Morgunblaðið - 06.11.2010, Page 51
MENNING 51Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2010
Á tónleikum í Skálholtskirkju
á morgun, sunnudag, klukkan
20 verður þess minnst að þá
verða 560 ár liðin frá því að
Jón Arason biskup og synir
hans Björn og Ari voru tekn-
inr af lífi þar á staðnum. Skál-
holtskórinn, undir stjórn Jóns
Bjarnasonar, og Kammerkór
Akraness, undir stjórn Sveins
Arnars Sæmundssonar, flytja
tónlist frá ýmsum tímum í minningu þeirra
Hólafeðga.
Á tónleikunum verður frumflutt lag eftir Jón
Bjarnason við ljóð eftir Jón Arason.
Efnisskráin er um klukkustund í flutningi og
eru allir velkomnir.
Tónlist
Minnast aftöku
Jóns Arasonar
Skálholtskirkja
Myndlistaruppboð verður í
Gallerí Fold við Rauðarárstíg
á mánudaginn kemur og hefst
klukkan 18. Boðin verða upp
rúmlega 100 verk af ýmsum
toga, bæði nýleg og eftir gömlu
meistaranna. Þar á meðal eru
verk eftir Ásgrím Jónsson, Jó-
hannes S. Kjarval, Þorvald
Skúlason og Gunnlaug Blön-
dal. Þá verður boðin upp rúm-
fjöl úr rúmi sem Guðmundur
Thorsteinsson – Muggur – málaði á og gaf unn-
ustu sinni Gerdu Nyrop árið 1910 en þau giftust
stuttu síðar. Verkið var í eigu dóttur Gerdu og
kemur hingað til lands frá Danmörku.
Verkin verða til sýnis laugardag og sunnudag.
Myndlist
Bjóða upp rúmfjöl
málaða af Muggi
Verk eftir Erró
verður boðið upp.
Á morgun, sunnudag, klukkan
15 verður Ragnheiður Jóns-
dóttir myndlistarkona með
leiðsögn á lokadegi sýning-
arinnar Með viljann að vopni á
Kjarvalsstöðum, ásamt Hrafn-
hildi Schram sýningarstjóra.
Ragnheiður er ein þeirra 27
listakvenna sem eiga verk á
sýningunni en hún er löngu
kunn fyrir grafíkverk frá átt-
unda áratugnum, þar sem hún
deilir á samskipti kynjanna.
Að lokinni leiðsögn munu fulltrúar Start Art-
hópsins kynna bókina Laugavegurinn, með upp-
lestri, vídeósýningu og leikrænum tilþrifum. Bók-
in verður til sölu á kynningarverði.
Myndlist
Leiðsögn á Með
viljann að vopni
Ragnheiður
Jónsdóttir
Karl Blöndal
kbl@mbl.is
Þegar bankakerfið hrundi á Íslandi var vart hægt
að þverfóta í landinu fyrir erlendum blaðamönn-
um. Aldrei áður hafði jafn mikið verið skrifað um
Ísland í erlenda fjölmiðla og þessi gríðarlega at-
hygli var ekki komin til af góðu. Í bókinni The End
of Iceland’s Innocence fjallar Daniel Chartier, pró-
fessor við Quebec-háskóla í Montreal, um ímynd
Íslands í erlendum fjölmiðlum í orrahríðinni.
Chartier sagði í viðtali við Morgunblaðið að
áhuginn á Íslandi hefði verið svona mikill vegna
þess að hér hefði verið um að ræða mjög ríkt og
velmegandi land, sem á nokkrum dögum hrundi al-
gerlega saman.
„Menn sögðu við sjálfa sig að þetta gæti hent þá
þar sem þeir væru í veikari stöðu,“ sagði hann.
„Við þurfum að skoða þetta til að sjá hvaða áhrif
þetta gæti haft á okkur. Nú eru komin önnur til-
felli, Grikkland, Spánn, Bandaríkin og jafnvel
Bretland, þannig að athygli heimsins beinist ekki
lengur að Íslandi.“
Chartier sagðist stundum velta því fyrir sér
hvort Ísland hafi í raun verið umfjöllunarefnið.
„Þetta var leið fyrir ákveðið fólk til að koma
skoðunum sínum og gildum á framfæri,“ sagði
hann. „Það átti til dæmis við um dagblaðið Le
Monde, sem er mjög hlynnt evrunni. Þeirra mark-
mið var að sýna fram á hvernig lítið land myndi
njóta verndar í stærri hópi.“
Chartier sagði að hrunið á Íslandi hefði valdið
mörgum vonbrigðum sem litu á Ísland sem eins
konar fyrirmynd.
„Skotum fannst Ísland og Noregur bera því vitni
að þeir gætu líka verið sjálfstæðir,“ sagði hann í
samtali við Morgunblaðið. „Eftir hrunið á Íslandi
gátu Bretar sagt við Skota að þeir gætu ekki verið
einir. Þeir hefðu beitt Íslendinga hörðu, en stutt
við Bank of Scotland.“ Hrunið á Íslandi hefði verið
áfall fyrir skoska sjálfstæðissinna.
„Annan hóp, sem varð fyrir vonbrigðum, er til
dæmis að finna í Quebec í Kanada og Frakklandi,“
sagði hann. „Þessi hópur sá Ísland sem fyrirmynd í
jafnréttismálum, sem sýndi hvernig hægt væri að
vera ríkur en huga að velferð borgaranna allra.
Hvort sem það var satt eða ekki var Ísland fyrir-
mynd í þeirra augum og að sjá landið hrynja var
erfitt.“
Hann sagði að á hægri vængnum hefðu einnig
orðið vonbrigði. „Þeim fannst að Ísland hefði verið
rannsóknarstofa. Í bókinni er ég með tilvitnanir í
þessa veru og niðurstaða þeirra sé sú að Ísland
hafi sýnt að ekki eigi að ganga svona langt. Fátt
getur verið meira niðurlægjandi en að hafa verið
viðfang hóps sem vildi prófa tiltekna hagfræði.“
Chartier sagði að í umfjöllun erlendra fjölmiðla
hefði verið sögð ákveðin saga, sem ekki var alltaf í
samræmi við veruleikann. Til dæmis var ítrekað
slegið upp að Ísland væri gjaldþrota
land, þótt það hafi aldrei orðið raunin
og þegar öllu sé á botninn hvolft sé
ástandið á Íslandi síður en svo það
versta í heiminum. Hvað sem því líði
sé hollt að skoða með hvaða
hætti var fjallað um landið á
þessum tímum og velta því um
leið fyrir sér hvers vegna svona
mikið sé lagt upp úr því hér á landi
hvaða augum aðrir sjá Ísland.
Morgunblaðið/RAX
Í brennidepli Daniel Chartier, höfundur The End of Iceland’s Innocence, kveðst stundum velta fyrir sér hvort Ísland hafi í raun verið umfjöllunarefnið.
Undir smásjá heimsins
Umfjöllun erlendra blaða um bankahrunið er efni bókar eftir Daniel Chartier
Sumir notuðu hrunið til að staðfesta eigin gildi, aðrir urðu fyrir vonbrigðum
Saxófónleikarinn Sigurður Flosason
og organistinn Gunnar Gunnarsson
halda tónleika í Hallgrímskirkju á
morgun, sunnudag, klukkan 16 þar
sem þeir leika sálmalög og spinna út
frá þeim eins og þeim einum er lagið.
Tilefnið er tíu ára samstarfsafmæli
sálmadúósins og útkoma fjórða
geisladisks þeirra félaga en hann ber
heitið Sálmar tímans. Á diskinum er
að finna 13 útsetningar félaganna á
ólíkum sálmalögum.
„Þetta er tíu ára afmæli dúettsins,“
segir Gunnar. „Það lá ekki í augum
uppi að þessi tvö hljóðfæri gætu pass-
að svona vel saman. Saxófónninn á
sér langa spunahefð í djassi en org-
elið, sem er líka blásturshljóðfæri, á
líka langa spunasögu en klassískt
megin. Gömlu orgelmeistararnir
spunnu daglega á orgel.“
Diskurinn er tekinn upp í Hall-
grímskirkju og leikur Gunnar á Klais
orgelið sem hann segir mikla ger-
semi. „Á diskinum eru sálmar sem
okkur hefur lengi langað að leika;
þarna eru ákveðnir kontrastar, mjög
gamlir og nýir sálmar, mjög kunnir
sem lítt kunnir,“ segir hann. Á tón-
leikunum leika þeir aðallega sálma af
nýja diskinum en Gunnar segir að
aðrir kunni að slæðast með.
Sigurður og Gunnar hafa áður sent
frá sér þrjá geisladiska; Sálma lífsins
(2000), Sálma jólanna (2001) og
Draumalandið (2004). efi@mbl.is
Spinna út
frá sálma-
lögum
Nýr sálmadiskur
Sigurðar og Gunnars
Morgunblaðið/Einar Falur
Orgeldjass Sigurður Flosason og
Gunnar Gunnarsson leika.
Stemningin fyrir
okkur virðist vera
meiri en við áttum að
venjast. 52
»
Í dag kl. 17 opnar
myndlistarmað-
urinn Ingirafn
Steinarsson sýn-
ingu í Kling &
Bang gallerí á
Hverfisgötu 42.
Sýninguna kallar
hann FUNC-
TIUS/FUNGUS/
FUNNUS og á
henni er safn
hnyttinna en um leið beinskeyttra
hluta, myndbandsverka og teikn-
inga. Þar á meðal er altarið sem heiti
sýningarinnar er sótt í. Þar er bjór
stillt upp sem leikmynd fyrir sam-
skipti. Myndbandsverkin sýna hins
vegar hústökur í Osló og Berlín.
Í Kling & bang er opið fimmtu-
daga til sunnudaga, kl. 14-18.
Ingirafn Stein-
arsson sýnir í
Kling & bang
Verk eftir
Ingarafn.
Daniel Chartier beinir í bók sinni sjónum sín-
um einkum að umfjöllun um efnahagshrunið
á Íslandi í níu dagblöðum, sem gefin eru út á
ensku og frönsku. Þar á meðal eru New York
Times, Financial Times, Le Monde og Guardi-
an, en leitar þó víðar fanga. Umfangið var
mismikið eftir fjölmiðlum. Í New York Times
birtust 75 greinar um Ísland árið 2008, en í
Financial Times var mun nánar fylgst með
gangi mála og birti blaðið um 400 greinar,
sem fjölluðu um Ísland, þar af næstum 250,
sem eingöngu beindust að landinu. Chartier
segir að í umfjöllun sé aldrei gefið annað
tækifæri, aðeins sé hægt að bæta við frá-
sögnina, ekki snúa henni við.
Útgáfuhóf vegna bókar Daniels Chartiers
verður í Bókabúð Máls og Menningar frá
14.00-15.00 á morgun, sunnudaginn 7. nóv-
ember. Hann verður viðstaddur og
mun árita bókina, sem verður á
sérstöku tilboðsverði á meðan.
Chartier heldur einnig fyr-
irlestur í Háskóla Íslands, Árna-
garði stofu 201 kl. 12-13.10 þriðju-
daginn 9 nóvember.
Efnahagshrun og
fjölmiðlafár
CHARTIER KYNNIR BÓKINA OG ÁRITAR