Morgunblaðið - 06.11.2010, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2010
Styrkir
Menningarsjóður
útvarpsstöðva auglýsir
Hlutverk Menningarsjóðs útvarpsstöðva er að
veita styrki til eflingar innlendri dagskrárgerð
fyrir hljóðvarp og sjónvarp, þeirri er verða má
til menningarauka og fræðslu, sbr. reglugerð
um Menningarsjóð útvarpsstöðva dags.
11. febrúar 1986 með síðari breytingum.
Stjórn sjóðsins auglýsir hér með eftir
umsóknum um styrki úr sjóðnum. Þetta er
lokaúthlutun sjóðsins og verður hann lagður
niður að henni lokinni.
Stjórn sjóðsins er skipuð af mennta- og
menningarmálaráðuneytinu og annast
úthlutun. Í henni sitja Laufey Guðjónsdóttir,
formaður, Lovísa Óladóttir og Þorbjörn
Broddason, en starfsmaður er Reynir Berg
Þorvaldsson. Stefnt er á að ákvarðanir um
styrki liggi fyrir í lok febrúar 2011.
Í umsóknum skulu eftirfarandi upplýsingar
koma fram:
1. Nafn umsækjanda, kennitala og heimilis-
fang, ásamt upplýsingum um aðstand-
endur verkefnis og samstarfsaðila og
skriflegum staðfestingum allra aðila um
þátttöku í verkefninu.
2. Handrit eða nákvæm lýsing verkefnis og
greinargerð umsækjanda um verkefnið.
3. Fjárhæð styrks sem sótt er um.
4. Kostnaðar- og fjárstreymisáætlun.
5. Skriflegir samningar eða önnur stað-
festing um fjármögnun eða fjármögnunar-
áætlun auk tæmandi upplýsinga um aðra
styrki sem sótt hefur verið um og/eða
verkefnið hefur fengið.
6. Nákvæm áætlun um framvindu verkefnis
og greinargerð um það til hvaða verkþátta
sótt er um styrk til.
7. Upplýsingar um alla gerða eða fyrir-
hugaða framleiðslusamninga og áætlun
um tekjuskiptingu eftir því sem við á.
8. Markaðs- og kynningaráætlun.
9. Handrit eða nákvæm lýsing verkefnis.
10.Upplýsingar um framleiðslufyrirtæki.
11. Yfirlýsing sjónvarps- eða útvarpsstöðvar
um að fyrirhugað sé að taka dagskrárefni,
sem sótt er um styrk til, á dagskrá.
Upplýsingar um úthlutunarreglur, skilyrði og
umsóknargögn má nálgast í gegnum net-
fangið menningarsjodur@internet.is eða í
síma 663 6245.
Umsóknum og öllum fylgigögnum ber að
skila í þríriti til Menningarsjóðs útvarps-
stöðva, Hverfisgötu 54, 101 Reykjavík, eigi
síðar en 15. desember nk. Með umsókn skal
skila þar til gerðum eyðublöðum sem fást
afhent á sama stað eða í gegnum netfangið
menningarsjodur@internet.is.
Auglýsing um styrki til rannsókna
á stofnum villtra fugla og villtra
spendýra
Samkvæmt 3. mgr. 11. gr. laga nr. 64/1994, um
vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og
villtum spendýrum, eins og henni var breytt
með 39. gr. laga nr. 164/2002, úthlutar umhver-
fisráðherra fé til rannsókna af tekjum vegna
sölu veiðikorta.
Umhverfisráðuneytið auglýsir eftir umsóknum
um styrki til rannsókna á stofnum villtra dýra
sem undir áðurnefnd lög falla og heimilt er að
veiða. Skriflegar umsóknir skulu berast
ráðuneytinu, Skuggasundi 1, 150 Reykjavík,
merktar Veiðikortasjóður, fyrir 7. desember
2010.
Í umsókn um styrk úr Veiðikortasjóði skal
umsækjandi greina frá efni og afmörkun fyrir-
hugaðra rannsókna, hverjir koma að
rannsóknunum, skipulagi þeirra og áætluðum
tímamörkum ásamt upplýsingum um menntun
og/eða fyrri rannsóknir.
Konur jafnt sem karlar eru hvött til að senda
inn umsóknir. Ráðuneytið mun að fenginni
umsögn Umhverfisstofnunar og
ráðgjafanefndar úthluta styrkjum eigi síðar en í
janúar 2011.
Umhverfisráðuneytið
1. nóvember 2010
Tilboð/útboð
14956
Fjármálaþjónusta fyrir
Landspítalann
Rammasamningur
Ríkiskaup, fyrir hönd Landspítala (LSH), óska eftir
tilboðum í fjármálaþjónustu fyrir Landspítala. Um
er að ræða nánast öll bankaviðskipti og tengda
þjónustu, svo sem innlánsviðskipti á tékka-
reikningi og skammtímabankareikningi, aðgang
að fyrirtækjabanka ásamt bankaþjónustu vegna
ýmissa sérsjóða sem fjármálasvið heldur utan
um. Enn fremur skal tilboðið ná til þjónustu,
gjaldskrár og greiðsluskila vegna innheimtu
krafna LSH. Almennt er áhersla lögð á góða
upplýsingamiðlun frá banka til LSH. Bjóðandi skal
bjóða aðgengilega skýrslugerð varðandi inn-
heimtu. Samið verður við einn aðila um viðskipti
þessi.
Landspítali er A-hlutastofnun á fjárlögum íslenska
ríkisins og háð ákvæðum laga um fjárreiður
ríkisins, nr. 88/1997.
Ekki er ljóst hvaða þjónustumagn verður endan-
lega keypt á grundvelli útboðs þessa þar sem um
er að ræða rammasamning sem gerður er um til-
tekna þjónustu í tiltekinn tíma, án þess að
magntölur séu þekktar.
Nánari upplýsingar má finna í útboðsgögnum
sem eru rafræn og aðgengilega á vef Ríkiskaupa,
www.rikiskaup.is, eigi síðar en 10. nóvember.
Opnunartími tilboða er 17. desember kl 11:00 hjá
Ríkiskaupum, Borgartúni 7c, 105 Reykjavík, að
viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
14635
Flugsæti til og frá Íslandi
Rammasamningur með örútboðum
Ríkiskaup, fyrir hönd áskrifenda að rammasamn-
ingakerfi Ríkiskaupa á hverjum tíma, standa fyrir
þessu útboði vegna flugsæta til og frá Íslandi.
Heimilt er að bjóða í einstakar flugleiðir eða allar.
Útboðið tekur eingöngu til ferðalaga lofteiðis og
tengist ekki bókunum á hótelherbergjum,
bílaleigubílum né annarri ferðaþjónustu.
Tilefni þessa útboðs er krafa til opinberra starfs-
manna um lækkun ferðakostnaðar t.d. með því að
ferðast minna, skipuleggja ferðalög með góðum
fyrirvara og kaupa flugfar á besta fáanlega verði á
hverjum tíma.
Í þessu útboði eru boðnar út tíu flugleiðir:
1. Reykjavík – Kaupmannahöfn
2. Kaupmannahöfn - Reykjavík
3. Reykjavík – London
4. London - Reykjavík
5. Reykjavík – Brussel
6. Brussel - Reykjavík
7. Reykjavík – NewYork
8. NewYork – Reykjavík
9. Reykjavík – Boston
10. Boston - Reykjavík
Stefnt er því að semja við fleiri en einn aðila um
eina, tvær, þrjár eða fleiri flugleiðir um viðskipti
þessi.
Nánari upplýsingar má finna í útboðsgögnum
sem eru rafræn og aðgengilega á vef Ríkiskaupa,
www.rikiskaup.is, eigi síðar en 10. nóvember.
Opnunartími tilboða er 21. desember 2010 kl 11:00
hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7c, 105 Reykjavík, að
viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Tilkynningar
Seltjarnarnesbær
Bæjarlistamaður
Seltjarnarness 2011
Menningarnefnd Seltjarnarness auglýsir hér
með eftir umsóknum frá listamönnum
búsettum á Seltjarnarnesi um nafnbótina
Bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 2011.
Nafnbótinni fylgir 600.000 kr. starfsstyrkur.
Væntanlegir umsækjendur eru beðnir að
haga umsóknum í samræmi við reglur um
bæjarlistamann sem liggja frammi á bæjar-
skrifstofum Seltjarnarness að Austurströnd
2, en þær er einnig að finna á heimasíðu
bæjarins www.seltjarnarnes.is.
Umsóknum skal skila á bæjarskrifstofur
Seltjarnarness merktum: ,,Bæjarlistamaður
2011“ fyrir fimmtudaginn 25. nóvember nk.
Menningarnefnd Seltjarnarness
Óska eftir
Frímerki - Mynt - Seðlar:
Uppboðsaðili kaupir frímerki, umslög, mynt,
seðla, póstkort, minnispeninga, orður, gömul
skjöl og margt fleira. Staðgreiðsla í boði.
Sími 561 58 71 og 694 58 71.
Til sölu
Veiðirétturinn er 1/3
veiðiréttinda í Sogi og
Ásgarðslæk, sem telst vera
1 laxastöng í dag og 1/3
silungsréttinda. Bakki að
Sogi sem fylgir hinum
selda veiðirétti er um 2,8
km að lengd.
Veiðirétturinn er laus til afnota næsta veiðiár. Einnig fylgir
lögbýlisréttur jarðarinnar Ásgarðs, auk eignarlóðar við
bakka Sogsins.
Á lóðinni má byggja 150 fermetra sumarhús.
Allar nánari upplýsingar veita Steindór Guðmundsson
löggiltur fasteignasali og Ólafur Björnsson hrl. löggiltur
fasteignasali á skrifstofu eða í síma 480-2900.
Áhugasamir geri tilboð í eignina fyrir 20.nóvember 2010 til
Lögmanna Suðurlandi, Austurvegi 3, 800 Selfoss. Áskilinn
er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Til sölu
1/3 veiðiréttar jarðarinnar Ásgarðs
í Sogi, Grímsnesi, ásamt tilheyrandi bakka,
lögbýlisrétti og eignarlóð við bakkann.