórhalla Agla Kjartansdóttir, Svandís Hallbjörnsdóttir, Grétar Þór Reynisson, Elínborg Hallbjörnsdóttir, Hallur Sigurðsson og barnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, EDDA SNORRADÓTTIR frá Þórshöfn, Núpalind 4, Kópavogi, sem lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtudaginn 28. október, verður jarðsungin frá Digraneskirkju miðvikudaginn 10. nóvember kl. 13.00. Þorkell Guðfinnsson, Snorri Hafsteinn Þorkelsson, Björg Skúladóttir, Guðfinnur Helgi Þorkelsson, Jóhanna Þorkelsdóttir, Edda Björg Snorradóttir, Elín Salka Snorradóttir, Guðrún Helga Guðfinnsdóttir, Þorkell Máni Guðfinnsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, ÞÓRARINN HAUKUR HALLVARÐSSON, varð bráðkvaddur sunnudaginn 31. október. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 10. nóvember kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast Hauks er bent á Slysa- varnarfélagið Landsbjörg. Erla Long, Sigurður Long, Erla Björk Ingibergsdóttir, Sigrún Þórarinsdóttir, Kristín Unnur Þórarinsdóttir, Þórður Benediktsson, barnabörn, barnabarnabörn og systur hins látna. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓHANNA KRISTÍN HLÖÐVERSDÓTTIR, Dadý, Leirutanga 43A, Mosfellsbæ, sem lést fimmtudaginn 28. október, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju mánudaginn 8. nóvember kl. 15.00. Guðmundur Ebbi Pétursson, Pétur Heimir Guðmundsson, Heiðveig Andrésdóttir, Magnús Snorri Guðmundsson, Sunna Mjöll Sigurðardóttir, Guðmundur Atli Pétursson, Kristín Þóra Pétursdóttir. ✝ Faðir minn, tengdafaðir, afi og bróðir, FINNBJÖRN GUÐMUNDSSON stýrimaður frá Sæbóli í Aðalvík, sem lést sunnudaginn 24. október, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 10. nóvember kl. 13.00. Jón Finnbjörnsson, Erla S. Árnadóttir, Guðrún Hrönn Jónsdóttir, Birna Jónsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Inga Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.