Morgunblaðið - 06.11.2010, Page 50

Morgunblaðið - 06.11.2010, Page 50
50 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2010 Drottningin er fallin Drottning Stað- arfjallanna í Skagafirði til átján ára er fallin. Já, mig langar til þess að skrifa nokkur orð um þessa sérstöku for- ystuá. Ég fékk þann heiður að umgangast hana í ein átta ár og á í minningunni ótal ynd- isleg augnablik með henni. Hún var af for- ystukyni og sá svo sannanlega um sinn hóp og stýrði. Veð- urglögg, næm og glögg á fólk og umhverfi, sem sagt allt sem prýðir góða forystuá. Hún færði eiganda sínum lömb í sextán ár. Hún var stygg þar til síðasta ár- ið, en þá var hún höfð ein í stíu og viti menn, hún tók því að henni væri strokið og að lögð væri kinn við kinn meira að segja, svo það mátti ekki byrja á neinum verkum fyrr en þessari athöfn var lokið og um vorið fylgdi hún mér hvert fótmál. Í haust er hún kom heim af fjalli hafði hún engu gleymt, hún kom strax til mín. Nú veit ég ekki hvort bændur eiga ær sem verða svo gamlar, en mér finnst hún eiga það skilið að umheim- urinn viti af henni. Ég þakka henni fyrir að auðga minningar mín- ar. Stefanía Jónasdóttir. Dýrt að saga Ég fór í BYKO og lét saga fyrir mig spýtu, það verk tók þrjár mínútur og fyrir það þurfti ég að borga eitt þúsund krónur. Ég vildi vekja athygli á þessu öðrum til varnaðar. Guðjón Ást er… … grunnurinn að öllum langlífum samböndum. VelvakandiGrettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand NÚ HEFUR KATTASÖFNUNIN STAÐIÐ YFIR Í SÓLARHRING ATHUGUM HVERSU MIKLU HEFUR VERIÐ SAFNAÐ TÍU KRÓNUM! VIÐ HVERJU BJÓSTU? ÞETTA ERU KETTIR! HEFURÐU HEYRT FRÁ SNOOPY? JÁ, HANN ER ENN ÞÁ Á SPÍTALANUM EN LÆKNARNIR SEGJA AÐ HONUM FARI BATNANDI FÉKK HANN SÉRHERBERGI? HLÝ- TUR AÐ VERA! ANNARS VÆRI EKKERT PLÁSS FYRIR KANÍNURNAR HVAÐ LANGAR ÞIG AÐ GERA Í DAG HRÓLFUR? HVAÐ MEÐ AÐ VIÐ ÖSKRUM AF ÖLLUM KRÖFTUM Í VON UM AÐ FÁ HJÁLP? ÆI NEI, VIÐ GERÐUM ÞAÐ Í GÆR! STRÁKAR, ER Í LAGI AÐ ÉG SKILI YKKUR AF MÉR ÁÐUR EN ÉG FER Í HLÍÐNISKÓLANN? EINFÖLD LEIÐ TIL AÐ DRAGA ÚR ORKU- NOTKUN HEIMILI- SINS ER AÐ SLÖKKVA LJÓS VIÐ ÞURFUM TIL DÆMIS EKKI AÐ HAFA KVEIKT NIÐUR Í KJALLARA, ER ÞAÐ? HVAÐ ER Í GANGI? JÚ, GREINILEGA VÆRI ÞÉR SAMA? RAF- MAGNIÐ ER AFTUR KOMIÐ Á HVERNIG? HVERJUM ER EKKI SAMA HVERNIG ÞAÐ GERÐIST ÉG STÓÐ VIÐ MITT! LEYFÐU MÉR NÚ AÐ HITTA SON MINN Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Ég hitti karlinn á Laugaveginumog hann fór að tala um vísu- part, sem ég hafði spurst fyrir um og rámað í að væri fyrripartur, en karlinn skeytti því engu: Kerlingin er komin hér kjagandi um bæinn, hefur allt á hornum sér, ég held að það sé maginn. „Enn er miður október eins og fyrri daginn.“ Karlinn er pólitískur, frekar hægrisinnaður, og varð tíðrætt um borgarstjórann: Lengi einskis varð ég varr um vitið sem að Drottinn gaf: uns opna munninn gjörði Gnarr og gleypti staf einn framan af. En vék síðan aftur talinu að því yrkisefni sem honum er kærast Völd og áhrif stendur styr um, sterkt var drukkið siguröl. „Minn tími kom og kvaddi að dyrum,“ kerling sagði, „en stutt varð dvöl.“ Fyrir viku vitnaði ég í bréf frá Grétari Snæ Hjartarsyni. Þar segir hann frá því, að faðir sinn, Hjörtur Hjálmarsson á Flateyri, hafi tvíveg- is setið á Alþingi sem varamaður Birgis Finnssonar. „Þetta var á ár- um Viðreisnarstjórnarinnar,“ skrif- ar hann. „Á þessum tíma gerðist það að flugherinn tók við af sjó- hernum á Keflavíkurflugvelli. Ein- ar Olgeirsson varð æfur út af þessu og því, að ekki hafði verið haft sam- band við Sósíalistaflokkinn varð- andi þessar breytingar. Guð- mundur Í. Guðmundsson utanríkisráðherra svaraði Einari og tjáði honum að það væri ekki til siðs að hafa samband við komm- únista um utanríkismál og þetta hefðu þeir virt, er þeir voru í stjórn. Einar æstist allur við þetta og reytti hár sitt, en þarna var hann einmitt nýkominn heim af komm- únistaráðstefnu í Rússlandi, þar sem upp úr sauð milli Rússa og Kín- verja. Faðir minn ritaði vísu á blað og rétti Benedikt Gröndal, sem fór með það í ræðustól: Einar virðist hress og hýr, heim til brýnu aftur snýr; finnst mér línan furðu skýr, fékk hann Kínaelexír? Öðru sinni var hann að lesa Morgunblaðið í þingflokksherbergi „krata“. Þar var greint frá því að einræðisherrann fyrrverandi Gott- wald í Tékkóslóvakíu hefði verið úthrópaður og fluttur úr grafhýsi hinna útvöldu og skyldi nú grafinn annars staðar. Rétt er að geta þess, að faðir minn hafði mjög gaman af orðaleikjum. Benedikt Gröndal átti leið fram hjá og spyr föður minn hvað sé tíðinda. Benedikt sagði mér að faðir minn hefði svarað sam- stundis án þess að líta upp úr blaðinu: Tíðindi má telja helst frá Tékkóslóvakíu að Gottwald ekki gott vald telst og grafast þarf að nýju. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af karli og pólitík - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is –– Meira fyrir lesendur - nýr auglýsingamiðill

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.