Morgunblaðið - 06.11.2010, Síða 35
þessari tilvist eins og afi gerði svo
skyndilega.
Minningarnar sem við eigum um
Friðjón afa eru einungis fallegar og
góðar. Það var alltaf svo gott að vera
í návist hans því hann var alltaf ró-
legur og glaðlyndur. Aldrei skipti
hann skapi nema kannski einu sinni
þegar eitt okkar greip fyrir augun á
honum þegar við vorum á leið yfir
Hellisheiði á Lödunni hans. Það var í
þá daga sem börn voru ekki höfð í
öryggisbelti og fengu að standa fyrir
aftan bílstjórann. Hann var einstak-
lega barngóður og hafði gaman af
því að gantast og spila við okkur.
Ævinlega fengum við mjólk og
mjólkurkex með. Eins fannst okkur
sérstaklega gaman að stríða honum
og fékk seðlaveskið í rassvasanum
hans oft að kenna á því.
Það var alltaf svo notalegt að
koma á Kolbeinsgötuna til afa og
ömmu. Hjá þeim var allt í röð og
reglu, hver hlutur átti sinn stað og
var bílskúrinn hans afa engin und-
antekning. Bílskúrinn var ævintýra-
heimur út af fyrir sig en aldrei þorð-
um við niður í myrkrið. Afi var alltaf
boðinn og búinn til þess að aðstoða
okkur og tók vel í allar hugmyndir
eins og þegar hann leyfði einu okkar
að sofa í indíánatjaldi úti í garði
þrátt fyrir að fæturnir stæðu út úr.
Afi var á undan sinni samtíð því
alla tíð tók hann jafnan þátt í elda-
mennskunni á við ömmu. Það var
yndislegt þegar afi og amma fluttu á
Seyðisfjörð því þá styttist vega-
lengdin í gott brauð með mjólkinni.
Afi dundaði sér tímunum saman í
bílskúrunum sem hann hafði til af-
nota og lagði oft lokahönd á smíða-
gripi okkar úr skólanum. Þeir eru
ófáir gripirnir sem við eigum með
handbragði hans og munum við
varðveita þá vel.
Guð geymi Friðjón afa.
Hildur Jóna, Friðjón,
Hjörtur og Júlía.
Tíminn flýgur hjá og stundum
gerast atburðir hraðar en maður
býst við. Svo var og um fráfall Frið-
jóns Gunnlaugssonar sem varð bráð-
kvaddur þann 25. október síðastlið-
inn.
Það var fyrir næstum áratug síð-
an, í jólaboði á Seyðisfirði að ég hitti
Friðjón fyrst, en við Hildur Jóna
vorum þá nýtekin saman. Það var
þétt, handtakið hjá gömlum og stór-
gerðum manni, hendurnar vinnulún-
ar en þó sterklegar. Það var handtak
gamals bónda. Ég sá fljótlega að það
var samræmi milli þessa handtaks
og skapgerðar Friðjóns. Hann var
hæglátur maður og rólyndur en þó
glettinn, traustur eins og handtakið.
Bar ekki tilfinningar sínar á torg, en
við fundum fljótlega sameiginleg
áhugamál sem við ræddum oft á síð-
kvöldum í eldhúsinu á Túngötu;
sveitina, málefni landbúnaðarins,
Vopnafjörð, skepnuhald og fleiri
landsins gagn og nauðsynjar.
Friðjón hafði lag á að sjá skoplegu
hliðar málanna og gerði oft að gamni
sínu. Einkum var hann þó glettinn
við börn og blundaði í honum stríðn-
ispúki þegar þau voru annars vegar.
Þessa naut Áslaug María dóttir okk-
ar í ríkum mæli, og svo var auðvitað
alltaf til nóg af súkkulaðirúsínum hjá
Friðjóni langafa.
Það var sérstaklega ánægjulegt
að Friðjón og Júlía skyldu hafa kom-
ið með okkur í fjárréttir að Litla-
Bakka og í sveitina á Geirastöðum í
haust. Það hafði lengi staðið til, og
ég held að Friðjón hafi haft gaman
af þeirri ferð.
Gamli bóndinn er genginn á vit
feðranna. Fráfall hans bar skjótt að
og hann hefði vísast ekki viljað hafa
það öðruvísi. Eftir standa minningar
um bóndann, afann og langafann.
Eftirfarandi línur Hákonar Aðal-
steinssonar finnast mér viðeigandi
þegar við minnumst Friðjóns Gunn-
laugssonar:
Unun er mér að muna
minningar góðra kynna,
stundir frá stuttum fundi
er staðið var við á hlaði,
reisn var þá yfir risnu,
raun að geta ei launað
gleði í hverju geði,
gaman að vera saman.
Þórður Mar Þorsteinsson.
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2010
✝ Bjargey KristrúnArnórsdóttir
fæddist á Tindum í
Geiradal 16. maí
1930. Hún lést á líkn-
ardeild Landspítalans
27. október 2010. For-
eldrar hennar voru
Arnór Einarsson og
Ragnheiður Gríms-
dóttir, bændur á
Tindum. Hún var
yngst fjögurra systk-
ina, elstur var Grímur
bóndi á Tindum, Ein-
ar verkfræðingur í
Reykjavík, og Kristín saumakona í
Reykjavík. Einnig áttu þau uppeld-
isbróður, Arnór Guðlaugsson, sem
bjó í Kópavogi. Þau eru öll látin.
Bjargey giftist 1952 Ragnari
Trausta Sveinssyni frá Hofsstöðum
við Þorskafjörð, f. 7. ágúst 1908, d.
6. ágúst 1994. Þau hófu búskap á
Hofsstöðum það ár og bjuggu þar
til árins 1989. Þau eiguðust þrjú
börn, 1) Svein, f. 1958, maki Kol-
brún Lára Mýrdal, þau eiga tvö
börn og tvö barnabörn, 2) Arnór
Hreiðar, f. 1962, maki Elísabet Ýr
Norðdahl, Arnór á þrjú börn, 3)
Ragnheiði Þóru, f. 1972, maki
Heimir Haraldsson,
þau eiga þrjú börn.
Bjargey ólst upp á
Tindum, og átti
heima þar þangað til
hún flutti að Hofs-
stöðum með Ragnari
manni sínum. Síðustu
árin bjuggu þau í fé-
lagi við Arnór son
sinn. Þegar þau fluttu
frá Hofsstöðum fór
hún að stunda vinnu í
Reykjavík og víðar og
var að mestu búsett
þar síðustu árin.
Bjargey var afburða snjall hagyrð-
ingur og var virkur félagi í Kvæða-
mannafélaginu Iðunni. Eftir hana
liggur allmikið safn ljóða, tækifær-
iskveðskapur og gamanvísur, og al-
varlegri ljóð, erfiljóð og hátíðaljóð
ort af ýmsu tilefni. Þrjár bækur
með kveðskap eftir hana hafa kom-
ið út, Vestfjarðavísur 2007, Brugðið
á leik 2009, og Sláturvinnuvísur
2010. Einnig hafa birst ljóð eftir
hana í bókum með úrvali ljóða, í
blöðum og víðar.
Bjargey verður jarðsungin frá
Reykhólakirkju í dag, 6. nóvember
2010, og hefst athöfnin kl. 14.
Elsku frænka. Ávallt velkominn
gestur. Kíkti oft óvænt inn að kvöldi
til, á yfirferð um nágrennið – gang-
andi að sjálfsögðu. Alltaf kankvís,
stutt í kátínu og galgopagang. Hleg-
ið að skondnum frásögnum en aldrei
að náunganum, slíkt var ekki í henn-
ar fari, þótt næmt auga hefði fyrir
broslegum atvikum. Legið yfir göml-
um ljósmyndum og skráðar athuga-
semdir við. Farið með vísur, sagðar
fréttir að vestan og spjall um skyld-
leikatengsl sveitunga sem þær
mamma þekktu fyrir mína tíð. Þær
voru systkinadætur sem ólust upp á
bæjunum Kletti og Tindum, en tún
þeirra liggja saman og samgangur
var mikill. Þær unnu saman í Sund-
laugarhúsinu er verið var að koma
upp lauginni en þar var þá einnig
rekinn skóli. Kynntust mannsefnum
sínum þar. Síðla á ævinni ferðuðust
þær saman; inn á hálendið og fóru
m.a. í Kvæðamannaferðir, sem
Badda lét sig ógjarnan vanta í. Hún
var viskubrunnur sem ég sótti í, eftir
lát mömmu, ef spurningar vöknuðu
enda á við ættfræðidoðrant og stál-
minnug.
Ein minning er mér sérlega kær.
Vorið 1962 gerðist merkisatburður í
borðstofunni heima hjá mér. Krakk-
ar urðu að vera úti og hansa-
gardínurnar byrgðu sýn. Læknir og
ljósmóðir mætt, eftirvænting í loft-
inu. Þetta var einn skemmtilegasti
tími sem ég man, sem barn, meðan
Badda lá á sæng hjá okkur. Það átti
nú að fara varlega í að láta stelpu-
skjátu vera alveg ofan í barninu,
svona nýfæddu, en Badda tók það
ekki í mál og rétti mér Arnór son
sinn nýbaðaðan og í fyrstu fötunum,
nokkurra tíma gamlan. Ég hafði
aldrei séð svo ungt barn fyrr og aldr-
ei haldið á ungbarni á ævinni en
Badda, búkonan sjálf, vissi að engin
hætta væri á að ég færi að glopra
hvítvoðungnum fyrst hún auðsýndi
mér svo mikið traust. Mikið fannst
ég stækka við þetta.
Badda hafði mannskilning til að
bera og umburðarlyndi, sá það
skásta í öllum. Átti óvenjuauðvelt
með að kynnast fólki. Hún var stolt
og einörð. Næm, á menn og málleys-
ingja, sem kom fram í vísum hennar.
Það lá létt fyrir henni að yrkja, skyn-
ug á blæbrigði máls. Orti m.a. um
hughrif á ferðalögum, um landið og
samferðafólk. Það stilltasta gefið út í
kverunum: Vestfjarðavísur, Brugðið
á leik og Sláturvinnuvísur. Enn
fleira í skúffum geymt. Sumt hafði
hún vonast til að vinsa úr og birta.
Þessa sagði hún fram nýlega og fékk
ég leyfi til að láta hana fylgja hér:
Bátinn stundum ber um sjá
bylgjur kambinn sýna.
Væni drottinn viltu þá
verja skútu mína.
Keik, til hins síðasta og víst er að
hispursleysi hennar og þörf fyrir að
bæta en ekki sverta, skilur eftir hjá
okkur fleira en kveðskapinn einan.
Ég votta afkomendum hennar og
ástvinum samúð mína.
Sabína.
Minningabrot um Böddu streyma
fram. Badda var einn alskemmtileg-
asti karakter sem ég hef kynnst.
Hún var ein af þeim sem fór ótroðn-
ar slóðir, framkvæmdi það sem
henni datt í hug og var engum háð.
Það má segja að hún hafi ekki alveg
fylgt „norminu“ og fyrir það dáðist
ég að henni. Hún var langt á undan
sinni samtíð með að nýta sér versl-
anir góðgerðasamtaka, ekki fyrir
sjálfa sig heldur keypti hún til að
gleðja aðra. Sérkennileg matarhegð-
un var eitt sem einkenndi Böddu en
hún hafði einstakt lag á að nýta mat
eða réttara sagt mataraleifar.
Badda var frjáls eins og fuglinn
fljúgandi. Hún átti ekki bíl en það
stoppaði hana ekkert í að ferðast
landshorna á milli eða innanbæjar í
höfuðborginni, hvort sem það var
með fjórhjóli í sveitinni, á puttanum
eða með rútum og strætisvögnum.
Ein minning sker sig úr hjá minni
fjölskyldu en hjá okkur komu jólin
ekki fyrr en Badda var búin að
banka upp á á Þorláksmessu með
jólakort til okkar, oft með frum-
sömdum vísum eða ljóðum, en Badda
var mikil vísnakona og ljóðskáld.
Hún lagði það á sig að ferðast með
strætó ofan úr Breiðholti, oft í mis-
jöfnu veðri, vestur í bæ eða út á Nes,
með jólakortið til okkar. Það merki-
lega var að hún boðaði aldrei komu
sína heldur mætti bara og vonaði að
einhver væri heima. Þessara heim-
sókna eigum við eftir að sakna mikið.
Ég er ævinlega þakklát fyrir að
hafa fengið að kynnast Böddu. Per-
sónur eins og hún gera lífið svo
miklu skemmtilegra.
Ég votta ættingjum og vinum,
mína dýpstu samúð.
Guðrún Kristín.
Hún Badda var aldrei lengi að
hlutunum, hún gerði það sem hún
ætlaði sér. Það kom vel fram í því
þegar hún þurfti að ferðast á milli
staða. Hún vílaði ekki fyrir sér að
leggja af stað gangandi þó að komin
væri á þann aldur að flestum öðrum
dytti slíkt ekki í hug. Hún var heldur
ekki í neinu lífsgæðakapphlaupi,
vissi sem var að það sem við berum
þar úr býtum tökum við ekki með
okkur yfir móðuna miklu, heldur
stundaði hún það sem mölur og ryð
fá ekki grandað. Síðustu árin var
hún hjálparhella börnum sínum og
barnabörnum og lagði stund á vísna-
gerð, og í framhaldi gaf hún út þrjár
ljóðabækur. Bjargey Arnórsdóttir
var uppalin á sveitaheimili á fyrri
hluta síðustu aldar og lærði og vann
þau sveitastörf sem þá var til siðs að
börn og unglingar lærðu. Hún bjó
síðar á Hofsstöðum í Þorskafirði
með eiginmanni og börnum og þar
hélt vinnan áfram. Eftir að maður
hennar lést, og hún hætti búskap,
gat hún farið að leggja meiri rækt
við það sem henni var hugleiknast,
að yrkja og kasta fram vísum við ým-
is tækifæri. Hún gekk til liðs við
Kvæðamannafélagið Iðunni og þar
naut hún sín vel.
Ég kynntist Böddu árið 1996 þeg-
ar ég flutti í Reykhólasveitina. Þegar
við hjónin fórum að velta fyrir okkur
að kaupa jörðina Mýrartungu 2 bjó
hún þar hjá syni sínum Arnóri og
fjölskyldu hans. Hún var afar natin
við sauðburð og ótrúleg við að hjálpa
ánum ef illa gekk og ekki síður að
koma lífi í lömbin á eftir. Það sá ég
betur seinna þegar við vorum saman
í sauðburði á Klukkufelli. Hún tók
mér strax af mikilli vinsemd og
kynni okkar jukust þegar við í Félagi
eldri borgara í Dalabyggð og Reyk-
hólahreppi fórum að halda hagyrð-
ingamót. Þá var Badda lífið og sálin í
undirbúningi, alltaf til taks og tilbúin
að mæta og koma með vísur um hin
ýmsu málefni. Á þessum samkomum
gerði hún mikla lukku, vísur vel ort-
ar og hnitmiðaðar. Hún tók líka þátt
í mörgum öðrum hagyrðingamótum
á öðrum vettvangi og í tengslum við
starf Kvæðamannafélagsins. Í ferða-
lögum eldri borgara kastaði hún
fram vísum á færibandi. Það kom
fyrir að hún fékk far með mér milli
Reykjavíkur og Reykhólasveitar, og
þá var spjallað og farið með vísur
alla leið, svo tíminn var fljótur að
líða. Þarna áttum við sameiginlegt
áhugamál.
Við í Félagi eldri borgara þökkum
henni fyrir það sem hún lagði af
mörkum í okkar félagsstarfi og
hennar verður sárt saknað þar.
Einnig er henni þakkað fyrir virka
þátttöku í starfi Sambands breið-
firskra kvenna en á fundum þess var
hún oft mikill gleðigjafi. Sjálf vil ég
þakka henni samfylgdina síðan við
kynntumst. Hún var sérstæð og
stórbrotin kona sem gleymist ekki.
Ég votta börnum hennar, tengda-
börnum og barnabörnum einlæga
samúð sem og öðrum vinum hennar
og vandamönnum.
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.
Látin er kær vinkona mín, hún
Badda. Hún hafði mjög fjölbreyti-
lega hæfileika. Þegar hún var á
Klukkufelli í sauðburði kynntumst
við mjög vel. Badda kom eitt vorið
þegar við Viggi vorum tvö þar. Hún
hafði frétt af því og bauðst til að
koma og hjálpa til við sauðburðinn.
Ég man ennþá daginn sem hún kom,
ég var orðin dauðþreytt af svefn-
leysinu sem fylgir sauðburði. Badda
sagði strax, ég skal vaka í nótt og eft-
ir það tók hún næturvaktirnar öll ár-
in sem hún kom í sauðburð. Það var
eins og létt væri af mér þungu fargi.
Morguninn eftir höfðu margar ær
borið og hún sett þær allar í stíur.
Lömbin sem komið höfðu í heiminn
voru vel södd. Hún mjólkaði alltaf
fyrir lömb ef þau voru ekki lífleg
fyrst eftir burð. Þá urðu þau ótrú-
lega spræk. Af því að alltaf var verið
að mjólka ær sem voru með of mikla
mjólk, kom það í veg fyrir júgurból-
guvesen.
Einn morgun þegar við vorum að
kíkja í stíurnar sáum við pínulítið
lamb sem að var nýborið, ekki með
lífsmarki og allt slímugt. Ég stökk
ofan í stíuna og tók slímið frá
snoppunni og við reyndum að koma
lífi í það. Það náði andanum fljótlega.
Það var mjög slappt til að byrja með
en Böddu tókst að koma broddi í það
og viti menn, þetta litla lamb tók við
sér. Það varð halda undir það til að
koma því á spena af því að það var
svo pínulítið. Okkur fannst það fynd-
ið þegar kom í ljós að það var hrút-
lamb. Við nefndum hann Fönix og
hann dafnaði vel, okkur til ómældrar
gleði. Við lentum í ýmsum öðrum
ævintýrum þessi vor en ég læt þetta
nægja. Stundum vaknaði ég við
pönnukökulykt þegar Badda var á
Klukkufelli. Þá var hún að baka
meiriháttar góðar pönnukökur.
Hjálpin sem Badda veitti okkur
Vigni er ómetanleg.
Þrautseigja, áræði og góðar gáfur
prýddu þessa sjálfstæðu konu.
Badda var mjög dugleg við að fara í
langar gönguferðir, oftast ein á ferð.
Hún gekk oft á milli bæja, jafnvel
langar bæjarleiðir. Stundum var
slæmt veður en hún lét það ekki á sig
fá. Kannski hefur hún fengið inn-
blástur í vísur á þessum ferðum. Það
lá létt fyrir henni að yrkja. Margar
fallegar og skemmtilegar vísur eru
til eftir hana. Þrjár bækur hafa verið
gefnar út með kveðskap hennar
enda var hún einn af bestu hagyrð-
ingum landsins. Badda var virtur og
vinsæll félagi í Kvæðamannafélaginu
Iðunni og naut vel allra ferðanna
sem hún fór í með þeim. Hún var
hafsjór af fróðleik um sveitina sína
og landið. Mjög gaman var að heyra
hana segja frá. Einnig gat hún rakið
ættir fólks langt aftur. Ótrúlegt hvað
þessi duglega, sjálfstæða, hjálpsama
kona kom í verk. Velferð barnanna
hennar, maka þeirra og barna-
barnanna var henni alltaf ofarlega í
huga.
Öllum aðstandendum nær og fjær
sendi ég innilegar samúðarkveðjur.
Ásta Ólafsdóttir.
Bjargey Kristrún Arnórsdóttir frá
Tindum í Geiradal, „Badda okkar“
kvaddi lífið hinn 27. október 2010 eft-
ir skammvinna baráttu við banvæn-
an sjúkdóm. Þegar hann uppgötvað-
ist var hann of langt genginn til þess
að verða stöðvaður. Badda var alltaf
á hraðferð. Hennar síðasta skeið
burt úr þessum heimi var hraðferð á
sama hátt og áður hjá henni.
Hún var félagi okkar í Kvæða-
mannafélaginu Iðunni um áratuga
skeið, einhver hinn allra besti og
traustasti og fundræknasti. Hún lét
sig ekki muna um að koma á fundi
okkar, þótt langróið væri og illfært
stundum, alla leið vestan úr Barða-
strandarsýslu. Fundirnir voru einu
sinni í mánuði yfir vetrartímann og
ekki lét hún sig vanta í sumarferðir
félagsins. Og eftir að hún gekk í Ið-
unni mætti hún þar að auki á öll
landsmót hagyrðinga, sem haldin
eru í nýjum landshluta ár hvert.
Þegar við tókum okkur til á Selfossi
og stofnuðum „Árgala“ kvæða-
mannafélag fyrir Árborg og allar
aðrar sveitir Suðurlands á þessu ári
stóð ekki á Böddu að ganga til liðs
við okkur. Hún varð einn af 70 stofn-
félögum. Við gátum státað af því Ár-
galamenn fyrir hennar atbeina, að
kvæðamannafélagið okkar var víð-
feðmt, félagarnir komu allt austan
frá öskuhrjáðum Eyjafjöllum til
Þorskafjarðar.
Badda var óvenjuleg og eftir-
minnileg. Hún var grannvaxin, létt í
snúningum, bjartleit, réttnefjuð og
skarpleit. Augun voru gráblá og
snör, geislandi af gáska og yfir henni
var að jafnaði órætt bros, sem minnti
á Monu Lísu. Hún elskaði svo margt,
sveitina sína, landið sitt, móðurmál-
ið, fólkið í kringum sig. Hún var allt-
af létt í skapi og gleðjandi fyrir sam-
ferðamenn sína, kitlandi gamansöm
en samt orðvör. Orðin og stökurnar
léku henni á tungu. Hún var svo leik-
andi hagmælt að fáir ef nokkrir léku
það eftir. Nafnið „galdrakonan“ fest-
ist við hana og fylgdi henni, vegna
þess hve fljót hún var að kveða og
hittin.
Bjargey var mikil eljukona og
ósérhlífin. Hún vann í sláturhúsinu í
Króksfjarðarnesi um langa hríð og
öll síðustu árin sem það starfaði og
gerði eftirminnilega bragi, gaman-
sama og góðkynjaða um samferða-
fólkið sitt. Hún var í sauðburði hjá
fólkinu sínu í heimasveitinni á hverju
vori, einnig á liðnu vori eftir að hún
var farin að finna fyrir óvættinum
sem dró hana til dauða.
Hún kom yfirleitt við hjá okkur
Ólöfu og Guðrúnu, grannkonu okkar,
þegar hún kom til að hitta fólkið sitt
á Selfossi.
Það fylgdi henni Böddu ferskur
andblær og gleði. Við Ólöf Erla
þökkum henni vináttu og tryggð og
vottum samúð fólkinu hennar og vin-
unum fjölmörgu.
Ólöf Erla Halldórsdóttir
frá Búrfelli og Sigurður
Sigurðarson dýralæknir.
Bjargey Kristrún
Arnórsdóttir